Alþýðublaðið - 03.06.1972, Blaðsíða 18

Alþýðublaðið - 03.06.1972, Blaðsíða 18
SENDUM SJOMANNASTETTINNI HEILLAÓSKIR í TILEFNI SJÓMANNADAGSINS Laugarássbíó SENDUM SJOMANNASTETTINNI HEILLAÓSKIR í TILEFNI SJÓMANNADAfiSINS Alþýðuflokkurinn SENDUM SJOMANNASTETTINNI HEILLAÓSKIR í TILEFNI SIÓMANNADA6SINS HÁTÍÐA- HÖLDIN í BORGINNI Sjómenn um allt land halda Sjómannadaginn hátiðlegan á morgun, fyrsta sunnudag i júni. Skípulögð hátiðahöld i tilefni dagsins verða i flestum útvegs- stöðum landsins. Hátiðarhöldin i Reykjavik hefj- ast kl. 8 i fyrramálið með þvi að fánar verða dregnir aö húni á skipum i höfninni. Sjómannamessa verður kl. 11 i Dómkirkjunni. Biskup Is- lands, herra Sigurbjörn Einarsson minnist drukknaðra sjómanna. Dómkórinn syngur, einsöngvari er Halldór Vilhelms- son, organleikari er Ragnar Björnsson. Að sjómannamessunni lokinni verður lagður blómsveigur á leiði óþekkta sjómannsins. Hátiðarhöldin i Nauthólsvik hefjast kl. 13.30 með þvi að skóla- hljómsveit Kópavogs leikur. bá verður fánaborg mynduð með sjómannafélagsfánum og is- lenzkum fánum. Klukkan 2 verða flutt ávörp: — Fulltrúi rikisstjórnarinnar Lúðvik Jósepsson sjávarútvegs- ráðherra. Fulltrúi útgerðar- manna Tómas Þorvaldsson. Fulltrúi sjómanna Guðmundur Kjærnested skipherra, og Pétur Sigurðsson formaður Sjómanna- dagsráðs afhendir heiðursmerki Sjómannadagsins. Að þessum ávörpum loknum hefjast margvisleg skemmti- atriði, meðal þeirra má nefna kappsiglingu seglbáta, kappróð- ur, björgunar og stakkasund, koddaslag, sjóskiðasýningu og þyrla frá varnarliðinu á Keflavik- urflugvelli kemur á staðinn. bess má geta hér að þetta er liklega i fyrsta sinn sem kappsigl- ing seglbáta er haldin hér á landi, og munu um 18 bátar taka þátt i henni. Um kvöldið verður svo sjó- mannahóf á Hótel Sögu, og verða þar flutt ýmisleg skemmtiatriði. Angela_____________________1 um i ágúst 1970. Hann sagði, að þetta hefðu verið einu réttu viðbrögð ungrar svartrar konu i slikum kringumstæðum. Branton bað kviðdóminn að gera sér i hugarlund hvernig það væri að vera svartur i Bandarikj- unum. Hann sagði, að nú á 20. öld- inni viti svertingjar ennþá af sýnilegum og ósýnilegum hlekkj- um þrælahaldsins. Hann sagði ennfremur, að það hefði verið eðlilegt, að Angela keypti vopn til að verja sig, vegna þess haturs og fyrirlitningar, sem henni var sýnd sem svertingja og kommúnista. Siðan vitnaði lögfræðingurinn i bréf sem Angela fékk eftir að vitnaðist, að hún væri kommún- isti og kenndi við háskólann i Los Angeles. Þar segir m.a.: Þú með þina „Fijihárgreiðslu”, átt að gera þér grein fyrir, að kommúnismi er aðeins fyrir hvitt fólk, og þegar við náum völdunum verður ekki einn einasti negri i N-Ameriku. Bækur 2 þjóöfélagsmál, efnahagsmál, menningarmál o.fl. Framkvæmdarstjórinn gat þess, að AB heföi sjaldan eða aldrei borizt jafnmikið af hand- ritum til útgáfu og i byrjun þessa árs. Við stjórnarkjör voru eftir- taldir menn kjörnir: Formaður: Karl Kristjánsson og meðstjórn- endur: Eyjólfur Konráð Jónsson, Gylfi Þ. Gislason, Halldór Halldórsson og Jóhann Hafstein. Varamenn voru kjörnir: Davið Ólafsson og Geir Hallgrimsson og endurskoöendur Guðmundur Benediktsson og Ragnar Jónsson. SENDUM SJÓMÖNNUM OG FJÖLSKYLDUM ÞEIRRA BEZTU KVEÐJUR í TILEFNI SJÓMANNADAGSINS Jícupah£ SENDUM SJOMANNASTETTINNI HEILLAÓSKIR í TILEFNI SJÓMANNADAGSINS INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 0 Laugardagur 3. júní 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.