Alþýðublaðið - 03.06.1972, Blaðsíða 24

Alþýðublaðið - 03.06.1972, Blaðsíða 24
alþýðu \mm Alþýöubankinn hf KOPAYOGS APOTEK Opið 611 kvöld til kl. 7. Laugardaga til kl. 2. Sunnudaga miHi kl. í og3. ykkar hagur/okkar metnaður SENÐIBIL ASTÖÐíN Hf MILLI Markús Orn Antonsson lagði fyrir skömmu fram i Borgar- stjórn þar sem segir, að Borgar- stjórn Reykjavikur liti þróun þess vandamáls, að ólöglegur innflutningur og neyzla ávana- og fiknilyfja hafa átt sér stað i stórum stil hérlendis, og harmi það og liti alvarlegum augum, að yfirvöld hafi enn ekki orðið við eindregnum áskorunum Borgarstjórnar og Æskulýös- ráðs Reykjavikur að koma upp föstu skipulagi á eftirlit og rannsóknum til að koma i veg fyrir þessi lögbrot. ••• 1 til- lögunni vill Markús örn að stofnaðar verði rannsóknar- deildir sérþjálfaðra eftirlits- manna til að hafa ofangreint hlutverk með höndum Skipulagsstjóri borgarinnar hefur lagt fram bréf varðandi tillögu um breytingu á nýtingar- hlutfalli á byggingarreit, sem afmarkast af Laufásvegi, Bók- hlöðustig, Miðstræti og Skál- holtsstig. • • • Tuttugasta og annað fulltrúa- þing Sambands islenzkra barnakennara var sett klukkan 10 i morgun i Melaskólanum og stendur i þrjá daga. 110 fulltrú- ar viðsvegar að af landinu sitja þingið. Auk þess sem rætt verð- ur um launakjara og skipulagS- mál sambandsins, verður rætt um framtið kennaramenntunar Furðulegt, — hvaða stærðfræðileg líkindi skyidu vera gegn þvl að tveir menn séu með sprengju i sömu flugvél? á tslandi • • • Beint tap af bif- reiðatryggingum Sjóvátrygg- ingafélags fslands varð á árinu 1971 6.850,00 krónur Þrátt fyrir þetta tap á bifreiðatrygg- ingum varð hagnaður á heildar- rekstri Sjóvá 1.250.000,00 krón- ur • • • Hannibalar láta nú skammt stórra ferða á milli i boöi NATO, t vetur fór Hannibal til að heilsa upp á generála eins og kunnugt er. Nú um þessar mundir er sonur hans, Jón skólameistari á tsafirði á leið i mikinn Varðbergsleiðangur til útlanda. 1 för með honum er m.a. Karvel Pálmason, hanni- balsþingmaður á Vestfjörðum. Þetta tilkynnist hérmeð Lúðvik Jósepssyni • • • Mörgum þótti það bæöi einkennilegt og at- hyglisvert, að ávallt þegar sjón- varpið sýndi fréttamyndir frá för þeirra Einars og Lúðviks til viðræðna við brezka ráðherra til London á dögunum, stóð Lúðvik við hliðina á utanrikisráðherr- anum brezka en Einar fjarri. Framsóknarmenn munu sér- staklega hafa veitt þessu at- hygli • • • Þá tóku menn einnig eftir þvi i sambandi við þetta ferðalag, að i .myndum þtim, sem Timinn birti af tslending- um ytra var þess gætt aö Jóns Árnason, annar af tveim sér- stökum fylgdarmönnum ráð- herranna sæist hvergi EG ER AÐ REYNA AÐ KOMAST TIL BOTNS í )>VÍ Hvort bændur fari oft út um þúfur... ALÞYÐUBLAÐIÐ FYRIR 50 ÍRUM Knattspyrnunni í gærkvöldi lauk svo aö Víkingur sigraði KR með9:l. Vindur var töluverður. Yfirburðir Víkings voru sýnilegir allan leikinn. Riklingur sem hefur frosið fæst hjá Kaupfélaginu. Skipsmenn á E/S Glað biðja Alþýðublaðið að bera kæra kveðju til allra vina og vandamanna. Góð líðan, mikill afli.. Ólafur Friðriksson hélt hér (á Norðfirði) almennan fund í gærkvöldi.Pöntunarhús fékkst. Einn drukkinn útgerðarmaður gerði mikil fundarspjöll í fundar- byrjun. SKATTASKRAIN Senn kemur skattaskráin i skinandi fallegu bandi, lesning mikil og merk, gleði gamalla og ungra, gjöf til fátækra og ríkra, jafnt fyrir kaupmann sem klerk, biblía ríkis og bæjar, bókmenntaviðburður ársins og alltaf jafn umtalað verk. Senn kemur skattaskráin, við skundum að klófesta hana og leyfum oss litinn frest, þetta er bók sem við bíðum °9 blessum á hverju sumri eins og aufúsugest, minnug á nöfn og númer, nákvæm á laun og tekjur, og allra bóka bezt. /£>■ SYRPA GATUR HEIMSKAUTAiSSINS Kyrrð heimskautasvæðanna er að ýmsu leyti blekking. Hér er i raun að verki stórkostleg iverk- smiðja, sem aldrei hættir störf- um. Á ári hverju kristallast hér á isha fsbreiðunum hundruö trilljóna smálesta eða þiðna aft- ur. Vissrar hringrásar gætir i starfi þessu. A sjö ára fresti snar- eykst ismyndun i Tsjúkotahafi við Siberiu austanverða. A næsta ári hefur miðja^ stóraukinnar ismyndunar færzt vestur i Laptévhaf og enn að ári liðnu til Barentshafs - og um leið minnkar ismagniðsmám saman i lshafinu austanverðu • Þannig fer mikilismyndun eins og firnaleg bylgja um Norður- tshafið frá austri til vesturs. Nokkrir visindamenn við Heimskautrannsóknastofnunina i Leningrad hafa reynt að finna orsakir þessarar merkilegu hringrásar. Þeir telja þessar sveiflur i ismyndun lokahlekk i keðju jarðeðlisfræðilegra breytinga, sem tengdar eru háttbundnum sveiflum sjálfs jarðarmöndulsins. Stjarnfræðingar fundu þessar hreyfingar möndulsins með at- hugunum sinum á afstöðu- breytingum fjarlægra stjarna. Enda þótt þær breytingar væru mjög litlar, næmu aðeins 0,01 sekúndu á 14 mánaða tima, nægja þær samt til að valda miklum tregðubreytingum á loftmassan- um yfir heimskautunum. Niðurstöður af margra ára mælingum á loftþrýstingi á ýmsum svæðum norðurhjarans staðfestu þessa tilgátu. Það kom á daginn, að breytingar á hverju svæði endurtóku nákvæmlega fjórtán mánaða breytingar á að orka til þessara hreyfinga komi frá voldugum hræringum i iðrum jarðar. JUANIT I SIBERIU Moskvu.—Fundizt hefur i Siberiu mjög sjaldgæfur málmur, juanit, sem er blanda af fluor og barium. Er þetta i fyrsta sinn, sem málmtegund þessi finnst i Sovétrikjunum. BLÓM A ANTARKTIS Moskvu. — Tvær grastegundir, önnur áður óþekkt, hafa fundizt á Waterlooeynni i Antarktis. Þar með hafa verið afmörkuð ný suðurtakmörk fyrir blómjurtir. Frá fundi þessum var skýrt i skýrslu til Landfræðifélags Sovétrikjanna af Igor Simonov, sem hefur stjórnað leiðangri til Waterlooeyjarinnar. Eyjan, sem tilheyrir Suður-Shetlandseyja- klasanum á sextugustu gráðu suðlægrar breiddar, er einn hlýj- asti staðurinn i Sntarktis, þótt hún sé að mestu þakin is. Þær plöntur, sem menn hafa fundið þar áður, eru mosa- og lágplöntu- ættar. „VAGN" AN HJÓLA Moskvu. —Við sovézka rannsóknastofnun hafa sér- fræðingar búið til ,,VAGN” sem ferðazt getur um hin torfærustu landsvæði. „Vagninn” hefur engin hjól, en er nánast einskonar gangandi brú með klefa og búinn tveimur þrifótum. Klefinn hreyfir sig fram og aftur á brúnni, allt eftir hallanum, og þegar hann nær öðrum enda hennar, lyftist þrifóturinn á hinum endanum frá jörðu af þvi að þyngdar- punkturinn hefur flutzt til. Nú snýst brúnin með þrifótinn sem öxul og klefinn færir sig aftur til á brúnni. Og þannig endurtekur þetta sig. A þennan hátt getur brúin gangandi farið yfir sprung- ur og holur i landið, sem ekki eru stærri eða breiðari en fjarlægðin milli þrifótanna á brúnni. Likan af tæki þessu hefur verið sýnt á m AUSTAN stöðu jarðmönduls. Til þessa ber svo aö rekja hita- og kuldaköst, sem ganga yfir með 14 mánaða háttvisi. Þegar þessi hringrás blandast saman við árstiða- bundnar breytingar á verðurfari, myndast þær háttbundnu hita- stigsbreytingar, sem spanna sjö ára timaskeið, og stjórna ismyndun. En þá má spyrja: af hverju hreyfist jarðmöndullinn? Fræði- menn eru ekki á einu máli um svarið. Jarðeðlisfræðingar gera ráð fyrir þvi, að ástæðan sé fólgin i þvi, að þungamiðja jarðar og möndull hennar falli ekki saman, stjörnufræðingar telja, að mis- munandi styrkleikur aðdráttar- afls tungls eigi hér sök á, og jarð- skjálftafræðingar hallast að þvi, geimrannsóknaráðstefnum i Júgóslaviu og i Frakklandi og vakið mikla athygli, en það er einnig hægt að nota það til margs hér á jörðinni. IBÚAR SOVÉT- RÍKJANNA 246 MILLJÓNIR Moskvu.-Ibúar Sovétrikjanna eru nú 246.300.000 talsins og hefur ibúafjöldinn tvöfladazt á þeim 50 árum, sem liðin eru frá stofnun Sambands sósialiskra sovétlýðvelda, segir i Hagskýrsl- um Sovétrikjanna, en þær koma út i sérstakri hátiðaútgáfu vegna hálfrar aldar afmælis rikjasam- bandsins sovézka. Helmingur ibúanna er innan við þritugs- aldur. Meðalliflikur hvers nýfædds barns i Sovétrikjunum eru nú taldar 70 ár, en það er tvö- falt lengri timi en reiknað var með fyrir byltinguna 1917. Tiundi hver sovétþegn er kominn yfir 60 ára aldursmörkin og átta af hverjum 100 þúsund ibúum eru hundrað ára eða eldri. Til saman- burðar má geta þess að i Banda- rikjunum ná 6 af hverjum eitt hundrað þúsund ibúum svo háum aldri, en innan við einn til jafnaðar á Englandi. 1 Sovét- rikjunum starfar nú fjórðungur allra lækna i heiminum, þ.e. 28 á hverja 10 þúsund ibúa, en það er miklu hærri hlutfallstala en gerist i nokkru öðru landi. Yfir 100 milljón Sovétborgarar eiga nú að baki 10 ára skólagöngu eða lengri.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.