Vísir - 19.06.1972, Blaðsíða 2
VÍSIR. Mánudagur 19. júni 1972
Hann tók myndir af dauöastriöi
skipsins
Hefði verið ískyggilegt í vondu veðrí
— segir forstjóri Slysavarnarfélagsins
l>arna er einn af nýsköpunar-
togurunum okkar að hverfa i
hafiö eftir langa og dygga þjón-
ustu. Þessi skip cru nú tryggö
fyrir 15 milljónir króna og er það
föst trygging, sem fjárhæöa-
nefnd fiskiskipa ákveöur hverju
sinni.
Pótt 15 milljónir séu ekki há
upphæö i útgerð nú tii dags er
ekki vafi á aö þetta skip hefur
skilaö á land verðmæti scm
nemur hundruöum milljóna
undanfarna áratugi.
..Þaö hefði verið iskyggilegt ef
þetta hefði skeð i svartasta
skammdeginu og veður hefði
verið slæmt” sagði Henry Hálf-
dánarson hjá Slysavarnar-
félaginu i samtali við Visi. Hann
sagði einnig að mönnum léki
mikil forvitni á að vita hvað fyrir
hefði komið, þvi almennt væru
nýsköpunartogararnir taldir með
beztu sjóskipum heims. Ekki
kom til þess að Slysavarna-
félagiö þyrfti að gera ráðstafanir
vegna þessa slyss, þar sem mörg
skip voru þarna i grendinni og
kom Narfi mjög fljótt á vettvang.
Hamranes var tryggt hjá
Almennum tryggingum og i
morgun hófust sjópróf i málinu og
kemur þá væntanlega eitthvað
fram sem skýrir þetta sjóslys.
Það er ekki oft sem hægt er að
birta myndir af skipi frá þvi
að það er að bygja að
siga i sjó og þar til það er
horfið af yfirborðinu. En á
hér á siðunni, er auðvelt að gera
sér i hugarlund hvernig þetta
hefur gengið fyrir sig eftir að
sjórinn fór að fossa inn i skipið.
Þaö byrjar að siga eftir þvi sem
þaö þyngjist og siðan fer það að
hallast. bað þyngjist stöðugt
meira að aftanveröu og brátt fer
að flæöa yfir skutinn. Og þrátt
fyrir hetjulega baráttu þessa
gamla aflaskips hefur Ægir yfir-
höndina eins og svo oft áður.
Áhöfnin getur ekkert gert til að
afslýra slysinu og siðast er það
aðeins stefnið sem ris hátt uppúr
sjó og er það siðasta kveðja tog-
arans sem lengi bar nafn þess
fræga kappa Egils Skallagrims-
sonar. —SG