Helgarpósturinn - 23.05.1996, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 23.05.1996, Blaðsíða 22
22 FlMIVrnjDAGUR 23. MAÍ1996 Samkvæmt dagatalinu er sumar í lofti og því taka nú við hinar hefðbundnu og allmjög takmörkuðu athafnir á meintum árstíma sólarinnar hér á klakanum. Eiríkur Bergmann Einarsson er sannast sagna orðinn hundleiður á að fylgja sama athafnamynstrinu sumar eftir sumar og var því fengið það verkefni að finna eitthvað annað að gera í sumar en að grilla kótilettur, veiða laxí Elliðaánum og sóla sig á Benidorm... Að bakka hringinn, skjóta I lax, grilla smáfugla og sólbaðaf sig nakin(n) í Öslquhlíðinni.• Með hækkandi sól og sumri fer óþolinmæði að heija á landann og athafnagleði hleyp- ur í menn. Nú er sá tími þegar ískyggi- lega fer að Qölga í sundlaugunum, gríllin eru tekin fram og pússuð rækilega upp og all- ir sem einn skella sér í sólbað og brenna. Ferðahugur gerir ennfremur vart við sig. Þá er bíllinn standsettur fyrir hring- ferð sumarsins. Aðrir þola ekki við hér innan- lands og flykkjast í sól- arlandaferðir til Beni- dorm. Veiðidellumenn kætast til muna á þess- um árstíma og skella sér í laxveiði meðan aðrir fara í tjaldútilegur og sumarbústaðaferðir. Næturlífið tekur einnig kipp og öll þjóðin fer að djamma frá sér ráð og rænu. Eftir kyrrsetu vetrarins fá margir sam- viskubit yfir aukakíló- unum og hefja íþrótta- iðkun að afli. Meira að segja pólitíkusarnir reyna að taka sér frí. En er þetta allt og sumt sem hægt er að taka sér fyrir hendur á sumrin á íslandi? HP neitar því harðlega að afþreying- armöguleikar landans séu svo takmarkaðir. Til að gera sumarið sem eftirminnilegast veltir blaðið upp ýmsum skemmtilegri möguleik- um til sumardundurs en felast í hinum tíu hefð- bundnu sumarathöfn- um. Að fara í sund Á sólríkum sumardögum yf- irfyllast allar sundlaugar landsins og mannmergðin ger- ir dvöl þar óbærilega. En það er hægt að gera ýmislegt í staðinn. Til dæmis væri meira spennandi að skella sér í köfun og skoða lífríki djúpsjávarins og ímynda sér að maður búi með fiskunum í friðarheimi (árið 2000). Einnig er hægt að gangast undir þrekraun og þreyta sjósund út í Drangey eins og Grettir forðum, synda út í Viðey, yfir Þingvallavatn, út í Vestmannaeyjar, yfir Erm- arsund. Ennfremur er mikið kikk fólgið í sjóskíðaiðkun, seglbrettasiglingu, brimbretta- bruni og sjósleðaferðum, og nætursund er jafnframt ávallt spennandi. Bláa lónið er alltaf vinsælt og til að krydda bað- ferð þangað er sniðugt að fara úr sundfötunum og fela þau undir steini við ströndina. Eng- inn tekur eftir þessu, því vatn- ið er gjörsamlega ógegnsætt vegna kísilmengunar. Því er það ákaflega spennandi leikur að synda upp að yfirmanni sín- um eða næsta alþingismanni og taka hressi- lega í spaðann á honum og hrista vel. Ef menn hafa sambönd innan Veitustofnana Reykjavíkur er hægt að múta þeim til að hleypa vatni á Nauthólsvíkur- lækinn eina næt- urstund og bjóða öllum sem þú þekkir í partí þangað. Það yrði samstundis valið teiti sumarsins. Að grilla kótilettur í stað þess að grilla einungis kótilettur og annað álíka ófrumlegt kjötmeti ættirðu að auka aðeins hugmyndaflugið. Það er nefnilega hægt að grilla nánast allt. Til dæmis bragðast sjávarfang eins og humar, þang og áll alveg óskaplega vel af grilli. Einnig eru grillaðir ávextir og grænmeti algert hnossgæti. Enn er ekki vitað um neitt grænmeti sem ótækt er að grilla. ítalskur matur eins og pizzur og lasagna henta líka vel í grillveislur og einnig er hægt að grípa til kínverskra ör- þrifaráða og grilla kött ná- grannans sem er alltaf að pirra þig á nóttunni. Ýmsir smáfugl- ar henta einstaklega vel á grill og má til að mynda nefna lóur, þresti, hrossagauka, starra — og auðvitað stærri stykki á borð við ritur og lunda. Mexí- kóskur matur á borð við búrr- ítós og takó-skeljar er svo mjög vannýttur á grillið. Og til að nota helvítis grillið til ann- arra hluta en matreiðslu þá er vert að nefna að engin lög banna grillun á gömlu nýróm- antísku plötunum þínum sem þú þolir ekki lengur, svo við tölum nú ekki um kántríplötur foreldranna, sem í hámarki hallærisheita sinna hóta línu- dansæfingum allt sumarið í takt við nýjustu strauma og stefnur frá menningarsnauð- um Bandaríkjamönnum. Jafn- framt má bæta við nokkrum þungarokksplötum til að fá meiri tilbreytingu í réttinn. Grill eru hrein undratæki og til að gera uppreisn gegn fjöl- miðlabyltingunni hefur reynst vel að grilla fjarstýringar af sjónvarpi, afruglara, mynd- bandstæki, hljómflutn- ingsgræjur og geislaspilara. Ennfremur má nota griliið sem sorpeyðingartæki og grilla dagblöð, tímarit og matarum- búðir — auk sérstaklega há- vaðasamra leikfanga barn- anna. Að fara í sólbað þar er jafnvel hægt að tala við sefina, eins og ráðherrann gerði forðum. Að keyra Eitt af því sem alltaf gerist þegar sólarglæta sést á lofti er bert og fölt hold ísiensks mannfólks sem roðnar hrað- lega yfir daginn og er orðið karfableikt fyrir seinna kaffi. í stað þess að fara út á svalir, í garðinn eða sund til að iðka þessa fátíðu iðju er klassískt til að hressa upp á pervertinn sem býr í hverjum manni að fletta sig klæðum í Öskjuhlíð- inni og flatmaga þar. Golfvöll- urinn úti á Gróttu er sömuleið- is tilvalinn fyrir íþróttafríkin, sérstaklega hjá holu átta. Útivistarfrík færa sig svo örlitlu lengra út á nesið og flatmaga við vitann með brimið í fangið. En til að auka aðeins á ævintýra- mennskuna er Hvanna- dalshnúkur á Vatna- jökli, í 2.119 metra hæð, heillandi sól- baðsstaður þar sem dásamlegt er að liggja nakinn í snjónum — frjósa að aftan um leið og maður brennur að framan. Fyrir innipúka er tilvalið að opna þak- gluggann eða svala- hurðina og liggja á stofugólfinu í sólbaði. (Þetta er líka hægt að gera á vetrum.) Þeir sem ekki hafa efni á sólarlandaferðum geta farið í ímyndunarferð út í Nauthólsvík og leg- ið þar á hvítri strönd- inni. Sama er hægt að gera á Búðum — og hringveginn Hringferð um landið með fjölskylduna er klassísk sumar- ferð, en það er auðveldlega hægt að gera hana meira spennandi. Til dæmis rheð því að fylgja í hjólför Skóda- mannsins hér um árið sem bakkaði hringveginn til styrkt- ar Þroskahjálp. Hann þroskaði hálsvöðvana víst heilmikið í þeirri ferð. Til að gera þetta sem veglegast verður jú að finna góðan málstað, eins og baráttu fyrir friði á jörð áður en árið 2000 rennur upp (glæt- an!). Eða sem söfnun í kosn- ingasjóð forsetaframbjóðanda að eigin vali. Einnig er hægt að fara hringveginn ein/n, skilja þessa síröflandi fjölskyldu eftir heima og uppgötva frumsjálf- ið. Þá er hægt að stoppa þar sem manni sýnist og skoða það sem hentar þegar mann langar til — án þess að þurfa að taka tillit til annarra, sem vilja hvort sem er gera alla hluti öðruvísi en þú. Gaman er í slíkri ferð að heimsækja æskufélaga frá landsbyggðar- árunum og rifja upp gamlar ævintýrasögur. Tilvalið er að stoppa hjá bændum, fá í nefið, hjáípa til við að mjólka kýrnar og drekka volga mjólkina beint af spenanum. Fara síðan í gönguferð út í náttúruna og fá að sofa í hlöðunni um nóttina, og borða almennilegan sveita- mat morguninn eftir: með al- vöru íslensku sveitafólki. Þá er nauðsynlegt að fara einn á sveitaball og upplifa sveita- rómantíkina í sinni graðnöktu mynd. Jafnframt er mögulegt að fara hring- veginn á mótorhjóli, reiðhjóli, á puttanum eða fara í hesta- og jeppaferðir um hálend- ið eða ferðast bara ut- anlands og hangsa í Reykjavík þess á milli. Að fara til Bemdorm Þótt ótrúlegt megi virðast geta íslendingar nú ferðast til ýmissa annarra staða en ís- lendinganýlendunnar á Benidorm. Nokkrir hálf- sígildir ferðamanna- staðir bjóða þannig upp á ný sjónarhorn: Hættuferð til Flórída getur verið virkilega spennandi þar sem morð, rán og klíkubar- dagar eru talin skemmtileg afþreying. Til dæmis er mikil adr-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.