Alþýðublaðið - 03.06.1972, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 03.06.1972, Blaðsíða 9
„Ég get ekki hugsað mér betri starfskrafta en þeirra. Andinn er þannig að biðji ég þær að vinna frameftir á kvöldin eða mæta klukkan sex á morgnana, þá eru þær alltaf viljugar að vinna." Kópavogur er þekktur fyrir ýmislegt annað en útgerð og fiskvinnslu, enda hafnarskilyrði ekki beint góð í vogunum tveimur, Kópavogi og Fossvogi. Engu að síður eru þær nokkrar húsmæðurnar í þessum ágæta bæ, sem rífa sig upp eldsnemma á morgnana að heita má allan ársins hring og halda inn í Fífuhvamm til að vinna i fiski. Á barmi einnar sandgryf junnar þar innfrá er nefnilega fyrstihús þrátt fyrir allt hafnarleysi við Kópavog, því eins og framkvæmda- stjórinn, Júlíus Stefáns- son segir: Ef f jallið kem- ur ekki til Múhameðs kemur Múhameð til f jallsins. Frystihúsið heitir Barðinn, og þegar við spjölluðum við Július um dagin'n spurðum við hann hvernig þeir fari að þvi að afla hráefnis til vinnslunnar, fræddi hann okkur á þvi að fiskurinn sé yfirleitt sóttur suður á Suður- nes, þar sem bátar Barðans landi honum. — Hvað á Barðinn marga báta? — Barðinn á fimm báta, þá Dagfara, Náttfara, Ljósfara, Þorra og Blika frá Húsavik. — Frá Húsavik? — Já, Barðinn er útgerðarfé- lag á Húsavik, sem bræðurnir Þór og Stefán Péturssynir hafa rekið þar i nokkra áratugi. Fyrir tveimur árum keyptu þeir þetta frystihús af Félags hvammi, sem rak það áður. Það er ekki sama hvernig róið er — Hvernig hefur 'bátunum ykkar gengið i vetur? — Þeim hefur gengið þokka- lega, fengu alls 2267 tonn á ver tiðinni. Þrir bátanna byrjuðu reyndar ekki strax á vertfðinni, þeir voru á loðnu Jtil að byrja með og fengu 5600, 4900 og 2700 tonn. — Nú hefur suðurnesjabátum gengið heldur illa á vertiðinni, hvar fengu ykkar bátar þennan afla? — Ég hef nú ekki spurt þá að þvi skipstjórana, en ég held að þeir hafi fengið hann þarna suðurundan Reykjanesi — það er ekki sama hvernig róið er! — Þaðhefur þá verið talsverð vinna i vetur? — Já, það má segja það, en við létum aldrei pakka nema fram til sjö. Það sem þá var eftir var yfirleitt saltað á kvöld- in. Nóg af góðu fólki í Kópavogi. — En svo við snúum okkur aftur að staðsetningunni, hvern- ig stendur á þvi að þið rekið frystihús hérna inni i sandgryfj- unum i Fifuhvammi, langt frá öllum höfnum? — í fyrsta lagi gátum við ekki VASKAR KÓPAVOGS- FRÚR í FISKVINNU fengið hús við sjó. Svo er lika það að athuga, að yfirleitt er erfitt að fá fólk á Suðurnesj- unum, þ.e. gott fólk, en hérna gengur það sæmilega. Við eig- um ekki við það vandamál að striða að sitja uppi með mann- skap sem hugsar ekki um annað en vinna fyrir næsta balli. Vetrarvertiðinni var rétt ný- lokið hjá bátum Barðans, þegar við litum þar inn, og þeir voru byrjaðir á humri og fiskitrolli. Næstu tvo dagana á undan höfðu verið unnar samtals 27 tunnur af humri, en þennan dag voru húsmæðurnar komnar aftur i fiskinn. Konur í öllum störfum Við töltum niður i pökkunar- salinn i leit að verkstjóranum, Björgu Arnadóttur, og gáfum okkur i leiðinni tima til að virða fyrir okkur Kópavogshúsmæð- urnar, sem þarna voru að verki. Það er ekkert undarlegt að sjá kvenfólk við pökkun á flökum, þannig er það yfirleitt i frysti húsum. Hitt er óvanalegt að sjá aðeins einn karlmann við flök- ur. — Og þetta er eina frysti- húsið sem hefur tekið hjálma i notkun: við byrjuðum á þessu um siðustu áramót. Ég þarf ekki að spyrja að þvi, að Kópavogskonurnar eru ágæt- ur starfskraftur. — Já, og það vil ég að komi skýrt fram, ef þú ætlar að skrifa eitthvað um okkur, að ég get ekki hugsaö mér betri starfs- krafta en þeirra. Andinn er þannig, að biðji ég þær að vinna frameftir á kvöldin eða mæta klukkan sex á morgnana eru þær alltaf viljugar að vinna. Þó hér sé unnið eftir bónuskerfi er un, annars var það starf algjör- lega i höndum kvennanna. Eina starfið sem þarna er einvörð- ungu unnið af karlmönnum er tækjavinnan, þ.e. vinnan viö hraðfrystitækin. Annað vakti lika athygli okk- ar: Allt starfsfólkið bar hvita plasthjálma, svipaða þeim sem hafnarverkamenn bera nú til- dags. Við létum það lika verða okk- ar fyrstu spurningu er við hitt- um Björgu, að spyrja hvernig stæði á þessum hjálmum. Hjálmar snyrtilegri en kappar — Okkur fannst þetta miklu snyrtilegra en kapparnir, svar- aði hún, það má alltaf strjúka af þeim, en kapparnir eru yfirleitt orðnir skitugir eftir fyrsta dag- inn. Þaðer lika miklu þægilegra að nota hjálmana, þegar kon- urnar eru með nýlagt hárið, þeir skemma greiðsluna miklu sið- ekki til metingur, hver reynir bara að vinna eins og hann get- ur. — Vinna þær allar allan dag- inn? — Nei, ekki allar. Sumar vinna fyrir hádegi, en aðrar ein- göngu eftir hádegi. Nokkrar eru þó allan daginn, þær sem eru fyrirvinnur heimila. — Ég sé, að þið handflakið mikið, er ekkert vélflakað? — Við handflökum allt saman. Húsið er frekar fátækt að tækjakosti, en það skapar aukna vinnu fyrir mannskap- inn. — Að lokum Björg, hvað vinna margir hérna? — Hérna i salnum vinna um 40—50 manns daglega, og af þvi eru ekki nema 4 karlmenn, — þeir voru reyndar fimm i vetur. Einn karlmannanna vinnur hér við flökun, en hinir eru i tækjun- um. Þar með kveðjum við hinar vösku Kópavogshúsmæður i Húsavíkurfrystih. Barðanum i Fifuhvammi, og verkstjórann Björgu, sem raunar er einn af frumbýlingum i Kópavogi. Þorri. ...06 tANDI Laugardagur 3. júní 1972 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.