Alþýðublaðið - 03.06.1972, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.06.1972, Blaðsíða 2
NÓI GAMLI / / STABA- KIRKJU Rut Magnússon syngur aðal- hlutverkið og Garðar Cortes stjórnar hljómsveitinni þegar flóðið hans Nóa fellur yfir Bústaðakirkju á mánudaginn kemur. Flóðið hans Nóa er raunar I þessu tilviki barna- ópera Benjatnfns Brittens, og það þarf varla að taka það fram, að hún er nú færð hér upp af tilefni listahátfðar. Sýningar verða vist einar átta eða níu, svo að börnin, sem komast ekki að á mánudaginn (nú, cöa þá þeir fullorðnu) þurfa ekki að ör- vænta. SELDU BÆKIIR FYRIR TÆPAR 20 MILUÖNIR Almenna BókaféTagið og styrktarfélag þess, Stuðlar h.f., héldu aðalfundi sl. fimmtudag. Karl Kristjánsson, formaður stjórnar Almenna bókafélagsins, setti aðalfund þess og greindi frá útgáfubókum ársins 1971. Félagið gaf alls út 17 bækur auk gjafabók- ar, þær voru allar eftir islenzka höfunda nema ein — fimm bók- anna voru ljóðabækur. Baldvin Tryggvason, fram- kvæmdastjóri Aimenna bóka- félagsins, skýrði reikninga fé- lagsins og rekstrarafkomu. Arið 1971 seldust bækur AB fyrir tæpar 20 milljónir króna. Voru heildar- tekjur af útgáfunni mjög svipaðar og árið 1970. Benti hann á það að þótt eignir félagsins væru mjög miklar um- fram skuldir ætti það enn þá of langt i land til að ná þvi markmiði að ráða yfir sæmilegri greiðslu- getu með eigin fjármunum. Baldvin gerði og grein fyrir helztu áformum félagsins i út- gáfumálum á þessu ári. Auk svip- aðrar útgáfu og undanfarið hyggst félagið hefja útgáfu sér- staks flokks vasabrotsbóka um Framhald á bls. 18 ÁVÍSANIRNAR: HANDVÖMM EN ALLS EKKI ÁSETNINGUR Illu heilli flæktist saklaus aðili inn i frásögn okkar af innistæðu- lausum og fölsuðum ávisunum i gærdag. Nafn Friðgerðar Jens- dóttur var á tveimur ávisunum, sem kaupmaður hér i bæ skaut til okkar með þeim upplýsing- um, að þær væru falsaðar. Raunar var honurh — og þar með okkur — nokkur vorkunn, með þvi bankinn hafði neitað móttöku annarrar ávisunarinn- ar með þeirri athugasemd, að undirskrift hennar væri ekki i samræmi við rithandarsýnis- horn, og á hinni — sem kaup- maðurinn hafði ekki einu sinni haft fyrir að framvisa — bar upphæðinni, sem rituð var með tölustöfum, ekki saman við þá, sem skrifuð var með bókstöfum, auk þess sem dagsetning nefndrar ávisunar var „31. febrúar”, sem eins og kunnugt er telur aðeins 28 daga. Kaup- maðurinn taldi þvi vist, að ávis- unin væri fölsuð, og verður það þvi skiljanlegra sem hann hafði þá þegar undir höndum aðra ávisun með sömu undirskrift, sem hann var þegar búinn að framvisa árangurslaust. Nú hefur blaðinu hinsvegar verið tjáð, að útgefandi ávisan- anna hafi verið vita saklaus, og höfum við enga ástæðu til að véfengja það. Hér fór saman handvömm og slysni. Hitt virð- ist þó standa, að siðari ávisun- inni hafi raunar verið breytt i heimildarleysi, en ekki af útgef- andanum, heldur af óþekktri persónu, sem siðan hafi tekist að prakka henni inn á fyrr- nefndan kaupmann.. ARASARMAÐURINN GAF SIG FRAM í GÆR Við skýrðum frá þvi i gær, að á þriðjudagskvöld hefði sextán ára gamall piltur orðið fyrir likams- árás og hlotið meiðsl af. Sá, sem árásina gerði, var ó- fundinn i fyrradag, en i gær las hann frétt okkar af atburðinum i Alþýðublaðinu og varð það til þess að hann gaf sig fram við rannsóknarlögregluna. Við sögðum, að sá sem fyrir árásinni varð, hefði hlotið meiðsl á augnloki. Við gátum þess hins vegar ekki, að sjálft augað skadd- aðist og sauma þurfti 11 spor i augnlokið. Hann var strax eftir árásina fluttur á slysadeild Borgarspitai- ans, þar sem gert var að sárum hans. Framhald á bls. 12 ENN DÆMI UM MOTLÆTIFISCHERS Okkur er sagt að eigandi öku- tækisins starfi hér i næsta ná- grenni bæjarins, og Við ætlum að það komi mönnum ekki á ó- vart þó að við getum upplýst að hann er áhugamaður um skák. Gunnar Heiðdal Ijósmyndari tók myndina í gærdag. -Og nú geta menn dundað við það um helgina að gizka á, hvort jeppa- maðurinn sé aðdáandi Spasskis eða hins langhrjáöa Fischers. Laugardagur 3. júní 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.