Helgarpósturinn - 23.05.1996, Blaðsíða 32
HELGARPÓSTURINN
23. MAÍ 1996 20. TBL. 3. ÁRG. VERÐ 250 KR.
Gula línan hefur verið opnuð í Jönköping í Svíþjóð. Þaö er
stærsta símafyrirtæki Svíþjóðar, Telia AB, sem hefurgert
samkomulag við Miðlun um uppsetningu á Gulu línunni. Und-
anfarna mánuði hefur starfsfólk Miðlunar, í samvinnu við
TölvuMyndir og Ráðgarð, unnið að uppsetningu þjónustunnar í
Svíþjóð. Starfsemi Miðlunar erlendis hefur verið undirbúin und-
anfarin fjögur ár. Vegna ofangreindra samninga verður velta fyr-
irtækisins erlendis 40 til 50 milljónir króna á þessu ári. For-
stjóri Miðlunar er Ámi Zophoníasson. Telia AB hyggst bjóða
Gulu llnuna á öllum Norðurlöndunum á næstu árum...
Stjórn SKOTVÍS hefur lagt það til
við Guðmund Bjarnason um-
hverfisráðherra að leyfðar verði veið-
ar á hrossagauk frá 20. ágúst til 15.
október. Formaður SKOTVÍS er Sig-
mar B. Hauksson, matgæðingur og
ferðalangur, og má búast við að hann kunni ýmis góð ráð til að
matbúa hrossagauka. Guðmundur ráðherra vill hins vegar ekki
gefa út skotleyfi á hrossagauka svo þeir Sigmar og félagar
verða að leita aö annarri bráð á pönnuna...
ins og sagt var frá í síðasta HP fór fram áheyrnarprufa fyr-
ir aukaleikara i leikriti Jims Cartwright Stone Free um
helgina. Um hundrað og fimmtíu manns spreyttu sig á prófinu,
þar á meðal hópur fegurstu kvenna borgarinnar. FIP hefur
heimildir fyrir því að eftirfarandi spurning hafi verið lögð fyrir
stúlkurnar: „Þorir þú að koma nakin fram?“ Vakti það nokkra
furðu og töluverða kæti meðal aðstandenda sýningunnar að
fæstar fegurðardísanna höföu nokkuð á móti því. Þær munu
þó ekki hafa þurft að fletta sig klæðum á staðnum. Það bíður
betri tíma...
Pyrir skömmu komu þau Ólafur
G. Einarsson, forseti Alþingis,
og Valgerður Sverrisdóttir, formað-
ur þingflokks Framsóknarflokksins,
fram á Stöð 2 þar sem Kristján Már
Unnarsson spjallaði við þau um þing-
störfin í vetur. Undir lokin beindi Kristján þeirri spurningu til
Valgerðar hvort samkomulagið væri gott á stjórnarheimilinu og
hvort ríkisstjómin myndi sitja út kjörtímabilið. Valgerður taldi
engan vafa leika á að samstarfið væri gott og héldist út kjör-
tímann. Flún sagði ríkisstjórnina hafa náð góðum árangri í
störfum sínum á einu ári og nefndi þrjú dæmi því til sönnunar:
Atvinnuleysi færi minnkandi, hagvöxtur hefði aukist og sömu-
leiðis væri aukin fiskgengd. Með tilliti til þessa síðasta atriðis
má búast við að ríkisstjórnin muni einnig beita sér fyrir góðri
grassprettu í sumar og að sól muni skina í heiði upp á hvern
dag...
Grínhátíðin Djók hefst í Hafnarfiröi
1. júní og stendur þar til síðasti
hláturinn hefur dáið út. Það eru Hafn-
firðingarnir Ingvar Þórðarson og
Hallur Helgason sem stýra gríninu.
Helstu grínistar landsins eru vita-
skuld Gaflarar og á hátiðinni munu
láta til sín taka þeir Sigurður Reyk-
ás Siguijónsson, Magnús bolla Öi-
afsson, Þórhallur Laddi Sigurðs-
son og Radíusbræðurnir Davíð hór
og Steinn Mann.
Nú eru uppi þeir timar að ýmislegt telst fréttnæmt sem áð-
ur þótti ekki tíðindum sæta. Þetta má glöggt greina á fyr-
irsögn fréttar sem birtist í Degi 21. maí og hljóðar svo: „Ólafur
Ragnar hittir fólk". Hins vegar kemur ekki fram í fréttinni hvort
Ólafur hafi talað við fólk við þetta tækifæri...
Talaðu við okkur um
BILARETTINGAR
PRAUTUN
BFCoadrícH
DEKK
Gæði i
gegn
Vagnhöfða 23 ■ S. 587-0-587
Austurstræti 3 • Suðurlandsbraut 46
v/Faxafen
Miðbær
Hafnarfirði
•suBwnv*
Afsláttarkortið
Sími: 552 0050
fífi RÉTTINQflR
V\1 AUÐUNS
Nýbýlavegi 10
200 Kópavogi
Sími 554 2510
Seljum 5ikken5
hágœða lökk og undirefni.
Einnig SAGOLA sprautukönnur
á mjög hagstæðu verði.
Setjum alla liti á spraybrúsa.
Þjónustuaðili fyrir ® TOYOTA
Vönduð vinna unnin
aðeins af fagmönnum