Helgarpósturinn - 23.05.1996, Blaðsíða 26
26
FIMMTUDAGUR 23. MAI1996
Fólk hefur hent sér í Tjörnina í móðursýki, dottið þangað í
ölæði, börn hafa fallið ofan í við að gefa fuglum og bílar hafa
oltið þangað. Þóra Kristín ÁsgeirsdóttirveItir fyrir sér uppá-
haldsstaðnum sínum, Reykjavíkurtjörn, í öllu mögulegu samhengi.
•• •
Tjomin:
Elskuð
& hötuð
Um helgina var ég að
labba framhjá Tjörn-
inni ásamt stelpu sem ég
þekki þegar hún segir upp
úr eins manns hljóði:
„Hvenær ætli verði mal-
bikað yfir Tjömina og hún
gerð að bílastæði?“ Eg leit
á hana en nennti ekki að
svara, enda fannst mér
þetta vera eins konar trú-
aijátning frekar en spum-
ing. Ákveðin tegund af
Reykvíkingum hefur tam-
ið sér svekkta framkomu
fmmmannsins sem er á ei-
lífum flótta undan nútím-
anum á skinnsokkum og
föðurlandi. Þetta var því
eintal sálarinnar og á
helgum stað eins og við
Tjömina slettist maður
ekki upp á slíkt, en þessi
fallegi pollur hefur hvað
eftir annað skipt borgar-
búum upp í heimspólitísk-
ar fylkingar; hvort heldur
er með duttlungum náttúr-
unnar eða þeirri áráttu-
hegðun sumra borgarfull-
trúa að vilja alltaf vera að
setja eitthvað ofan í (við)
hana.
Það eru ekki nema hundrað
ár síðan ýmsir bæjarbúar
töldu að þurrka bæri Tjörnina
upp undir byggingarlóðir en
aðrir vildu hafa þar ræktunar-
land. í Sögu Reykjavíkur eftir
Guðjón Friðriksson segir frá
því er danskur steinhöggvari,
sem hafði sest hér að, lagði
fram til bæjarstjórnar tilboð
um að þurrka upp tjörnina
ásamt uppdráttum sem var
skoðað af yfirvöldum og rætt í
nefnd þó svo að tilboðinu væri
hafnað. Þeir sem áttu hús að
Tjörninni fóru snemma að
þurrka upp spildur af henni til
ræktunar og bæjarstjórn ýmist
leyfði uppfyllingar undir vegi
eða stóð fyrir þeim sjálf. Og
rneðan öllu þessu fór fram var
hægt að renna fyrir silung í
Tjörninni eða jafnvel fara á
fuglaskytterí við hana eða ann-
ars staðar í bæjarlandinu.
Kríur og mávar
Þeir eru til sem hafa reynt
sportveiðar við Tjörnina á
seinni árum. Einkum verður þó
meindýraeyðir borgarinnar
fyrir slíkum ásökunum, þar
sem hann er jafnan á vappi í
morgunsárið með reglulegu
millibili vopnaður byssu til að
fækka vargfugli. íbúarnir finna
þessu allt til foráttu og vilja
ekki vakna upp við byssuhvelli
fyrir allar aldir. Öllu verra er
að dæmi eru um að fuglar hafi
fundist illa útleiknir á morgn-
ana eftir að hafa orðið fyrir
barðinu á kvalalosta einhverra
vegfarenda. Annars er ekki úr
vegi að nefna nokkra Tjarnar-
búa í þessari samantekt; svani,
gæsir, endur, óteljandi máva,
dúfur og svo auðvitað kríuna,
sem kemur á vorin og bægir
mávunum frá.
Sprengt á nýársnótt
Um fáa staði í Reykjavík hef-
ur verið deilt af jafnmikilli til-
finningasemi og hreinum ofsa.
Ef hægt er að tala um hjarta
borgarinnar þá slær það í
Tjörninni og allar breytingar á
ímynd hennar verða til þess að
fólk missir sig út í alls kyns
argaþras og heldur fundi, fer í
mótmælagöngur eða bara tek-
ur lögin í sínar hendur. Á ný-
ársnótt árið 1960 gerðist ein-
mitt dæmi um hið síðarnefnda.
Þá brá íbúum Tjarnargötu all-
svakalega við öfluga spreng-
ingu og rúður nötruðu í nær-
liggjandi húsum. Þegar lögregl-
an kom á vettvang kom í ljós
að hafmeyjan hafði verið
sprengd í loft upp og lá í sjö
hlutum á ísnum við stöpulinn.
Styttan var hol að innan og
hafði sprengiefni verið komið
fyrir innan í henni og notað
dýnamít við verknaðinn. Haf-
meyjan var eftir listakonuna
Nínu Sæmundsson og sett upp
að tilhlutan listaverkanefndar
borgarinnar. Þrátt fyrir blaða-
skrif og deilur um staðarvalið
og listaverkið sem slíkt grún-
aði fáa að slík yrðu endalok
verksins og særði þetta tiltæki
listakonuna djúpu sári.
Pólitísk Tjarnardeila
Á sjöunda áratugnum var
fyrirhuguð ráðhúsbygging í
kassastíl við Tjörnina, rétt við
gamla Iðnó, en var sú fyrirætl-
an stöðvuð, enda olli hún deil-
um líkt og styttan af Ólafi
Thors þar sem hann horfir út
yfir Tjörnina, sem mörgum
þótti ósmekkleg.
Bandarískur sendiherra á ís-
landi fyrir allnokkrum árum
fékk þá flugu í höfuðið að gefa
borgarbúum gosbrunn til að
hafa í Tjörninni og upphófst
mikil pólitísk ritdeila í kjölfarið
— með eða á móti gosbrunni
— og fuku þá mörg fleyg orð á
báða bóga. Meðal annars kall-
aði Þorgeir Þorgeirson gos-
brunninn himinmigu. Flosi Ól-
afsson fjallar um gjöf sendi-
herrans í bók sinni I Kvosinni
og skýrir fyrirbærið á eftirfar-
andi hátt: „Vatnsorgel er tiltek-
in tegund af gosbrunni, þeirrar
Dæmi eru um að fuglar hafi fund-
ist illa útleiknir á morgnana eftir
að hafa orðið fyrir barðinu á
kvalalosta einhverra vegfarenda.
„Einu sinni týndist mað-
ur í Reykjavík að vetrar-
lagi og var leitað án
árangurs um margra
mánaða skeið. Þá gerist
það, þegar ísa tekur að
leysa á Tjörninni, að
hugguleg þúst úti í Tjörn-
inni fer að taka á sig
mynd afturenda á manni,
en margir höfðu tyllt sér
þar til að reima á sig
skauta, skvetta í sig kak-
óbolla eða bara varpa
mæðinni.“
náttúru að með dælubúnaði er
vatni sprautað upp í loftið til
ánægju og yndisauka fyrir al-
menning, sem til dæmis hér-
lendis er því vanastur að vatn
komi niður á við úr himninum
samkvæmt náttúrulögmálinu
og tilhneigingu vatns. ... Nú
upphófust miklar deilur í bæn-
um út af vatnsorgelinu. Sendi-
herra Bandaríkjanna hafði gef-
ið það og þess vegna voru þeir
því að sjálfsögðu andvígir, sem
töldu Rússa vera á góðum vegi
með að frelsa mannkynið. Hin-
ir voru afturámóti meðmæltir
vatnsorgelinu sem töldu
Bandaríkjamenn vera að
bjarga heimsfriðnum með
stríðinu í Víetnam. Meirihluti
bæjarstjórnar fékk sitt fram,
enda aðkallandi að setja eitt-
hvað í Tjörnina í staðinn fyrir
ráðhúsið.“
Frá blautu barnsbeini
En Tjörnin hefur fengið að
lifa og er borgarbúum til yndis-
auka — hvort sem er á köldum
vetrardögum eða sólríkum
sumardögum — og safnast fólk
þar saman til að sleikja sólina,
gefa öndunum eða fara á
skautum. En fólk hefur líka
hent sér í Tjörnina í móður-
sýki, dottið þangað í ölæði,
börn hafa fallið í Tjörnina við
að gefa fuglum og bílar hafa
oltið þangað. Flosi Ólafsson er
Kvosarbúi frá blautu barns-
beini og segist hafa haldið
lengi vel í bernsku að orðatil-
tækið „frá blautu barnsbeini"
þýddi „frá því að menn fóru að
detta í Tjörnina".
Næturhrafnar
og mannshvarf
Einu sinni týndist maður í
Reykjavík að vetrarlagi og var
leitað án árangurs um margra
mánaða skeið. Þá gerist það,
þegar ísa tekur að leysa á
Tjörninni, að hugguleg þúst úti
í Tjörninni fer að taka á sig
mynd afturenda á manni, en
margir höfðu tyllt sér þar til að
reima á sig skauta, skvetta í sig
kakóbolla eða bara varpa mæð-
inni. Annar hólmi var í Tjörn-
inni, gerður af manna höndum,
sem dró að sér ferðamenn,
einkum að næturþeli. Borgaryf-
irvöld létu gera minni hólmann
í litlu Tjörninni handa fuglun-
um, en næturhrafnar sóttu