Alþýðublaðið - 07.05.1976, Blaðsíða 5
5
Sslöfé^” Föstudagur 7. maí 1976.
Pólitísk
skoðanakúgun
eða lausn
dagskrárvanda?
Útvarpsráðsamþykktiá fundi
slnum þann 27. febrúar sl.
tillögu um nýskipan á upplestri
forystugreina og kynningu
blaða og timarita.
Efnislega felur samþykktin
eftirfarandi i sér:
1. Frá þriðjudegi til sunnudags,
að báðum dögum meötöldum
skal lesið úr leiðurum
dagblaðanna.
2. Einu sinni i viku skal lesið úr
leiðurum þjóðmálablaða , sem
komið hafa reglubundið út, að
jafnaði vikulega um eins árs
skeið. t þessum þætti skal einnig
lesa úr leiðurum héraðsbund-
inna þjóðmálablaða, þar sem
dagblöð koma ekki út enda komi
þau ekki sjaldnar út en 6-8 sinn-
um á ári og hafi komið út um
eins árs skeið. t báðum tilvikum
er það skilyrði að blöðin séu
málgögn formlegra og al-
mennra stjórnmálasamtaka.
3. Nokkrum sinnum á ári, þegar
henta þykir, skulu kynnt blöð og
timarit, sem fjalla um þjóðmál
og gefin eru út fyrir almennan
markað, en falla ekki undir 1. og
2. lið. I kynningu skal getið
útgefenda, sagt frá helztu
greinum og getið um efni
forystugreina, ef þeim er fyrir
að fara.
Með samþykkt þessarar
tillögu eru fyrri samþykktir
útvarpsráðs um þetta efni
felldar niður.
Samþykkt þessari
mótmælt.
Blaðinu hefur borizt bréf frá
Fylkingunni og Sósialistafélagi
Reykjavikur vegna þessarar
samþykktar og er þessum
breytingum á reglum um lestur
forystugreinanna harðlega mót-
mælt.
Bréfið fer hér á eftir litillega
stytt:
„Samþykkt útvarpsráðs, nær
svotil einungis til blaða sem
gefin eru út á Reykjavikur-
svæðinu, þar sem dagblöðin
koma út.
Þau blöð sem um er að ræða
og útvarpsráð er með samþykkt
sinni að útiloka, eru málgögn
samtakanna til vinstri við
Alþýðubandalagið.
Fram til samþykktar
útvarpsráðs hinn 27. feb. sl. var
lesið úr forystugreinum mál-
gagnaFylkingarinnar, KFt—ml
og Sósialistafélags Reykjavikur
— þ.e. blöðunum Neista,
Stéttarbaráttunni
og JMýrri Dagsbrún.
Pólitísk skoðana-
kugun
Með samþykkt sinni er
útvarpsráðað framkvæma póli-
tiska skoðanakúgun og brýtur
þar með 3 grein útvarpslaga frá
26. marz 1971, þar sem stendur:
,,... Rikisútvarpið skal I öllu
starfi sinu halda i heiðri
lýðræðislegar grundvallar-
reglur.
bað skal virða tjáningarfrelsi
og gæta fyllstu óhlutdrægni
gagnvart öllum flokkum og
stefnum i opinberum málum,
stofnunum, félögum og
einstaklingum”
Undirrituð samtök mótmæla
harðlega tilraunum útvarpsráðs
til að útiloka málgögn
byltingarsinna úr Rikisútvarp-
inu-Hljóðvarpi og krefjast þess
jafnframt, að samþykktinni frá
27/2 76 verði rift og Rikis-
útvarpið fylgi yfirlýstri hlut-
leysisstefnu við lestur forystu-
greina.”
Fylkingin: Birna Þórðardóttir.
Sósialistafélag Reykjavikur:
Runólfur Björnsson.
Samkvæmt upplýsingum sem
blaðið aflaði sér á fréttastofu
útvarps, koma þangað um 35
blöð á mánuði i venjulegu ári,
en þegar dregur nærri kosning-
um fjölgar þessum blöðum
verulega.
Tiljafnaðar varlesið úr um 20
mismunandi blöðum I hverjum
mánuði, áður en hreytingin átti
sér stað.
Eftir breytinguna er lesið úr
um 15 blöðum i hverjum
mánuði, og meðal þeirra blaða
sem ekki er lengur lesið úr, ber
að nefna öll þau landsmálablöð
sem gefin eru út I Reykjavik,
eins og reyndar kemur fram i
bréfinu sem birt er hér að ofan.
Ein undantekning er þó, þar
sem Ný bjóðmál eru, en þau eru
gefin út af Samtökum frjáls-
lyndra og vinstri manna.
Það skal tekið fram að nær
öll blöð sem byltingarsinnaöir
hópar gefa út, koma einmitt út i
Reykjavik og ekki er lesið úr
þeim vegna þess að þar eru
dagblöðin einmitt gefin út_ eb
Kennarar Kennarar
Við Barnaskóla Akraness vantar eftir-
talda kennara næsta vetur:
Handavinnukennara drengja,
Tónmenntakennara,
2 forskólakennara,
Almennan kennara.
Við Gagnfræðaskólann á Akranesi vantar
nokkra kennara. Helztu kennslugreinar:
danska, enska og stærðfræði.
Umsóknarfrestur er til 10. júni.
Upplýsingar gefur form. skólanefndar,
Þorvaldur Þorvaldsson simi 93-1408.
Skólanefnd Akraneskaupstaðar.
jjpGETIÐÞÉR GERT
BETRI KAUP?
oúro’"r'9ar^)?ý\ur('
Ku o\ \°.9e
Vego0 rV uoro við
vöroro se ' Q\\ roe
oó^ose^ DÆMI:
°°ð ro'k\or0
\ V'
Sófasett sem kostar kr. 254.0Ö0.
selst nú ó kr. 195.000.-
yðar sparnaður kr. 59.000.-
Verið velkomin
k.
Valhúsgögn
Ármúla 4.
AVERY „electroniska” samstæðan býður upp á
alla hugsanlega möguleika
í verðmerkingu vöru i neytendaumbúðum
Allar nánari upplýsingar hjá sölumanni
13
13
13
13
13
13
13
A merkimiða merktum
framleiðanda pökkunaraðila
prentar vélin sjalfkrafa
eftirfa randi:
Dogsctningu pökkunar
Dagsetningu siðasta söludags
Þyngd
Einingarverð
Utsöluverð
Vöruheiti
Samsetningu vörunnar
ÓLAFUR GISLASÖN &CÖ. %
Sundaborg Reýkjavík Simi 84800 ; ’