Alþýðublaðið - 03.06.1972, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 03.06.1972, Blaðsíða 8
HVAÐ MARGIR? Okkur lék forvitni á að vita hve margir islenzkir sjómenn væru og spurðumst þvi fyrir um það hjá Sjó- mannafélagi Keykjavikur. Ekki reyndist unnt aðfá tæmandi upplýsingar i þessu efni, en samkvæmt þvi sem næst verður komið, munu starfandi sjómenn vera um eða yfir 6þúsund i kringum landið.- Á morgun er Sjómannadagurinn, hátíðis- dagur islenzkra sjómanna. i hverju sjávar- plássi um allt island mun dagsins minnzt og þeirra manna, sem dagurinn er tileinkaður, — sjómannanna íslenzku. Fiskimiðin við strendur Islands eru sú auð- lind sem fært hefur íslendingum öllum þá björg i bú, sem gert hefur það að verkum, að á Islandi þarf nú enginn að líða skort. Og það eru sjómennirnir sem hafa sótt þennan auð i sjávardjúpin. Það eru fyrst og fremst þeirra störf og dugnaður, sem leitt hafa þjóðina frá örbirgð til bjargálna. Mikiar framfarir hafa orðið á þeim tima frá þvi er islendingar hófu sjósókn sína á litlum opnum árabátum, fram til þess dags er við nú lifum. Nú eiga Islendingar von á sínum fyrstu skuttogurum og mun þá að- staða sjómanna batna að mun. Ekki er að efa að þróunín í sjómannastétt inni á eftir að vera ör um ókomin ár og að- staða og lífskjör sjómannanna á eftir að batna að mun. Alþýðublaðið sendir sjómannastéttinni heillaóskir i tilefni dagsins. HVAÐ VERÐUR VEITT í SUMAR? Samkvæmt þeim upplýsingum, er Sigfús Bjarnason hjá Sjómannafélagi Reykjavikur, hefur fiski- skipaflotinn að undanförnu verið að undirbúa sig fyrir sum^rið að lokinni vetrarvertið. Togararnir munu halda sig við sama starfa og undanfarið, en búast má við að söluferðir til útlanda verði mun fleiri en verið hefur. Stærstu veiðiskipin fara á sildveiðar i Norðursjó og er gert ráð fyrir að þar verði 50 skip að veiðum i sumar. Þó mun nokkuð af stærri bátunum fara á grálúðuveiðar. Keiknað er með að á annað hundrað bátar fari á humarveiðar og troll. Minnstu bátarnir fara svo á handfæri, rækju- og skelfiskveiðar. bá hefur bara gengið furðanlega að manna skipin. Mesta eftirspurn hefur verið eftir plássi á sildarbátana, sem verða i Norðursjó i sumar,- HRAFNISTA Vistfólk á Hrafnistu var þann 1. janúar 1972 414. Siðan hafa verið teknar i notkun 18 hjónaibúðir fyrir 26 vistmenn og er þvi vistmannatalan nú 450. Skipting milli karla og kvenna væri áþekk, en kvenfólk er þó heldur i meirihluta. bess má og geta að meðalaldur kvenna er 2—3 árum hærri en meðalaldur karla. Hrafnista starfar nú i þremur deildum: Vistheimili, hjúkrunardeild og sjúkradeild. Starfsfólk við Dvalarheimilið er nú 196. HEIÐRAÐIR Að venju verða gamlir sjómenn heiðraðir á sjómannadaginn, fyrir dugmikil störf i þágu sjómanna- stéttarinnar og landsmanna allra. beir sem heiðraðir verða eru: Einar Sigurðsson frá Steinabænum, skipstjóri á m.b. Aðalbjörgu. Hann hefur stundað sjóinn i hálfa öld, lengi á togurum, og nú siðast sem skipstjóri. Einar hefur verið mjög farsæll og dugmikill formaður. bá munu þeir bórður Hjörleifsson, skipstjóri á Helgafelli og Guðjón Pétursson, frá Höfðavik, einnig verða heiðraðir. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Sjómannadagsblaöið kemur að vanda út á sjómannadaginn, og nú i 35. sinn. Útgefandi er Sjómanna- dagsráð. Blaðið er hiö veglegasta i frágangi, og flytur margvislegt og forvitnilegt efni. En meðal þess eru sögur af hinum landsfræga Lása kokki, sagðar af honum sjálfum. Við þóttumst nú miklir menn, strókarnir þegar við fórum þarna suður með sjó GIsli Gislason, frá Kiðafelli I Kjós, sagöist kannski ekki vera rétti maðurinn, sem fulltrúi sjó- manna, þar sem hann hafi hætt á sjónum fyrir svo mörgum árum. Engu að siöur var hann fús til aö segja frá sjómennsku sinni i stuttu máii viö blaöiö. Gisli er vistmaður á Hrafnistu og hefur verið þar siöan I huast. En gefum Gisla nú oröiö. Ég var um fermingu þegar ég byrjaði sjómennsku mina og var þá með köllunum á grásleppu- veiðum. í minn fyrsta róður fór eg hins vegar 16 ára, og þá i opn- um bát, sem geröur var út frá Njarðvikum. Við þóttumst nú miklir menn, strákarnir, þegar við fórum þarna suður með sjó. I Njarðvikum var ég á vetrar- vertiðunum, en fór alltaf austur á sumrin og þá einkum til Seyðis- fjarðar. Nei, á seglskútunum var ég aldrei. En var á togurum frá 1914—1922, er ég varð að fara á land vegna brjósthimnubólgu. Nú, siðan hef ég ekki stundað sjó- inn. Ég tók þaö mjög nærri mér, þegar ég horfði á skipin vera að fara og koma, og geta ekki farið með sjálfur. Ég hefði helzt viljaö vera miklu lengur á sjónum, en veikindin komu i veg fyrir það. Puð? Á þeim tima þekkt- ist nú ekkert ann'að en erfiöi. bað var meira erfiði á togara, en opnum bát. bað var bara unnið meðan eitthvað fékkst úr sjó. Hins vegar breyttist þetta mikið með Vökulögunum. bá var sagt við mann „farðu og sofðu þina fjóra tima núna góurinn”. Kaupið var þannig, þegar ég fór fyrst á togarana, að ég hafði 67 Kr. á mánuði auk lifrarpremiu. betta var ágætiskaup, þegar hugsað er til þess að húsaleigan i þann tima var 7 kr. á mánuði, en hveitipundiö á 12 aura. Nei, á fragtskip langaði mig aldrei, enda voru þau lika fá á þessum tima. Ég held, að það sé ósköp tilbreytingar- og viðburðarlitiö lif. Aftur á móti var alltaf eitthvað spennandi, að vera á fiskibátunum. Tilhugsunin, hvort eitthvaö veiddist nú. Ég var svo heppinn að vera alltaf með sama skipstjóranum, borsteini i Bakkabúð, sem var mjög farsæll skipstjóri, úrvals- maöur og mikill fiskimaður, eins og bræður hans tveir, Kolbeinn og Halldór. bað var geysimikil ásókn á sjó- inn. Norðanmenn komu gangandi frá Húnavatnssýslu og frá Ströndurh, til aö stunda sjó. Hins vegar má segja, að það hafi verið gagnkvæm skipti á vinnuafli, þvi sunnlendingar fóru svo mikið norður i kaupavinnu. Upp i Kjósinni, ja og viöar, áttu bændur skip, sem þeir gerðu út, ýmist einir, eða nokkrir saman um bát. Ég efa það ekki, að það hefur bjargað þeim. bað hefði oröið aumi búskapurinn ef sjáv- arins hefði ekki notið við. I þá daga var ræktun engin og túnin ekki þaö stór. bað var hægt að glenna sig út á alla kanta og svo var kargaþýfi heim i hlaðvarp- ann. En það hafa orðið miklar framfarir og skemmtilegar. Jú, ég kann ágætlega við mig hér á Hrafnistu. bað er gott að beta stungið sér svona inn þegar maður er orðinn gamall. Hér er maður útaf fyrir sig og svo i hópi kunningja. o Laugardagur 3. júní 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.