Alþýðublaðið - 03.06.1972, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 03.06.1972, Blaðsíða 7
Dagskrá 35. Sjómannadagsins sunnudaginn 4. júní 1972. 08.00 Fánar dregnir að hún á skipum i höfninni. 09.00 Sala á merkjum Sjómannadagsins og Sjómannadagsblaðsins hefst. 10.00 Skólahljömsveit Kópavogs leikur létt lög við Hrafnistu. 11.00 Sjómannamessa i Dómkirkjunni. Biskup íslands, herra Sigurbjörn Einarsson minnist drukknaðra sjó- manna. Dómkórinn syngur, ein- söngvari: Halldór Vilhelmsson, organleikari: Ragnar Björnsson. Blómsveigur lagður á leiði óþekkta sjómannsins. Hátíðarhöldin i Nauthólsvík. 13.30 Skólahljómsveit Kópavogs leikur undir stjórn Björns Guðjónssonar. 13.45 Fánaborg mynduð með Sjómanna- félagsfánum og islenzkum fánum. 14.00 Ávörp. a) Fulltrúi rikisstjórnarinnar Lúðvik Jósefsson sjávarútvegsráðherra. b) Fulltrúi útgerðarmanna Tómas Þor- valdsson. c) Fulltrúi sjómanna Guðmundur Kjærnested skipherra. d) Pétur Sigurðsson formaður Sjó- mannadagsráðs afhendir heiðurs- merki Sjómannadagsins. Kappróður o.fl. 1. Sjóskiðasýning (Björgunarsveit Mýrdals). 2. Kappróður. 3. Kappsigling seglbáta, (innan hins nýstofnaða Siglingasambands Is- lands). 4. Björgunar og stakkasund. 5. Koddaslagur. 6. Þyrla varnarliðsins á Keflavikur- flugvelli kemur á staðinn. Merki Sjómannadagsins og Sjómanna- dagsblaðið ásamt veitingum verða til sölu á hátiðarsvæðinu. Ath. Strætisvagnaferðir hefjast kl. 13 frá Lækjartorgi og Hlemmi og verða á 30 min. fresti. Kvöldskemmtanir á vegum Sjómanna- dagsráðs. Sjómannahóf i Súlnasal Hótel Sögu. Hefst kl. 19.30. Skemmtiatriði. Á eftir- töldum stöðum verða almennir dans- leikir þar sem aðeins verður um venjulegt rúllugjald að ræða. Hótel Loftleiðir, veitingahúsið Lækjar- teigur 2, Hótel Borg, Röðull. Allar kvöldskemmtanir standa yfir til kl. 02.00 eftir miðnætti. Merkja- og blaðasala Sjómannadagsins. Sölubörn. Afgreiðsla á merkjum Sjó- mannadagsins og Sjómannadagsblaðinu verður á eftirtöldum stöðum, kl. 09.00 á Sjómannadaginn: Austurbæjarskóli, Álftamýrarskóli, Árbæjarskóli, Breiðagerðisskóli, Breið- holtsskóli, Hliðarskóli, Kársnesskóli, Kópavogsskóli, Langholtsskóli, Laugar- nesskóli, Laugarásbió, Melaskóli, Mýrar- húsaskóli, Vogaskóli, og hjá Vélstjórafé- lagi íslands Bárugötu 11. Há sölulaun. Þau börn, sem selja fyrir 500,00 kr. eða meira, fá auk sölulauna aðgöngumiða að kvikmyndasýningu i Laugarásbió. Iðnskólinn í Reykjavík VERKNÁMSSKÓU IÐNADARINS: Innritun i verknámsdeildir næsta skóla- árs, fer fram i skrifstofu yfirkennara (stofu 312) dagana 8. 9. 14. 15. og 16. júni kl. 9 — 12 og 13.30 — 16. Inntökuskilyrði eru, að nemandinn sé fullra 15 ára og hafi staðizt miðskólapróf og hlotið einkunnina 4,0 i islenzku, reikn- ingi, dönsku og ensku. Við innritun ber að sýna, prófskirteini, undirritað af skólastjóra fyrri skóla og nafnskirteini, en námssamningur þarf ekki að vera fyrir hendi. Þær deildir verknámsskóla iðnaðarins, sem hér um ræðir, eru: Málmiðnaðardeild: fyrir þá sem hyggja á iðnnám eða önnur störf i málmiðnaði og skyldum greinum, en helztar þeirra eru: allar járniðnaðargreinar svo og bifreiða- smiði, bifvélavirkjun, blikksmiði, pipu- lögn, rafvirkjun, skriftvélavirkjun og út- varpsvirkjun. Trésmiðadeildir: aðallega fyrir þá, sem hyggja á iðnnám eða önnur störf i tré- iðnum. ., . Skólastjon. NYJA SÍMANÚMERIÐ OKKAR ER: 8-66-66 SAMRUNIFLUG- FELAGANNA ALLS EKKI ÚTILOKAÐUR Alfreö Eliasson, framkvæmda- stjóri Loftleiða, lét i veðri vaka á aðalfundi Loftleiða, sem haldinn var i gær, að samruni Flugfélags Islands og Loftleiða væri alls ekki útilokaður. „Það er min skoðun, að enn sé ekki timabært að stefna beint að fullkomnari sameiningu heldur byrja á samstarfi, sem leiða mundi til hagræðingar og sparn- aðar”, sagði Alfreð. A aðalfundinum kom fram, að Loftleiðir mæta sifellt meiri sam- keppni, þar sem flest stærstu flugfélögin hefðu gripið til þess ráðs að flytja farþegahópa á lágu verði. Þessi félög stæðu reyndar mjög höllum fæti og hefðu fimm af átta leiguflugfélögum i Bandarikjun- um orðið gjaldþrota. A fundinum kom fram að mikil óvissa rikir um flugrekstur yfir- leitt vegna hækkandi útgjalda á flestum sviðum. MÆNUSOTTAR- BÓLUSETNING ER HAFIN Nú er hafin hin árlega mænu- sóttarbólusetning sem Heilsu- verndarstöðin hefur gefið kost á undanfarið. Ónæmisaðgerð þessi er ætluö fólki frá 18 ára aldri, sem ekki hefur látið bólusetja sig siðastliðin 5 ár. Undanfarin ár hefur þessi ónæmisaðgerð verið látin i té gegn vægu gjaldi, en vegna þess hve fólk hefur tekið illa við sér, hefur nú verið ákveðið að láta hana i té ókeypis. Það eru sterkar likur á, að mænusóttarbólusetning veiti ekki vörn gegn sjúkdómum nema i 5 ár. Hér hefur nú ekki gengið mænusóttarfaraldur siðan 1955 og þvi er talin hætta á að þó nokkur hluti fólks, sem hvorki hefur tekið veikina á unga aldri né hefur nægilega vörn vegna bólusetn- inga sé algerlega óvarið fyrir veikinni ef hún skyldi stinga sér niður. Þess vegna er fólki eindregið ráðlagt að nota þetta tækifæri, bólusetningin sjálf er svo til sárs- aukalaus og henni fylgja ekki aukaverkanir sem til neinna óþæginda geta orðið. Fyrst um sinn er ætlunin aö hafa opið fyrir bólusetningar þessar næsta hálfa mánuðinn frá kl. 16—18 virka daga nema laugardaga. Inngangur frá baklóö. SILDARSKIPSTJORAR! ÞIÐ FÁID OLÍUNA HJÁ OKKUR Olíusamlag útvegsmanna NESKAUPSTAÐ Laugardagur 3. júní 1972 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.