Alþýðublaðið - 11.01.1977, Qupperneq 4
4 SJONJUIIMID
Þriöjudagur 11. janúar 1977
Erfið barátta og ójöfn
Heldur virðist manni
sem nú sé að dofna yfir
baráttunni fyrir jafnrétti
kynjanna/ þótt árið 1975
hafi lofað nokkuð góðu
um framhaldið. Á siðasta
ári gerðist það einna helzt
i þessum efnum, að svo-
kallað Jafnréttisráð var
settá laggirnar, i nokkurs
konar framhaldi af Jafn-
launaráði, sem þá leið
undir lok.
Á blaðamannafundi, sem
haldinn var við það tækifæri
sagðist stjórn ráðsins m.a. ætla
að hefja skelegga baráttu fyrir
þvi, að starfsauglýsingar
höfðuðu ekki lengur til annars
kynsins, heldur yrði eingöngu
óskað eftir ..starfskröftum” til
einhverra. ákveðinna starfa.
Þetta markmið er i sjálfu sér
góðra gjalda vert, og um leið og
þvi væri náð, væri stór áfangi að
baki i baráttunni fyrir jafnrétti
kynjanna.
En hvernig sem á þvi stená-
ur, auglýsir Moggi i grið og erg
eftir „stúlkum til skúringa” og
framgjörnum karlmönnum i
ábyrgðarstöður”. Eitthvað
virðist þvi hafa gengið á skjön i
baráttunni þeirri arna, eða
hvað?
Prófmál aldarinnar.
Þingritaramálið svonefnda
hefur vakið mikla athygli, enda
merkilegt fyrir margra hluta
sakir. Mönnum til glöggvunar
skal aðdragandi þess rakinn hér
i stuttu máli.
Ragnhildur Smith hafði starf-
að sem þingritari hjá Alþingi
um nokkura ára skeið. Var starf
hennar, svo og annarra þingrit-
ara einkum fólgið i þvi að skrifa
ræöur þingmanna upp af segul-
bandsspólum. Við ráðningu kom
i Ijós, að starf Ragnhildar var
talið miðast við 13. launaflokk,
og fékk hún laun sem svöruðu til
hans. Sama máli gegndi um
hina kvenritarana, sex að tölu.
Hróplegt misrétti.
Það kom hins vegar á daginn,
að Alþingi greiddi mun hærri
laun til karlmanns, Jóns Ólafs-
sonar, sem einnig var þingrit-
ari. Fékk hann greidd laun sem
svöruðu til 18. launaflokks.
Þegar upp komst um þetta
misræmi i launagreiðslum,
vildu kvenþingritararnir ekki
una þessu misrétti, en hótuðu að
segja uip störfum fyrirvara-
laust, ef þeir fengju ekki leið-
réttingu sinna mála.
Leiddi það til bráðabirgða-
samkomulags, sem var i þvi
fólgið, að konurnar hækkuðu
um tvo launaflokka. Þær sáu
hins vegar fram á að ekki feng-
ist nema óveruleg leiðrétting á
þvi ranglæti sem þær töldu sig
hafa verið beittar, og sögðu þvi
allar upp störfum i april 1974.
Þegar hér var komið sögu,
hafði Jón Ólafsson einnig fengið
nokkrar kjarabætur, og miðuð-
ust laun hans við 21. launaflokk.
Málssókn.
Varð þetta til þess, að konurn-
ar, með Ragnhildi Smith i
fararbroddi, höfðuðu mál gegn
Alþingi. Var krafa Ragnhildar
sú, að stefndu yrði gert að
greiða henni hluta mismunar
launa með ársvöxtum.
Við vitnaleiðslur voru kvaddir
til ýmsir starfsmenn Alþingis
svo og aðrir, sem kunnugir voru
málinu. Jón Ólafsson mætti hins
vegar aldrei þrátt fyrir itrekuð
fyrirmæli þar að iútandi.
Og þá er komið að hinum ,,já-
kvæðu” áhrifum, sem Jafn-
launaráð hafði þarna á gang
mála. Var það fengið til að meta
Jóhanna S. Sigþorsdottir
störf þingritaranna, og fjailaði
það um málið á hvorki meira né
minna en 8 fundum.
Niðurstöður ráðsins voru á þá
leið, að störf Jóns Ólafssonar
væru ekki sambærileg við störf
kvenþingritaranna. Þrátt fyrir
staðhæfingar stefnenda og
trúnaðarmanna starfsmanna-
félags Alþingis um að störfin
væru samskonar, treysti ráðið
sér ekki til að hnekkja fullyrð-
ingum skrifstofustjóra Alþingis
um að Jón hafi, auk vélritunar,
unnið ýmis mikilvæg störf, sem
réttiættu það að hann væri i
hærri launaflokki.
Auk þess óskaði Jafnlaunaráð
ekki eftir AÐ GERAST AÐILI
AÐ MALI ÞESSU, eða með öðr-
um orðum, það treysti sér ekki
til að gegna hlutverki sinu.
Tiu gegn einum.
Og það er ef til vill ekki nema
von, að litið miði i jafnréttisbar-
áttunni, ef staðið er svipað að
henni og þessu dæmalausa máii,
þar sem framburður eins vitn-
is, þ.e. skrifstofustjóra Alþingis,
er metinn meira en framburður
tiu venjulegra vitna. En það
verður nokkuð fróðlegt að fylgj-
ast með framvindu málsins i
„kerfinu” og sjá hvaða af-
greiðslu það hlýtur i Hæstarétti,
en þar mun það verða tekið fyrir
innan skamms.
ÚB YMSIIM ÁTTUM
Að selja vinnuafl
sitt, ekki líf sitt
og limi
Gunnar Eydal, lögfræðingur,
hefur sýnt mikinn áhuga á þvi
að kynna almenningi ýmiss lög-
fræðileg atriöi varðandi rétt
fólks og skyldur.
STARFSMANNAFELAG RIKISSTOFNANA
| XVIII. Abo~~
FEUM
ÞWIOJUOAOUW 21 WHMI»
I desemberhefti Félagstiö-
inda, sem gefin eru út af Starfs-
mannafélagi Rikisstofnana seg-
ir Gunnar á þessa leið um
öryggisráðstafanir á vinnustöð-
um:
„Enginn vafi er á þvi, að
öryggismálum er viða mjög
áfátt á vinnustöðum opinberra
starfsmanna eins og annarra
launþega í landinu. Að minnsta
kosti er það staðreynd, að
öryggismálum á vinnustöðum
er gefinn minni gaumur hér á
landi heldur en i nágrannalönd-
unum.
Þess má geta, að það er nýtil-
komið, að ákvæði um öryggis-
mál á vinnustöðum séu tekin inn
i kjarasaminga BSRB. Fram til
þessa höfðu menn verið i þeirri
trú, að lögin um öryggisráðstaf-
anir á vinnustöðum næðu til
opinberra starfsmanna eins og
flestra annarra launþega i land-
inu.
Það viðhorf hefur nú hins veg-
ar komið fram af hálfu fjár-
málaráðuneytisins, að lög þessi
um öryggisráðstafanir nái ekki
til opinberra starfsmanna.
Það sýnir e.t.v. betur en
margt annað það áhugaleysi
sem rikt hefur um öryggismál,
aö i lögum er gert ráð fyrir, að i
hverju fyrirtæki, þar sem 5
starfsmenn eða fleiri vinna að*
staðaldri, sé heimilt að velja
trúnaðarmenn öryggismála.”
Síðan er vikið að þeim mál-
um, sem trúnaðarmennirnir
eiga að sinna varöandi öryggis-
mál og öryggiseftirlit á vinnu-
stöðum.
Að lokum segir Gunnar Ey-
dal: „Það segir sina sögu um
afskiptaleysi um öryggismál á,
vinnustöðum, að þessir trúnað-
armenn öryggismála hafa
aldrei verið valdir eða kosnir og
ekki er vitað að eftir þvi hafi
verið leitað.”
Höfundur segist, að visu ekki
leggja fram tölur þessu til stað-
festingar, en segir að lokum:
„En verum minnug þess, að
starfsmenn selja atvinnurek-
endum aðeins vinnuafi sitt, ekki
lif sitt og limi.”
Endurskipu-
lagning kjör-
dæmanna
1 timaritinu Stefni, sem gefið
er út af Sambandi ungra Sjálf-
stæðismanna, 5. og 6. tbl. 76,
birtast nokkrar ágætar greinar
um kjördæmamálið. Þá er
þarna einnig sameiginleg álits-
gerð um kjördæmaskipan og
kosningarétt, sem fulltrúar
Sambands ungra Jafnaðar-
manna, Sambands ungra
Framsóknarmanna og Sam-
bands ungra Sjálfstæðismanna
hafa sent frá sér.
1 grein sem Finnur Torfi
Stefánsson, lögfræðingur skrif-
ar segir svo: „Hin persónulega
S7EFNIR
kosning dregur mjög úr svo-
nefndu flokksræði. Þannig yrði
úr sögunni hið ólýðræðislega
fyrirbrigði, sem kallað hefur
verið „öruggt sæti”, það er sæti
á flokkslista sem er svo tryggt
að hvorki útstrikanir né stórtap
flokksins í kosningum kemur i
veg fyrir kjör sætishafa.
Ekki er óliklegt að minna
flokksræði þýddi jafnframt
virkari og betur upplýsta þing-
menn. Menn yrðu að byggja á
sjálfum sér meir og nægði ekki
að treysta á flokkinn.”
Þá víkur Finnur Torfi að jöfn-
un kosningaréttarins yfir landið
i heild. „Jöfnun kosningaréttar
og hins breytilegu mörk kjör-
dæma gætu haft fleira i för með
sér, en hinn siðferðislega ávinn-
ing sem fellst i að koma á jöfn-
uði manna gagnvart þessum
lýðréttindum.
Kjósendum að baki þeim
þingsætum, sem nú hafa fæst
atkvæði að baki, mundi fjölga.
Breytileg mörk kjördæmanna
gerðu minna úr áhrifum kjör-
dæmaskipunar sem umdæma-
skiptingu hagsmunasvæða.
Þetta gæti dregið úr fyrir-
greiðslupólitik og ýtt undir, að
þingmenn sinni landstjórn
meir.”
—BJ
Flokksstarfió
Samband Alþýðu-
flokkskvenna
Stjórnmálanefnd. Fundur verð-
urhaldinn i Hamraborg l.Kópa-
vogi.miðvikudag 12. janúar kl.
8.30. Ásgeir Jóhannesson talar
um Sameinuðu þjóðirnar.
Stjórnin.
Kvenfélag Alþýðu-
flokks i Kópavogi og
Garðabæ
heldur fund i Hamraborg 1
mánudaginn 17. jan. kl. 8.30.
Gestur fundarins verður Arni
Gimnarsson ritstjóri.
Stjórnin.
Hringið til okkar
og pantið föst'
hverfi til að
selja blaðið í.
Alþýðublaðið -
afgreiðsla
sfmi 14900