Alþýðublaðið - 03.06.1972, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 03.06.1972, Blaðsíða 5
útgáfufélag Alþýðublaðsins h.f. Ritstjóri Sighvatur Björgvinsson (áb.). Aðsetur ritstjómar Hverfisgötu 8-10. Blaðaprent h.f. SAMÞYKKT Það er ekki oft, sem þingmenn stjórnarandstöðunnar fá samþykktar tillögur eða fr.vörp, sem þeir leggja fram á Alþingi. Telji stjórnarflokkarn- ir sig ekki geta fellt málin af einhverj- um ástæðum, þá eru þau leidd af með öðrum hætti, — stöðvuð í nefnd, vísað til ríkisstjórnar eða þviumlíkt. Þó kemur það fyrir, að þingmenn stjórnarandstöðunnar fá samþykktar tillögur eða frumvörp. Þannig fengu t.d. i vetur tveir þingmenn Alþýðu- flokksins, þeir Karl Steinar Guðnason og EggertG. Þorsteinsson, samþykktá Alþingi frumvarp til laga um breyt- ingu á lögum um lifeyrissjóð sjó- manna. Umrætt frumvarp um breytingu á lögum um lífeyrissjóð sjómanna var flutt af hálfu Alþýðuflokksmannanna til leiðréttingar á misrétti í lífeyris- málum. í lögunum um lífeyrissjoð sjó- manna voru ákvæði um, að sjómaður þyrfti að hafa greitt i sjóðinn í 10 ár til þess að kona hans fengi rétt til lifeyris- greiðslu ef eiginmaðurinn félli frá. I lögum um lífeyrissjóði annara verka- lýðsfélaga eru þau ákvæði hins vegar i gildi, að nægilegt er að eiginmaðurinn hafi greitt iðgjald í lífeyrissjóð minnst sex mánuði á s.l. ári til þess að eigin- kona hans öðlist rétt til lífeyris úr sjóðnum falli eiginmaðurinn frá. Þarna var eiginkonu sjómannsins búið miklu lakara öryggi, en eiginkon- um annara iaunþega og þetta misrétti vildu þingmenn Alþýðuflokksins fá leiðrétt þannig, að sömu skilmálar um lifeyrisréttindi yrðu látnir gilda i líf- eyrissjóði sjómanna og i öðrum al- mennum lifeyrissjóðum i landinu. Þá voru lög lífeyrissjóðs sjómanna einnig með þeim hætti, að ekkjur ungra sjómanna, sem farast, fengu engar makabætur úr sjóðnum. Var þarna um enn eitt misréttið að ræða i lifeyrismálunum, því t.d. lífeyrissjóðir landverkafólks gera ráð fyrir því, að ekkjur ungra verkamanna gætu fengið makabætur úr þeirra lífeyrissjóðum. Þetta misrétti vildu þingmenn Alþýðu- flokksins einnig fá leiðrétt. Þetta var efni frumvarps Alþýðu- flokksþingmannanna um breytingu á lögum um lífeyrissjóð sjómanna, sem Alþingi samþykkti. Þannig geta þingmenn i stjórnarand- stöðu komið fram þörfum málum á Al- þingi, enda þótt hitt sé þvi miður al- gengara, að þingmeirihluti stjómar- flokka meini þeim það með einum eða öðrum hætti. OG FELLT Dæmi um slikt, þar sem þing- meirihluti stjórnarsinna stöðvar fram- gang stórmáls, sem stjórnarandstöðu- þingmenn flytja, er t.d. afdrif frum- varps til laga um kaupábyrgðarsjóð, sem tveir Alþýðuflokksþingmenn, Eggert G. Þorsteinsson og Jón Ármann Héðinsson, fluttu. Þar var um stórmál að ræða, sem svæft var í nefnd og látið liggja þar óafgreitt i allan vetur. Frumvarp þetta gerði ráð fyrir því, að stofnaður yrði sérstakur sjóður, kaupábyrgðarsjóður, og átti tilgangur sjóðsins að vera að tryggja launþegum greiðslur launa, orlofsfjár og annara samningsbundinna hlunninda, þótt at- vinnurekandi yrði gjaldþrota eða kæmist i greiðsluþrot af öðrum ástæðum. Sjóðurinn átti að heyra undir stjórn atvinnuleysistryggingasjóðs, en fjármagn sjóðsins átti að mynda með því að innheimta sérstakan skatt af at- vinnurekendum, enda sjóðurinn nokkurs konar tryggingasjóður fyrir þó. Þetta merka mál var stöðvað í þinginu,- að því er virðist án nokkrar ástæðu. Þó vita það allir launþegar, hversu mikil þörf er á þeirri tryggingu, sem sjóðurinn átti að veita. Alþýðuflokksmenn hafa vakið máls á þessu stórmáli og lagt fram tillögur til lausnar. Þeim tillögum munu þeir fylgja eftir þangað til lausnin er fengin. RÉTTUR HINS STERKASTA! Enginn Islendingur, nema ef vera skyldi rilstjóri Þjóðviljans, neitar þvi, að nú lifum við islend- ingar á einhverjum þeim mestu verðbólgutimum, sem við höfum upplifað. Sifelldar hækkanir dynja yfir bæöi á vöruverði og þjónustu. A slikum timum þenslu og spennu i þjóðfélaginu verða þeir alltaf verst úti, sem ekki eiga fjármagn og eignir til þess að verja sig með, — fátækasta fólkið i þjóðfélaginu. Það hefur enga peninga tii þess að leggja i fast- eignir til þess að koma þannig i veg fyrir verðrýrnun á eigum sin- um. Það hefur enga peninga til þess að gera magninnkaup á mat- vælum til þess að verja sig fyrir stöðugt hækkandi framfærslu- kostnaði. Það, fátækasta fólkið i þjóðfélaginu, verður að bera að fullu alla verðbólgubyrðina. Til allrar hamingju eiga um 85% islenzkra fjölskyldna sina eigin ibúð. En hver hugsar fyrir hinum, — þeim 15%, sem verða að leigja af öðrum. Hver er staða þess fólks á þenslutimum, eins og nú? Hver verður til þess að verja þcirra rétt. Einn af alþingismönnum Al- þýöuflokksins, Sigurður E. Guð- mundsson, flutti á alþingi i vetur tillögu til þingsályktunar um ráð- stafanir til þcss að tryggja hóflegt leigugjald fyrir leiguibúðir og koma i veg fyrir húsaleiguokur. Þeirri tillögu var visað til rikis- stjórnarinnar, sem þýðir i raun- inni, að flutningsmaður hafi kom- izt að raun uin að ekki var mögu- leikifyrir þvi að fá tillöguna sam- þykkta og hafi þvi fallizt á að visa hcnni til rikisstjórnarinnar i þeirri von, að það væri þó betra, en ekki. Við skulum rifja þessa tillögu upp nú. Hún sýnir, hvað þing- menn Alþýöuflokksins vildu aö gert væri I málum þeirra, sem verða að leigja hjá öörum. Tillagan hljóöar svo: Neðri deild Alþingis ályktar að fela rikisstjórninni að láta fram fara könnun á þvi, með hverjum hætti tryggja megi, að leigugjaldi fyrir ibúðir verði i hóf stillt og komið verði i veg fyrir húsaleigu- okur. Könnun þessi skal einnig ná til annarra atriða, er máli skipta, svo sem réttinda og skyldna að- ila, umgengnishátta, afnotaréttar lcigutakans o.fl. af þvi tagi. Stefnt skal að þvi, að könnun þessari Ijúki eigi siðar en á komandi sumri, 1972. i greinargerð sagði Sigurður m.a. svo: Svo er að sjá sem ekki séu fyrir hendi ncinar tölur um það, hve stór hluti þjóðarinnar býr I leigu- liúsn. Sennilega er þó ekki fjarri lagi að álykta, að það sé um það bil 15-20%. I mjög mörgum tilfell- um á þar hlut aö máli fátækasta FÉLAGSFUNDUR Næst komandi mánudagskvöld, 5. júni, efnir Alþýðúflókksfélag Reykjavikur til félagsfundar i Iðnó, uppi, og hefst fundurinn kl. 8,30 e.h. Fundarefni: 1. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing 2. Sighvatur Björgvinsson, ritstjóri, flytur stutta ræöu um störf Alþýðuflokksins á þingi I vetur. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna og mæta stund- vislega. fjölskyldunnar verður farin sunnudaginn 11. júni n. k. frá Alþýðuhúsinu v/Hverfisgötu Feröaáætlun: ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG REYKJAVÍKUR Lagt af staö kl. 9. f.h. frá Alþýðuhúsinu v/Hverfisgötu. Ekið austur í Galtalækjarskóg og tekin upp nestispakki. Dr. Haraldur Matthiasson lýsir landi og sögu. Þá verður ekiðausturað Þórisvatni og framkvæmdir og áætlanir og mannvirki skýrð af kunn- ugummanni. Ennfremurmun Dr. Haraldurlýsa landiogsögu. Á heimleið verður stanzað við Búrfellsvirkjun og hún skoðuð, og mun Dr. Haraldur hafa þar landkynningu, sem áður. Að lokum verður komiðað Ámesi í Gaulverjabæjarhreppi og borðaður kvöldverður. Þar flytur ávarp varaformaður Alþýðuflokksins Benedikt Gröndal, ennfremur verður einsöngur, GuðlaugurTr. Karlsson syngur.Auk þess mun hann stjórna fjölda- söng. Farseðlar kosta kr. 450,00 og er þar allt innifalið, svo sem ferðin,tvær máltíðir og gosdrykkir. Væntanlegir þátttakendur láti vinsamlegast vita sem fyrst í skrifstofur Alþýðu- flokksins. Símar 15020 og 16724. Nú þegarervitað um mikia þátttöku, þar sem hér er um að ræða ódýra en glæsilega ferð. Nefndin. f Laugardagur 3. júni 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.