Alþýðublaðið - 07.05.1976, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 07.05.1976, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 7. maí 1976. ýóu- blaóiú A Hlemmi stendur tíminn í stað Hingað til hefur þvi verið haldið fram að ekki væri hægt að stöðva timann. ,,Enginn stöðvar timans þunga nið...” segir i ljóðinu. Ég tek það fram strax, að ég er ekki að tala hér um Timann, samvizku þjóðarinnar, heldur timatalið sem slikt. Tilefni þessa bréfkoms er það, að hin ómissandi klukka á Hlemmihefur verið sjöieinasjö daga ef ekki lengur, og enn engin merki þess að hún ætli aö fylgjast með timanum. Slikt hlýtur þó að vera meginhlutverk slíkra tækja og það ekki sizt á stað sem þess- um þar sem þúsundir manna á degi hverjum nota umrædda klukku til viðmiðunar ferðum sin- um með strætisvögnum. Maður veitbara ekki lengurhvort maður er að koma eða fara þegar staðið er á Hlemmi, sagði óstundvis náungi við mig á dögunum. Hann á að taka vagn á Hlemmi kl. 7.10 og fyrsta daginn beið hann til hádegis eftir þvi að kiukkan silaðist þessar 10 minútur en án árangurs. Hvort sem þessi margnefnda klukka er á vegum SVR, úr- smiöafélagsins eða islenzka ihug- unarfélagsins, þá er það ósk min Þar er klukkan aldrei annað en 7. og fjölda annarra að henni verði komið á stað hið fyrsta. Að öörum kosti þarf alla vega að koma þarna upp risastóru dagatali svo unnt sé að fylgjast með timanum á þann hátt. —SG Þér handhafar betri lausna: Vinsamlegast haldið ykkur saman! 2934-3683 skrifar: Það hefur borið nokkuð mikið á þvi nú upp á siðkastið aö menn verða vitrir eftir á hér á landi. Þetta kemur fram i umræðu um flest þau mál sem komast á kreik, þ.e.a.s. ef um hitamál er að ræða. Mér likar ekki hvernig hver prélátinn á fætur öðrum geysist fram á völlinn með vandlætingar- blek I pennanum sinum og dauða- dæmir framkvæmdir og aðgerðir þegar þær eru vel á veg komnar, eða jafnvel lokið. Þessir pcstular benda gjarna á lausnir sem oft á tiðum eru mjög góðar og heppilegar, öllum að skapi og framfaraspor. En þvi miður steinþegja þessir fógetar andlegrar auðlegðar og handhafarbetrilausna þangað til verkin eru vel á veg komin. Þeir þegja þunnu hljóöi meöan verið er að taka þær ákvarðanir sem sföan eru dæmdar, af þeim, óframbærilegar, óhagkvæmar og vondar i alla staði. Fyrst menn þurfa að ausa úr skálum reiði sinnar yfir fram- kvæmdum sem kosta fé, hvers vegna gerist það aldrei, að þeir koma fram með sinar hugmyndir og úrlausnir áður en fé og fyrir- höfn hefur veriö varið til þessara ólánlegu framkvæmda. Nýjasta dæmið af þessu tagi er breytingin á Hafnarbúðum i hús- Hafnarbúðir. Þessir siðbúnu spekingar fara á kost- um i orðavali... næöi fyrir langlegu sjúklinga. Ákvörðun um það var tekin ein- hvern tima i fyrravor eða fyrra- sumar, framkvæmdir hófust i vetursem leið,ogþaðer fyrstný- veriö að þessir siðbúnu vand- lætingamenn koma fram i fjöl- miðlum með sina siöbúnu speki. Þeir fara á kostum i orðavali og nefna m.a. aö það sé óhæfa að ætla langlegusjúklingum að liggja i rúmum sinum niöri við höfn, rúmin veröi að vera staðsett einhvers staðar annars staðar, t.d. inni I Fossvogi. Það er beiðni min að annað hvort haldi þessir siðbúnu spek ingar sér saman ellegar hitt að þeir komi fram með hugmyndirn ar i tæka tiö, þannig aö ráð verði i tima tekið. 2934-3683. Verkefni okkar Islendinga i landhelgismálinu á nú að vera að vinna friðinn eins og við er- um i raun búnir að vinna ófrið- inn, sagði Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins, i umræðum um utanrikismál á Alþingi i fyrradag. Benedikt sagðist undanfarnar vikur hafa bent á, að I raun og veru hefðum við unnið þann þátt landhelgis- deilnanna, sem hægt er að vinna á miöunum, og þyrftum viö þar aöeins að halda I horfinu án þess að verða fyrir eða valda tjóni, sem ekki veröur bætt. Hins veg- ar hafi mörgum þjóðum reynzt erfittað vinna friðinn að loknum átökum. Við yrðum nú að tryggja viöskiptahagsmuni okk- ar.tryggja okkur tiltekinn veiði- rétt á fjarlægum miðum og koma aftur á friðsamlegri sam- búð við öll nágrannariki okkar. Einar Agústsson, utanrikis- ráðherra, fylgdi úr hlaði Itar- legri skýrslu um utanrikismál, sem dreift haföi veriö prentaðri fyrir páska. Bætti hann viö þeim siðustu tiðindum, að formaður Islenzku sendinefndarinnar á Hafréttarráðstefnunni, Hans G. Andersen, væri mjög vongóður um, að takast mundi að gæta hagsmuna Islands I þvi samningsuppkasti, er þar mundi birt nú I vikunni. Siðar I umræðunum skýrði Einar frá þvi, að sendiherra tslands i Brussel, Tómas Tómasson, mundi á fimmtudag ganga á fund eins af ráðherrum Efna- hagsbandalags Evrópu og ræða Itarlega viö hann um áhugamál Benedikt C VER EKK MYN YKKI Veturliði \ Myndhöggvarafélagiö fékk á sinum tima glæsilegasta tilboö, sem listamönnum hefur borizt I mörg ár. Það vantar bara menn meö vilja og framtak til að fylgja þessu eftir” sagði Veturliði Gunnarsson listmálari I viðtali við blaðið. my ndhöggvara. Halls Sigurðsson er eini maðurini einhver kraftur ér I. Ein króna i húsaleigu á ári „Þeir fengu leigusamning fyrir geysistóru húsnæði að Korpúlfs- stöðum I Mosfellssveit, húsnæði, sem býöur upp á ótrúlega mögu- leika. Ekki þurfa þeir að kvarta yfir þvi að leigan sé há þvi þeir borga eina krónu á ári i leigu”. Hallsteinn sá eini sem kraftur er i Aðspurður hvort ekki væri dýrt að koma húsnæðinu i það horf að hægt væri að vinna I þvl sagði Veturliði: „Það eru til hundrað leiðir til að útvega fjármagn, bara ef áhuginn er fyrir hendi, t.d. að bjóðast til að taka að sér verkefni fyrir kaupstaöi og kaup- tún, þvi þar er iú vettvangur K nrniilfs da ði r

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.