Alþýðublaðið - 03.06.1972, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.06.1972, Blaðsíða 3
SAMTÖKIN SEM JAPÖNSKU TIL RÆÐISMENNIRNIR SPRUTTU AF FRAMTIDARAFORM ENGIN NEMA AO KOLLSTEYPA NÚVERANDI ÞJÓÐSKIPULAGI Japönsku hryðjuverkamenn- irnir þrir, sem frömdu fjölda- morðin á flugvellinum i Tel- Aviv á dögunum, tilheyra félagsskap, sem heitir Rengo sekugin, — sem útleggst Hinn sameinaði rauði her. Þessi samtök hafa til þessa svo til eingöngu starfað i Japan. Þau hafa engar hugmyndir á takteinum um hvernig umhorfs á að vera i Japan morgundags- ins. Verkefni hreyfingarinnar er fyrst og fremst niðurrif, — að eyðileggja það þjóðfélag, sem við lýði er. Þessi samtök, sem telja sig r aðhyllast kenningar og hug- myndafræði Karls Marx, urðu fyrst þekkt að ráði i Japan er félagar úr samtökunum rændu japanskri farþegaflugvél með 37 farþegum og neyddu flug- mennina til lendingar á flugvelli i höfuðborg Norður-Kóreu. Flugvélarræningjarnir sem voru 9 saman, voru umsvifa- laust handteknir og sitja þeir enn i fangelsi i Norður-Kóreu. Einn þeirra heitir Takesi Okamoto og er bróðir eins Japananna, sem gerðu árásina á flugfarþegana á flugvellinum i Tel-Aviv. Samtökin „Rengo sekugin”, — Hinn sameinaði rauði her, — voru stofnuð af nokkrum japönskum stúdentum við háskólann i næst stærstu borg Japan, Osaka, undir lok sjöunda áratugs þessarar aldar. í byrj- un voru samtökin aðeins ein af mörgum smáum klofningssam- tökum á vinstra væng japanskra stjórnmála, sem sprottið hafa upp á siðustu árum i háskólum i Japan. Lögreglan segir, að félagar i þessum samtökum hafi aldrei verið fleiri, en 300. Samt sem áður hafa foringjar samtakanna sett sér það sem markmið að velta fikissjjórninni i Japan úr sessi og hyggjast þeir láta aga og trúnað bæta upp lága tölu félagsmanna. í febrúarmánuði s.l. var hinn 27 ára gamli foringi Rengo sekugin-hreyfingarinnar hand- tekinn. Maður þessi, Tsunio Mori, leyndi þvi ekkert, að hann án minnstu eftirsjár eða um- hugsunar svipti þá félagsmenn lifi, sem ekki virtu reglurnar um algera hlýðni við hann. Mori þessi varð foringi sam- takanna eftir flugránið i hitteð- fyrra og hætti þá um leið námi sinu við háskólann i Osaka. I skóla var hann sérlega góður skylmingamaður og tók hann að sér byltingarþjálfun félaga sinna, sem fram fór i fjalla- héröðunum vestan Tókió. I febrúarmánuði s.l. voru margir foringjar Rengo sekugin handteknir eftir að lögreglan hafði komizt á snoðir um felu- stað þeirra. Mori og vinir hans flýðu þá til bæjarins Karuizawa, þar sem þeir vigbjuggust i húsi einu og höfðu vinnukonu sem gisl. Eftir að fleiri hundruð lögregluþjónar höfðu setið um húsið i fjóra daga gáfust hryðju- verkamennirnir upp. t yfir- heyrslum varð svo uppskátt um þær aðferðir, sem notaðar höfðu verið til þess að herða agann i samtökunum. Margir „félaganna” viðurkenndu að hafa verið viðstaddir morð á félagsmönnum, sem höfðu vikið út af þeirri linu, sem Mori lagði. Samkvæmt tilvisun hefur lögreglan nú fundið lik þriggja slikra fórnardýra, — þar af lik tveggja kvenna, sem myrtar voru vegna „svika” við málstaðinn. Allt var þetta fólk pint til dauða samkvæmt skipunum Moris. Kona ein tók m.a þátt i drápieiginmanns sins, sem sak- aður var um að hafa óhlýðnast Mori. Karl og kona voru drepin fyrir þá einu sök, að vera ást- fangin hvort af öðru. Algert skirlifi var ein af forsendunum i byltingarbaráttunni. Flestir félagarnir i Rengo sekugin, eru úr hópi lægri millistéttarfólks. Margir félag- anna voru langt komnir með há- skólanám, en næstum enginn lauk prófi. „Félagarnir” vildu verða atvinnubyltingarmenn. Með blóðbaðinu á flugvellin- um i Tel-Aviv hefur Rengo sekugin fengið þá auglýsingu og umtal, sem hreyfingin hefur sótzt eftir svo sannfæra mætti fólk um tilgang samtakanna og þau meðöl, sem hreyfingin myndi ekki hika við að nota til þess að ná takmarki sinu. Þeir Japanar, sem hafa fylgst með Rengo sekugin, urðu hins vegar ekkert undrandi. Þeir hafa lengi vitað hvert væri tak- mark þessara samtaka og til hvaða ráða þau gætu gripið til þess að ná þvi takmarki. EINN ILAGI AF150 ÞRIR VORU VITA BREMSULAUSIRI Lögreglan tók úr umferð i fyrradag þrjár bifreiðar, sem voru gjörsamlega bremsulausar og mega eigendurnir búast við háum sektum. Með þessu hafa eigendurnir gerzt sekir um vita- vert kæruleysi, sem hæglega hefði getað endað með stórslys- um, ef lögreglan hefði ekki gripið i taumana. Þriðja skyndiskoðun lögregl- unnar i Reykjavik var fram- kvæmd i fyrrakvöld. Fjörutiu bil- ar voru skoðaðir og reyndist eng- inn þeirra i lagi. Af 20 bilum voru númerin klippt af, notkun niu bila var bönnuð og 11 fengu frest til viðgerða. A siðastliðnum þremur vikum hefur lögreglan tekið til skyndi- skoðunar alls 150 bila og af þess- um fjölda hefur aðeins einn reynzt i fullkomnu lagi. Tæplega helmingur þeirra bif- reiða, sem hafa verið skoðaðar hafa verið teknar úr umferð eða alls 69. Notkun 36 bila hefur verið bönnuð og 41 hefur fengið frest til viðgerða. Við höfðum tala af Herði Valdi- marssyni, varðstjóra, i gær, en hann er einmitt sá, sem haft hefur umsjón með skyndiskoðununum, sem gerðar hefa verið. Hann fullyrti, að i umferðinni i Reykjavik væru fjölmargar bifreiðar, sem væru stórhættuleg- ar og ekkert annað ætti að gera við en að klippa af númerin. „Þetta er oft svona á vorin”, sagði hann. „Þá er allt dregið fram i dagsljósið. Menn fara að tjasla upp á bilana, en með mis- jöfnum árangri”. Þegar Hörður sagði okkur frá bilunum þremur, sem voru vita bremsulausir, vildum við ekki trúa þvi, að nokkur væri svo bi- ræfinn að aka bil i þannig ásig- komulagi. En hann fullyrti, að svo hefði verið, það hefði vantað bæði fót- og handhemla. Sagði hann, að ökumennirnir hefðu borið þvi við, að þeir hefðu verið að flytja bilana til viðgerð- ar. „Þetta er óskaplegt gáleysi”, sagði Hörður, ,,aö ekki sé meira sagt”. r GROÐURINN Sigriður J. Magnússon, fyrr- verandi formaður Kvenrétt- indafélags tslands, verður átt- ræður n.k. mánudag. 1 tilefni af þvi mun Kvenrétt- indafélag Islands taka á móti gestum hennar Hallveigarstöð- um kl. 4—7 á afmælisdaginn. Fást-stjóri Þessa dagana standa yfir æf- ingar á leikritinu Fást, i Þjóð- leikhúsinu, en leikurinn verður sýndur á Norræna leikhúsþing- inu, sem verður haldið hér i Reykjavik dagana 12—15. júni n.k. Aðeins er fyrirhugað ein sýning á leiknum og er leikurinn æfður sérstaklega upp aftur af þessu tilefni. Karl Vibach, leik- hússtjóri frá Lubeck (mynd), kemur til landsins þann 8. þ.m. og stjórnar hann siðustu æfing- um á ieiknum. Skólaslit Loftskeytaskólanum var sagt upp 23. mai s.l. Eins og undan- farin ár starfaði skólinn með tveimur bekkjadeildum. Nemendur i 1. bekk voru 13 i upphafí skóláárs, en 10 i 2. bekk. 9 nemendur þreyttu likapróf og hlaut Guðmundur Gunnarsson hæstu meðaleinkunn 8.44. Sýning Eyjólfur Einarsson heldur málverkasýningu hjá Guð- mundi Árnasyni, Bergstaða- stræti 15, nú um helgina. Eyjólf- ur sýnir akvarellur og oliumál- verk, sem hann hefur gert undanfarið. Sýningin er opin frá kl. 2 til 8 e.h. HERNAÐUR I LYSTIGARÐI Samkeppni i Myndlista- og handiðaskólanum i vetur, um skreytingu á vegg eins af mann- virkjunum, sem reist voru i öskjuhliðinni á striðsárunum, varð til þess að meginpartur þessara mannvirkja verður lát- inn standa sem hluti af útivist- arsvæði i öskjuhliðinni. Vilhjálmur Sigtryggsson, skógræktarfræðingur, lauk ný- lega við heildar skipulagsupp- drátt af útivistarsvæði þessu, og var hugmund hans að öll þessi mannvirki yrðu rifin. Þegar nemendur Handiðaskólans réð- ust i að skreyta eitt mann- virkjanna, sem er á áberandi stað, endurskoðaði hann hins- vegar afstöðu sina, sagði hann i viðtali við Alþýðublaðið i gær. Framhald á bls. 19 Laugardagur 3. júni 1972 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.