Alþýðublaðið - 24.12.1970, Side 59
ÞAD HUGSAR MEST
UM ROLLURNAR
RÆTT VLÐ ÓLAF VALGEIRSSON, SEM FÓR FRÁ KEFLAVÍK TIL
ÁLFTAFJARÐAR 'OG TALDI SIG HEPPINN. - HANN HEFUR NÓG AÐ
SÝSLA ÞEGAR GEMSARNIR ERU ANNARSVEGAR.
rJ|. Hann sat á kaffistofu
prentara og var að ræða
um landsins gaígn og nauð-
synjar. Hann,stabk í stúf
við aðra unglinga, var
fufforðinslegur og talaði
sérkennilega fallegt imá'l'.
— Brtu spekingur?
■— Ég? Nei, langt í frá.
Og hann hló. Það varð að sam-
komulagi að ég ætti við hann
yiðtal í gömlum og góðum stíl.
— Ég heiti Ólafur Valgeirsson,
er 15 ára — flutbist vorið 1969
frá Keflavík að Geithellum í
Álftafirði. Þar er tvíhýli. Stjúp-
faðir minn býr þar og hann á
lim 400 Mndur, 2 mjólkurkýr af
holdanautakyni og svo holda-
naut — sex fullorðin og þrjá
kálfa. Það er afskaplega gott
kjöt af holdamautum.
— Er byggilegt þarna?
— Ég mundi segja að það væri
anzi byggilegt þarna — dalur
á ■ mil-li brattra --fjalla, sem eru
skriðufjöll, grængróin neðst. Að
mörgu leyti afbragðs gott land
fyrir sauðfé, en gróðurinn varla
nógu kjammikill fyrir mjólkur-
kýr.
— Hvað er langt til næstu
kauptúna?
— Það eru 32 km til Djúpa-
vogs og einir 80—90 km að
Höfn. i
— Var ekki mikil breyting að
koma frá Keflavík á þenrnan
stað?
— Það var mikil breyting. —
FélagSlíf er litið. En ég hef um
nóg að hugsa þegar rollumar
em a-nnars vega-r. Svo les ég
mikið. Anna-rs reynir fólk að
halda uppi félagslífi, það eru
böll öðru ’ hverju, en þetta er
fárnenn sveit — um 100 íbúar í
Geitheliahreppi.
Við beitum fénu mikið, sér-
stakiega í fyrravetur, og þá var
ekki tími til að hugsa -um annað
en gemsana. Við settum mikið á
og þvi urðum við að nauðbeita
fénu.
— Er ekki fólkið þama öðru
vísi en þú áttir að venjast?
— Allt öðm vísi fólk. Það
Ólafur æt'iar á bændaskóla
hugsar allt öðru visi og mest um
rollurnar sínar. Afkoma fólksins
byggist á roilunum. Annars er
unga fólkið eins og ungt fólk
annars staðar — það sækir vinnu
á Djúpavogi á veturna og þam
kemst það í snertingu við ann-
an heim, og annað fólk.
Vélsmiðjan NONNI hf.
ÓLAFSFHtÐI
Gleðileg jól!
og farsælt komandi ár,
þökkum fyrir viðskiptin á árinn, sem er að líða.
ÓLAFSFIRÐI
óskar viðskiptamönnum, starfsfólki, svo og
landsmönnum öllum I
GLEÐILEGRA JÓLA
og farsældar á komandi ári
Gleðileg jól!
FARSÆLT KOMANDI ÁR.
Þökkum fyrir viðskiptin á liðnum árum.
ÚTGERÐARSTÖÐ
GUÐMUNDAR JÓN5SON.AR
SANDGERÐI
.... ■■ ’ ■ ---V
:
Öskum félagskonum okkar,
gleðilegra jóla
svo og landsmönnum öllum
og farsæls komandi árs.
VERKAKVENNAFÉLAGIÐ FRAMSÓKN
Hraðf rystihús Ólafsfjarðar hf.
Gleðileg jól!
og farsælt komandi ár,
þökkum fyrir viðskiptin á árinu, sem er að líða.
Gleðileg jól!
og farsælt komandi ár,
þökk fyrir viðskiptin á árinu, 'semskr ’að Iíða. ■
ÞORBJÖRN HF.
ÚTGERÐ OG FISKVINNSLA
GRINDAVÍK