Alþýðublaðið - 07.05.1976, Blaðsíða 1
FÖSTUDAGUR 7. MAI
Ritstjórn
Alþýðublaðsins
er í Síðumúla 11
I Rætt við
j dr. Símon
ÍJóh.
j Ágústsson
BLAÐSIÐA 4
j Fleiri trúa
j á guð
j en fram-
j haldslíf
BAK
Verðum
að vinna
friðinn
OPNA
j Mynd
j höggvarar
I
j - vaknið..
OPNA
j Gróðurinn
j ekki í
hættu
BAKSIÐA
j Þúsund
I sóttu
j um
BLAÐSIÐA 3
Stefnubreyting í lánamálum á næsta leyti?
VERÐUR DREGIÐ ÚR FJÁR-
FESTINGU í LANDBÚNAÐI?
- og sjávarútvegi en aukin fjárfesting í iðnaði?
Er reikningar Seðlabankans
voru lagðir fram á ársfundi
bankans i gær sagði Jóhannes
Nordal, seðiabankastjóri, i ræðu
að hann teldi orðið þörf stefnu-
breytingar i iánakerfinu hér á
landi.
Má af orðum bankastjórans
inarka, að hann leggi áherzlu á
að dregið verði úr fjárfestingu i
landbúnaði og að einhverju leyti
sjávarútvegi, en fjárfesting i
iðnaði hins vegar aukin, en
iðnaðurinn hefur verið, eins og
Jóhannes sagði, „einn hclzti
vaxtarbroddur þjóðar-
búskaparins undanfarin ár.
Orðrétt sagði seðlabanka-
stjóri um þessa stefnu-
breytingu, sem að hans mati ber
að marka:
Það hefur lengi verið eitt af
höfuðeinkennum, og að minu
mati cinn hclzti gaUi hins is-
lenzka lánakerfis, hversu sér-
hæfðar flestar stofnanir þess
hafa verið eftir atvinnuvegum.
A þetta að nokkru við um
bankakerfið, en þó fyrst og
fremst fjárfestingarlánasjóð-
ina. Hefur þessu skipulagi bæði
fylgt ósveigjanleiki i dreifingu
lánsfjár milli greina og mis-
ræmi i lánskjörum milli at-
vinnuvcga. Hvort tveggja hefur
þetta áreiðanlega hamlað gegn
þvi, að lánsfé beindist með eðli-
legum hætti til þeirra
frainleiðslugreina og fyrir-
tækja, sem arðbærust eru
hverju sinni fyrir þjóðarbúið.
Meðal annars hefur þetta skipu-
lag orðið til þess að beina óeðli-
lega stórum hluta fjármagnsins
til hinna hefðbundnu atvinnu-
vega á kostnað iðnaðar og
þjónustustarfsemi. Það er t.d.
athyglisvert, að 58% af atvinnu-
vegaútlánum fjárfestingarlána-
sjóðs á sl. ári fór til sjávarút-
vegs, 17% til landbúnaðar, en I
báðum greinum hefur verið til-
tölulega litil frainleiðsluaukn-
ing um nokkurra ára skeið. A
hinn bóginn fóru aðeins 15% til
alinenns iðnaðar, sem þó hefur
verið einn helzti vaxtarbroddur
þjóðarbúskaparins undanfarin
ár. Hér verður augsjáanlega að
verða breyting á, ef takastá að
tryggja viöunandi hagvöxt
næstu árin. Mikilvægasta
skrefið i þá átt er að jafna láns-
kjör milli allra greina atvinnu-
lifsins og samræma þau raun-
verulegum kostnaði lánsfjár.
Nokkur bót var á þessu ráðin
með ákvörðun rikisstjórnarinn-
ar um breytt lánskjör ýmissa
fjárfestingarlánasjóða á siðast-
liðnu ári, en mikið vantar þó enn
á, að aöstööumunurinn sé úr
sögunni bæði að því er varðar
kjör og aðgang að fjármagni.
Meö þessu er ég ekki að mæla
gegn því, að sérstök fyrir-
greiðsla sé veitt, þar sem brýn
félagsleg vandamál eru fyrir
hendi, en það skiptir miklu, að
það gerist með opinskáum hætti
og með beinum opinberum
framlögum, svo að það verði
ekki til þess að skekkja megin-
starfsemi lánakerfisins.”
Nánari grein verður gerð
fyrir skýrslu seðlabankastjóra
og ársskýrslu Seðlabankans
fyrir árið 1975 i blaðinu á
morgun.
—BS
Ný vinnubrögð þrýstihópa í þjóðfélaginu?
NÁMSMENN HERTAKA
SENDIRÁÐ ÍSLANDS í HÖFN
Utanrikisráðuneytiö taldi eftir
atvikum rétt að leyfa
námsmönnunum 25, sem settust
að i sendiráðinu i Kaupmanna-
höfn i' gær, að dvelja þar til
hádegis i dag. Þegar siðastfrétt-
ist hafði allt farið fram með ró og
spekt eins og námsmennirnir
höfðu lofað.
Það var um kl. 14 i gær að 25
manna hópur islenzkra náms-
manna i Danmörku og Suður-
Sviþjóð settist að i islenzka sendi-
ráðinu i Kaupmannahöfn.
Hugðist hópurinn dvelja þar i 24
klst. til þess að leggja áherzlu á
og vekja athygli á „hagsmuna-
málum sinum” og islenzkrar al-
þýðu eins og það er orðað i sér-
stakri tilkynningu þeirra til
starfsfólks sendiráðsins.
I tilkynningu þeirra segir, að
námsmenn geti engan veginn
sættsig við frumvarpið um náms-
lán og námsstyrki, sem nú liggi
fyrir Albingi. Það sé svlvirða að
hafna tillögum námsmanna við
samning f r u m v a r p s i ns .
Frumvarpið stuðjj að auknum
misrétti til náms og bæri á engan
hátt það fjárhagslega oryggí
sem námsmenn hafi oröið að
þola.
Afnot af tækjum
Hópurinn óskaði eftir afnotum
af tækjum sendiráðsins til að
senda út yfirlýsingar til tslands
um baráttumál sin. Ætlunin væri
að halda uppi dagskrá tengdri
þessumáli. Lögð varáherzla á að
ekki yrði beitt valdi og aðgeröirn-
ar beindust ekki gegn starfsfólki
sendiráðsins. Siðan segja náms-
mennirnir:
„Við höfum kosið að hafa
þennan háttinn á, til að mótmæli
okkar nái eyrum sem flestra, þvi
fyrri mótmæli okkar hafa verið
virt að vettugi. Við vonum að þið
skiljið aðstöðu okkar og sýnið
góðan samstarfsvilja.”
Starfsfólk sendiráðsins féllst á
að vera þennan sólarhring i
sendiráðinu i vaktaskiptum.
Gerðar voru ráðstafanir til að fá
til dvalar i sendiráðinu þennan
tima sérstaka verði frá dönsku
gæzlufyrirtæki. — SG
Tvær freigátur til viö-
bótar á íslandsmið
15 brezkir togarar létu reka á
miðunum út af Austfjörðum i
gær. Sem kunnugt er fóru
togaraskipstjórar fram á aukna
vernd og sigldu út fyrir
landhelgismörkin til áréttingar
kröfum sinum. Þeir fengu þá
fyrirmæli þess efnis, að þeir
skyldu sigla aftur á tslandsmið
og biða þar orðsendingar brezKu
stjórnariinnar.
Þegar blaðið fór i prentun i
gærkvöldi höfðu borizt
staðfestar fregnir þess efnis, að
brezka stjórnin hefði lofað
togaramönnum tveim freigát-
um til viðbótar þeim fjórum
sem fyrir voru. Skip brezku
stjórnarinnar á tslandsmiðum
verða þá 12 talsins. Sex
freigátur, þrir dráttarbátar, tvö
aðstoðarskip og eitt birgða-
flutningaskip. Nú er bara að
biða og sjá hvort togara-
skipstjórar gera sig ánægða
með þetta tilboð stjórnarinnar.
ES
/-":y
gsm