Helgarpósturinn - 20.03.1997, Síða 14
FIMMTUDAGUR 20. MARS1997
14
\
Emilíana Torrini átti söluhæstu plötu síöasta
árs, Merman, sem seldist í u.þ.b. 12.000 eintök-
um. Stone Free var langvinsæl-
asta verkiö sem sýnt var í leik-
> húsum borgarinnar í íyrra og
samnefndur geisladiskur seld-
ist grimmt. Aö öörum ólöstuö-
um má segja aö einn maöur
hafi veriö potturinn og pannan í
velgengni Emilíönu ogtónlistar-
innar í Stone Free; maöurinn
~ meö dökka, krullaöa háriö sem spilar undir á píanó
í spjallþáttunum Á elleftu stundu. Hér er aö sjálf-
sögöu átt viö Jón Ólafsson tónlistarmann. Hann
sá um tónlistarstjórnina í Stone Freé, valdi tónlist-
ina og söngvarana auk þess aö leika í sýningunni.
Ásamt Emilíönu Torrini stjórnaöi hann upptökum á
geisladiski hennar og samdi meö henni fimm lög,
. þar á meöal lagiö The boy who giggled so sweet,
sem tilnefnt var til íslensku tónlistarverölaunanna.
Guðbjartur Finnbjömsson hitti Jón fyrir stuttu á
Hótel Borg og ræddi viö kappann.
Jón hefur verið lítt áberandi
síðustu ár en hér áður fyrr
var hann meira í sviðsljósinu.
Fyrst. sem vinsæll en stundum
umdeildur útvarpsmaður á
Rás tvö. Hann var einn af stofn-
endum hljómsveitanna Bítta-
vinafélagsins og Sálarinnar
hans Jóns míns, auk þess að
vera meðlimur í einni frumleg-
ustu og skemmtilegustu hljóm-
sveit síðari ára, Nýdanskri. En
síðustu árin hefur Jón ekki lát-
ið mikið á sér bera og lítt tran-
að sér fram. Samt sér maður
nafn hans á kreditlistum í
söngleikjum, leikritum og á
metsöluplötum.
„Jú það er rétt, ég hef
kannski ekki baðað mig eins
mikið í sviðsljósinu og hér áð-
ur fyrr, hef verið að færa mig
hægt og rólega bak við tjöldin
svo að fólkið fái ekki óverdós
af mér í þessu litla samfélagi
hér á fslandi," segir Jón. „Mér
finnst mjög þægilegt að vera
ekki um of í sviðsljósinu og er
mjög ánægður með það. Ég var
voðalegur sprelligosi hér áður
fyrr, og er það reyndar ennþá,
en mér finnst ég ekki alltaf
þurfa að vera að sprellast.“
Ertu viðkvœmur fyrir gagn-
rýni?
„Það er misjafnt. Annars er
ég kominn með nokkuð góðan
skráp hvað það varðar. Eftir
skrif Gests Guðmundssonar
um mig í bókinni Rokksögu ís-
lands eru öll skrif um mig lof
og prís.“
Hvað áttu við?
„Þú skilur hvað ég á við ef þú
kíkir í bókina."
Er þetta eitthvað rosalegt?
„Það má segja það. Ég er
gjörsamlega jarðaður. Ég er nú
ekki langrækinn en ég býð
Gesti trauðla í næsta afmæli
mitt. Þessi skrif höfðu töluverð
áhrif á mig, það verður að segj-
ast eins og er. Reyndar reis
fjöldi fólks á fætur mér til varn-
ar þegar þetta kom út. Mér
þótti vænt um það.“
Hafði þetta einhver áhrifá
þig í þá veru að þú fórst að
draga þig út ár sviðsljósinu?
„Hugsanlega."
Lúinn eftir jólaverta'ðina
Þú sagðir við mig áðan að
brjálað vœri að gera hjá þér.
Hvað ertu að gera þessa dag-
ana?
„Ég er að reyna að kortleggja
hjá mér árið. Þegar maður
vinnur hjá sjálfum sér getur
verið erfitt að skipuleggja sig,“
segir Jón og bragðar á súp-
unni. Þetta er í hádeginu og
súpan á Borginni bragðast vel.
„Verkefnin eiga það til að
koma hvert ofan í annað,
þ.e.a.s. einu verkefninu er
e.t.v. ekki lokið þegar annað er
hafið. Mér finnst ekki gott að
vasast í of mörgu í einu, heldur
vil geta gefið mig allan í eitt-
hvað eitt þangað til'það klár-
fƻahal<ia
du sjálfum þér á óvart
Það er ekki vegna tækifærisskorts eða hæfileikaskorts sem
mönnum tekst ekki að uppfylla óskir sínar. Stærsta
hindrunin er að markmið þeirra og leiðirnar að þeim eru
óskýr.
Hvað viltu i raun og veru og hvernig
ætlarðu að öðlast það?
DRAUMAR, VÆNTINGAR og OSKIR
sem ekki eru skrifaðar niður eru
MARKMIÐ ÁN AFLS.
Ef þu vinnur ekki að þmum MARK-
MIÐUM þá vinnurðu að markmiðum
\ annarra.
Ð FRAMKVÆMA
i
i
i