Alþýðublaðið - 07.05.1976, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 07.05.1976, Blaðsíða 7
alþýöu- blaúió Föstudagur 7. maí 1976. VETTVANGUR 7 endurvinnslahrAefnaúr SORPI OG ÚRGANGSEFNUM SAFNAST ÞEGAR SAMAN KEMUR: Þennan hátt hafa bæjaryfirvöld i Virkeröd i Danmörku á. Þar er fólk hvatt til'áð fleygja ekki verðmætum. Bjórflöskurnar lagðar i glerkassa i stað þess að fleygja þeim. Safnast þegar saman kemur. O Lögð hefur verið fram á Alþingi þings- ályktunartillaga um, að rannsakað verði með hvaða hætti megi nýta á hagkvæman hátt úrgangsefni til endur- vinnslu sem nýtt hráefni. Ingólfur Jónsson, fyrrum ráðherra, einn af flutningsmönnum þessarar tillögu, kynnti i sjónvarpsþætti i siðustu viku þau sjónarmið, sem liggja að baki þessarar tillögu, en hún kveður ekki á um að hafizt skuli handa um endur- vinnslu, heldur að fyrst verði rannsakað til fullrar hlitar, hvort endurvinnsla af þessu tagi muni borga sig. Með þverrandi hráefna- lindum og vaxandi verðlagi hrá- efiía að sama skapi, hefur hug- myndin um endurnýtingu hrá- efna átt váxandi fylgi að fagna um allan heim, og þegar hefur verið ráðizt I það I ýmsum nágrannalöndum að flokka sorp og ýmsan úrgang með þaö fyrir augum að nýta verðmæti. Fastar skorður i Sviþjóð 1978 Sænsk stjórnvöld hafa til dæmis þegar sett ákveðnar reglur um fyrirkomulag og framkvæmd endurvinnslu verð- mæta af þessu tagi, og fyrir árs- byrjun 1978 eiga allar byggða- stjórnir þar i landi að hafa tekið upp kerfisbundin vinnubrögð við nýtingu úrgangsefna. Og I dag njóta sænsk fyrirtæki þegar 25—50% opinberrar fyrir- greiðslu viö öll verkefni, sem þau ráðast i og miðast við endurnýtingu hráefna. Danir hafa enn ekki mótað samræmda heildarstefnu i þessum málum, þeir horfa yfir Eyrarsund og biða eftir reynslu Svianna, en þó er á einstaka stað þar i landi farið að gefá -fólki kost á að flokka úrgangsefni. Bæjaryfirvöld i Birkeröd og Bogense hafa i samvinnu við einkafyrirtæki gert tflraunir> með að fá fólk til að flokka úrgangsefni af fúsum og frjálsum vilja. Þetta hafði i fyrstu þau áhrif, að 90% bæjar- búa skiluðu öllum pappir, sem féll til á heimilum, en þegar verð á úrgangspappir lækkaði, þá minnkaði að sama skapi hlutfall þess fólks, sem lagði á sig erfiði. t Sviþjóð greiðir rikið endur vinnslufyrirtækjum fyrir að örvar fólk til að nýta úfgangs pappfr, og einiriitt sá fjárhags- styrkur dugir til að þátttaka fólks verði virk. Fyrir bragðið endurvinnst það mikið af pappir, að augljós efnahagsávinningur er af. 'ÍS Þannig hagnast heildin á þessu. En pappir er ekki eina úrgangsefnið, sem til greina kemur. Gler, málmar, ljós- mynda- og prentfilmur, og svo það sem við Islendingar þekkj- um: matarleifar (til ábúrðar- framleiðslu) sem eru meðal verðmætra úrgangsefna. Ekkert hálfkák En það er enginn hagur af hálfri framkvæmd slikrar sorp- flokkunar og söfnunar. Til að fjárhagslegur ávinningur sé af þessu, þarf að nýta allt úrgangsefni, sem til fellur og auðvinnanlegt er, og þá þarf að koma á algerlega nýjum’vinnu- brögðum við sorphreinsun, og flokkunin þarf að hefjast strax inni á heimilunum og vinnustöð- unum. Greiðsla eða skattalækkun? Ekki kom fram i fyrmefndum sjónvarpsþætti með hvaða hætti ráðgert er að umbuna fólki fyrir að flokka sorpiö. Af reynslunni mætti marka að litið stoði að hvetja fólk, ef ekki kemur einhver beinn fjárhagslegur ávinningur. Hugsanlegt er, að til komi ein- hverjar beinar greiðslur fyrir flokkað sorp, en þær gætu aldrei orðið mjög háar. Hvatningar og áróður dugar eflaust skammt, jafnvel þótt hægt væri að benda fólki á, að nýting úrgangsefna kynni að auka gjaldeyris- forðann og ef til vill lækka skattana. Hætt er við, að ekki dugi annað en reglugerð, sem skikki fólk til að flokka úrgangs- efni og geri það refsivert fram- ferði að brjóta reglurnar. En jákvæðu hliöarnar eru það margar, nægilega margar. Þær réttlæta boð og bönn. Gjald- eyrissparnaður er að aukning innlends iðnaðar og þar með aukin atvinna, bæði við sorp- vinnslu og endurvinnslu hrá- efna. Þetta eru nokkur þeirra atriða, sem ekki þarf að deila um. Þaö er hins vegar spurning um það, hvort ákvöröun um frumrannsókn þarf að koma til kasta löggjafarvaldsins og af þvi tagi sem um er að ræða. Er ákvöröunin ekki iðnaðarráöu- neytisins, á þessu stigi málsins, en niðurstöður könnunarinnar hins vegar atriði, sem leggja þarf fyrir Alþingi, þegar þær liggja fyrir? Þvi að þegar við sjáum svart á hvitu i krónum og aurum, hver ávinningurinn er, þá er það stjórnmálamannanna aö ákvarða, hvort bæta skuli viö boðum og bönnum. —BS NOTKUN EINKABÍLSINS SÍVAXANDI VANDAMÁL Endun/innsla pappírs á dagskrá hjáa Náttúruverndarfélagi Suð-Vesturlands Aðalfundur Náttúruverndar- félags Suð-Vesturlands var haldinn i Reykjavlk 11. marz s.l. Fráfarandi formaður, Sólmund- ur Einarsson, flutti skýrslu stjórnar fyrir siöastliðið starfs- ár. Þar kom fram.aðunnið var i starfshópum. Verkefnin voru þessi: 1. Viöauki og endurbætur á ná ttúrum in jaskrá. 2. Oli'umengun viö hafnir og að- staða skipa til að losa oliu og annan úrgang. 3. Frágangur oliutanka hjá selj- endum og neytendum. 4. Endurvinnsla sorps einkum endurnotkun á pappir? Bráðabirgðaniðurstöður voru þær, að 20-30 milljónir hefði mátt fá fyrir notaðan pappír á ári, árin 1971-1974. Var reiknað meö, aö unnt væri aö safna rúm- um 20% af innfluttum pappir. 5. Gagnasöfnun i formi ljós- mynda og ritaðra greina. Töluverðu var safnað af ljós- myndum um ýmislegt, sem miður fór. Að lokiflni skýrslu stjórnar urðu miklar umræður um starfið framundan. Núverandi stjórn er skipuö eftirtöldum: Unnur Skúladottir, formaður, Guðrún Hallgrimsdottir, vara- formaður, Andrés Kristjánsson, ritari, Jóhanna Axelsdóttir, gjaldkeri og Birgir Guðjónsson meðstjórnandi. A næsta starfsári hyggst félagið auk ofangreindra verk- efna.snúa séri auknum mæli að umhverfisverndun i þéttbýli. Reynt verður að vekja athygli fólks á vandamáium þéttbýlis- ins i þeim tilgangi að spoma gegn óheillaþróun eins og t.d. si- aukinni notkun einkabilsins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.