Alþýðublaðið - 07.05.1976, Blaðsíða 16
Gróðurinn ekki í hættu
ef það hlýnar bráðlega
Ekki er hægt að
segja, að það sé vorlegt
um að litast þessa dag-
ana, þrátt fyrir að
komið sé fram i mai.
Undanfarið hefur
skipzt á snjókoma og
kalsarigning og enn
spáir veðurstofan snjó-
komu.
Við höfðum samband
við Hafliða Jónsson,
garðyrkjustjóra og
spurðum, hvaða áhrif
hann áliti, að þessi veð-
rátta hefði á gróðurinn
i borginni.
,,Það er ekki vist að
gróðurinn fari mjög
illa, svoframalega sem
þetta kuldakast
stendur ekki lengi yfir,
sagði Hafliði. ,,Það eru
einkum laukblómin
sem eru viðkvæm og
þola illa kuldann, og
það er hætt við að blöð
þeirra visni eitthvað i
slikri veðráttu.
,,En það má segja að
þetta komi niður á öll-
um gróðri að þvi leyti,
að þetta dregur úr
vexti hans i dálitinn
tima, en hann jafnar
sig ótrúlega fljótt, ef
það hlýnar fljótlega.
—JSS
Þessi mynd var tekin um hádegið í gær, og hún gefur
svo sannarlega ekki til kynna að vorið sé á næsta
leiti.
Eru íslendingar trúaðir?
FLEIRI TRÚA Á GUÐ
EN FRAMHALDSLlF!
Nú er þriðju skoðanakönnun
Alþýðublaðsins lokið og niður-
stöður liggja fyrir. Yfirleitt má
segja að þátttaka almennings
hafi verið nokkuð góð. Þó var
þátttaka heldur meiri i síðustu
skoðanakönnun, er spurt var
um það hvemig samsteypu-
stjórn menn vildu helzt við völd
á Islandi nú.
Að þessu sinni beindum við
þrem spurningum til fólks af
trúarlegum toga.
Spurningamarvomþrjár: 1. Er
trúfrelsi á Islandi? 2. Trúir þú á
Guð? og 3. Trúir þú á fram-
haldslif?
Alls bárust 66 svör og af þeim
var rúmlega þriðjungur utan af
landi, sem er stærra hlutfall en
verið hefur áður. Til viðbótar
þeim 66 svörum, sem við feng-
um i pósti var siðan hringt i
aðra 66 simnotendur. Svörin,
semlögðeru þvi til grundvallar
að þessu sinni eru alls 132.
Þá er einnig rétt að geta þess
að i þessari könnun var stærri
hópur en áður 65 ára og eldri,
eða allt upp i 89 ára og svo
einnig innan við 25 ára aldur,
eðaalltniður i 12ára aldur. Inn-
komin svör i pósti voru fleiri frá
körlum en konum, pn svo var
einnig i báðum fyrfi skoðana-
könnunum. Hins vegar voru
mun fleiri konur sem svöruðu i
simann, eða rúmlega tveir
þrið ju.
Niðurstöðurnar eru þá sem
hér segir:
1. Er trúfrelsi á isiandi?
já sögðu 27 i bréfi en 51 i sima,
eða alls 78
nei sögðu 39 i bréfi en 15 i sima
eða alls 54
2. Trftir þú á Guð?
já sögðu 42 i bréfi en 58 i sfma,
eða alls 100 nei sögðu 24 i bréfi
en 8 i sima, eða alls 32
3. Trúir þú á framhaldslif?
já sögðu 48 I bréfi en 36 i slma,
eða alls 84
nei sögðu 18 I bréfi en 30 i sima,
eða alls 48.
Yfirleitt svaraði fólk öllum
spurningunum annað hvort ját-
andi eða neitandi. Aðal undan-
tekningin var þó sú að fyrstu
spurningunni var viða svarað
neitandi en öðrum spurningum
játandi og var þetta sérstaklega
áberandi i innsendum svörum.
Að öðru leyti vekur það
nokkra athygli, að samkvæmt
niðurstöðum okkar, eru það
mun fleiri, sem telja sig trúa á
Guð (eða guð) en þeir, sem trúa
á framhaldslif. Alls 75.8% trua á
Guð en 24.2% trúa ekki á Guð.
Það vekur einnig athygli okk-
ar að 63.7% trúa á framhaldslif
en 36.3% segjast ekki trúa á
framhaldslif enda þótt nokkuð
stór hluti þeirra segist trúa á
Guð.
Að endingu viljum við þakka
öllum þeim, sem tekið hafa þátt
i Skoðanakönnun Alþýðublaðs-
ins og hvetjum fólk til þess að
halda áfram þátttöku. Einnig
þökkum við fyrir þau bréf, sem
borizt hafa m.a. með
uppástungum um spurningar.
Slikar tillögur eru vel þegnar og
er nú verið að kanna hvaða
spurning verður tekin fyrir
næst, en næsta skoðanakönnun
mun væntanlega hefjast nú um
helgina.
011 bréf til okkar ber að stila :
Skoðanakönnun Alþýðublaðsins
Pósthólf 320
Reykjavik
FÖSTUDAGUR 7.
MAÍ 1976
alþýöu
blaðiö
HEYRT,
SÉÐOG
HLERAÐ
IIEYRT: Að Þórhallur
Tryggvason verði þriðji
bankastjóri Búnaðarbanka
Islands. Fjölgun banka-
stjóra byggist á samþykkt
laga um bankann, sem nú
liggja fyrir Alþingi i frum-
varpsformi. Ráðning Þór-
halls Tryggvasonar mun
án efa mælast mjög vel fyr-
ir.enda er hann reyndur og
traustur bankamaður, og
vel látinn i stofnuninni.
Ýmsir höfðu þó ætlað sér
þessa stöðu og töldu hana
trygga i krafti pólitiskra
valda.
LESIÐ: 1 ársskýrslu
Fr a m k væ m da stofn u na r
rikisins er einhver merk-
asta klausa, sem lengi hef-
ur sést á prenti. Hún hljóð-
ar svo: „Eftir þvi sem
flutningsjöfnuður svæð-
anna utan Reykjavikur og
Reykjaness hefur batnað,
hafa orðið jákvæðar
breytingar á áhrifum flutn-
inganna á framtiðarþróun
mannfjölda á svæðunum.
Þó flytja ennþá fleiri konur
burt en þær sem koma, og
brottfluttir eru fleiri en að-
fluttir i aldursflokkunum
15---24 ára. Norðurland
eystra hefur þó á undan-
förnum árum náð nokkurri
sérstöðu i þessum efnum.
Arið 1973 var flutningsþró
un Norðurlands eystra t.d.
farin að hafa á sér mynd
vaxtarsvæðis, sem sást
bezt i jákvæðum fiutnings-
jöfnuði kvenna, jafnvel i
flokkunum 15—24 ára.
IILERAÐ: Að nú liggi til-
búin hugmynd að nýrri
vinnulöggjöf. Hún mun
hafa verið kynnt fulltrúum
ASI og vinnuveitenda, en
hvorugum litizt vel á. Vart
verður þessi hugmynd op-
inberuð á næstunni.
FRÉTT: Að margir hafi á
hornum sér hið nána og
góða samstarf Slysavarna-
félags íslands og varnar-
liðsins i björgunarmálum,
og að forystumenn Slysa-
varnafélagsins hafi sætt
aðkasti fyrir.
LESIÐ: I siðustu árs-
skýrslu Slysavarnafélags-
ins kemur fram, að björun-
arsveitir varnarliðsins
hafa mjög komið við sögu
björgunarmála á siðasta
ári. Meðal annars tók hún
þátt i leitum, flutningi á
slösuðum mönnum og að-
stöð við skip i hafsnauð.
FRÉTT: Að starfsmenn
víxladeilda bankanna verði
nú stöðugt meira varir við
erfiðleika fólks á þvi að
greiða af vixlum. Segja
þeir, að svo virðist, sem
fyrst nú fari auraleysis að
gæta i verulegum mæli.
FRÉTT: Að almenningur
hafi lagt inn mjög veruleg-
ar fjárhæðir á sparisjóðs-
bækur til eins árs, sem nú
bera 22% vexti. Er talið, að
frá þvi að vaxtahækkunin
var ákveðin nemi þessi
fjárhæð allt að einum mill-
jarði króna.