Alþýðublaðið - 03.06.1972, Blaðsíða 21

Alþýðublaðið - 03.06.1972, Blaðsíða 21
HALLDOR SPRETTIR AFTUR ÚR SPORI Það vakti athygli á E.Ö.P. mótinu að okkar bezti lang- hlaupari seinni ára, Halldór Guðbjörnsson sat i stúku og fylgdist með iþróttakeppninni þaðan. Áhorfendur eru þvi van- astir að sjá hann i fararbroddi fyrir öðrum hlaupurum. Á siðastliðnu sumri hafði hann tekið þá ákvörðun að hætta algjörlega keppni i langhlaup- um, en snúa sér i þess stað að ið- kun Judo, hvar i hann hefur náð ágætum árangri. Ástæðan fyrir ákvörðun Halldórs i fyrrasumar var að hans sögn sú að honum fannst forráðamenn iþrótta hér ekki sýna iþróttamönnum nægan skilning né áhuga. En svo fór, að þegar vorið kom hljóp fiðring i fætur Halldórs og hefur hann ákveðið að hefja æfingar að nýju. Heldur væri það leiðinlegt til afspurnar, ef hver iþrótta- maðurinn á fætur öðrum hættu keppni löngu fyrir aldur fram - vegna skilningsleysis forystu- mannanna. Nógu slæmt var það þegar Jón Þ. Ölafsson hætti þó svo að Halldór og jafnvel fleiri iylgi ekki á eftir. KJAFTASKAR SLAST AFTUR Bandariska Hnefaleikasambandiö er búið að samþykkja aðra 20 lotu keppni milli þeirra kappanna Muhammed Ali (Cassius Clay) og Jerry Quarry. Mun keppnin fara fram i Las Vegas þann 27. júní næstkomandi. Báðir eru þessir þungavigtarhnefa- leikarar miklir orðhákar, og samvisku sinni trúir hafa þeir hótað hvor öðrum ævarandi örkuml. Sama kvöld á sama stað mun heimsmeistarinn í léttþungavigt Bob Foster verja titill sinn fyrir Mike Quarry yngri bróður Jerry. Eins og flestir muna var Jerry Quarry fyrsti andstæðingur Ali eftir að hann hafði öðlast réttinn til að taka þátt i keppni á nýjan leik. Þá keppni sem fram fór T Atlanta 26—10—70 sigraði Ali á teknisku rothöggi í þriðju lotu. Gaman verðurað fylgjast með því hvort hinum irsku Quarry bræðrum tekst að sigra. r JOHANNES EÐVALDSSON KOMINN HEIM Hinn kunni knattspyrnumaður Jóhannes Eðvaldsson kom til landsins i gærkvöldi, eftir að hafa dvalist i fjóra mánuði í Suður- Afriku við æfingar og leik með knattspyrnuliðinu Cape Town. Lét Jóhannes mjög vel af dvöl- inni hjá Cape Town sem hann kvað hafa verið mjög lærdóms- rika. Sagði hann að æft væri tvisvar á dag nema föstudaga, það eru leikdagar þar suður frá. Lék hann eina sex eða sjö leiki með B-liði Cape Town og skoraði mörk i öllum leikjunum. 10 urðu leikirnir sem hann lék með aðal- liðinu og skoraði hann tvö mörk i þeim leikjum, sem er vel af sér vikið, þar sem hann lék með at- vinnumönnum gegn atvinnu- mönnum en er sjáifur aðeins áhugamaður, og lék áðurtalda leiki sem slikur. Kvað Jóhannes þessa ferð út hafa orðið sér mikil og dýrmæt reynsla, enda áhuga- vert að kynnast þvi andrúmslofti er rikir i herbúðum atvinnu- manna. Lengst af bjó hann á hóteli en fluttist i ibúö niðri við ströndina undir það siðasta. — Forráðamenn Cape Town buðu mér samning til tveggja ára og fengi ég borgað fjögur þúsund pund við undirskrift, og siðan viss mánaðarlaun ásamt þvi bónus- kerfi sem þarna er rikjandi — sagði Jóhannes. — Ég vildi ekki ganga að þessum skilmálum og kom með gagnkröfur sem þeir vildu ekki ganga að. — Var ég, þegar hér var komið sögu, — heldur Jóhannes áfram, — kom- inn i samband við annað knatt- spyrnulið sem heitir Southern Suburb og höfðu þeir áhuga á samningum við mig. En þegar þeir hjá Cape Town fréttu af þvi, fóru þeir þess á leit við útlend- ingaeftirlitið að það framlengdi ekki dvalarleyfi minu, þar sem ég hefði komið til Suður Afriku á þeirra vegum. Ég sagði að það væri allt i lagþég myndi fara heim og Southern gæti þá haft samband við mig þar. Svo þegar ég var staddur i Jóhannesarborg á heimleið höfðu þeir hjá Cape Town samband við mig og kváð- ust myndu ganga að skilmálum minum. Ég sagði að það væri of seint þar sem ég væri á leið heim en þeir gætu sent mér öll tilboðs- gögn þangað en ég myndi lika taka á móti tilboði frá Southern til athugunar ef mér bærist slikt. Vitanlega hef ég áhuga á þvi að hefja aftur leik með Val fái ég tækifæri til þess, — sagði Jóhannes og ekkert þvi til fyrir- stöðu þar sem allt er á hreinu milli min og Cape Town, og ég með alla pappira upp á það að ég sé laus við þá. Ekki er að efa aö það er bæði Val og landsliðinu mikill styrkur að vera búin að fá Jóhannes heim aftur og óskum við hann velkom- inn i raðir islenzkra knattspyrnu- manna á nýjan leik. STAÐAN K.R. Fram l.B.K. U.B.K. JA. Valur l.B.V. Vikingur 2-2-0-0-5:1 4 1-l-O-O-l:0 2 1- l-0-0-0:2 2 2- 1-0-1-5.2 2 l-O-O-l-l:3 3 l-0-0-l-l:2 0 1-0-0-1-2:3 0 l-O-O-l-l:0 0 Markhæstir: Atli Héðinsson K.R. 3 Steinar Jóhannsson IBK. 2 Næstu leikir verða milli Fram og ÍBV. á Laugardalsvelli á laug- ardag. A sunnudagskvöld leika á Laugardalsvellinum K.R. og 1A en fyrr um daginn leileiða saman hesta sina i Keflavik ÍBK og Vik- ingur. A mánudagskvöld verður svo leikur milli Vals og Breiða- bliks á Laugardalsvelli. Laugardagur 3. júní 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.