Alþýðublaðið - 07.05.1976, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 07.05.1976, Blaðsíða 14
( 14 FRÁMORGNI... Föstudagur 7. maí 1976. alþýóu- blaöió Útvarp Föstudagur 7. maí 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til- kynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Gefins barn”, smásaga eftir Snæbjörn Einarsson Höfundur les. 15.00 Miðdegistónleikar Gustav Scheck, Hans-Martin Linde, Johannes Koch og Eduard Milller leika Sónötu fyrir blokk- flautu, þverflautu, viólu da gamba og sembal eftir Johann Joachim Quantz. Kammer- hljómsveitin i Prag leikur Sinfóniu i dis-moll eftir Josef Kohout. Miroslav Stefek og Sinfóniuhljómsveitin i Prag leika Hornkonsert nr. 5 i F-dúr eftir Jan Vaclav Stich-Puntor Bohumir Liska stj. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn 17.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Kréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Paglegt mál Guðni Kol- beinsson flytur þáttinn. 19.40 Þingsjá Kári Jónasson sér um þáttinn. 20.00 Tónlist eftir Beethoven Nik- los Perényi og Dezö Ránki leika á selló og pianó Tilbrigði um stef eftir Haydn og Sónötu i A- dúr. (Hljóðritun frá útvarpinu i Budapest). 20.45 Um gerð barnaleikvalla Aðalsteinn Hallsson iþrótta- kennari flytur erindi. 21.10 Francois Glorieux leikur á pianó dansa ur ýmsum tón- verkum. 21.30 Útvarpssagan: „Siðasta freistingin” eftir Nikos Kazant- zakis Sigurður A. Magnússon les þýðingu Kristins Björnsson- ar (25). 22.00 Fréttir. Trompetleikarinn tók að sér stjórn karlakórsins Karlakórinn Stefnir i Mos- fellssveit hefir nú verið endur- skipulagður og hafa æfingar verið stundaðar frá þvi fyrir áramót með þvi markmiði aö halda samsöng i vor. Söngfélagið Stefnir var stofnaður um áramótin 1939 til 1940 og starfaði af miklum krafti fyrstu árin en á áratugn- um eftir 1950 átti kðrinn i erfið- leikum vegna skorts á söng- mönnum og um 1960 féll starf- semin alveg niður. Æfingar hafa verið stundaðar i vetur og hefir Lárus Sveinsson trompetleikari tekið að sér stjórn kórsins. Samsöngur er nú ákveðinn laugardaginn 8. mai að Félagsgarði i Kjós kl. 21.00 i Hlégarði sunnudaginn 9. mai n.k. kl. 15.00 fyrir styrktar- félaga og kl. 21.00 fyrir styrktarfélaga og aðra. Einnig syngur kórinn að Fólkvangi, Kjalarnesi þriðjudagskvöldið kl. 21.00. Söngskrá kórsins er bæði eftir erlend og innlend tón- skáld og að sumu leyti nokkuö óvenjuleg, en kórinn býður einnig upp á hefðbundin og þekkt karlakórslög. Þá er nú ákveðið að undirleikur verði i sumum laganna og verður leikiö á bæði strengja- og blásturs- hljóðfæri. Kórinn hefir nú gefið út söng- skrá og er þar að finna ýmsar upplýsingar um starfsemina fyrr og nú og nokkrar upp- lýsingar um söngstjórann en hann er þekktur hljómlistar- maður bæði innanlands og utan. 1 kórnum eru nú 47 söngmenn úr Mosfellssveit, Kjalarnesi, Kjós og Þingvallarhreppi. Síðustu sýningar á Carmen Nú fer hver að verða siðastur að sjá óperuna vinsælu, CARMEN, þar sem aðeins tvær sýningar eru eftir. Óperan hefur notið meiri vinsælda en dæmi eru til um nokkra aðra óperu sem sýnd hefur verið hérlendis. Nú hafa 27. þúsund manns séð Carmen og verða sýningar alls 51. Sigríður E. AAagnús- dóttir syngur hlutverk Carmen, AAagnús Jónsson Don José og Jón Sigur- björnsson syngur nauta- banann, en hann er jafn- framt leikstjóri. Siðustu sýningar á Carmen verða í Þjóðleik- húsinu í kvöld, föstudags- kvöld og nk. mánudags- kvöld. —JSS AAyndin sýnir Sigríði E. Magnúsdóttur og Magnús Jónsson í hlutverkum sínum. Erlingur Vigfússon syngur með Fóstbræðrum á 60 ára afmælishátíð karlakórsins 22.15 Veðurfregnir. Leiklistar- þáttur Umsjón: Sigurður Páls- son. 22.50 Afangar Tónlistarþáttur i umsjá Asmundar Jónssonar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.40 Fréttir. Dagskrárlok. SJónvarp Föstudagur 7. mai 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Kastljós Umsjónarmaöur Ómar Ragnarsson. 21.40 Sunnudagur I Avray (Les dimanches de la ville d’Avray) Frönsk biómynd frá árinu 1963. Aöalhlutverk Hardy Kruger, Nicole Courcel, Patricia Gozzi. Pierre varð óviljandi valdur að dauöa barns i striðinu, og endurminningin um þetta óhappaverk ásækir hann stöð- ugt siðan. Dag einn kynnist hann litilli stúlku, Cybéle, sem er i klausturskóla, og telur nunnunum trú um, að hann sé faðir hennar. Hann heimsækir hana á hverjum sunnudegi og fer með hana i gönguferðir. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 23.25 Dagskrárlok KARLAKÓRINN Fóstbræður er 60 ára á þessu ári. 1 tilefni af- rnælisins mun kórinn efna til víðtæks söngleikahalds hér i borg á næstu dögum. Heiðurs- gestur kórsins verður Erlingur Vigfússon, óperusöngvari, sem býr og starfar I Þýskalandi viö góöan orðstir. Mun marga Reykvikinga eflaust fýsa mjög að hlýða á söng Erlings, sem ekki hefur sungið hér I borg I nokkur ár. Erlingur mun koma fram á söngskemmtunum Fóst- bræðra, en i röðum þeirra hóf hann söngferil sinn, og auk þess mun hann halda sjálfstæða tón- Ieika. Afmælishátið Karlakórsins Fóstbræðra hefst n.k. laugar- dag 8. mai' með tónleikum i Há- skólabiói. Þar mun kórinn syngja nokkur lög, óperusöngv- ararnir Sigriður E. Magnús- dóttir, Erlingur Vigfússon og Kristinn Hallsson syngja ein- söng og Erlingur og Kristinn dúetta úr óperum. Þá kemur fram hátiðakór gamalla og ungra Fóstbræðra undir stjórn fimm söngstjóra, sem starfaö hafa með kórnum undanfarin 25 ár. Þeir eru: Jón Þórarinsson, Ragnar Björnsson, Garðar Cortes, Jón Asgeirsson og Jónas Ingimundarson, Sá söngstjóri, sem lengst hefur starfað með kórnum, eða frá stofnun hans 1916til ársins 1950, erhins vegar Jón Halldórsson. Hann er nú 87 ára að aldri. Þriðjudagurinn 11. mai heldur Erlingur Vigfússon sjálfstæða tónleika á vegum Karlakórsins Fóstbræðra I Austurbæjarbiói. Hefjast þeir tónleikar kl. 19:00, og mun Ragnar Björnsson ann- ast undirleik. Efnisskráin verð- ur fjölbreytt eftir innlend og er- lend tónskáld. Miðvikudaginn 12. mai hefjast svo i Háskólabiói árlegir sam- söngvar Karlakórsins Fóst- bræðra fyrir styrktarfélaga og verða þeir kl. 19:00. Aðrir tón- leikar eru föstudaginn 14 mai kl. 19:00 og þriðju og siðustu laugardaginn 15. mai kl. 17:00. Stjórnandi er Jónas Ingi- mundarson, einsöngvarar Er- lingur Vigfússon og Kristinn Hallsson og undirleik annast Lára Rafnsdóttir. Efnisskránni er skipt i fjóra hluta. Islenzk þjóðlög, norræna lög, lög eftir núlifandi islenzk tónskáld og lög eftir látin islenzk tónskáld. !■■■■■■■■■■■■■II K0STAB0Ð á kjarapöllum KJÖT & FISKUR Breiðholti Simi 7420« — 74201 MJflA Síðumúla 23 /ími 04900 Heimiliseldavélar, 6 litir - 5 gerðir Ytir 40 ára reynsla Rafha við Óðinstorg Símar 25322 og 10322 Birgir Thorberg málaraibeistari simi 11443 önnumst aiia málningarvinnu — úti og inni — gerum upp gömul húsgögn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.