Alþýðublaðið - 07.12.1976, Side 8

Alþýðublaðið - 07.12.1976, Side 8
8 Þriðjudagur 7. desember 1976 ^SXíd’: BURSTAFBl Sími 38840 Aðalfundur Sambands dýraverndunarfélaga íslands: Skorar á yfirvöld að loka Sædýra- safninu Margar gerðir. Ullargólfteppi kr. 5.550,- 6.300,- 6.900,- 6.960,- ferm. Teppi úr gerfiefnum kr. 1.800.- 2.200.- 2.600,- 3.300.- 5.200,- Hagstæð greiðslukjör. Staðgreiðsluaf- sláttur. Við gerum föst verðtilboð. Ath. Opið til kl. 10 i kvöld TEPPABÚÐIN, Reykjavíkurvegi 60, Hafnarfirði, sími 53636 Áskriftarsími Alþýðublaðsíns er 14900 Jórunn Sörensen endurkosin formaður Aðalfundur Sambands dýra- verndunarfélaga tslands var haldinn 5. des. 1976. A fundinum skýrði formaöur frá þvi að forseti tslands dr. Kristján Eldjárn hefði veitt sam- bandinu þann heiöur að gerast verndari þess. Stjórn S.D.t. er forsetanum ákaflega þakklát fyrir þennan mikla heiöur og veit að þetta verður dýravernd á tslandi til framdráttar. Lýstu fundarmenn mikilli ánægju með þann heiður og viröingu er dýra- vernd er veitt á þennan hátt. A fundinum var siðan rakin skýrsla stjórnarinnar og kom þar fram að mjög mörg og margvis- leg mál hafa veriö á dagskrá stjórnarinnar þetta ár. T.d. var sagt frá trúnaðar- mannakerfi því er stjórnin er að koma á. öllum oddvitum lands- ins var ritaö og þeir beönir að til- nefna trúnaðarmann fyrir S.D.t. i sinum hrep'pi. Stjórninni til mikill ar ánægju eru svarbréf oddvit- anna óðum að berast og taka þeir allir mjög vel i þessa bón. Formaður skýrði frá tillögum þeim er stjórn S.D.Í. hefur sent fulltrúa sinum i dýraverndun- arnefnd rikisins, en nefndin fékk það hlutverk i sinu skipunarbréfi að endurskoða lögin um dýra- vernd. Jórunn Sörensen. Einnig flutti fulltrúi S.D.Í. Sigurður Richter, i fuglafriðunar- nefnd rikisins erindi um störf nefndarinnar. Einnig samþykkti aðalfundur- inn að skora á yfirvöld að loka Sædýrasafninu tafarlaust og aflifa þau dýr sem þar eru á mannúðlegan hátt. Eftirfarandi menn voru kosnir i stjórn S.D.l. Formaður Jórunn Sörensen, meðstjórnendur: Gunnar Steinsson, Ólafur Jóns- son, Hilmar Norðfjörð, Gauti Hannesson, Kristleifur Einarsson og Paula Sörensen. Varamenn: Skúli Ólafsson, Alf- heiður Guðmundsdóttir, Sverrir bórðarson, Sólveig Theódórs- dóttir. Fyrirframsala af afurðum komandi vertíðar: Rússar kaupa 13.700 tonn af loðnumjöli S.l. föstudag var undirritaöur i Reykjavik samningur við sov- ézka fyrirtækiö Prodintorg V/O um sölu á 13.700 lestum af loðnu- mjöli og 1.000 lestum af fiskmjöli til afgreiöslu á fyrra helmingi næsta árs. Er hér um aö ræöa fyrirframsölu á afuröum kom- andi vertiðar og munu flestallar loðnuverksmiöjur landsins fram- leiða upp i samninginn. Seljendur eru Sjávarafuröadeild Sambands isl. samvinnufélaga og Haukur Björnsson, en samningurinn er geröur i samráði við Félag isl. fiskmjölsframleiðenda og I sam- vinnu við nokkra helztu útflytj- endur fiskmjöls eins og fyrri mjölsamningar við Sovétrikin. Er heildarverðmæti samningsins um 1300 milljónir króna. Af hálfu sovétmanna önnuðust samningsgerðina hr. Shchekin, viðskiptafulltrúi Sovétrikjanna á Islandi -og fulltrúar Prodintorg, hr. Survonov og hr. Zevakin. Samingsgerðina af Islands hálfu önnuðust þeir Siguröur Markús- son framkvæmdastjöri og Ólafur Jónsson aðstoðarframkvæmda- stjóri hjá Sjávarafurðadeild Sambands isl. samvinnufélaga, svo og Haukur Björnsson. Mun Sjávarafurðadeildin sjá um framkvæmd þessa samnings á sama hátt og fyrri mjölsamninga viö Sovétrikin.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.