Alþýðublaðið - 14.07.1974, Side 18

Alþýðublaðið - 14.07.1974, Side 18
>t » ^ WAVttWM l.'XXVt. w\ Kftir þvisem lengra liöur gróa sandarnir upp og ef tekst aö hefta rennsli ánna, sem áöur fyrr voru oft á tiöum hamslausar, hverfur smám saman auön sem þessi. Myndin er tekin nálægt vinnubúöum starfs- manna viö mannvirkjageröina á sandinum. G RÚÐURBRE YTING AR I ORÆFUM - Jöklar hopa, spretta eykst, fallþungi meiri, hlaup minnka 1 mars 1972 var haldinn fundur um landgræðslumál á hótelinu i Höfn og var til hans boðað af Landnýtingar- og landgræöslunefnd Landbún- aðarráðuneytisins. Meðal fundarmanna var Sigurður Björnsson á Kviskerjum, landskunnur sagnfræðingur, sjálfmenntaður, eins og raun- ar allir þeir bræður, sem þekktir eru fyrir rannsóknar- og visindastörf sin. Sigurður flutti þar „Iitla samantekt”, eins og hann orðar það, um gróðurbreytingar i öræfum. Ingvi borsteinsson, magister, fór siðar fram á það við Sig- urð.'að hann kæmi samantekt sinni I letur, svo hún mætti birtast i skýrslu nefndarinnar, sem þá var væntanleg. Skýrslan kom svo út snemma á þessu ári og þar er að finna samantekt Sigurðar (bls. 174-176). Það er mikill fengur i skrifum Sigurðar, eins og raunar skýrslunni allri, og þvi þykir rétt að birta hér úr samantektinni nokkra kafla, sem valdir eru af handahófi, meira eða minna: ,,t Landnámu er sagt, að Þorgerður hafi leitt kvigu sina undan Tóftafelli við Kviá(Stað arfjalli) suður og i Kiðjaleit hjá Jökulsfelli fyrir vestan. Ætla mætti, að kvigan hefði verið orðin klaufsár eftir þessa ferð, ef þá hefði verið eins grýtt á þessari leið og nú er, en vist má telja, að svo hafi ekki verið. 1 máldögum frá 14. öld er getið tuttugu og fjög- urra bæja i sveitinni og gefur auga leið, að meira graslendi hefur þá verið en nú, jafnvel þó reiknað sé með, að ekki hafi verið strangt fylgt eftir beitar- ákvæðum Jónsbókar. Hvort árnar, sem um sveit- ina falla, hafa á þessum tima valdið spjöllum, er ekki vitað.- þó tekur Skeiðará af hólma (Lambhaga) skömmu fyrir 1540, liklega I hlaupi. Um 1700 eru skriðjöklarnir mjög farnir að vaxa; Breiðá (Breiðár- mörk) fer I eyði 1698 og um svipað leyti ganga jöklar sam- an fyrir framan Breiðamerk- urfjall (sr. Gisli Finnbogason) og Hafrafell (Isieifur Einas- son). Þá var Kvíárjökull orð- inn svo,mikill, að hann þving- aði Kvia úr slnum farvegi, ,,þar sem hún rann að fornu” (1E). (Um 1700 hafði Svina- fellsá tekið „mikinn part af vellinum og engjar nærri hálf- ar”. (Sr. Gisli Finnbogason.) Það fer þvi ekki milli mála, að árnar hafa verið farnar að brjóta af graslendinu um 1700 og hafa haldið þvi áfram næstu tvær aldirnar. Arið 1793 hafði Skaftafellsá nærri eytt engjum Skaftafells (Sveinn Pálsson). Þó tók fyrst steininn úr árið 1862, þegar Skeiðará kom i stórhlaupi (Stórahlaupi) aust- ur með sveitinni og tók utan af graslendinu a.m.k. austur á móts við Hofsnes. I þessu hlaupi tók Skeiðará mikið neð- an af Skógarbrekkunum i Skaftafelli og er samtima heimild (Holland) fyrir þvi, að viðardreif var eftir hlaupið allt vestur að Eyrarbakka. Skeiðará mun þó hafa látið graslendið i friði næstu árin, en I næsta hlaupi (1867) tók hún af miklar engjar frá Hofi og Fagurhólsmýri. Eftir þetta rann Skeiðárá meira og minna austur með sveitinni nokkuð fram á þessa öld (til 1934) og svarf árlega af graslendinu. Þegar kom fram á þessa öld tóku jöklar að hopa. Fyrst i stað kom það fram i auknu vatnsmagni, meðan jökul- bunkarnir neðan fjallshlið- anna voru að minnka, og mun það hafa aukið gróðureyðing- una á sumum stöðum, en þeg- ar leið að miðri öldinni fór að komast meira jafnvægi á. Arnar fóru að verða fastari i farvegum og smá-árnar minnkuðu greinilega. Arið 1936 kom hluti af Fjallsá i nú- verandi farveg og tveim árum siðar fluttist hún þangað að fullu. Hrútá fluttist i núver- andi farveg árið ’39 og Breiða sameinaðist Fjallsá 1954. Kviá flutti sig að fullu I sinn forna farveg um 1945 og Skeiðará hefur ekki runnið austur með sveitinni frá þvi i hlaupinu 1938. Þetta hefur haft þau áhrif, að nú er talsv. sauðgróður kominn viða á sléttlendinu, þar sem áður var gróðurlaust. A Kviskerjum er t.d. um 2 ferkm. samfellt gróðurlendi, þar sem áður var að mestu auön, og sauðgróður um alla aura. Vetrarbeit hefur mjög minnkað á þessum tima, þvi aukin ræktun hefur leyst af hólmi misjafnar engjar. Ef til vill er það vegna minnkandi vor- og haustbeitar, að einnig fjöllin gróa greinilega upp á seinustu árum, enda gætir þeirrar bústofnsaukningar, sem orðið hefur, meira á slétt- lendinu. Arið 1935 var slátrað hér I sveit 767 lömbum og var meðalvigt þeirra 10.28 kg. þó voru þetta mest einlembingar. En árið 1960 var slátrað 2248 lömbum og var meðalvigt þeirra 13.764 kg. Mikill hluti þessara lamba var þó tvi- lembingar.” Ragnar i Skaftafelli, sem hér er neðan viö bæinn sinn meö hundinn og akkeriö, sem talaö er um f greininni um hann, er ekki sá eini, sem trúir, aö hann eigi eftir aö sjá „háifan sandinn grænan”. Kaflar úr greinargerð eftir Sigurð Björnsson á Kvískerjum AUSTURLEIÐ Sérleyfisakstur: Reykjavík, Rangárvalla - og Skaftafellssýslur. Afgreiöslur: Reykjavík B.S.Í. sími 22300 Hvolsvelli versl. Björk sími 99-5145 Vik hótel K.S. simi 99-7193 HótelHöfn Hornafiröi simi 97-8240. Auk þess hópferðabíla af mörgum stærðum FERÐAMENN! Velkomnir til Akureyrar! HÓTEL VARÐBORG Simi 12600 GÓÐ HERBERGI. GÓÐAR VEITINGAR. Sumarhótel að Hrafnagili Gisting og morgunverður. Kvikmyndahús: BORGARBIÓ, svarsimi 11500. Sýningar daglega. Flugkaffi Akureyrarflugvelli: Við starfrækjum i flugstöðinni á Akureyr- ar-flugvelli kaffistofu með skyndiaf- greiðslu. HÓTEL BIFRÖST Tveggja - þriggja daga dvöl að Bifröst gerir sumarið m mniccf'nff Hátiðafundi félaga eða starfshópa, afmælisfagnaði, niðja- mót o.fl. áþekkt er gott að halda i Bifröst. HÚTEL BIFRÖST Sunnudagur T4. júli T974.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.