Helgarpósturinn - 23.05.1996, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 23.05.1996, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ1996 'á höfuöstöðvum HP á Hjalteyri Topp 10 listínn — yfir þá staöi sem eru í mestum hávegum haföir af þeim sístækkandi hópi náttúruunnenda á höfuö- borgarsvæðinu sem leggja stund á þá iöju aö dýrka sólarguðinn allsnaktir. 1. Öskjuhlíðin er alltaf vinsæll staður til athafna sem þess- ara. Flugmenn í aðflugi að Reykjavikurflugvelli hafa áratug- um saman sagt tröllasögur af nöktu fólki í sólbaði um holt og hæöir. 2. Golfvellir eru mýmargir á ís- landi og fer fjölgandi með hverju árinu sem líður. Nektar- sólbaö í miðnætursól er viss- ara samt aö taka á golfvöllum sem lítt eru sóttir á þeim tíma nætur. 3. Heiðmörk er náttúruparadís sem er fullkomlega vannýtt af borgarbúum. Kannski sem bet- ur fer, því hver vill láta ganga fram á sig allsnakinn í sólbaöi í kjarrinu? 4. Ef nektarfrík hafa til þess nennu, þá er góð hugmynd að bíöa eftir aö flæði frá Gróttuvit- anum á Seltjarnarnesi og dansa síöan í nokkra tíma nak- in(n) um eyna þar til fjarar á ný. 5. Konur geta svo lítið ber á fariö úr öllu og sólað sig þannig í laugunum ef búið er aö hreinsa allt líkamshár af viðkvæmasta staðnum. Líkamslituö bikíní eru víst komin í tísku. 6. Karlar geta notað svipaða tækni en neyðast þó til aö liggja á maganum. „Fyrirgefðu herra, en hér eru komnir lag- anna verðir að ná í þig!" er hálfvandræðaleg setning að heyra í sundi. 7. Krísuvík er tiltölulega fáfarinn staður og ef náttúruunnendur eru reiðubúnir í tuttugu mín- útna akstur þá er fátt indælla en aö sólbaða sig þar á Ad- ams- og Evuklæðum. 8. Fyrir spennufíkla eru runna- klædd og græn svæöi á víð og dreif um borgina: Miklatún, Al- þingisgarðurinn, Listasafn Ein- ars Jónssonar, Fossvogur, Laugardalurinn og kirkjugarö- arnir. 9. Á svölunum heima hjá sér er fínt að stunda nektarsólböö. Útsýni til og frá svölunum er hægt aö hindra eöa auka með speglum og teppum og sjón- varp og sími eru hvor tveggja nærri. 10. Nokkrir staöir af handahófi: Álftanes, ýmsir staöir viö Blá- fjallaafleggjara, líka viö Kefla- vlkur- og Hvalfjarðarveg, Bláa lóniö og loks nýbygginga- og iönaðarsvæöi eftir miönætti. X Johanna K. Eyjólfsdóttir: „Island, sem land an grofra mannrettmda brota, er óvenjuvel í stakk búið til að viðhafa stór orð á alþjóðavett vangi. Við eigum virkilega að geta látið til okkar taka.“ Næstkomandi þriöjudag verða Alþjóðamannréttinda- samtökin Amnesty International þrjátíu ogfimm ára. Af því tilefni ræddi Eiríkur Bergmann Einarsson við Jóhönnu K. Eyjólfsdóttur, framkvæmdastjóra íslandsdeildar samtakanna... Forsetinn gæti beitt sér meira Stcirfsemi Amnesty er á tiltölulega þröngu sviði mannréttinda. Mál þeirra snúa fyrst og fremst að samviskuföng- um sem eru í haldi vegna skoðana, trúar- bragða, kynþátta eða stöðu sinnar að öðru leyti og hafa hvorki beitt né hvatt til ofbeldis. Amnesty berst ennfremur fyrir afnámi pyntinga og dauða- refsinga. Einnig taka samtökin fyrir mannshvörf og pólitísk morð og beita sér fyrir að rétt- arstaða flóttamanna sé tryggð. Samtökin hafa aðalstöðvar í London, með tvö til þrjú hundr- uð manna starfslið hvaðanæva úr heiminum, og þar vinna margir fyrrverandi samvisku- fangar. Þar er upplýsingum safnað í gegnum blöð, mann- réttindastofnanir og aðstand- endur. Rannsóknarnefndir eru einnig sendar til landa til að fylgjast með réttarhöldum og skoða mannréttindaástand í viðkomandi löndum. Aðal- stöðvunum er skipt í deildir eft- ir heimshlutum. Sérfræðingar í viðkomandi löndum safna sam- an upplýsingum sem unnið er úr og þær staðfestar. Þaðan er þeim komið til einstakra deilda sem hrinda aðgerðum af stað. Þegar upplýsingar berast um handtöku manns sem gæti orð- ið fórnarlamb pyntinga eða annarra mannréttindabrota er málinu vísað til „skyndiað- gerðanets“, en í því felst að deildirnar senda félögum sín- um upplýsingar, sem svo senda viðkomandi yfirvöldum bréf og spyrjast fyrir um málið. Einnig er tekið á langtímamarkmiðum, til dæmis um „mannshvörf". Þá eru hópar innan deildanna sem sjá um ákveðin mál eins lengi og þurfa þykir — jafnvel í ára- tugi — þar til niðurstaða fæst. Annar og ekki síður mikilvægur þáttur starfseminnar er „lobbý- ismi“ þar sem deildirnar koma upplýsingum til utanríkisráðu- neyta og annarra þeirra hópa í samfélaginu sem geta liðsinnt í ákveðnum málum og þrýsta á um aðgerðir. Framkvæmda- stjóri íslandsdeildar Amnesty International, sem er ein sextíu deilda samtakanna, er Jóhanna K. Eyjólfsdóttir. HP átti við hana samtal í tilefni afmælis samtakanna. Umrœður um hlutverk og skyldur forseta íslands á al- þjóðavettvangi eru nú í há- marki vegna komandi kosn- inga. Telur þú að forseti íslands, ríkis sem laust er við gróf mannréttinda- brot, geti beitt sér meira í mannréttindamálum á al- þjóðavettvangi en verið hef- ur? „Já. Forsetaembættið getur beitt sér meira í þeim efnum. Sama á við um alla aðra opin- bera fulltrúa íslands á alþjóða- vettvangi, eins og forsætis- og utanríkisráðherra. Við teljum að allir þessir aðilar eigi að beita sér fyrir bættum mann- réttindum í heiminum.“ En telurðu að forsetinn sem slíkur geti beitt sér í ein- staka málum með sérstökum aðgerðum? „Forsetinn getur ekki annað en framfylgt þeirri utanríkis- stefnu sem hver ríkisstjórn set- ur sér á hverjum tíma. Hann getur í sjálfu sér ekki tekið sjálf- stæða afstöðu í einstökum mál- um, en íslendingar hafa iðulega stutt við mannréttindamál á al- þjóðavettvangi. Við teljum að sú rödd íslands eigi að vera mun háværari og skýrari en nú er, og þar hlýtur forsetinn að hafa ákveðnu hlutverki að gegna.“ Höfum við Islendingar staðið okkur illa í þessum málaflokki? „Nei, ég myndi ekki segja það. íslendingar hafa iðulega stutt við skynsamlegar tillögur í mannréttindamálum, en oft vantar kraftinn í þá vinnu. ís- iendingar ættu til dæmis að standa framar í flokki í baráttu gegn dauðarefsingum í heimin- um, þar sem við erum eitt af fá- um löndum sem hafa stjórnar- skrárbundið bann við dauða- refsingu. Talsmenn íslands gætu til dæmis alltaf rætt um dauðarefsingar þegar þeir ræða við forystumenn landa sem viðhafa slíkar refsingar. Sama á til dæmis við um pynt- ingar. ísland, sem land án grófra mannréttindabrota, er óvenjuvel í stakk búið til að við- hafa stór orð á alþjóðavett- vangi. Við eigum virkilega að geta látið til okkar taka á þeim vettvangi.“ Utanríkisstefna Islands virðist yfirleitt takmarkast við beina hagsmuni lands- ins, en þekkir þú dœmi þess að ísland hafi tekið upp mannréttindamál að fyrra bragði á alþjóðavettvangi? „Við höfum yfirleitt fylgt Norðurlöndunum. Danir eru fremstir í flokki í málum sem snúa að réttlátari dómsmeð- ferð og rétti fólks til að neita herkvaðningu af samvisku- ástæðum. Norðmenn hafa bar- ist fyrir réttindum fólks sem vinnur að úrbótum í mannrétt- indamálum. Svíar eru forgöngu- menn í baráttu fyrir afnámi dauðarefsinga. íslendingar eru hins vegar fylgjendur en ekki frumkvöðlar. En af hverju gætu íslendingar ekki tekið að sér forystu í pyntingarmálum og barist gegn þeim á alþjóðavett- vangi? Islendingar hafa yfirleitt stutt við góð málefni en hafa ekki verið nægilega virkir í að beita sér sjálfir." Þrýstið þið mikið á stjórn- völd um að beita sér meira? „í gegnum árin höfum við átt reglulega fundi með utanríkis- ráðherrum og höfum kynnt þeim þau málefni sem Amnesty leggur áherslu á hverju sinni. Við reynum því að fá utanríkis- ráðherra til að styðja málstað Amnesty og yfirleitt hefur áskorunum okkar verið vel tek- ið. En það er nú upp og ofan hvort íslensk stjórnvöld fylgja þeim málum nægjanlega eftir. Island ætti að hafa sjálfstæðari rödd á alþjóðavettvangi. Það sem vantar kannski helst er að einhver ákveðinn starfsmaður utanríkisráðuneytisins hafi ein- göngu mannréttindamál á sinni könnu en sjái ekki um mörg önnur verkefni samhliða. Þetta er því ekki spurning um afstöðu heldur vilja og mannafla." Alvöru myndlistarmaður á þriðjudagskvöldi... Staðun Bar við Klapparstíg í Reykjavík. Stund: Þriðju- dagskvöld, laust undir mið- nætti. Aðalpersónun Myndlist- armaður og ritstjóri. Auka- persónur: Umbrotsmaður, spænskættaður barþjónn og handfylli af grámyglulegum barflugum sem sitja hoknar yfir bjórglösum og stúdera borð- plöturnar. Stenunning: Inni er rökkvað og flamengótónlistin jafn lágt stillt og pískrið í gest- unum. Við barinn sitja ritstjóri HP og umbrotsmaður hans. Spjalla saman. Riðvaxinn myndlistarmaður ráfar inná staðinn og er greinilega dauða- drukkinn (einn viðstaddra). Svosem ekki óvanaleg sjón. Myndlistarmaðurinn hefur ekki selt verk í háa herrans tíð og á við þunglyndi og heiftarlegt áfengisvandamál að stríða. Or- sök og afleiðing. Hann skáskýt- ur sér með erfiðismunum upp að möndlulaga barnum, horfir sljóum augum á alla auðu stól- ana og ákveður að hlamma sér þunglega niður við hliðina á rit- stjóranum og umbrotsmannin- um. Eftirfarandi samtal á sér stað milli myndlistarmannsins og ritstjórans. Umbrotsmaður- inn heldur sig til hlés. Viturlegt. Samtal: „Hrmpf... Strákar, um hvað þykist þið vera að tala? Fjárann eruð þið að pukra?“ Blaðið. „Miguel... Hvaða helvítis blað? Hvað vitið þið um blaðamennsku eða lífið yfirleitt?“ HP. Þekkjumst við? „Ertu sturlaður? Ertu orðinn of góður til að heilsa? Afhverju veifarðu höndunum í kringum þig einsog hommi?“ Stoelar. Svona tjái ég mig. „Einsog hommi?" Hmmm... „Hvernig stendur á því að þú stendur ekki með Ijósmyndaranum þín- um? — Miguel, einn kaffi.“ Ég var að segja rétt í þessu að ég væri stoltur af þvt að standa með honum. „Nú, annað heyrð- ist mér: þú varst víst að hnýta í hann. Ritstjórar sem koma illa fram við ljósmyndara eru skít- hælar. — Miguel, á ég að fá þetta kaffi núna, eða á ég að koma á morgun og sækja það?“ Ég var ekki baun að hnýta í hann. Þvert á móti finnst mér hann vera snillingur. Ef þú finn- ur hjá þér þörf til að hlera sam- töl annarra, reyndu þá að fara rétt með tilvitnanir í þau. „Mér finnst þið bara vera asnar.“ Já, akkúrat. „Hversvegna hættirðu þessu ekki áðuren þú gerir sjálfan þig að enn meira fífli?" Hvað meinarðu? „Æi, bara þetta bullblað. Þú ert enginn gáfumaður." Nei, það er rétt hjá þér. Ég er sko enginn gáfumað- ur. Best að hœtta þessu. Pakka saman. Fara heim. Halda áfram með legókubbana. „Já, þú ert fremur illa gefinn hálfviti og skalt ekki halda að þú sért gáfu- maður.“ Miguel, einn stóran bjór. „Þú blæðir á mig í kvöld. Einn kaffi og tvöfaldan viskí hingað.“ Æi, því miður er ég ekki með peninga fyrir því. — Heyrðu, til að skipta um gír; ansi voru þetta sniðug verk hjá þér þarna í fyrra. Þessar innsetning- ar, eða hvað sem svonalagað kallast. Fyndnar. „Sniðug? Fyndnar? Ertu ruglaður? Hvað þykist þú vita um myndlist? Ætlarðu ekki að borga ofaní mig? Djöfull geturðu verið leið- inlegur!" Er ég leiðinlegur afþví að ég er ekki nógu múraður í augnablikinu? „Já, og ég er orð- inn hundleiður á þér! Þetta voru mögnuð ádeiluverk á ís- lenska þjóðfélagið. Pólitísk steitment listamanns." Ég skil. „Þú ert blábjáni." Sömuleiðis. „Ég? Þakka þér kærlega fyrir. Það er naumast að menn setja sig á háan hest í kvöld og hreyta ónotum í gesti og gang- andi. Heldurðu að þú sért eitt- hvað?“ Nei, en þetta kemur nú úr allra hörðustu átt. „Þú ert hálfgerður fáráðlingur og eng- inn gáfumaður þótt mamma þín haldi það.“ Já, hún veður örugg- lega villu og svíma uppí háls. „Hún hefur fordekrað þig. Þú ert mömmustrákur líktog öll þessi galtóma X-kynslóð. Hálf- viti sem veist ekki baun í bala. Sniðug verk, mæ es. Þetta var fúlasta alvara. Eitthvað sem þú getur ekki haft skilning á.“ Hver er þessi maður? Ég þekki hann ekki. Hvaða gáfumannsrugl er þetta íhonum?Förum. Tjaldið fellur og í sömu mund kemur myndlistarmaðurinn stormandi á það og dettur til jarðar. Rífur tjaldið með sér. Ælir á gólfið. Hann hættir ekki fyrren í fulla hnefana. Kaldur hrollur fer um áhorfendur á fremsta bekk. Þetta var ekki hægt að feika. Hann er greini- lega alvöru myndlistarmaður...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.