Helgarpósturinn - 23.05.1996, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 23.05.1996, Blaðsíða 8
8 m FIMMTUDAGUR 23. MAÍ1996 Síöustu fimmtán ár hafa um tvö þúsund manns fengið íslensk- an ríkisborgararétt. Þaö er Alþingi sem veitir ríkisborgararéttinn og hefur sett sér ákveönar reglur þar aö lútandi. Sæmundur Guðvinsson koncist hins vegar að því aö engar reglur eru án undan- tekninga og sumir fá fljótari afgreiöslu en aörir. Sumir bíða í sjö ár en aðrir í nokkrar vikur Jón Thors: Fólki finnst það fúlt ef einhver er tekinn fram fyrir vegna þess að hann kann að sparka eða kasta bolta. Vilai, hin tælenska eiginkona Errós. Birgir ísleifur Gunnarsson, þáverandi menntamálaráðherra, sá til þess að hún fengi íslenskt vegabréf „einn tveir og þrír“. Myndin er tekin úr ævisögu Errós, sem Mál og menning gaf út. Með lagasetningu þann 17. maí síðastliðinn veitti Al- þingi 132 einstaklingum ís- ienskan ríkisborgararétt. Sam- kvæmt reglum sem Alþingi hef- ur ákveðið þurfa útlendingar að hafa átt hér lögheimili í sjö ár áður en þeir fá íslenskan rík- isborgararétt. Norðurlandabú- ar fá þó þennan rétt eftir fjögur ár. Karl eða kona sem gengur í hjúskap með íslenskum ríkis- borgara þarf að hafa átt lög- heimili hér í þrjú ár eftir gift- ingu, en í fimm ár ef um óvígða sambúð er að ræða. Þrátt fyrir að þessar megin- reglur séu í gildi þá er ekki þar með sagt að Alþingi fari alltaf eftir þeim. Þess eru mörg dæmi að útlendingar fái ís- lenskan ríkisborgararétt eftir nokkurra mánaða dvöl hér á landi, eða jafnvel eftir að hafa komið hingað í heimsókn. Oft er um að ræða erlenda íþrótta- menn sem skara fram úr í sinni grein og fengur að þeim fyrir íslenskt íþróttalíf. Má nefna sem dæmi að meðal þeirra sem fengu ríkisborgararétt á dögunum er handknattleiks- maðurinn Julián Duranona Larduet frá Kúbu, sem lék með KA í vetur og þykir sjálfkjörinn í íslenska landsliðið. Stundum liggja aðrar ástæður að baki. Staðreyndin er að minnsta kosti sú að meðan sumir út- lendingar þurfa að bíða í til- skilinn árafjölda eftir íslensk- um ríkisborgararétti þurfa aðr- ir aðeins að bíða í nokkra mán- uði eða jafnvel bara nokkrar vikur. Tækur í landsliðið Þessi mismunun hefur oft valdið gremju meðal þeirra sem gert er að bíða tilskilinn tíma eftir því að fá íslenskan rfkisborgararétt. Jón Thors, skrifstofustjóri dómsmála- ráðuneytisins, kannaðist vel við þessar óánægjuraddir þeg- ar HP ræddi við hann. „Við segjum það stundum þegar fólk kemur og skammast og spyr hvers vegna þessi eða hinn fái ríkisborgararétt á und- an, að sá hljóti bara að vera tækur í landsliðið og því hafi ísland áhuga á að fá hann. En auðvitað finnst fólki það oft fúlt ef einhver er tekinn fram fyrir það aðeins vegna þess að hann getur sparkað eða hent bolta. Við hér í ráðuneytinu höfum hins vegar ekkert með þetta að gera, heldur er það Al- þingi sem veitir ríkisborgara- réttinn," sagði Jón. Greiði við Erró Hinn kunni listmálari Erró, eða Guðmundur Guðmunds- son eins og hann heitir fullu nafni, hefur aldrei afsalað sér íslenskum ríkisborgararétti þótt hann hafi verið búsettur erlendis í áratugi, lengst af í París. Sambýliskona hans, Vil- ai, er tælensk og í hvert sinn sem þau komu til Frakklands var hún tekin fyrir af franska vegabréfaeftirlitinu. í ævisögu sinni, sem Aðalsteinn Ingólfs- son skráði, segir Erró að hann hafi átt um tvennt að velja; taka sér franskt ríkisfang og kvænast Vilai eða sækja um ís- lenskt vegabréf fyrir hana. Hann kveðst ekki hafa langað til að gerast franskur þegn og hafði heitið því að gifta sig aldrei aftur. Því varð hann að reyna að gera Vilai að íslend- ingi. í bókinni segir Erró: „Ég bar mig upp við Einar Benediktsson þegar hann var sendiherra í París. Hann lofaði öllu fögru, en ekkert gerðist. Mér fannst það súrt í broti, því ég vissi af tælenskum stelpum sem fluttu til íslands svo til beint úr vændishúsunum á Pattaya- strönd og fengu ís- lensk vegabréf með hraði. Ég gafst samt ekki upp og fór á fund næsta sendiherra, Har- alds Kröyers. Hann brást við fljótt og vel og ráðfærði sig við Birgi ísleif Gunnarsson menntamálaráðherra, sem þá var staddur í París. Hann lofaði að taka málið upp heima á íslandi og stóð við orð sín. Gengið var frá öll- um formsatriðum á nokkrum vikum og að því loknu var ís- lenskt vegabréf gefið út handa Vilai. Upp frá því hefur hún far- ið allra sinna ferða óáreitt.“ Jón Thors mundi vel eftir þessu máli. Alþingi hefði verið beðið að gera þetta fyrir bless- aðan listamanninn okkar og þingið hefði veitt henni ríkis- borgararétt „svona einn tveir og þrír“, eins og Jón komst að orði. Það hefði þótt við hæfi að þessi íslenski listamaður ætti konu sem einnig væri íslensk- ur ríkisborgari. Þess má geta að ekki löngu eftir þetta ákvað Erró að færa Reykjavíkurborg hina mikla listaverkagjöf sem hýsa átti á Kjarvalsstöðum. Það urðu slys Það segir sig sjálft að ekki fá aðrir útgefið íslenskt vegabréf sér til handa en íslenskir ríkis- borgarar. Lengi hefur þó verið uppi orðrómur þess efnis að dæmi væru um útlendinga sem hér voru búsettir og hafi feng- ið íslenskt vegabréf án þess að hafa fengið ríkisborgararétt. Jón Thors var spurður hvort þetta væri rétt. „Við vitum að áður en lög- reglustjóraembættin höfðu beinan aðgang að þjóðskránni þá urðu ýmis slys. Ef útlend- ingur var fæddur og uppalinn hér á landi og hét kannski hæfilega íslensku nafni og tal- aði góða íslensku, þá var ekk- ert verið að gá að því hvort hann væri með íslenskan ríkis- borgararétt eða ekki. Það er því miður nokkuð um að slíkt hafi gerst,“ sagði Jón. Búsetuskilyrðin Auk þeirra búsetuskilyrða sem Alþingi hefur sett fyrir veitingu ríkisborgararéttar og sagt er frá hér í upphafi má nefna eftirfarandi: Erlendur ríkisborgari, sem á íslenskan ríkisborgara að öðru foreldri, hafi átt hér lögheimili í tvö ár. íslendingur, sem gerst hefur erlendur ríkisborgari, fái ríkisborgararétt á ný eftir að hafa átt hér lögheimili í eitt ár. íslendingur, sem misst hefur ríkisfang sitt við hjúskap, en hjónabandinu er slitið og hann hefur eignast heimili hér á ný, fái ríkisborgararétt á fyrsta dvalarári hér. Flóttamenn, eins og þeir eru skilgreindir í al- þjóðasamningi um stöðu flóttamanna sem gerður var 28. júlí 1951, fái ríkisborgara- rétt eftir að hafa átt hér lög- heimili í fimm ár. Heimilt er að láta það sama gilda um fólk sem hefur réttarstöðu sem jafna má til stöðu flóttamanna, enda geti það ekki snúið til heimaríkis síns vegna ófriðar- ástands, náttúruhamfara eða sambærilegra aðstæðna. Þrátt fyrir að umsóknir um íslenskan ríkisborgararétt fari jafnan til afgreiðslu Alþingis er það ekki alltaf svo. Að sögn Jóns Thors geta þeir sem bún- ir eru að vera hér á landi í ákveðinn árafjölda áður en þeir verða 23 ára fengið réttinn með einfaldri yfirlýsingu. Börn þeirra sem fá ríkisborgararétt með lögum frá Alþingi fá rétt- inn um leið og foreldrarnir. Ef börn innan sjö ára aldurs eru ættleidd erlendis frá fá þau ís- lenskan ríkisborgararétt án meðferðar Alþingis. Að áliti valinkunnra Önnur skilyrði en búsetu- skilyrði eru fá þegar umsókn um íslenskan ríkisborgararétt er afgreidd sem lög frá Alþingi. Þó er þess krafist að umsækj- andi sé „að áliti tveggja valin- kunnra manna starfhæfur og vel kynntur þar sem hann hef- ur dvalist". Þetta þýðir að hver umsækjandi þarf að leggja fram umsögn tveggja svokaíl- aðra „valinkunnra" borgara. Þá er það einnig skilyrði að um- sækjandi geti framfleytt sér hérlendis, meðal annars með hliðsjón af þeim gögnum sem komi fram í umsókn. Þetta þýðir þó ekki að ef maður er skráður atvinnulaus sé um- sókn hans hafnað. Loks er skil- yrði um að umsækjandi hafi óflekkað mannorð. Til skýring- ar því ákvæði segir í reglum Al- þingis: „Hafi umsækjandi að öðru leyti sætt refsingu eða öðrum viðurlögum kann það að hindra veitingu ríkisfangs í allt að tíu ár frá því að verknaður- inn var framinn. Sé um að ræða ítrekuð brot eða alvarleg brot á almennum hegningar- lögum, framin af ásetningi, kann það að fresta veitingu rík- isfangs í lengri tíma. Sektir fyr- ir minni háttar brot hindra þó ekki veitingu ríkisfangs." Frá ýmsum löndum Þegar litið er á lista yfir þá sem fengu íslenskan ríkisborg- ararétt með lögum frá Alþingi 17. maí vekur athygli hve margir þeirra eru fæddir í Pól- landi, eða liðlega tuttugu. Þetta skýrist af því að margir þessara Pólverja eru karmel- nunnur í klaustrinu í Hafnar- firði. Þá eru allmargir fæddir í fyrrum Júgóslavíu, í Víetnam, Sovétríkjunum og Tælandi. Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar fengu samtals 1.866 einstaklingar íslenskt rík- isfang á árunum 1980 til 1994. Af þessum fjölda voru flestir áður með danskt ríkisfang eða 290. Bandarískir þegnar voru 259, en 138 höfðu breskt ríkis- fang og 107 höfðu áður ríkis- fang á Filippseyjum. En það er að finna fólk frá hinum ýmsu löndum sem hefur fengið ís- lenskt ríkisfang á þessum tíma. Nefna má fólk frá fjarlægum löndum eins og til dæmis Ból- ivíu, Chile, Costa Rica, Guyana, Jamaika, Nikaragva, Perú, Simbabve,. írak, íran, Jemen, Kína, Malasíu, Ástralíu og Nýja- Sjálandi. Um tíma var nokkuð algengt að börn frá Srí- Lanka væru ættleidd hingað til lands og á árunum 1986 og 1987 fengu samtals 45 börn frá þessu landi íslenskt ríkisfang. Hagstofan er ekki búin að vinna úr gögnum síðasta árs varðandi fjölda þeirra sem fengið hafa íslenskt ríkisfang, en líklegt er að á síðustu fimm- tán árum, eða frá 1980 til 1995, hafi um tvö þúsund manns fengið íslenskan ríkisborgara- rétt. æskuhetjan Ð ° • Ragnar Bjarnason Vertu ekki að horfa... Dægurlagasöngvarar koma og fara hver á fætur öörum. Sumir gera stuttan stans og gleymast fljótt. Aörir endast lengur í þess- um bransa, en af núlifandi dægurlaga- söngvurum hlýtur Ragnar Bjamason aö vera sá sem er með lengstan feril aö baki. IHann hefur sungið, spilaö og skemmt landsmönnum í áratugi og mörg lög sem hann hefur sungið eru löngu orðin sígild. Raggi Bjarna stóð á sviðinu í Súlnasalnum á Sögu lengur en nokkur annar söngvari og var alltaf jafn vinsæll. Að loknum dansleik settist hann síðan undir stýri á leigubíl og ók gestum heim eða í partí úti í bæ, eitur- hress og kátur. Þótt það fari minna fyrir Ragga Bjarna í dag en áður er hann langt frá því að vera sestur í helgan stein. „Ég ér enn á Sögu, blessaður vertu. Nú er ég búinn aö færa mig niður á Mímisbar þar sem ég syng á föstudags- og laugardags- kvöldum og Stefán Jökulsson leikur undir. Svo er ég alltaf meö útvarpsþátt á FM95,7 og þar fyrir utan er ég með bílaleigu sem heitir RB Bílaleiga og rek hana bara hérna heima. Ég hef því alltaf nóg aö gera,“ sagði Raggi Bjarna í spjalli við HP. Þú ert búinn aö vera að í fleiri áratugi og hefur sungið inn á um fjörutíu plöt- ur. Eru einhver sérstök lög sem standa upp úr eftir allan þennan tíma? „Já, það eru lög eins og Vertu ekki að horfa svona alltafá mig, Rokk og Cha Cha Cha, Komdu í kvöld, Senn fer vorið og fleiri lög við texta Jóns heitins Sigurðsson- ar bankamanns. Hann var frábær texta- smiöur. Það má líka nefna Vorkvöld í Reykjavík við texta Sigurðar Þórarins- sonar jarðfræðings. Þessi lög og fleiri gerðu mikla lukku og eru leikin enn þann dag I dag.“ Svo varstu með Sumargleðina til fjölda ára? „Já, já, ég var fimmtán eöa sextán ár með hana. Við fórum á hverju sumri um landiö og skemmtum. Þeir voru þarna Ómar, Bessi, Þorgeir Ástvalds, Hemmi Gunn, Maggi Óla, Diddú og ég veit ekki hvaö og hvað. Þetta var landsliðið sem var á ferð. Ég held að ég hafi sungið á öllum stöðum á landinu þar sem íbúar eru hundrað eða fleiri. Égfórtil dæmis með Sumargleðina til Hríseyjar og sjálfur fór ég til Grímseyjar í fyrra og söng þar. Ég byrjaði raunar að fara um landiö með pabba, Bjarna Böðvars- syni, þegar ég var gutti og fólkið kom ríð- andi á skemmtanirnar." Nú ertu að skemmta á Mímisbar. Hef- ur stemmningin eitthvað breyst á öll- um þessum árum? „Þetta er alveg sama stuðiö og hefur alltaf verið. Fólk kemur snemma, dansar mikið og skemmtir sér konunglega. Svo spila ég á píanó í veislum og undir borðum. Ég stoppa aldrei," sagði Raggi Bjarna. -SG Handboltakappinn Duranona, eða „Dúndranúna", fékk íslenskan ríkis- borgararétt með hraði, enda tækur í landsliðið.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.