Alþýðublaðið - 24.12.1970, Síða 33
ÍWWWWWWWWWWVWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWW VMMVVMWVWMVMWWWMVMVWVMVVMMWVMMWVMMM;
JÖLAVEIZLAN
MITT í JÓLAVEIZLU'NNI GBRÐIST ATBURÐUR SEM ENGINN ÁTTI .VON Á — ÁRNÝ
SAUMAKONA FÓR HAMFÖRUM OG SPURÐI SIGÞÓR HVORT HANN MYNDI
EKKI HVAÐ HEFÐI GERZT í HLÖÐUNNI FORÐUM . ; . ÞEGAR
SMÁSAGA EFTIR SIGURVEIGU GUÐMUNDSD ÓTTUR
1 wwwwwwwww
□ Fyrir margt löngu bjó í þor-pi
nokkru ekkja, er Guðríður neínd-
ÍBt, með sonum sínum þremur upp
komnum. Þeir stunduðu sjóinn,
einkum hinir eldri. Yngsti sonur-
inn, er Sigþór hét, var jafnan
heima, enda hafði hann mun
meiri löngun til að fást við skepn
ur, heldur en róa á sjó. Um þetta
leyti, er sagan gerðist, var Sigþór
rúmlega tvítugur. Hann var hár
vlexti, þeldökkur, hrokkinhærður,
móeygður og augnaráðið fremur
kalt. í rauninni var hann lagleg-
ur maður, en hirti lítt um ytra út-
lit sitt, nema á stórhátíðum. Þeg-
ar Sigþór var kominn í sparifötin,
kembdur og þveginn, þá sást að
hann var með þokkalegri ungum
mönnum í þorpinu. Ekki þótti
hann snyrtilegur í umgengni, en
kappsamur og fylginn sér. Hann
var haldinn ákafri löngun til að
fá sér góða bújörð og verða sjálf-
stæður toóndi. Það var þó hægra
sagt en gert.
4
Jarðir lágu ekilii á lausu, ekki
sízt þegar Sigiþór hafði aðeins lít
Ið fé handbært.
Ein bezta jörðin þarna í ná-
grenninu var þó i þann veginn að
losna, því að bóndinn þar gerð-
ist gamall og vildi hætta búskap.
Það stóð aðeins á einu hjá gamla
bóndanum. Hann vildi hvorki
selja sé leigja jörð sína, nema
hann væri viss um að sá, er við
tæki, iværi g'óður og dugandi
bóndi.
iSú var þó von Sigþórs, að hann
gæti komið sér það veil í mjúkinn
hjá gamla bóndanum, að honum
yrði að minnsta kosti leigð jörðin
góða. Sigþór hafði þegar orðið
töluvert ágengt í þessu máli, svo
sem síðar verður sagt frá.
Býli' iþeirra mæðgina hét í
Götu. Þetta var rýrt kot-til land-
kosta, en lá vel við sjósókn. Bær-
inn var gerður úr höggnu grjótii.
Steinbæir af þessu tagi voru marg
ir í þorpinu, en fáir jafnreisuleg-
ir og vel byggðir eins og bærinn
í Götu. Húsið var þiljað innan
með breiðum heimaflettum borð-
um, og skiptist í aMrúmgóða bað-
stofu, eldhús og kam'ers. Skúr var
framan við eldhúsið og þar ú úti-
hurðin, lokuð með hespu úr járni,
sem var kölluð klínka. Guðríður
átti íleiri börn uppkomin, öll
löngu gift og bjuggu þau þarna
nærlendis.
Sá var fastur siður Guðríðar
að efna til boðs hvem jóladag.
Bauð hún þá öllum sínum börn-
um og tengdabörnum, ásamt
barnabörnunum.
Þetta varð allfjölmenn veizla.
Þó lét Guðríður sig ekki muna
um að bæta við nokkrum börn-
um úr nágrenninu, þar eð hún
vissi að jólaveizlan í Götu var
mikið hnoss í augum þeirra
barna, er til þekktu.
Jólaboðið hófst á þessa leið.
Gestunum var fyrst vísað gegn-
um eldhúsið og inn í kamersið.
Það var viðhafnarstaður heimilis
ins. Þótt lítið væri þar um hús-
gögn, angaði þar allt af hrein-
læti. Trégólfið var hvítskúrað og
gluggatjöldin hvít eins og mjöll.
Allstórt jólatré hafði Verið sett á
mitt gólíið í kamersinu, skrýtt
allaVegalitum kertum, englahári
og fá'einum dýrlegum öólakúlum.
Börn og unglingar geng-u kring-
um tréð, hring ef-tir hring og
sungu jólasálma.
Eitthvert fullorðnu systkinanna
var forsöngvari og hélt á sálma-
bók. Börnin reyndu að læra vei-s-
in sem fyrst, til þess að geta sung
ið með.
Eldra fólkið hélt sig' meira í
baðstofunni, spilaði á spil eða
rabbaði saman.
Ein nágrannatelpan, sem boðin
var, ihafði hlakkað óskaplega miflt
íð til þessa jólaboðs. Auðvitað
fyrst og fremst vegna jólatrésins,
krakkanna og sáilmasöngsins, og
að rnega koma í þvílíkt marg-
menni.
En þaðvar líka dálítið annað,
sem fyllti -huga hennar eftirvænt-
ingu — reyndar blandinni smá-
hrölli. Móðir þessarar telpu var
mjög glaðsinna og gamansöm.
Hún átti það til að skemmta kunn
ingjunum með því að líta í kaffi
bolla hjá þei-m og þótti mörgum
gaman að þessu. Þó var ekki trútt
um að festur væri me-iri trúnaður
á boliaspádóma konunnar, heldur
en hún ætlaðist til.
Nokkru fyrir jólin kom gestur
á heimili telpunnnar. Þetta var
kona að nafni Árný og var kölluð
saumakona..
Hún var nokkuð tekin að reskj
ast, — í augum telpunnar var -hún
kerling. Arný þessi var lág vexti,
hnarreist með háan -barm, mittis-
grönn, handstór og akki fótnett.
Þó var Verra að andli-tið var allt
of stórt í hlutfalli við annan lík-
amsvöxt. Húðin var öll í frekn-
um, andlitsdrættir grófir og djúp-
ar hru-kkur við munnvikin, nefið
stórt og kleppur á að framan,
munnur víður og tennur breiðar.
Þó hafði kona þessi eina þá
prýði, sem ekki er öllum gefin.
WWWWWWWWWA
Það var hár-ið, óvenju þykkt og
sítt, náði niður á ökla, þegar hún
lét það fa-Ua laust.
Þetta mikla hár var rauðgyllt
— og þiegar hún sneri baiki í menn
mátti ætla að þarna væri sjá-lf
seiðkonan Lórelei, sem kembdi
sitt guil-hár furðu sítt. Fyrir ó-
kunnuga urðu viðbrögðin stund-
um allt að þ-ví ónotaleg, þegar Ar-
ný Leit við og fólk sá tröllkonu-
andlit hennar í fyxsta sinn —
þessa ásjónu, sem var allt að þv-í
hrópleg andstæða v-ið hinn fagra
hadd, sem hæfði gyðjum.
Fas Árnýjar var í samræmi við
andlit hennar. Hún þeyttist áfram
á göngu sinni, -hlaðin feikna orku.'
Röddin var hrjúf og dimm og
hlátrasköllin heyrðust. langar leið
ir, þegar vel -lá á henni. Þætti
Arnýju miður v-ið einh-vern, kom
tröllkpnueðlið fram. Hún varð
hei-ftúðug, andheit og þungorð.
Menn -vor-u aU-t að því hræddir
við reiði Árnýjar saumakonu.
Þó var hún eftirsótt til a-Lira
verka, handlagin, fljótvirk — og
í stritvinnu stóðu henni fáar á
sporði. Samt þótti henni fínna að
kenna sig við saumaskap — og
þess vegna var hún fcölluð Árný
saumakona. Aldrei hafði h-ún
giifzt, en talin hafa töluverðan liug
á að -komast í hjóna'bandið.
Sigþóri unga Guðríðarsyni,
hafði vorið áður tekizt að sjtíga
fyrstu sporin í þú átt að ná undir
sig jörðinni góðu. Gam-li bóndinn
hafði fallizt á að láta Sigþór ann-
ast fyrir sig heyskapinn þá _um
sumarið. Var Sigþóri mjög umhug
að um að Lej'sa það verk sem bezt
af hendi. Þess vegna réði hann
m-eð samþyklíi bónda, Árnýj-u
snumakonu s’ér til aðs-toðar við
heyskapinn. Þar var ek-ki að sök-
um aS spyrja, Arný .hamaðist í
heyverkunum meS S-igþóri og
bóndinn gamli tal-di sig aldrei
hafa haft önnur eins hjú — bæði
forkar dugleg og samhent með af-
brigðum.
U-m -haustið, -þegar hann galt
þeim kaupið, sagði gamli bónd-
inn, rétt svona að gamni sínu:
I
A OB
BURSTAFELL BY6GIN6AVÖRUVERZLUN
SELJUM MEÐAL ANNARS:
Baðkör Einangrunarplast Griptengur
Handlaugar Hitamæla Járnsagarboga
Salerni Prýstimæla Sagarblöð
Eldhúsvaska Hamp Tommustokka
Skolvaska Röráburð Pensla
Skápa í baSherbergi öfnfestingar Spartlsspaða
Blöndunartæki Kandlaugarfestingar Sandpappír
Miðstöðvardælur Saum, sv. og galv. Slípisteina
Renniloka Skiptilykla Búkahnífa
Ofnkrana, %, Vi, V*. Rörtengur Strákústa
Úníonhné Kranatengur Kalkkústa
Slöngukrana Slaghamra Kústsköft
Koparpípur Klaufhamra Einangrunarbönd
Pípur, sv. og galv. Meitla Gluggalamir
Pípufittings Járnbora Gtuggakrækjur
Glerullarhólka Glerull í metratali Demantsbora Stormjárn
GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NÝTT ÁR!
BURSTAFELL
BVGGINGAVÖRUVERZLUN
Réttarholtsvegi 3 - Horni Sogavegar og Réttarholtsvegar - Sími 3 88 40
33