Alþýðublaðið - 03.06.1972, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 03.06.1972, Blaðsíða 12
1 LAUGARDALSVÖLLUR íslandsmótið — I. deild. í dag kl. 16.00 leika Fram - I.B.V. Verð aðgöngumiða: Fullorðnir, kr. 150.00 — börn kr. 50.00. Fram Listahátið______________ 1 og sagði hann, að ef ekki semdist yrði óumflýjanlegt að fella niður einhverjar sýningar i Þjóðleik- húsinu. „Þetta táknaöi algjört öng- þveiti”, sagði Þorkell ,,og gæti farið mjög illa”. Ef til aðgerða kemur af hálfu sviðsmanna myndi þeirra gæta strax á mánudag, þvi þá verða æfingar, aðalæfingar um morg- uninn og daginn og svo frumsýn- ing um kvöldið. Störf sviðsmannanna eru unnin af tveimur vöktum og á önnur þeirra fri á mánudag, en til þess aðhægt verði að framkvæma allt, sem á að gera á mánudag þyrfti að kalla þá vaktina, sem er i frii, til starfa einnig. Dagheimili í Breiðholti Innritun á dagheimili við Blöndubakka, hefst mánudaginn 5. júni. Tekið verður á móti umsóknum júnimánuð i sima 16155 milli kl. 10 og 12 f.h. Barnavinafélagið Sumargjöf. Sendum sjómönnum um land allt beztu kveðjur í tilefni af sjómannadeginum Árásarmaður 2 Það kom hins vegar ekki i ljós fyrr en siðar, að hann hafði einnig nefbrotnað. Rannsóknarlögreglan yfir- heyrði piltinn, sem gaf sig fram siðdegis i gær, og var hann fullur iðrunar. Hann kvaðst hafa verið að velta þvi fyrir sér að gefa sig fram, en aldrei orðið af þvi. Frétt Alþýðublaðsins hefði hins vegar rekið sig til þess. Hann gaf þá skýringu á árás- inni, að hann hefði verið ölvaður og klappað létt á öxl þess, sem varð fyrir árásinni. Hann hefði hins vegar tekið það illa upp og haft um sig móðgandi ummæli. Við þetta hefði hann reiðzt svo heiftarlega, að hann hefði slegið til hans þungu höggi. Þess má geta, að sextán ára pilturinn var fyrir árásina blind- ur á hægra auga. Hann hlaut meiðslin á vinstra auga og hefur sjónin daprazt við það. ‘ Hins vegar er talið fullvist, að sjón hans mun ekki skerðast varanlega á auganu. Hraðfrystihús Ólaf.s Lárussonar KEFLAVÍK NÝJA SÍMANIJMERK) t ER 8-66-66 Kidde handslökkvitækið er dýrmætasta eignin á heimilinu. þegar eldsvoða ber að höndum. Kauptu Kidde strax í dag. I.Pálmasonhf. VESTURGÖTU 3. SÍMI: 22235 K Kidde SENDUM SJOMANNASTETTINNI HEILLAOSKIR í TILEFNI SJÓMANNADAGSINS Hraðfrystihús Keflavíkur h.f. KEFLAVÍK Fiskseljendur þjóðinni i heild. Fulltrúar rikisstjórnarinnar og fiskkaupenda ákváöu einnig, gegn atkvæðum fulltrúa útgerð- ar- og sjómanna, að hækka enn viðmiðunarverð Verðjöfnunar- sjóðs til þess að koma i veg fyrir greiðslu i sjóðinn, og bæta þannig hag frvstihúsanna. Eftir þessa breytingu má verð- lag hækka um 300 milljónir króna frá sl. áramótum, án þess að komi til greiðslu úr sjóðnum. Kemur það frystihúsunum ein- um til góða vegna ákvöröunar- innar um óbreytt fiskverð. Vekja fulltrúar fiskkaupenda sérstaka athygli á þvi, aö nú sé svo komið, að þrátt fyrir hærra verð á fiskafurðum á erlendum mörkuðunt en nokkru sinni fyrr sé útgerð rekin með halia og sjó- meiin fái ekki sambærilegar kauphækkanir og aðrir. Að kröfu gjaldheimtustjórans f.h. Gjald- heimtunnar i Reykjavik og samkvæmt fógetaúrskurði, uppkveðnum 2. þ.m. verða lögtök látin fara fram fyrir ógoldn- um fyrirframgreiðslum opinberra gjalda, samkvæmt gjaldheimtuseðli 1971, sem féllu i gjalddaga 1. febrúar, 1. marz, 1. april, 1. mai og 1. júni 1972. Lögtök til tryggingar fyrirframgreiðslum framangreindra gjalda, ásamt dráttar- vöxtum og kostnaði, verða hafin að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar aug- lýsingar, verði tilskyldar greiðslur ekki inntar af hendi innan þess tima. Reykjavik, 2. júni 1972. Borgarfógetaembættið. lönskólinn i Reykjavík TEIKNARASKOLT Áætlað er að Teiknaraskóli til þjálfunar fyrir tækniteiknara og aðstoðarfólk á teiknistofum verði starfræktur á næsta skólaári og taki til starfa i byrjun septem- ber n.k. Inntökuskilyrði eru, að umsækjendur séu fullra 16 ára og hafi lokið a.m.k. miðskóla- prófi með einkunnunum 4,0 i islenzku, reikningi, ensku og dönsku. Innritun fer fram dagana 8. 9.14.15. og 16. þ.m. i skrifstofu yfirkennara (stofu 312) kl. 9 — 12 og 13.30 — 16. Við innritun ber að leggja fram undirritað prófskirteini frá fyrri skóla, ásamt nafn- skirteini. Ef þátttaka leyfir, verða starfræktar bæði dagskóladeildir og kvölddeildir. Skólastjóri. lönskólinn í Reykjavík IÐNNEMAR Innritun iðnnema á námssamningi i 1. bekk næsta skólaárs, fer fram i skrifstofu yfirkennara (stofu 312) dagana 8. 9.14.15. og 16. júni kl. 9 —12 og 13.30 —16. Inntökuskilyrði eru að nemandi sé fullra 15 ára og hafi staðizt miðskólapróf með einkunninni 4,0 i islenzku, reikningi, ensku og dönsku. Við innritun ber að sýna: vottorð frá fyrri skóla, undirritað af skólastjóra, nafnskir- teini og námssamning. Nemendum, sem stunduðu nám i 1. 2. og 3. bekk á s.l. skólaári, verður ætluð skólavist á næsta skólaári og verða upplýsingar um nárpsannir gefnar siðar. Skólastjóri. 0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.