Alþýðublaðið - 07.05.1976, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 07.05.1976, Blaðsíða 13
biaSfö* Föstudagur 7. maí 1976. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég afa. Blessuð sé minning hans. Björgvin Björgvinsson. dshækkunina isamlegri leiða gerða, sem raska starfsemi at- vinnuvegannaogkoma misjafnt niður á atvinnugreinum. Þá vekur stjórnin athygli á þvi að i hvert skipti sem einhver kyrrstaða veröi i verðlagi noti rikisvaldið svigrúmið og hækki álögur, en atvinnu- vegirnir verði að sæta verð- stöðvunum eða hertum verð- stöðvunum þrátt fyrir sihækkandi tilkostnað. Þessu telur stjóm Félags is- lenzkra stjórkaupmanna að þurfi að breyta og ný vinnu- brögð i verðlagsmálum verði innleidd, svipaö og gerist i ná- grannalöndum okkar. ES marklausa pappirsákvöröun aö ræða um hagnýtingu kunnátt- unnar. Skyldi einhver efast, mætti minna á nýlegt dæmi úr verksviði sama ráðherra, sem haföi aö engu einróma álit innlendra og erlendra sér- fræðinga um prófessorsstarfiö i læknadeild. Það eitt er rétt i frumvarpinu, að mikil þörf er á festu I staf- setningu, svo þýðingarmikill þáttur málakunnáttu sem hún er. En það kemur sannarlega úr hörðustu átt, að álykta, að með þvi að setja úrslitavaldið i hendur misviturra ráðherra, sé þeim þætti bezt borgið. Alþingismenn eru vitanlega, margir hverjir, ekki neinir sér- kunnáttumenn i islenzku máli. Eigi að siöur verður að telja nokkurnveginn hafið yfir allan efa, að væru þessir hlutir bundnir með lögum, gæti ekki hvaða apaköttur, sem settur væri i ráðherrasæti, rokið upp með ótimabærar breytingar. Sú festa, sem á var komin i stafsetningu frá 1929 hefur nú verið rofin. Það er slæmt, en þó er enn möguleiki að afstýra verstu hrakföllunum með þvi að hverfa aftur til þess, sem þá var ákveðið. Annað eraðeins liður i aö afsiða fólk i umgengni við móðurmál, sem hingað til hefur verið álitinn okkar dýrmætasti arfur. Oddur A. Sigutjónsson OR VMSUM ÁTTUM 13 Merkilegur bókaflokkur Ferðafélagsins - Deilt um fjölda bankastjóra Búnaðarbankans Breytingar á lögum Búnaðarbankans Nú liggur fyrir Alþingi frum- varp til laga um Búnaðarbanka tslands. Með þessu frumvarpi eru lög Búnaðarbankans sam- ræmd þeim lögum, sem nú gilda um Landsbanka tslands og Útvegsbanka tslands, þ.e. rikis- bankana. Lögin um Búnaðarbanka ts- lands eru frá árinu 1941. Mörg ákvæði laganna, jafnvel heilir kaflar þeirra, eru óraunhæfir og úreltir og þvi mál til komið, að löggjöfin um Búnaöarbankann sé samræmd lögum hinna rikis- bankanna og sniðnir af þeim vankantar. eru allir sammála um þetta at- riði. Hugmyndir hafa komið fram um það að sameina Veðdeild Búnaðarbankans Stofnlána- deildinni, eða gera viðamiklar breytingar á starfsemi hennar. Niðurstaöa liggur ekki fyrir, og er sagt i athugasemdum við frumvarpið, að rétt sé taliö að láta þennan kafla biöa, þótt brýnt sé að endurskoða starf- semi Veðdeildarinnar, eins fljótt og kostur sé. — Alþýðu- bandalagsmenn eru ekki sam- þykkir þvi, að lögin verði af- greidd, án þess að tekin verði Deilt um fjölda bankastjóra. í frumvarpinu er gert ráð fyr- ir, að bankastjórum Búnaðar- bankans verði fjölgað I 3 til samræmis við rikisbankana. Um þetta atriði laganna hefur nokkuð verið deilt á Alþingi. — Landbúnaðarráðherra, sem fer með yfirstjórn Búnaðarbankans hefur lagt á það áherzlu, aö bankastjórum verði fjölgað. Hið sama hafa ýmsir þingmenn gert. Alþýðuflokkurinn hefur lýst þeirri skoðun sinni, að þessi fjölgun verði gerð i samræmi við fjölda bankastjóra hinna rikisbankanna, en hins vegar megi það biða á meðan ástand efnahagsmála er, eins og nú standa sakir. Undir hvaða stjórn? Þá hefur all-nokkuð verið deilt um það undir hvaða stjórn bankinn ætti að vera. Þar eð bankinn mun lúta sömu lögum og aðrir rikisbankar eftir sam- þykkt frumvarpsins, telur Al- þýöuflokkurinn eðlilegt, að bankinn veröi tekinn undan stjórn landbúnaðarráöherra og lúti stjórn rikisstjórnarinnar, eins og aðrir rikisbankar. Ekki Þessi mynd er úr síöustu árbók Feröafélagsins og er af fossi I B1 f jallakvisl. Þessi mynd er úr riti Útivistar, grein Haligrims Jónassonar: „Fyrsta vetrarferð okkar i Þórsmörk á bil”. Þarna má þekkja marga landskunna ferðamenn. Meðal þeirra eru Hallgrimur Jónasson, Ingólfur heitinn tsólfs- son, Jóhannes Kolbeinsson, Jón heitinn Bjarnason, ritstjóri, Þorsteinn Kjarval og Þorvaldur Hannesson. afstaða til sameiningar Veð- deildar og Stofnlánadeildar. Nokkur ákvæði frumvarpsins. 1 fjórða kafla frumvarpsins er rætt um stjórn bankans og reikningsskil. Þar segir meðal annars, að yfirstjórn bankans sé i höndum ráðherra þess, er fari með landbúnaðarmál. Hann setur bankaráði og bankastjór- um erindisbréf og ákveður laun bankaráðsmanna. Laun banka- stjóra skulu ákveðin af banka- ráði með samþykki ráðherra. Stjórn bankans er að öðru leyti i höndum þriggja manna banka- stjórnar. Bankaráð skal skipað fimm mönnum, sem kosnir eru hlut- bundinni kosningu af Alþingi til fjögurra ára i senn. Ráðherra skipar einn hinna kjörnu manna, formann bankaráðs til fjögurra ára. Bankastjórarnir þrir skulu ráðnir með 12 mánaða gagn- kvæmum uppsagnarfresti. Þó getur bankaráð vikiö banka- stjóra frá fyrirvaralaust, án sérstakrar launagreiöslu, ef hann hefur brotið af sér i starfi. Bankaráð skal skýra banka- stjóra skriflega frá ástæðum fyrir uppsögn eða frávikningu hans úr starfi. Siðan koma á- kvæði um fundi bankaráðs og fleira. Merkilegur bókaflokkur. Um siðustu mánaðamót kom út Arbók Ferðafélags Islands og fjallar hún að þessu sinni um Fjallabaksleið syöri. Arbækur Ferðafélags Islands eru merki- legur þáttur i bókaútgáfu á Is- landi. Þessi árbók er hin 49. i röðinni, en fyrsta bókin kom út árið 1928. Hún fjallaöi um Þjórs- árdal. Fyrstu árbækur félagsins eru löngu uppseldar. Frumútgáf- urnar eru mjög eftirsóttar og hafa árbækurnar selst dýru veröi, þegar heil söfn hafa verið boðin. Félagið hefur nú látið ljósprenta jafnóöum þá ár- ganga, sem seljast upp, og eru nú allar árbækurnar fáanlegar, nema bækurnar frá 1931 og 1963. Þær eru i ljósprentun og veröa fáanlegar eftir nokkrar vikur. í heild eru árbækur Ferðafélags Islands eitt itarlegasta og vand- aðasta safn um sögu lands og þjóðar, sem völ er á. Siöasta bókin, sem út kom um Fjallabaksleið syöri, þ.e. leiöina úr Skaftártungu að Rangárvöll- um, sunr.an Torfajökuls, er eftir Arna Böðvarsson, cand. mag.. Hann er borinn og barnfæddur Rangvellingur og þaulkunnugur þessari leiö og nágrenni hennar. Bókin er 200 blaðsiður og skreytt fjölda mynda. — Þessi útgáfa er Ferðafélaginu til mik- ils sóma. Vandað rit Útivistar Þá hefur Útivist gefið út sitt fyrsta rit með fjölbreytilegu efni. Hallgrimur Jónasson skrifar þar grein um fyrstu vetrarferðina i Þórsmörk i bil, en þar komu margir mætir menn við sögu, — Þá skrifar Jón I. Bjarnason tvær greinar, önn- ur heitir ,,Á Vatnajökli” og hin „Fyrir neðan heiði”. Gisli Sig- urðsson ritar um Selvogsgöt- una. Mikill fjöldi mynda, lit- myndir og svart/hvitar prýða bókina. Þetta er fyrsta útgáfa þessa unga ferðafélags, sem var stofnað 23. marz á siðasta ári eftir haröar deilur, sem risu i Ferðafélaginu. All-vel er af staö farið og er ekki aö efa að vel veröur vandaö til ritsins i fram- tiðinni. —AG—

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.