Alþýðublaðið - 07.05.1976, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.05.1976, Blaðsíða 4
4 VETTVANGUR Föstudagur 7. maí 1976. alþýAu- blaöíA - rætt við dr. Símon Jóh. Agústsson Dr. Simon Jóh. Ágústson hefur undanfarið unnið að bók sem fjallar um tómstundalestur barna og unglinga á aldrinum 10-15 ára. Er verkið byggt á ýtarlegum könnunum sem hann gerði á þessu efni árið 1965. Blaðamaður Alþýðublaðsins heimsótti dr. Simon Jóh. á dögunum og ræddi við hann um niðurstöður þeirrar könnunar sem hann gerði og fleira sem varðar afþreyingarefni barna. Var hann fyrst sþurður að þvi, hvort hann áliti að islenzk börn læsu meira en börn erlendis: „Já, það tel ég vera. Sé könnun, sem ég gerði, borin saman við rannsókn sem gerö var i Englandi 1971 kemur i ljós að islenzk börn lesa u.þ.b. tvöfalt fleiri bækur en brezk börn”. Hvaða efni er það einkum sem börnin velja sér til lestrar? „Þýddar bækur eru þar i miklum meirihluta, eða um 70% á móti 30% islenzkra bóka. Mestur hluti þess efnis, sem börnlesa, telst til skemmti- eöa afþreyingarefnis og mikill hluti bóka sem börn á aldrinum 10-13 ára lesa, hafa að dómi fullorð- inna fremur litið bókmennta- gildi sbr. hina fjölmörgu þýddu flokkabækur, Enid Blyton, svo að eitthvað sé nefnt. En börn og unglingar. viröast einnig lesa mergt góðra bóka t.d. sigild ævintýri og þjóðsögur og Islendingasögur og aðrar fornsögur. Það kom meðal annars fram i könnuninni að börnin lesa mikið bækur, sem skrifaðar eru fyrir fullorðna og nefndu sum þeirra jafnvel ýmsar torgæt rit.” „Virðist þér vera munur á þvi efni sem drengir og stúlkur velja sér til lestrar? „Já, hann er mjög mikill. Drengirnir lesa hasar- og hetju- sögur en telpurnar halda sig frekar við þá bókaflokka sem eiga að höfða til þeirra svo sem Baldintátubækurnar. Sama máli gegnir um myndasögur þar sem drengir lesa frekar striðs-, glæpa- og hryllings- myndasögur en stúlkur”. óttalega lélegur ,,litteratúr” Hvert er þitt persónulega álit á þeim bókmenntum sem eru hér á boðstólnum fyrir börn? „Það er margt af þessu ótta- lega lélegur „litteratur” eins og t.d. ýmsir þessara þýddu bóka- flokka. En það er staðreynd að allmargar lélegar barnabækur eru mikið lesnar og mjög vinsælar”. Gætu bókmenntagagn- rýnendur ekki látið til sin taka i þessum málum og leiðbeint börnum um val lestrarefnis? „Ég efast um það. Þó krökkum sé sagt að einhver bók sé góð, lesa þau hana ekki ef hún hrifur þau ekki strax i upphafi og fellur inn i hugarheim þeirra. Það er ekki nóg að bókin hafi bókmenntagildi, heldur verður hún einnig að falla i smekk barna. Annars eru barnabækur afskaplega vandskrifaðar, ef vel á að vera. Það verður að vanda til textans, málfars og prófarkalestrar, letrið verður að vera læsilegt fyrir börn og myndum verður að vera stillt i hóf. 1 flestum bókum kemur fram eitthvers konar lifsviðhorf, en þaö má ekki ganga út i öfgar — fara út i flokkapólitik — þá er svohættvið að árangurinn verði harla misjafn”. Börn lesa dagblöð að staðaldri. Þú tókst einnig fyrir i könnun- inni lestur barna á blöðum og timaritum. Virtist þér að þau læsu dagblöðin að staðaldri? „Já, það heyrði til undan- tekninga, ef barn las ekkert blað, eða 17 drengir af 825 og 24 stúlkur af 861. Þarna kom lika fram talsverður munur á kynjum, Drengir lesa fréttir, iþrótta- dálkinn og stjórnmálagreinar fremur en stúlkur. en þær lesa aftur á móti minningar-, afmælis- og kirkjudálka. Annars er rétt að taka það fram að áhugi barna á efni dagblaða er mjög breytilegur eftir aldri. Stúlkur halda t.d. lengur tryggð við barnasiðuna en drengir og vinsælasta efni beggja kynja eru skrýtlurnar”. „Hvað varðar timaritin er það ekki fyrr en á unglingastigi sem lestur þeirra eykst að marki, og eru það þá gjama rit sem f jalla að mestu um afbrota- mál og ástarsögur. Erlend viku- og mánaðarrit fara unglingar fyrst að glugga i við 14 ára aldur og eru það einkum stúlkurnar, sem þau lesa. Unglingar hafa mestan áhuga á leikritum i útvarpi. Þá gerði ég úttekt á vinsældum útvarpsþátta hjá unglingum og reyndust það vera leikritin sem nutu hvað mestra vinsælda, en þar á eftir komu keppnisþættir. Drengir fylgdust áberandi meira með iþróttafréttum en stúlkur, en þær höfðu aftur á mói miklu meiri áhuga á barnatlmanum en drengir. Erindi og fyrirlestrar vöktu lit- inn áhuga beggja kynjanna, en dægurlagaþætti vildu ung- lingarnir umframallt hafa i dagskrá útvarpsins.” „Þú tókst sjónvarpið inn I könnunina, er það ekki rétt? Jú, en þegar þessi könnun var gerð, var islenzka sjónvarpið ekki komið, svo það var einung- is um Keflavikursjónvarp að ræða. Þrátt fyrir það höfðu 38% þeirra unglinga, sem könnunin náði til, sjónvarp heima hjá sér og 48% þeirra horfðu á sjónvarp annars staðar. Margar af þessum barnabókum eru óttalega lélegur „litteratúr" ... Mikil sjónvarpsnotkun lélegri einkunnir. Könnunin benti til þess að samband sé milli sjónvarps- notkunar og einkunna og tóm- stundalestrar unglinga. Börn sem horfðu mikið á sjón- varp voru yfiríeitt færri en þau sem horfðu litið eða ekkert á það. Þá kom það einnig fram, að sú kenning að mikil sjónvarps- notkun tefji börn frá námi og dragi þannig úr einkunum þeirra, virðist fremur gilda um drengi heldur en stúlkur”. Að lokum langar mig að spyrja þig um álit þitt á þvi efni sem islenzka sjónvarpið hefur upp á að bjóða og þá einkum barnaetoinu? „Börnin hætta á vissum aldri að horfa á barnaefnið og fara þá að horfa á dagskrána eins og hún leggur sig, svo ég álit þaö vera aðalatriðið að dagskráin sé góð i heild. Slæmar myndir brjála dómgreind barna. Ég er ekkert 'hrifinn af þessum eilifðarlanglokum sem þeir fá einhvers staðar frá fyrri tið. Þegar talað er um áhrif sjónvarps á börn, má benda á að i sumum kvikmyndum og sjón- varpinu er t.d. sýndar aðferðir við að stela og fremja ýmis afbrot og það eru mörg dæmi þess að börn og unglingar taki þær upp, ef þau leiðast út i slikt. Þessar myndir eru vara- samar ýmsum þeim unglingum sem á þær horfa. Og siðast en ekki sist, eru þær myndir hættulegar sem brjála siðferöilega dómgreind barna og unglinga. Þá má nefna þær myndir, þar sem þaö kemur fyrir að lögreglumennirnir, þ.e. þeir sem eiga aö gæta réttlætisins, eru engu betri en glæpa- mennirnir sjálfir og nota jafnvel ennþá verri aðferðir en þeir til að fullnægja réttlætinu. Þetta verður til að rugla börnin i riminu — tilgangurinn má hér ekki helga tækið”. JSS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.