Alþýðublaðið - 07.05.1976, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 07.05.1976, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 7. maí 1976. biaðíó SKEMMTANIR — SKEMMTANIR HÓTEL LOFTLEIÐIR Cafeteria, veitingasalur meö sjálfsafgreiöslu opin alla daga. t HÓTEL LOFTLEIÐIR Blómasaíur, opinn alla daga vikunnar. HÓTEL BORG viö Austurvöll. Resturation, bar og dans I Gylita salnum. Sími 11440. HÓTEL SAGA Grilliö opiö alla daga. Mfmisbar og Astrabar, opiö alla daga nema miövikudaga. Simi 20890. INGÓLFS CAFÉ viö Hverfisgötu. —Gömlu og nýju dansarnir. Sfmi 12826. ÞÓRSCAFÉ Opiö á hverju kvöldi. Sfmi 23333. SKEMMTANIR - - SKEMMTANIR -—-- — Ingólfs-Café Gömludansarnir í kvöld kl. 9 Hljómsveit Garðars Jóhannessonar. Söngvari Björn Þorgeirsson. Aðgöngumiðasala frá kl. 8. — Simi 12826. Auglýsing Þeir skipstjórar hörpudisksveiðibáta við Breiðafjörð, sem ætla sér að stunda hörpudisksveíðar i Breiðafirði á komandi vertið verða að hafa sótt um veiðileyfi til sjávarútvegsráðuneytisins fyrir 20. mai n.k. Umsóknir sem berast eftir þann tima verða ekki teknar til greina. Sjávarútvegsráðuneytið 6. mai 1976. TRÉSMIÐJA BJÖRNS ÓLAFSS0NAR REYKJAVÍKURVEGI 68 - SÍMI 51975 HAFNARFIRÐI HÚSBYGGJENDUR! Munið hinar vinsælu TI- TU og Slottlistaþétting- ar á öllum okkar hurð- um og gluggum. * Ekki er ráð nema i tíma sé tekið. Pantið timanlega. Aukin hagræðing skapar lægra verð. Leitið tilboða. B&) Volkswageneigendur Höfum fy rirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok — Geymslulok á YVolkswagen í allflestum litum. Skiptum á einum degi meö dagsfyrirvara fyrir ákveöið verö. Reynið viöskíptin. Bilasprautun Garðars Sigmundssonar. Skipholti 25 Simar 19099 og 20988. Er steinsteypa heilsuspillandi? Þessi grein er komin hingað á siður Alþýðu- blaðsins eftir tals- verðum krókaleiðum. Hún er rituð af Werner Wanschura fyrir þýzka dagblaðið ,,Die Zeit’ og birtist þar 5. april 1974.c Hún var siðan endur- birt i timaritinu ,,Bauen& Wohnen” nr. 9 það sama ár, nokkuð stytt. úr þvi riti var hún svo þýdd yfir á is- lenzku og birtist i nýút- komnu fréttabréfi Hús- næðismálastofnunar rikisins— og birtist hér i þeirri þýðingu. Gildi rafsviðs jarðar fyrir mótstöðu líkamans Ætla má, að nýleg uppgötvun þriggja vísindamanna frá borg- inni Graz i Austurriki gæti orðið harlaafdrifarik. Kenning þeirra er, að mótstöðukerfi likamans, þ.e.hæfni vefja til að sigrastaf eigin rammleik á sýklum með myndun andsýkla, sé að miklu leyti komin undir jafnvæginu I rafsviði jarðar þá stundina. Jafnvægissviðið, sem myndast af andstæðum rafhleðslum jarðar (neikvæð) og jóna- hjúpsins þ.e. ytri lofthjúpsins (jákvæð), er i blfðuveðri og stillu venjulega um 200 volt/metra að styrkleika. Doktorarnir Josef Möse og Gerald Fischer við heilbrigðis- stofnun háskólans i Graz, ásamt Dr. Stefan Schuy frá raf- og lif- lækningastofnun tækniháskóla sömu borgar, komust fyrir ári að þvi, að væru mýs settar i Faraday-búr, þ.e. klefa, sem fyrirbyggir hvers konar rafhrif, dró mjög úr starfsemi þeirra svo sem áhuga á mat og drykk, og súrefnisnotkun lifrar- frumanna minnkaði stórlega. Lifrin er mælikvarði á hraða efnaskiptanna, þar sem hún er miðstöð efnaskipta likamans. Þó gefa nýjustu uppgötvanir tilefni til snöggtum alvarlegri umþenkingar en framanskráö tilraun. Veikindi l_ Komiö er undir starfsemi ónæmiskerfis líkamans, hvort menn fá kvef eða ekki, hvort þeir vinna auðveldlega_á alls kyns sóttkveikjum eða léggjast veikir. Þegar að er gáð, getur veikburða ónæmiskerfi stofnað lifi manns i hættu. Þeim visindamönnum læknisfræð- innar fjölgar stöðugt, sem benda á samband milli þessa „heilbrigðisyfirvalds” likamans og krabbameins- myndunar. Nokkrar rannsóknir benda til þess, að einungis komi til myndunar illkynjaðra æxla ef ónæmiskerfið starfar slælega eða ekki. I langtimarannsóknum sinum athuguðu austurrisku visinda- mennirnir áhrif þrenns konar ytriskilyrða á mýs, sem hafðar voru i mismunandi búrum. Eitt búranna var með tveimur þéttiplötum, sem gerðu kleiftað stilla rafsvið innan þess frá 40 upp í 25000 volt/metra. Annað var Faraday-búr þ.e. án rafgeislunnar, og hið þriöja var venjulegt búr, sem ekki hindraði rafsvið jarðar. Við mælingar á styrk mót- efnamyndunar i músunum voru notaðar venjulegar alþjóðlegar aðferðir. í ljós kom, að i Fara- day-búrinu þ.e.a.s. þar, sem ekkert eðlilegt jafnvægissvið var fyrir hendi, var mótefna- myndunin langt undir meðal- lagi. Þd að hún lægi ekki bein- linis niðri, nægði hún ekki til að vinna gegn alvarlegri sýkingu. Aftur á móti kom mesta mót- stöðuaflið fram hjá dýrunum i þvi búri, sem útbúið var með auknu rafsviði, sérstaklega á styrkleikabilinu milli 1000 og 1500 volt/metra. Við þau skil- yrði var myndun mótstöðu- aflsins með ólikindum. Áhrif veðurs Þetta merkir I raun, að lik- lega er likamlegt mótstöðuafl manna að miklu leyti undir veðrinu komið. Vitað er, að viö lægðarmyndun og sérstaklega þó i snöggum veðrabrigðum, kemst óreiða á hið náttúrulega jafnvægissvið. Margir finna þá fyrir höfuðverk og óróa. Við slik veðurskilyrði er tiðni hjarta- slaga, heilablóðfalla og sjálfs- morðstilrauna áberandi meiri en undir venjulegum kringumstæðum. Hér v ið bætis t atriði, sem gæ ti haft viðtækari þjóðfélagslegar afleiðingar en nokkurn grunar. í greinargerð visinda- mannanna, sem birt var fyrir skömmu segir: „Með miklum likum má gera ráö fyrir, að jafnvægisspennan i alsteyptum steinhúsum, sem nútima byggingahættir geta af sér sé ónóg og i versta falli vanti hana algjörlega.” Þetta mætti leggja út á þann veg, að nýtizku byggingar úr FRAMHALPSSAGAIU 7. kafli. Klukkan tuttugu og fimm minútur gengin i sjö, nóttina eftir heimsókn Proskers til Green- woods, var eiginlega engin um- ferð á Northern State Parkway. Þar var ekkert að sjá nema ógurlega óhreinan vörubil, en Kelp sat undir stýri og Dort- munder var við hlið hans. Nákvæmlega á þvi auganbliki leit Greenwood á úrið sitt. Hann sá, að hann varð að biða i hálf-' tima. Hann mátti ekkert gera til að lokka gæzlumennina fyrr. Tuttugu og fimm minútum siðar stigu Dortmunder og Kelp út úr bilnum. Það var niðamyrkur. Dortmunder hjálpaði Kelp að rétta Chefwick þriggja metra langan stiga, en Murch sótti langan kaðal og svörtu töskuna. Þeir voru allir svartklæddir og létu litiö fyrirsér fara. Chefwick, sem sat inni, fór i skóna, og leit á sofandi manninn i klefanum. Gamli maðurinn hraut lágt — Greenwood sló hann utan undir. Gamli maðurinn opnaði augun og sagði: „Æ”! Greenwood öskraði eins hátt og honum var unnt: „Hættu að pota milli tánna á þér!” Gamli maðurinn settist ringlaður upp. Hann sagði: „Ha? Hvað?” Greenwood hrópaði enn hærra: „Og hættu að þefa af puttunum á eftir!” Það blæddi úr nefi gamla mannsins og hann tók fyrir það með hendinni. „Hjálp,” sagði hann rólegur og svo lokaði hann augunum og gelti eins og hvolpur: „Iljálphjálphjálphjálp” o.s.frv. „Ég get ekki meira” hrópaði Greenwood og öskraði svo: „Ég ætla að drepa þig!” „Hjálphjálphjálphjálp—” Það var kveikt á ljósinu og Greenwood gekk hljóðandi um gólf. Fangaverðirnir voru að koma, en Greenwood tosaði i ökla gamia mannsins og stóð þarna haldandi um fótinn og hljóðaði, þegar fangaverðirnir komu inn. Hann tók ekki á móti þeim með barsmiðum, þvi að hann.kærði sig ekki um meðvitundarleysi eftir högg. Það hefði oröið erfitt fyrir hann aö komast i litla klefann án þess að vita, hvað var á seyði. Hann barðist um og gafst svo upp. ..Ég veit það ekki,” sagði hann og hristi kollinn. „Ég veit það ekki.” Lögregluþjónninn lagði höndina á handlegg hans. „Við vitum það” sagði hann og íög- regluþjónn númer tvö sagði við númer þrjú: „Hann er orðinn gagga. Þvi hefði ég ekki trúað.” Þeir vildu tala hann til, en það gladdi Greenwood. Hann vissi, að félagarnir voru önnum kafnir við að bjarga honum úr fangelsinu. Hann sagði þeim allt um gamla karlinn, sem piilaði miili tánna og þefaði af fingrunum. Læknirinn átti vist aö lita á hann á morgun. Þann morgun, sem hann sæist ekki. Þetta tókst allt. Hann fór yfir fangelsisvegginn, þvi að Murch vissi, hvað hann var að gera. Meðan sirenurnar hljómuðu ók hann áfram með þá alla fimm. Greenwood hafði sloppið út, upp kaðalinn i stigabilinn, sem beið hans. Þetta var allt svo hlægilega auðvelt. Um klukkan f jögur, sagði Kelp: „Þá sækjum við demantinn á morgun og hirðum peningana.” „Við skulum byrja á þvi i fyrra- málið,” sagði Greenwood. Það varð grafarþögn. Dort- munder ávarpaði Greenwood: „Hvað áttu við með þvi, að við eigum að byrja á þvi i fyrra- málið?” Greenwood yppti öxlum. „Það ÞAÐ VAR EINU SINNI DEMANTUR...

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.