Alþýðublaðið - 09.11.1976, Side 5
Þriðjudagur 9. nóvember 1976
IÞROTTIR 5
VALSMENN TÖPUÐU
SÍNUM FYRSTU STIGUM
Björgvin Björgvinsson, aldrei
betri en nú.
Heil umferð var leikin í
1. deild íslandsmótsins í
handbolta um helgina.
óvæntustu úrslitin voru
þau/ að Valsmenn töpuðu
sínum fyrsta leik í
islandsmótinu/ fyrir Vik-
ingum, sem sigruðu 23-22.
Valur-Víkingur: 22-23.
Vikingar byrjuðu leikinn vel,
komust i 3-1. Þá náðu Valsmenn
að sýna afbragðs góðan leik,
harðir og ákveðnir i vörninni og
sóknin beitt. Komust þeir i 10-5,
stórsigur i aðsigi. 1 hálfleik var
staðan 11-8.
Vikingar komu tviefldir til
leiks i seinni hálfleik, Jón Karls-
son færður i yfirfrakka, auk
þess sem Rósmundur fór að
verja afburða vel. Ekki voru
liðnar nema 8 minútur, þegar
Vikingar jöfnuðu 14-14. Vals-
menn komust aftur yfir, og
þegar staðan var 18-16, var
Viggó Sigurðssyni visað af leik-
velli i 5 minútur. Bjuggust nú
allir við öruggum Valssigri. En
það var öðru nær. Þrjú næstu
mörk skoruðu Vikingar, þeir
héldu höfði og spiluðu skynsam-
lega, annað en hægt var að
segja um Valsmenn. A þessum
leikkafla átti Björgvin Björg-
vinsson snilldarleik, skoraði
m.a. með langskoti.
Siðustu minúturnar upphófst
mikill darraðardans, til dæmis
má nefna, að siðustu 45 sekúnd-
urnar voru skoruð 3 mörk, Vals-
menn tvö og Vikingur eitt. Leik-
urinn endaði sem fyrr sagði með
sigri Vikings, 23-22.
Vikingsliðið var ekki sérlega
sannfærandi i þessum leik. Þeir
léku þó af skynsemi, er mest
reið á. Langbezti maður vallar-
ins var Björgvin Björgvinsson.
Hann skoraði einnig flest mörk
Vikinga, ásamt Ólafi Einars-
syni, 7.
Valsliðið lék ágætlega á köfl-
um, sérstaklega um miðbik
fyrri hálfleiks. En þegar á móti
blés, héldu þeir ekki höfði og
einstakir leikmenn ætluðu sér
greinilega að gera allt einir.
Það virtist og hafa slæm áhrif á
sóknarleik Valsmanna þegar
Jón Karlsson var tekinn úr
umferð. Þorbjörn Guðmunds-
son var markhæstur Valsmanna
með 8 mörk.
iR-Fram: 23-19.
Ekki var það handbolti á
heimsmælikvarða, sem 1R og
Fram sýndu áhorfendum á
sunnudagskvöldið. IR-ingar
voru þó miklu friskari og áttu
sigurinn fyllilega skilið. IR-ing-
ar voru yfir allan timann og sig-
ur þeirra aldrei i hættu. 1 hálf-
leik var staðan 11-9, IR-ingum i
vil.
Frekar litið er um þennan leik
að segja. Undir lokin var þó
gaman að fylgjast með
sýnikennslu i þvi, hvernig á að
misnota opin marktækifæri.
Markhæstir IR-inga voru að
venju þeir Brynjólfur og Ágúst
með 5 mörk hvor.
Sigurbergur og Arnar voru
markhæstir Framara meö 4
mörk hvor.
Haukar-Þróttur: 22-11.
Haukarnir fóru létt með slakt
lið Þróttar á sunnudaginn. Ef
frá eru dregnar 15 fyrstu minút-
urnar, en þá hélzt leikurinn
nokkuð jafn, (5-4 fyrir Hauka
eftir 15 minútur) voru Haukarn-
ir minnst tveimur gæðaflokkum
yfir Þrótturum. Samt var leikur
Haukanna ekkert til að hrópa
húrra fyrir.
Að venju var Hörður
Sigmarsson langmarkhæstur
Haukanna með 10 mörk, þar af 8
úr vitum. Þess ber að geta, að
Hörður var klæddur i yfirfrakka
strax i upphafi leiks og frakkinn
látinn vera vel hnepptur allt .til
loka leiksins.
Markhæstur Þróttara var
Konráð Jónsson, með 3 mörk.
FH-Grótta/ 29-19.
Það eina sem yljaði áhorfend-
um i þessum leik (annað en
úrslitin fyri FH-inga), var góður
leikur Geirs Hallsteinssonar. en
hann skoraði 11 mörk i þessum
leik.
Leikurinn var sem sagt léleg-
ur. Gróttuliðið var alveg á
núllpunkti, með þessu
áframhaldi blasir ekkert annað
en 2 deild við þeim, enda búnir
að leika fimm leiki og tapa þeim
öllum.
—ATA
MARGIR SKEMMTILEGIR
LEIKIR Á AKRANESI
ÍA með opið unglingamót í badminton
A iaugardaginn fór fram opið
unglingamót i badminton. Fór
það fram á Akranesi'. Var þarna
samankomið mikið af efnilegu
badmintonfólki, sem á framtiðina
fyrir sér. Það hefur nefnilega
vantað mikið hingað til, að bad-
mintonfólk byrji snemma að æfa,
en núna virðist ekki skorta
áhugann, enda er hér um bráð-
skemmtilega iþrótt að ræða, sem
alltof litill gaumur hefur veriö
gefinn i fjöimiðlum.
Helztu úrlit mótsins á Akranesi
voru sem hér segir:
Crslit.
Einliðaleikur pilta:
Viðir Bragason, 1A, sigraði
Björgvin Guðbjörnsson, KR. 15-4
og 15-3.
Einliðaleikur sveina:
Gunnar Jónatansson, Val, sigr-
aði Þorgeir Jóhannsson, TBR, 11-
1 og 11-0.
Einliðaleikur drengja:
Jón Bergþórsson KR, sigraði
Björn Björnsson, 1A, 11-3 og 11-8.
Einliðaleikur hnokka:
Þórhallur Ingason, 1A sigraði
Arna Hallgrimsson, 1A, 11-4 og 11-
5.
Tviliðaleikur pilta:
Viðir Bragason og Björn
Björnsson, 1A, sigruðu Björgvin
Guðbjörnsson og Reynir
Guðmundsson, KR, 15-5 og 15-6.
Tviliðaleikur drengja:
Jón Bergþórsson og Agúst
Jónsson, KR, sigruðu Agúst
Sigurðsson og Gylfa Óskarsson,
Val, 15-10 og 15-3.
Tviliðaleikur sveina:
Gunnar Jónatansson og
Þorsteinn Jónsson, Val, sigruðu
Skarphéðinn Garðarsson og
Gunnar Tómasson, TBR, 12-15,
15-3 og 15-9.
Tviliðaleikur hnokka:
Þórhallur Ingason og Arni Þór
Hallgrímsson, 1A, sigruðu Gunn-
ar Mýrdal og Harald Gylfason,
1A, 15-9 og 15-6.
Einliðaleikur meyja:
Kristin Magnúsdóttir, TBR
sigraði Sif Friðleifsdóttur, KR,
11-3 og 11-2.
Tviliðaleikur meyja:
Hrefna Guðjónsdóttir og
Ragnheiður Jónsdóttir, IA, sigr-
uðu Sif Friðleifsdóttur og örnu
Steinsen, KR, 3-15, 17-14 og 18-14.
—ATA/MJA
Ég er kannski of ungur ennþá til að fá að taka þátt I móti, en eftir
nokkur ár skal ég svo sannarlega „bursta" alla þessa karla.
(Ab-myndir: MJA) .
Ef tii vill eru þetta tslandsmeistarar framtfðarinnar.