Alþýðublaðið - 07.05.1976, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.05.1976, Blaðsíða 3
blaSfd*' Föstudagur 7. maí 1976. FRÉTTIR 3 AAálmiðnaðarmenn á Akranesi mótmæla Á aðalfundi Sveinafélags Málmiðnaðarmanna á Akranesi, sem haldinn var 5. april siðast- liðinn var samþykkt ályktun þar sem fundurinn lýsir yfir furðu sinni og andúð á þeim verð- hækkunum, sem dunið hafa yfir launþega á undanförnum vikum og étið hafa upp hinar smánar- legu kjarabætur, á mettima. Fundurinn skorar á stjórnvöld að endurskoða stefnu sina i verðlags- og efnahagsmálum. Þá skorar fundurinn á rikis- stjórnina að endurskoða stefnu sina i efnahagsmálum, sem hann telur að lýsi sér i algjöru aðgerðar- og úrræðaleysi. Þá skorar fundurinn á rikis- stjórnina að segja sig úr NATO, eða að öðrum kosti að leggja það undir dóm þjóðarinnar i kosningum. Þá mótmælti fundurinn harð- lega stefnu útvegsmanna á Akranesi að leigja eða selja tvo af fjórum togurum bæjarins á sama tima og atvinnuleysi rikir hjá verkakonum á staðnum. Fundarmenn lýstu yfir stuðningi við baráttu verkakvenna á Akranesi fyrir almennum mann- réttindum til jafns við aðra þegna þessa þjóðfélags. ES Skagfirðingar næstum alsælir Skagfirðingar hafa fyrir nokkru lokið við sina árlegu sæluviku, sem að þessu sinni bauð upp á óvenju mikla fjölbreytni. Útvarpsstjóri, Andrés Björns- son flutti fróðlegan og skemmti- legan fyrirlestur um Sölva Helga- son hinn nafntogaða flakkara og listamann, sem árum saman lék bæði á yfirvöld og undirgefna viða um land. Hörður Ágústsson flutti og ágætan fyrirlestur um gömul hús, en hann mun nð manna fróðastur um þau efni af núlifandi Is- lendingum. Benedikt Gunnarsson, list- málari, hafði fjölbreytta mál- verkasýningu uppi, meðan á sæluvikunni stóð. Heimsóknir listafólks Ruth L. Magnússon söng á há- tiðinni og maður hennar Jósep Magnússon lék á flautu, hvort tveggja við undirleik Agnesar Löve. Safnhúsinu hefur nýlega boriztaðgjöf dýrindis flygill, sem gefinn var af góðu fólki, og gerir nú mögulegt að taka á móti hljóm- og sönglistamönnum. Þá heimsótti Leikfélag Akur- eyrar staðinn og sýndi þar „Gler- dýrin,” tókst það með ágætum. Heimafenginn baggi En Skagfirðingar áttu lika sjálfir ýmislegt i pokahorninu. Leikfélag Sauðárkróks sýndi Sjó- Lýðháskóla- nemendur frá Skálholti leika fyrir Biskups- tungnamenn Sunnudaginn 25. april sýndu nemendur Lýðháskólans i Skálholti leikritið „Hrepp- stjórinn á Hraunhamri” eftir Loft Guðmundsson, á sumar- fagnaði skólans i félagsheimili Biskupstungna, Aratungu. Þau ár sem Lýðháskólinn hefir starfað, hafa nemendur jafnan tekið nokkurn þátt i félagslifi heimamanna og var þessi kvöldskemmtun i sam- ræmi við þá hefð. Auk leikrits- ins var á dagskránni söngur skólakórsins og pianóleikur eins af nemendum skólans, Gry Ek. Fjölmenni sótti kvöldvöku þessa, og þakka aðstandendur hennar gestum öllum ánægju- legar undirtektir og eftir- minnilega samverustund. leiðina til Bagdad eftir Jökul Jakobsson undir leikstjórn Kára Jónssonar og þótti fagnaðarbót að. Þá söng nýr blandaður kór undir stjórn Gunnlaugs Olsen, söngkennara. Þar að auki skemmtu menn sér við hefðbundin skemmtiatriði, dans og söng heimafólks. Hafa Skagfirðingar jafnan verið ágætir gleðimenn og fer það ekki dvin- andi. Framkvæmdir Sauðárkrókskaupstaður hefur látið gera 10 ára áætlun um mal- bikun gatna i kaupstaðnum. Ætlað er, að meginhluti verksins verði framkvæmdur á næstu 2-3 árum. Afanginn sem fyrirhugaður er i ár er að lengd um 2,2 km. og áætlað að kostnaður verði um 70 milljónir króna. Verktakafyrir- tækið Miðfell h/f mun taka fram- kvæmdirnar að sér, sjá um jarð- vegsskipti eftir þörfum, endur- nýja lagnir og loks malbika. Fjáröflun til framkvæmdanna ertalin nokkurnveginnöruggt, þó ekki liggi endanleg svör fyrir enn. Lögð verða á gatnagerðargjöld, framlag mun koma úr s.n. þétt- býlisvegasjóði, bæjarsjóður legg- ur fram nokkurt fé og tekur að auki lán það sem á skortir að endar nái saman. Einhversmáhreyfing mun vera á graskögglaframleiðslu i Hólm- inum, hefur verið unnið nokkurt undirbúningsstarf, en allur fram- ga> gur þó i óvissu. Aflabrögð og atvinna Aflabrögð hafa upp á siðkastið verið heldur slakari en fyrr i vet- ur, en segja má að atvinnuástand hafi verið sæmilegt. Alþjóðlegt skákmót Taflfélag Reykjavikur gengst fyrir sterku alþjóðlegu skákmóti hér i sumar og hefst það væntan- lega i ágúst. Meðal þekktra er- lendra stórmeistara sem taka þátt i mótinu verða Vesterinnen frá Finnlandi og hin gamalkunna. kempa Najdorf frá Argentinu. Þátttakendur i skákmótinu verða 16, átta erlendir og átta islenzkir. Auk þeirra tveggja sem áður er getið er mjög liklegt aö Vestur-þýzki stórmeistarinn Rob- ert Hiibner komi til leiks. Þá hefur tveimur sovéskum skák- mönnum verið boðið og er unnið að þvi að heimsmeistarinn Karpov verði annar þeirra. Þá er von á einum Júgóslava, Dana og Bandarikjamanni. Meðal tslendinga sem búizt er við að taki Jfett i mótinu eru þeir Friðrik Ólafsson, Guðmundur Sigurjónsson, Haukur Angan- týsson, Helgi Ólafsson og Margeir Pétursson. __sG BREIÐHOLTIÐ ER EFTIRSÓTT Þúsund fjölskyldur sóttu um 308 íbúðir í verkamannabústöðum! Um eitt þúsund umsóknir voru um 308 ibúðir sem byggðar voru á vegum Framkvæmda- nefndar i Breiðholti og afhentar verða á þessu ári. Ljóst er þvi að þrir eru um hverja ibúð og verður unnið úr umsóknum i þessum mánuði, en sem kunnugt er fá kaupendur þessar ibúðir með sérlega hagstæðum kjörum. — Ef tekjuhámarkið hefði verið örlitið hærra tel ég vist að komið hefðu 300 umsóknir til viðbótar, sagði Guðmundur J. Guðmundsson i samtali við Alþýðublaðið. Tekjur urpsækjenda máttu ekki fara yfir 509 þúsund á ári timabilið 1972-74 að meðaltali að við- bættum 47 þúsundum króna fyrir hvert barn. Sagði Guðmundur, að vegna mikillar vinnu og yfirvinnu væru margir fyrir ofan mörkin þót tekjur þeirra i dag væru hlutfallslega innan markanna vegna minnk- andi atvinnu. Þvi hefði ekki verið ósanngjarnt að hafa mörkin ivið hærri. Það er áberandi hve mörg roskin hjón sækja um minnstu ibúðirnar svo og einstaklingar t.d. ekkjur eða ekklar. Þær ibúðir eru 1 1/2 herbeigi. Ungt fólk sem er að stofna heimili og býr sitt i hvoru lagi eða hjá foreldrum annars er einnig stór hópur umsækjenda. Þá má nefna fólk sem býr i heilsuspillandi húsnæði eða ófullnægjandi leiguibúðum. Við úthlutun þarf að taka tillit til margs og raunar þarf að meta hverja umsókn sér- stakléga, sagði Guðmundur. Úthlutunarnefnd mun ljúka störfum um næstu mánaðamót. — SG Engar sölur íslenzkra skipa Sjómaður i Keflavik hafði sam- band við blaðið og vakti athygli á þvi, að nú hefði um langan tima ekkert heyrzt um sölur islenzkra togara erlendis. Er verið að fela eitthvað? Taldi hann jafnvel þá skýringu koma til greina, að verðið væri það lágt, að ekki væri talið ráð- legt að flika þvi. Sagðist sjómað- urinn hafa heyrt sögur um, að nú væri verið að borga eitthvað um 26—36 kr. hvert kg af þorski á fiskmörkuðum erlendis. Um þessar mundir er i gildi verð sem hljóðar upp á 63 krónur og 90 aura fyrir hvert kg af haus- uðum og slægðum þorski, 70 cm ogstærri, lönduðum hér á landi. Ef tilgátur sjómannsins eru rétt- ar, virðist sem togarar okkar séu að reyta upp tóman undirmáls- fisk, og fái greitt samkvæmt þvi. Siðast sala þann 12. aprih f tilefni af þessu hafði blaða- maður Albýðublaðsins samband við skrifstofur L.Í.Ú. Þar varð fyrir svörum Agúst Einarsson, sagði hann skýringuna á hinum fáu fréttum af sölu islenzkra skipa erlendis vera þá, að ekki hefði verið um neinar sölur að ræða frá þvi um miðjan april. Þann 12. aprfl seldi islenzkt skip siðast afla erlendis og fékkst þá 130 kr. meðalverð fyrir hvert kg af hausuðum og slægðum þorski. Sem betur fer ' ekki rétt. Aðspurður um hið lága verð, sagði Agúst að það væri sem bet- ur fer ekki rétt. Hins vegar sagði hann, að um mánaðamótin marz-april hefði fengistlágt verð á fiskmörkuðum erlendis, eða um 70 kr fyrir hvert kg- Lélegur afli seldur er- lendis i siðasta verkfalli Skýringin á þvi verði, var að sögn Agústs, að á þessum tima var mjög mikið framboð af fiski á fiskmörkuðum erlendis. Við þetta bættist, að á þessum tima var verkfall hér heima, sem gerði það aðverkum.að sjómenn forðuðust i lengstu lög að koma með afla að landi. Biðu þeir frekar i von um að úr leystist. Þegar ekki þótti þorandiað biða lengur, af ótta við að afli byrjaði að skemmast, vai gripið til þess ráðs, að sigla með hann. Vegna þessara tafa, og hins mikla framboðs, var ekki við þvi að búast að verðið væri hátt. —gek

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.