Alþýðublaðið - 07.05.1976, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 07.05.1976, Blaðsíða 12
12 Föstudagur 7. maí 1976. bla^íö1 Yfirlæknir Staða yfirlæknis við Lyflækningadeild Borgarspitalans er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. janúar 1977. Um- sækjendur skulu vera sérfræðingar i lyflæknigum. Um- sækjendur skulu láta fyigja umsókn sinni itarleg gögn varðandi visindastörf þau, er þeir hafa unnið, ritsmiðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Laun samkvæmt kjarasamningi Læknafélags Reykja- vikur og Reykjavíkurborgar. Umsóknir skulu sendar stjórn sjúkrastofnana Reykjavik- urborgar, Borgarspitalanum fyrir 1. júli 1976. Reykjavik, 4. mai 1976. Stjórn sjúkrastofnana Reykjavikurborgar. Verknámsskólinn verður opinn fyrir almenning laugardag- inn 8. mai frá kl. 14.00—18.00. Allir sem áhuga hafa á að kynna sér nýjungar i verkmenntamálum eru vel- komnir. Kennarar verða á staðnum ásamt nem- endum til að svara fyrirspurnum. Einnig gefst kostur á að sjá sýnishorn af vinnu nemenda. Skjólastjóri. Kennara vantar Kennara vantar við Barna og Gagnfræða- skóla Eskifjarðar. Æskilegar kennslu- greinar, Stærðfræði, Eðlisfræði, íslenzka og íþróttir. Ennfremur vantar Barna- kennara. Umsóknarfrestur er til 24. mai. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri, Trausti Björnsson. Meinatæknar Meinatækna vantar til sumarafleysinga i Rannsóknardeild Borgarspitalans. Frek- ari upplýsingar veitir yfirmeinatæknir. Reykjavík, 4. maí 1976. BORGARSPÍ TALINN íbúð fræðimanns í húsi Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn íbúð fræðimanns i húsi Jóns Sigurðssonar i Kaupmannahöfn er laus til ibúðar 1. september 1976 tii 31. ágúst 1977. Fræðimönnum eða visindamönnum, sem hyggjast stunda rannsóknir eða vinna að visindaverkefnum i Kaupmannahöfn, er heimilt að sækja um afnotarétt af ibúð- inni. íbúðinni, sem i eru fimm herbergi, fylgir allur nauðsynlegasti heimilis- búnaður, og er hún látin i té endurgjalds- laust. Dvalartimi i ibúðinni skal eigi vera skemmri en þrir mánuðir og lengstur 12 mánuðir. Umsóknir um ibúðina skulu hafa borizt stjórn húss Jóns Sigurðssonar, Islands Ambassade, Dantes Plads 3, 1556 Köben- havn V, eigi siðar en 1. júni næstkomandi. Umsækjendur skulu gera grein fyrir til- gangi með dvöl sinni i Kaupmannahöfn, svo og menntun og fyrri störfum. Þá skal tekið fram, hvenær og hve lengi er óskað eftir ibúðinni, og fjölskyldustærðar um- sækjanda. Æskilegt er, að umsókninni fylgi umsögn sérfróðs manns um fræðistörf umsækj- anda. I MINNING Guðmundur M. Kjart- ansson, verkamaður Fæddur 28. september 1900. Dáinn 2. mai 1976, Oft vill þaö veröa, aö þeir menn sem vinna störf sin I kyrr- þey, hljóti ekki þá viöur- kenningu sem þeir ættu skiliö, oft er þessum mönnum gleymt. Afí mínn, Guðmundur M. Kjartansson, var verkamaöur alla sina ævi og vann störf sin af mikilli sam vizkusemi. Sem dæmi um hans miklu ósérhlifni vil ég nefna að enda þótt hann veiktist af berklum fyrir rúm- um 30 árum og annaö iungaö hafi verið óstarfhæft eftir þaö, þá stundaöi hann vinnu sina án þess aö nokkur dagur félli úr og let hvorki fátækt, veikindi né aðra erfiðleika buga sig. 1 mörg ár vann hann fullan vinnudag, jafnframt þvi aö hjúkra rúmliggjandi eiginkonu sinni. Katrinu Jónsdóttur. Þrátt fyrir þaö mikla erfiði sem hann lagði á sig, kvartaði hann aldrei. Siöustu árin dvaldi hann hjá dóttur sinni. Heilsu hans haföi hrakað töluvert, en þó var hann ætið jafn hlýr og glaðlegur i viö- móti. Og alltaf var hann jafn inniiega þakklátur þeim sem eitthvaö gerðu fyrir hann. Fannst mér það sýna vel hve góöan mann hann haföi aö geyma. Nú þegar afi er horfinn úr jarönesku Hfi vil ég ásamt bræörum minum þakka honum fyrir allar þær ánægjulegu stundir, sem við höfum átt saman. Okkur verður hugsað til ömmu okkar og biðjum Guð aö veita henni styrk á erfiðri stundu. Stórkaupmenn óánægðirmeð vörugja Teljaað leita hefði átt annarra og skyi 1 fréttatilkynningu frá Félagi islenzkra stórkaupmanna segir, að stjórn félagsins viðurkenni nauðsyn fjáröflunar til eflingar Landhelgisgæzlunni og telur nauðsynlegt að efla fiskvemd, fiskleit og markaðssókn er- lendis. En stjórnin hefði talið eðlilegra að fjáröflun til þessara mikilvægu verkefna hefði verið hagað á annan hátt en fyrir- hugað er, t.d. með beinni al- mennri skattlagningu, niður- skurði á rikisúgjöldum og frestun ótímabærra opinberra framkvæmda. Hagnaður verzlunar? Fjáröflun þessi verður I formi hækkaðs vörugjalds. Það hefir komið fram i ummælum sumra þingmanna að verzlunin muni hagnastaf álögum sem þessum. Þessu vill stjórnin mótmæla, „enda þótt krónutala álagingar- innar hækki, eykst fjármagns- kostnaður verzlunarinnar i sama hlutfalli, auk þess verður nokkur veltu samdráttur sökum hækkunar vöruverðs sem af vörugjaldshækkuninni leiðir, sem aftur á móti veldur minni sölutekjum. Þvi telja stórkaup- menn að verzlunin hljóti enga kjarabót vegna þessara að- gerða. Vörugjald þetta verður af- numið um næstu áramót. Stjórn Félags stórkaupmanna vekur á þvi athygli að þá munu kaup- menn liggja með birgðir af vör- um sem verða 7% dýrari en næsta sending sem þar kemur á eftir sakir niðurfellingar gjalds- ins. Þessi 7% munu kaupmenn þurfa að greiða að einhverju leyti sjálfir. Ósamræmdar efnahagsaðgerðir Stjórn Félags stórkaupmanna itrekar fyrri ályktanir þess efnis, að stjórnvöld á hverjum tima beiti almennum sam- ræmdum efnahagsráðstöfunum i stað sifelldra bráðabirgðaað- VIÐ SAMA HEY- GARÐSHORNIÐ íslenzk stafsetning Ringulreiö undanfarinna ára I islenzkri stafsetningu hófet með frumhlaupi fyrrverandi menntamálaráðherra, Magnúsar Torfa, um breytingu þeirrar stafsetningar, sem gildandi var frá 1929. Enginn heilvita íslendingur hefur skilið til hlitar hvað olli þessu upphlaupi. Staðreynd er, að þó stafsetningin frá 1929 væri auðvitað ekki gallalaus, fremur en önnur mannanna verk, var þó farið þar ákaflega nálægt heilbrigðu viti I þeim málum. Engum á að geta dulizt, að auk þess aö festa ákveðnar reglur i meðferð ritaðs máls, þjónaði hún og.þeim tilgangi, að höfða til uppruna orðmyndanna eftir föngum. Þannig studdi hún að þvi, að fólk ætti hægara með að átta sig á eðli og lögmálum málsins. Með öðrum orðum hún var tiltölulega rökrétt. Vissulega eru til á öllum timum bullukollar, sem hirða ekki um rök i málum. En ekki er nein sérstök ástæða til að elta ólar við slikan hugsanaferil, þvi siður að gera tilraunir til að fylgja slóðum þeirra manna i einu eða neinu. Varla er hægt að horfa framhjá þvi, að stafsetning er ytri bún- aður málsins. Subbuháttur i þeim búnaði verður naumast metinn á annan veg en sóða- skapur i klæðaburði og ytra ú- liti, sem gert verður að. Þó ekki væri nema fyrir það eitt, að sómasamlegu fólki getur ekki staðið á sama, hvernig það litur út, mætti benda á, að það gildir og um meðferð málsins. Það hlýtur að orka mjög tví- mælis, að beygja sig fyrir fram- slætti sem mest hefur verið uppi hafður að stafsetningin frá 1929 hafi verið of erfið fyrir t.d. skólanemendur. Ef þeirri rökfærslu er fylgt eftir, þó ekki sé nema fyrstu skrefin, má allt eins færa hana yfir á sérhverja námsgrein i skólakerfinu. Þarflaust er að rekja frekar, hvað af því hlyti að leiða. Segja má, að það sé nokkurt timanna tákn, að breytt sé til, og getur það auðvitað átt fullan rét á sér. Hins ber þó að krefjast, að unnt sé að færa sæmileg rök fyrir breytingunum og að þær séu til bóta. Þetta liggur ekki fyrir i staf- setningarbreytingunum nema siður sé. Miklu heldur má kalla þær daður við vanmáttinn i að hugsa og skilgreina. Islenzkt mannfélag hefur nú um stund búið við þær ömurlegu aðstæður, að sifellt gengur niður á við um kunnáttu á æðstu stöð- um í menntakerfi þjóðarinnar. Að sjálfsögðu þyrfti ekki að koma eins að sök og raun er á, ef þessværi gætt, að ráðgastvið og notfæra sér kunnáttu þeirra, sem betur vita. En það er nú hvorttveggja og bæði, að jafnaðarlega ber meira á þeim, sem grynnra vaða, og að geð- þótta ákvarðanir ráðherra, hvernig sem þær eru til komnar, eru látnar „bliva”! Þar með er rofin stlflan, sem gæti hamlað gegn allskonar lok- leysum, eins og dæmin sanna. Augljóst er af framlögðu frum- varpi menntamálaráðherra um stafsetningu, að sízt af öllu vill ráðherrann, að vald hans eða eftirvera hans verði skert um endanlegar ákvarðanir. Vissulega er því veifað, að hafa megi samráð við kunnáttumenn, i stafsetningu, og þeir eru til, á þvi er ekki verulegur hörgull. En þegar þess er gætt, að ráðherranum er i sjálfsvald sett hvort hann virðir þeirra álit nokkurs, eða ekki, liggur auðvitað á ljósu, að hér getur allt eins orðið um I HREINSKILNI SAGT

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.