Alþýðublaðið - 05.08.1976, Page 8

Alþýðublaðið - 05.08.1976, Page 8
8 OR YMSUM ATTUM Fimmtudagur 5. ágúst 1976. óu- iö bSSö" Fimmtudagur 5. ágúst 1976. VETTVANGUR 9 Of litlar siðferði- legar kröfur Leiðarahöfundur Visis gerir i gær að umræöuefni fjármála- spillinguna i þjóðfélaginu. bar kemur fram sú skoðun, sem Alþýöublaðið hefur lýst undan- farnar vikur, að hér á landi tiðkist stórfelld skattsvik og misferli á ýmsum öðrum sviðum. t upphafi leiðarans segir svo: ,,Um iangan tima höfum við lifað i þeirri trú, að i okkar smáa þjóð- félagi þekkist ekki fjölmörg þeirra vandamála, sem alvar- legust eru meðal stærri þjóða. Sannast sagna virðist það vera hálfgerð barnatrú, þegar þvi er haldið fram, að islenzkt þjóðfélag sé óspillt”. Þá segir, aö skattkerfið sjálft tryggi engan veginn jafnrétti i skattheimtu. Margir þeir, sem hafi atvinnurekstur með höndum geti bæöi á lögmætan og ólög- mætan hátt komizt hjá þvi að greiöa tekjuskatt i réttu hlutfalli við það, sem launþegar geri. Þetta sé aöeins kallað aö hagræöa tekjum fyrir skatt. Þá segir: „Auk þess viðgangast bein stórkostleg skattsvik. Allstór hluti af öllum viöskiptum i land- inu fer framhjá öllu, sem heitir bókhald. Enginn skattrannsókna- stjóri getur náð tökum á lög- brotum af þvi tagi. Skattsvikin eru án nokkurs vafa með alvar- legri meinsemdum i okkar þjóð- félagi. Nýlegar upplýsingar um alvar- leg misferli við skipakaup til landsins sýna glöggt, að hér þrif- ast i meira Iagi óheilbrigðir við- skiptahættir. Ólögleg gjaldeyris- viðskipti fara fram i rikum mæli. 1 þeim efnum, eins og mörgum öðrum, hafa stjórnvöld fyrst og fremst reynt að uppræta minni- háttar lögbrot. En engum dettur i hug að snúa sér að þeim stór- löxum, sem þessa iðju stunda”. Nokkru siðar segir leiðarahöf- undur Visis, að mikið af spill- ingunni i þjóöfélaginu viðgangist fyrir þær sakir, að íslendingar geri alltof litlar siðferðilegar kröfur. I valdaderfinu þyki til að mynda ekki óeðlilegt að menn fjalli um og taki jafnvel ákvarð- anir I málum, er skipti hagsmuni þeirra sjálfra miklu. Hér hafi til dæmis aldrei verið gerð athuga- semd við það, að helztu fésýslu- menn stjórnmálaflokkanna séu mjög oft kjörnir i nefndir og ráð i rikiskerfinu, hjá sveitar- félögunum og i rikisbanka- kerfinu, þar sem þeir hafi lykil- aðstöðu til margskonar fyrir- greiðslu. Þetta sé aöeins litið dæmi af mörgum, sem benda megi á. Leiðararum lýkur á þessum orðum: „Engum vafa er undir- orpið, að það er eitt af hinum stærri og mikilvægari verkefnum á stjórnmálasviðinu að bæta réttargæzlukerfið og gera það skilvirkara en nú er og hæfara til þess að takast á við alvarleg svikamál. Mestu máli skiptir þó að almenningsálitið móti strangar siðgæðiskröfur en nú eru við lýði”. Harður dómur um þingmenn: „Hafa ein- angrað sig frá þjóð- inni í lok- uðum fjár- plógs- klúbbi” Jónas Kristjánsson, ritstjóri Dagblaðsins, fellir harðan dóm yfir Alþingi og þingmönnum i leiðára sinum i gær. Þaö skal dregiö i efa aö haröar hafi verið vegið að þessum hópi manna en i leiðara Jónasar. Leiðarinn byrjar á þessu orðum: „Fyrir kemur, aö nýir þingmenn, einkum varaþing- menn, spúa eldi og brennisteini, þegar þeir taka fyrst sæti á Alþingi, fullir hugsjóna og áhuga. Þeir gera stundum nokkrar til- raunir til að láta aö sér kveða, marka spor sin á Alþingi. Hinir eldri og reyndari þingmenn brosa góðlátlega að þessum ungæöis- hætti og láta ekkert raska ró sinni. En þeir gæta þess að láta nýliðana ekki komast upp meö moðreyk. Allsstaðar risa háir m iMBIAÐW fijálst, úháð dagblað UtKi-fandi DaglilaAiA hf. KranikvæimlasljAri: Svoinn H. Kyjólfsson. Hilsljóri: Jónas Kiisljánssnn. Kréllasljóri: Jón Hirmr l’élursson. Kilsljórnarfulllrúi: llaukur llclgasun. ArtsinóaiTrólla- Nljóri: Alli Sicinarsson. Iþróttir: llallur Sfmonarson. Ilönnun: Jóhanncs Kcvkdal. Ilandril Asgrimur Pálsson. Hlartamcnn: Anna Bjarnasnn. Asgcir Tómasson. Hcrglind Asgcirsdóttir. Hragi Sigurrtsson, Krna V Ingólfsdóllir. Cissur Sigurrtsson, llallur llallsson. Ilclu.l l’clursson. Jóhanna Hirgis- doltir. Kalrln Pálsdóllir. Krislin Lýðsdóllir. (llafur Jonsson. Oinur Valdiinarsson. I.jósmyndir Arni Páll Jóhannsson. Hjarnlcifm Hjarnlcifssorl. Björgvin Pálsson, Kngnur Th. Sigurrtsson (■jaldkcri: Þráinn Þorlcifsson. Drcifingarsljrtri Már K.M. Ilalldórsson. Askriflargjald 1000 kr. á mánurti innanlands. 1 lausasölu SO ki cinlakirt. Hilstjórn Sirtumúla 12. sinu IW322. auulýsingar. áskriflirog afgrcirtsla Þvcrholli 2. slmi 27022. Sdning og umlirol: Daglilartirt hf. og Slcindórsprcnt hf.. Armúla 5. Mynda-og pliMugcrrt: llilmir hf . Slðumúla 12. Prcnlun: Arvakur hf . Skcifunni 1« Fiiiit hagsmunaklúbbur Fyrir kemur, að nýir þingmenn, einkum varaþingmenn, spúa eldi og brennisteini, þegar þeir taka fyrst sæti á Alþingi, fullir -hugsjóna og áhuga. Þeir gera stundum nokkrar tilraunir til að láta að sér kveða, marka spor sín á Alþingi veggir, sem hugsjónamálin komast ekki yfir. Smám saman átta nýliðarnir sig á, að þeir eru hafðir að spotti. Hver á fætur öðrum stiga þeir niður úr háum söðli sinumog fara að semja sig að siðum og háttum þingmanna. Þeir reyna að vera eins og hinir strákarnir i klúbbnum.” Jónas segir, að alþingismenn séu enginn þverskurður þjóð- félagsins. Þeir séu raunar helzt til likir hver öðrum, enda sé forsaga þeirra að mörgu leyti svipuð. Þeir hafi unniö sig upp eftir flokks- vélinni og hafi allir gengizt undir eldskirn baráttusætis I kosn- ingum, hvar i flokki sem þeir standi. Jónas segir, að andinn á Alþingi sé eins og I viröulegum brezkum karlaklúbbi, þar sem menn umgangist aðeins sina lika. 1 finum klúbbum sé ekki til siðs að gera neitt (á liklega að vera: sé til siðs aö gera ekki neitt — innskot AB). Þá segir hann, að það taki langan tima að vinna sig upp i bankaráö og einstaka hæfi- leika til að verða stjórnarmaöur eða kommisar I Framkvæmda- stofnun rikisins. Beztu klúbb- strákarnir verði svo ráðherrar I fyllingu timans. Siðan segir Jónas: „Það er bara i þykjustunni, aö stjórn- málaflokkarnir hafa mismunandi stefnuskrár. t reyndinni stefna þeir allir að þvi að þenja út rikis- báknið og gefa þingmönnum færi á aö úthluta sem flestum aurum, aöallega i formi lána til vina og stuðningamanna. Þeir, sem reyna aö segja þjóðinni frá stað- reyndum þessa máls, eru ekki aö grafa undan virðingu Alþingis. Það eru þingmennirnir sjálfur búnir að gera. Þeir hafa gert Alþingi að hagsmunaklúbbi, sem starfar að eflingu valda og fjár- ráða klúbbfélaga. Og haröasti dómurinn kemur i lok leiðarans: „Þingmenn hafa einangraö sig frá þjóðinni i lok- uðum fjárplógsklúbbi og hafa auðvitað um leið rýrt traust þjóð- arinnar á hornsteini þingræð- isins”. Svo mörg voru þau orð Jónasar Kristjánssonar. Ótrúlegt er, að þessi ieiðari hans eigi ekki eftir að valda úlfaþyt, og kannski er hann til þess skrifaöur, rétt eins og leiðararnir um landbúnaðar- málin. Það verður fróðlegt að fylgjast með viöbrögðunum. —AG—.' T «r\ Nú má telja það í tugum er áður var mælt í þúsundum mSmrnkmm ■ i.Það hefur margt breytztfrá þvi að ég var ungur og ég held að fólk geri miklu meiri kröfur nú, en það gerði þá.” Það var Sigurður Kristjánsson sem þetta mælti, þegar hann leit inn hjá okkur fyrir skömmu og ræddi við blaðamann skamma stund. Ég er fæddur að Ör- lygsstöðum i Helga- fellssveit. Á unglings- árum flutti ég til Grundaf jarðar þar sem ég stundaði sjó í 15 ár. Ég var á ýmsum skip- um þennan tima, m.a. var ég tvö ár á vita- skipinu Hermóði. Á þessum tima fórum við sjö ferðir i kringum landið, og var þá eink- um unnið við simalagn- ir og sitthvað fleira sem þurfti að gera. Ég held að þetta hafi verið skemmtilegasti timi ævi minnar. Launin sem við feng- um á vitaskipinu þóttu nokkuð góð miðað við það sem þá tiðkaðist. Við fengum 360 krónur á mánuði og fritt fæði. Þetta þætti ekki mikið núna, enda er dýrtiðin orðin svo miklu meiri en hún var þá. Um þetta leiti kvænt- ist ég og fluttist til Reykjavikur. Þar bjó ég i eitt ár, en hélt sið- an til Stykkishólms. Eftir tveggja ára veru þar fluttumst við til Borgarness og þar hef ég búið siðan. Nú leika þeir golf á tún- unum — Það hefur margt breýtzt i Borgarnesi siðan ég flutti þang- að árið 1934. Þá voru aðeins rúmlega 400 ibúar i þorpinu. 1 dag eru hins vegar milli 1300 — 1400 manns búsettir þar svo ibúatalan hefur meir en þre- faldast. Á þessum árum var mikið um að menn heföu landbúskp til að drýgja tekjurnar. Það voru um þaðbil 70 kýr og 1000 fjár i þorp- inu þá, en aftur á móti fáir hest- ar. Ég held að það sé óhætt aö segja að það hafi aðeins tveir menn I Borgarnesi átt við hesta þá, en það voru þeir Asgeir Ólafsson dýralæknir og Jón Steingrimssonsýslumaður enda var það nauðsynlegt fyrir þá vegna þeirra embætta sem þeir gegndu. Þetta hefurbreytzt mikið ekki satt? — Jú það er nú likast til. Hestamennskan hefur sótt mik- ið á I Borgarnesi og nú eru margir sem eiga hesta. Ég gæti trúað að nú væru 100 hestar i þorpinu og það er mikill áhugi rikjandiá hestamennskunni hjá ungum sem gömlum. Um búskapinn gegnir öðru máli. Nú eiga Borgnesingar engar kýr og kindunum hefur fækkað mjög. Nú má telja þaðí tugum sem áður var mælt i þús- undum. En það hefur orðið hálf- gerð afturför i landbúnaðinum að mörgu leyti. T.d. keypti Borgarnesshreppur jöröina Hamar, sem er I nágrenni Borg- arness, til hagsbóta fyrir þá sem vildu hafa einhverjar skepnur. Nú er veriö að jafna öll útihús við jörðu og túnin hafa verið tekin undir golfvöll. Það má ekki skilja það svo að ég sé neitt á móti þessari iþrótt, þekki enda litiö til hennar, en okkur gömlu mönnunum kemur svona nokkuö dáiitiö „spánskt” fyrir sjónir. Erfiðar samgöngur Kanntu að nefna mér frekari breytingar sem hafa orðið I Borgarnesi á þessum tíma? — Já, það er af nógu að taka þar. Það hafa til dæmis orðið miklar breytingar til batnaðar á kjörum fólksins og á þetta vit- anlega við um landið allt. En svo viö höldum okkur við Borg- arnes, þá get ég t.d. nefnt aö Kaupfélag Borgfirðinga var i örri framþróun þegar ég kom i þorpið og hefur alla tið siöan verið aðal driffjöðrin i athafna- lifinu þar. Ég fékk strax vinnu hjá K.B. þegar ég fluttist til Borgarness og mér er það minnisstætt að ég þénaði fyrsta árið 1800 krónur, sem töldust vera tæplega meðaltekjur þá. Annast gerði ég allt sem til féll og var meðal annars nokkuð ibyggingavinnu, sem þá var al- íM gengasta atvinnugreinin að landbúnaðinum undanskildum. Nú er það einkum hin f jölmörgu iðnfyrirtæki sem fólkiö leitar til þegar það vantar atvinnu. Hvernig var samgöngum háttað á þessum tima? Þær voru ólikt erfiðari en nú gerist og gengur. Aður voru all- ar vörur fluttar með skipum milli landshluta. Sama máli gengdi um alla fólksflutninga. Fólk sem ætlaði aö fara vestur eða norður i land frá Reykjavik varð að f ara fyrst með skipi upp I Borgarnes og þaðan var siðan haldið með bilum til áfanga- staðarins. Mér kemur i hug atvik sem gerðist þegar við hjónin vorum að flytja til Borgarness. Þá fengum við mann sem við þekktum til aöflytja búslóöina á vörubil á milli staða. Með okkur i förinn voru 2 börn sem við átt - um annað á 1. ári. Feröin gekk slysalaust þar til við komum i Kerlingaskarð. Þá var vegurinn yfir Hjarðafellsheiðina svo slæmur að viö urðum að taka alla búslóðina af bilnum til að ná honum upp úr vestu slörkun- um. En svona feröalög þekkjast ekki núna, sem betur fer. Finnst þér vera einhver mun- ur á unga fólkinu sem er að al- ast upp núna og þeirri kynslóð sem nú er vaxin úr grasi? — Nei, það er enginn munur á þessum tveim kynslóöum annar en sá að unglingarnir nú alast upp við allt önnur skilyröi en áð- ur tiðkaöist. Tómstundir gáfust mjög fáar vegna þess aö vinnu- timinn var svo miklu lengri en hann er nú. Unglingarnir þurftu lika að fara að vinna miklu fyrr en nú og þeir voru oft orðnir vinnulúnir þegar þeir höfðu náö fullum þroska. Nú eiga skólarnir að gera allt — Mér virðist að börnin séu engu siður eiskuleg i viðmóti nú en þau voru. Þau eru fr jálslegri, auk þess sem þau þroskast fýrr. En ég held að skólakerfið gæti verið betra. Ég tel að það komi svo litið til baka af þeim mikla. kostnaði sem er bæði við kerfið sjálft og allan þann mannafla sem þvi fýlgir. Þegar ég var unglingur naut ég handleiðslu kennara tvisvar sinnum, þrjár vikur I senn. Þetta var nú öll fræöslan sem alþýöubörnin fengu þá. En við fengum miklu meiri fræðslu frá foreldrum og skyldmennum en flest börn eiga kost á núna. Nú eiga skólarnir að gera allt og börnin eru á skólabekk mikinn hluta ársins. Ég tel að skólaskyldan sé of löng. Börnin eru klofin alltof snemma frá heimilum sinum auk þess sem áhrif foreldranna minnka til muna. Bezti kennari barnsins er móðirin. Móðurhlut- verkið er gjöfult — en það er einnig ein ábyrgðarmesta staða sem til er. Ég tel, án þess að ég sé að lasta einn eða neinn, að það séu ákaflega fáir kennarar sem eru færir um að taka þetta hlutverk að sér svo _vel fari. — JSS AUÐLINDASKATTUR Nýgerðir fiskveiðisamningar viö Breta gefa þá von, að sú stund sé ekki fjarri, aö viö islendingar getum nú loksins stjórnaöhagnýtingu okkar eigin fiskimiöa. Hvernig þessari hagnýtingu verður háttað, er enil með öllu óljóst. Hættan er, að takmörkun veiða við hagkvæmasta hámarksafla verði framkvæmd með gamla haftakcrfinu (aflamagni verði úthlutað cftir byggðalögum eða til einstakra útvegsmanna sem ákveðið hlutfall af afla fyrra árs), en skynsamleg og lýðræðisleg Iausn eins og auðlindaskattur sigli sinw sjó. Grein eftir Árna Árnason, rekstrarhag fræðing. Grein þessi var rituð fyrir og birtist í nýútkomnu tölublaði tímaritsins Frjáls verzlun Auðlindum má skipta í tvo hópa: frjálsar auðlindir og auð- lindir til einkanota. Auðlindir, sem nýttar eru til einkanota skapa tiltölulega fá hagræn vandamál. Frjálsar auðlindir eða auðlindir í samfélagseign, sem öllum er frjáls nýting á, skapa hins vegar sérstakt vandamál, þar sem nýting verð- ur nær sjálfkrafa í andstöðu við þjóðarhag. Ástæðan er sú, að nýting t.d. auðlinda hafsins eða afréttarlanda verður umfram æskilega nýtingu, þar sem eng- inn einn notandi hagnast á því að takmarka eigin afnot. Auð- lindin nýtist þá einungis öðrum betur. Til þess að slíkar auð- lindir séu rétt nýttar, þarf að koma verð fyrir afnot þeirra, sem breytist í samræmi við æskilega nýtingu þeirra. Þetta verð fyrir nýtingu auðlinda hafsins hefur hérlendis verið kallað auðlindaskattur. Þessi nafngift hefur á ýmsan hátt verið óheppileg, þar sem öll neikvæð áhrif skattlagning- ar verða tengd við huetakið og viðkvæðið getur orðið: Hvernig á útgerðin að taka á sig nýjan skatt, þegar hver fiskur, sem dreginn er úr sjó, er þegar skattlagðut inn að beini? Svarið er tiltölulega einfalt fyrir þá, sem vilja skilja samhengi lausni- arinnar. Þetta skal nú rætt og byrjað á núverandi auðlinda- skatti, tollunum. AFNÁM TOLLA Tollar eru að ýmsu leyti auð- lindaskattur á hvolfi. Skýringin er. sú, að væru engir tollar, þyrfti gengisskráningin að hækka, sem næmi tollum til þess að halda jafnvægi í utan- ríkisviðskiptum. Vegna toll- anna er því gengisskráning- in lægri sem tollunum nem- ur, sem aftur veldur því, að tekjur sjávarútvegs eru lægri í ísl. krónum en væri, ef gengið hækkaði og to'llar væru afnumdir. Tollar verða þannig óbeint skattlagning á útflutn- ing þótt þeim hafi upphaflega verið ætlað annað hlutverk og hindrun þess, að aðrar atvinnu- greinar geti nýtt sér útflutning sem skyldi. Fyrsta skrefið í innleiðslu auðlindaskatts er því algjört af- nám tolla og samsvarandi hækkun gengis. Að meðaltali veldur slík breyting engri verð- lagsbreytingu innflutnings, en leysir margan vanda, Tollar eru nú mjög misháir eftir vöruteg- undum og innflutningslöndum, sem veldur orðið vaxandi skekkingaráhrifum. Slíkt mis- ræmi hverfur, en jafnframt hverfa tolltekjur ríkissjóðs. Hvernig sá vandi leysist sést síðar. Gengislækkun sem þessi sam- fara afnámi tolla býður upp á ótal tækifæri til öflugs atvinnu- lífs innanlands: • Útflutningur iðnaðarvara býr loksins við rétta gengis- skráningu, sem býður heim ótal útflutningstækifærum. Jafnframt vex inn'lendur iðn- aður upp við starfsskilyrði, sem eru raunhæf til fram- búðar, en ekki tilbúinn til- verugrundvöil í skjóli tolla sem á síðari árum eru iðnaðinum þó í vaxandi mæli i óhag: tollur af hráefnum er hærri en af fullunnum vör- um. • Útflutningur alls konar þjón- ustu verður ‘hagkvæmari. Sömuleiðis verður samskon- ar þjónusta ódýrari hérlend- is en erlendis fyrir innlenda aðila. • íslendingar geta með aukn- um hagnaði stundað fólks- og vöruflutninga fyrir aðrar þjóðir. • Ferðalög innanlands verða samkeppnishæfari við utan- landsferðir og möguieikar fs- lands sem ferðamannalands aukast. Þótt hér sé staðar numið, gæti upptalningin verið mun lengri. Tækifærin eru óteljandi. AUÐLINDASKATTUR í STAÐ TOLLTEKNA Auðlegð fiskimiðanna og ná- lægð þeirra ásamt margs konar opinberum stuðningi við sjáv^ arútveg hefur gert það að verkk um, að framleiðni (framleiðsla á mann) er meiri í sjávarút- vegi en í öðrum atvinnugrein- um. Þegar gengisskráning hef- ur svo verið miðuð við að sjávarútvegurinn skili engum stórgróða, hefur öðrum útflutn- ingsgreinum, sem eru óvinsælli hjá fyrirgreiðslukerfinu, reynzt örðugt að stunda útflutning, einkum þar sem þær hafa þurft að borga hráefni sín fullu verði. Með hærra verði á erlendri mynt og tilkomu verðs fyrir hvert tonn af veiddum afla, mætti breyta þessu. Þannig gæti sjávarútvegurinn greitt verð fyrir sitt hráefni. Breytt gengisskráning gerir slíka greiðslu mögulega, því að út- gerðin fengi í sinn hlut þá hækkun í islenzkum krónum, sem af gengisbreytingunni hlýzt. ÁKVÖRÐUN upphæðar AUÐLINDASKATTS Sú gengisbreyting, sem sam- svarar afnámi tolla er tala, sem fcarf að finna með nákvæmum útreikningum. Ef miðað er við hlutfall tolltekna af innflutn- ingi á s.i. ári, kemur út um 17</, . verðhækkun erlendrar myntar. Þessi tala er þó einung- is vísbending, þar sem tollar lækkuðu um s.l. áramót. Einnig hafa viss aðflutningsgjöld breytzt og 18(/, vörugjaldið ruglar myndima. Viss hætta er á því, að upp- hæð auðlindaskatts verði ákveð- in eins og önnur verð i þjóðfé- laginu: af einhvers konar nefnd manna án tillits til markaðsað- stæðna. Verði svo, verður auð- lindaskattur álika gagnSlaust stýritæki til stjórnar fiskveið- um og vextir eru nú til jöfnun- ar framboðs og eftirspurnar eft- ir lánsfé og til stýringar fjár- magns til arðbærustu fjárfest- ingar í þjóðfélaginu. Ef auðlindaskatturinn er á- kveðinn of lágur, nýta arðbær- ustu útflutningsfyrirtækin ekki endilega allt leyfilegt aflamagn, heldur þurfa óskyidar skömmt- unarreglur að koma til. Ef verð- ið er hins vegar ákveðið of hátt, er ásóknin minni en æskilegt er og æskilegur hámarksafli verð- ur ekki veiddur. Það virðist því farsælast, að útgerðaraðilar hafi sjálfdæmi um það, hversu háan skatt þeir vilja greiða fyrir hvert tonn af leyfilegum há- mar-ksafla, sem ákveðið er í upphafi hverrar vertíðar. Slík verðmyndun eða ákvörðun upp- hæðar auðlindaskattsins eæti t.d. orðið á opinberu uppboði, þar sem útgerðaraðilar byðu i hvert tonn af leyfilegum afla. Sá fær mest, sem hæst verð vill borga. Með slíku fyrirkomulagi þarf þá einnig að tryggja, að útgerðaraðilar bindist ekki sam- tökum um verðtilboð. Sé slík samstaða útilokuð, er komið fyrirkomulag, sem stuðlar að hagkvæmustu nýtingu fiski- stofna af arðbærustu útgerðar- fyrirtækjum landsins. FRAMKVÆMD Fyrsta skrefið í framkvæmd auðlindaskattshugmyndarinnar er víðtæk kynning meðal at- vinnuvega landsins og könnun á afstöðu þeirra. Einnig þarf að kanna, hvernig þessi breyting fellur að samningum, sem við höfum gert viö' aðrar þjóðir og skuldbindingum við alþjóða- stofnanir. Einnig er athugandi, hvort fjárhagslegur stuð'ningur er fyrir hendi frá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum til þess að tryggja áfallalaus umskipti. Alg.iört afnám tolla verður mikil breyting, sem deila má um, hvort framkvæma eigi i áföneum eða í einu lagi. Ef á- fanealeiðin vevður valin, fylair óæskileg soákaupmennska vafa- laust hverri breytingu. Senni- lega er því betra að gera brevt- inguna i einu vetfanei. eftir að samþvkki hefur feneizt fyrir henni. Samhliða brevtingunni þarf einnia að aflétta höftum af verðmyndun í þióðfélaginu, svo að varanlegt iafnvæai geti skanazt sem fvrst. Jafnframt b»vf að hafa tilfækar aðeerðir í fiármálum hins ooinbera og í oeninaamálum til bess að tryggia farsælá framkvæmd brevtingarinnar. wammm ■ ’

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.