Alþýðublaðið - 03.06.1972, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 03.06.1972, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið óskar sjomönn- um ánægjulegs sjómanna- idags og 50 mílna árs VERJANDI ANGELU: HÚN KEYPTI VOPN SÉR TIL VARNAR Verjandi Angelu Davis, Leo Branton, var mjög hræröur þegar hann sagði i varnarræðu sinni við réttarhöldin i gær, að yrði hún fundin sek um morð, mannrán og samsæri, yrði aö ganga út frá þvi sem visu, aö hún sé meira en litið heimsk. Kviðdómurinn, sem i er ein- göngu hvitt fólk, og áheyrendur, sem troðfylltu salinn, fylgdust með varnarræðunni af athygli, og það var dauðakyrrð allan timann sem Branton talaði. Branton rakti hörmungarsögu svertingja i Bandarikjunum i 300 ár til þess að útskýra hversvegna Angela flúði frá Kaliforniu eftir aö til átakanna kom i réttarsaln- Framhald á bls. 18 Sviðsmenn í sviðsljósinu SETJA HIR STRIKILISTA HATIDINA? Vegna launadeilu sviðsmanna i Þjóðleikhúsinu og fjármálaráðu- neytisins getursvo farið, að nauð- synlegt reynist að fella niður sýn- ingar á einhverjum þeim verk- um, sem á að sýna í Þjóðleikhús- inu vegna Listahátiðarinnar. Sviðsmennirnir vilja fá hækkuð laun sin um tvo flokka. Almennir sviðsmenn úr 11. launaflokki i 13. og flokksstjórar úr 13. flokki i þann fimmtánda. Ef ekki hefur samizt fyrir mánudag hyggjast sviðsmenn- irnir einungis vinna lögboðinn vinnutima, sem er hvergi nærri nóg undir venjulegum kringum- stæðum og hvað þá, þegar niu sýningar eru fyrirhugaðar á rétt rúmri viku. 1 siðasta mánuði vann hver sviðsmaður á fjórða hundrað klukkustundir, sem er u.þ.b. 150 klukkustundum meira en lögboð- inn vinnutimi. 1 mánuðinum var ekkert meira áð gera en venjulega hjá sviðs- mönnunum, þannig, að auðvelt er að gera sér i hugarlund hvaða áhrif þessar mótmælaaðgerðir kynnu að hafa i för með sér. Við höfðum samband við Þor- kel Sigurbjörnsson, fram- kvæmdastjóra Listahátiðarinnar Framhald á bls. 12 Hryðjuverkin á flugvellin- um við Tel-Aviv eru fordæmd af sifellt fleiri ráðamönnum um heim allan. Páll páfi sagði i gær, að atburðurinn væri ógeðslegt glæpaverk en Huss- cin Jórdaniukonungur, hefur sem kunnugt er fordæmt hryðjuverkin og þá menn, sem þau unnu. Viðsegjumfrá hreyfingunni, sem illvirkjarnir tilheyra... Á 3. SÍÐU Þær eiga væntanlega fri I dag, en á virkum dögum skjóta þær upp kollinum innan um blómkoll- ana hér I miðbænum. Æskan er óðum að tinast út i sólskinið frá prófborðunum, en þessar munu vera með fyrstu „bæjarköllunum”, sem eiga aö prýða almenningsgarða okkar Reykvikinga i sumar. Sjómönnum er ætlað að búa við óbreytt fiskverð á bolfiski og flat- fiski fram til septemberloka, þrátt fyrir þá staðreynd að þeir hafa orðið fyrir tekjurýrnun vegna minnkandi afla, á sama tima og laun verkafólks hefur hækkað um 12—13%. Þetta segir i áliti fulltrúa fisk- seljenda i yfirnefnd verðlagsráðs sjávarútvegsins, sem ennfremur láta þá skoðun i ljós að þetta verði til þess að útgerð lamist verulega það sem cftir er ársins. Meirihluti yfirnefndarinnar, þ.e. fulltrúar fiskkaupenda og oddamaður, samþykktu óbreytt fiskverð á fundi sinum i gær en feildu tillögu minnihlutans, full- trúa fiskseljenda, um 10% hækk- un á fiskverði 1. júni. í greinargerð, sem fulltrúar fiskseljenda, þeir Kristján Ragnarsson og Ingólfur Ingólfs- son, lögðu frain með atkvæöi sinu, segir m.a. að ákvörðun þessi muni valda miklum erfiðleikum fyrir alla útgerö i landinu, og miðað viö aflabrögö undanfar- inna ára sé augljóst að útgerð vcrði rekin meö verulegum halla á sumar- og haustvertiö, og jafn- vel megi gera ráð fyrir algjörrs stöðvun fiskveiða i haust. Þorskveiðar muni þvi litiö verða stundaðar siðari hluta þessa árs, og muni það valda margvislegum erfiðleikum i hin- um ýmsu sjávarþorpum og hjá Framhald á bls. 12 VASKAR FRUR í KÓPAVOGI^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.