Vísir - 19.06.1972, Síða 21

Vísir - 19.06.1972, Síða 21
VÍSIR. Mánudagur 19. júni 1972. 21 o □AG | D KVÖLD | Q □AG | D KVÖ L Dl Q □ AG | Brynja Norðquist og Rúnar Björgvinsson hafa sameinað svarta og hvita i lokaatriðinu i „Svart og hvitt” eftir Helgu Mölier og Henný Hermannsdóttur, og þarna eru karkkarnir að mynda friðarmerkið. Henný Hermannsdóttirfannar höfundur dansins,sést á miðri myndinni sitjandi á gólfinu. Sjónvarp kl. 21,25 í kvöld: „SVART OG HVÍTT" Jazzballett eftir Henný Hermannsdóttur og Helgu Möller ,,ícg vil eiginlega frekar kalla þetta dans, segir Henný Her- mannsdóttir um „jazzballet” hennar og Ilelgu Möllcr, sem sýndur verður i sjónvarpinu i kvöld. „Þetta er hvorki jazz eða bailett. Við söindum dansinn eftir að hafa hlustað á plötu með Santana „non-stop” músík i tutt- ugu minútur, og þá fékk ég áhuga á að „improvisera” eitthvað út frá áhrifunum sem músikin hafði á mig. Svo varð dansinn til og kringum hann byggjum við söguþráðinn um svarta og hvita krakka og samskipti þeirra. Það er rigur á milli þeirra eins og alltaf er þegar negrar og hvitir menn eiga að lifa saman i sátt og samlyndi. En i þessum hóp taka þau sig til tvö, stelpan svört og strákurinn hvitur og sameina krakkana i frið og ást. Þessir 20 krakkar, sem dansa þarna koma eiginlega sitt úr hvorri áttinni, flest úr skóla. Ég valdi þá til þess að dansa i þess- um dansi og reyndi þá að finna sérstakar týpur i svertingjana. Nú við fórum svo að æfa þetta og það kostaði mikla vinnu og kannski voru mestu erfiðleikarnir að ná i krakkana. Þau voru þá i skólanum eða að vinna og við urðum að finna sam- eiginlegan tima til að koma sam- an. En þetta tókst nú samt að lok- um. Ég get ekki annað sagt en að ég sé ánægð með árangurinn, krakkarnir standa sig vel og mér finnst þetta koma vel út hjá sjón- varpinu. Mig langaði að sýna eitthvað nýtt og ég held að okkur hafi tekizt það, að sýna þessi vanda- mál,minnsta kosti hef ég ekki séð neitt þessu likt hérna. Nei þetta er ekki fyrsti dansinn sem ég hef samið, en hann er sá lengsti. Eg byrjaði á þessu 15 ára, þá samdi ég fyrsta dansinn minn, segir Henný að lokum, og mig langar að semja fleiri dansa, langar að gera eitthvað meira en bara að kenna dans.” „Þetta er miklu frekardans hcld ur en jazzballett”, segir ilcnný Hermannsdóttir. SJÓNVARP • Mánudagur 19. júni 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Faðir i nauð. Brezkt sjón- varpsleikrit. Aðalhlutverk Michael Craig og Jill Melford. Þýöandi Jón Thor Haraldsson. Fráskilinn faðir stendur frammi fyrir þvi vandamáli, að eiginkona hans fyrrverandi hleypst á brott til Suður- Ameriku og lætur honum eftir að annast tvíburana, syni þeirra. 21.25 „Svart og hvftt”. Jazzball- ett eftir Henný Hermannsdótt- ur og Helgu Möller. í ballett- inum eru túlkuð samskipti jr Georg Amundason & Co., Suðurlandsbraut 10 Símar: 81180-35277 S- H «■ «■ «- «■ !> «■ «■ «■ «- «■ «■ «■ «- «■ «- ' «- «- «- «- «- «- «■ «■ «- «• «- «■ «■ «■ «- «■ «■ «• «■ «• «■ «- «- «■ «- «- «- «■ «- «- «■ s- «• «■ «- «■ «- «■ «■ «- «- «- «- «■ «■ «■ «■ «-. «■ «■ «■ «■ «- «- «- «■ «■ «- «■ «• «• «■ «• «■ «■ «■ «■ «■ «■ «- «- «■ «- «- «- «■ «• «• «• «• «■ «■ «■ «• «- «- «■ «- «• «- «■ m m Irá Spáin gildir fyrir þriðjudaginn 20. júni. Hrúturinn, 21. marz—20. april. Fremur rólegur dagur, að sumu leyti ef til vill helzt til rólegur. Þú ættið að einbeita þér að hversdagslegum skyldustörfum, venju samkvæmt. Nautið, 21. april—21. mai. Einhverjar upp- lýsingar, sem þú hefur byggt á, kunna að reyn- ast miður haldgóðar. Fyrir bragðið er liklegt að þú verðir að breyta ákvörðunum þinum. Tviburarnir, 22. mai—21. júni. Allgóður dagur, eiknum þegar á liður, ef þér tekst áður að koma þvi i verk, sem mest kallar að svo þú getir slak- að eilitið á. Krabbinn, 22. júni—23. júli. Það litur út fyrir að dagurinn einkennist af seinlæti, og fátt gerist sem ber öðru hærra. En þú ættir að geta afkast- að talsverðu, eigi að siöur. Ljónið,24. júli—23. ágúst. Taktu lifinu meö ró i dag, og ef það er eitthvað sérstakt, sem þú þarft að koma i verk, skaltu beita lagi og fara hægt að öllu i þvi sambandi. Meyjan, 24. ágúst—23. sept. Gerðu þér ekki neina rellu út af smámunum, og þá getur dagur- inn orðið affarasæll. Ef til vill finnst þér sumt ganga heldur seint, en viö þvi verður ekki gert. Vogin,24. sept—23. okt. Þetta getur orðiö dálitiö vafstursamur dagur, að minnsta kosti fram eft- ir, en sennilegt að ekkert sérlega neikvætt gerist þrátt fyrir það. Drekinn, 24. okt,—22. nóv. Það er mjög hætt viö að dagurinn einkennist af nokkurri þreytu, ef til vill hvað þig sjálfan snertir, ef til vill aðra i kring um þig. Bogmaðurinn, 23. nóv.—21. des. Þetta veröur dálitið erfiöur dagur hvaö það snertir, að allt gengur seinna en þú vildir, en þó ætti öllu aö miða i réttu áttina. Steingeitin, 22. des,—20. jan. Þetta veröur að mörgu leyti affarasæll dagur, ef þú gætir þess að beita lagi og láta hlutina gerast að sem mestu leyti af sjálfu sér. Valnsberinn, 21. jan—19. febr. Atburöalitill dagur að þvi er séð verður en það sem kann að gerast, verður þó aö öllum likindum fremur já- kvætt. Kvöldið ánægjulegt. Fiskarnir, 20. febr,—20. marz. Taktu llfinu meö ró I dag, og sinntu ekki neinum eftirrekstri. Dag- urinn er ekki vel til þess fallinn aö fitja upp á neinu nýju, en annars affarasæll. {í -t: -tt * -d -d -Ú -Ú ■d -U -ít -tt -tt -ti -» -t: •t: -ít -t: C' -» -ít -t: •0: -ít -tt •ít -tt -tt -tt -tt -tt -t: -ú -yt -tt -Ot -tt -ÍI -tt -tt -tt -tt -t: -Ot -0: -Ot -Ot -tt -Ot -Ot ■Ot -tt -{t -t: -tt -Ot -Ot -Ot -Ot -ít -Ot -Ot -Ot -tt -tt -Ot -Ot -Ot -Ot -ot -t: -0: -Ot -Ot -Ot -yt -Ot -ot -Ot -ot -Ot -Ot -ot -01 -tt -tt -ít -tt -ot -Ot -01 «-j^j?VJ?J?J?J?J?J?J?J?J?J?J?J?J?J?J?J?J?J?J?J?J?J?J?J?J?J?J?J?'J?'VJ?J?J?J?J7-J?J?J?-{' hvitra manna og hörunds- dökka, en fyrir tilstilli eins úr hvorum hópi, kemst á friður eftir meting og strið. Tónlist „Santana”. Leikmynd Björn Björnsson. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 21.45 Úr sögu siðmenningar. Fræðslumyndaflokkur frá BBC 11. þáttur. Náttúrudýrkun. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.35 Dagskrárlok. IÍTVARP # MÁNUDAGUR 19. júni. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Siðdegissagan: „Einkalif Napóleons” eftir Octave Aubry I þýðingu Magnúsar Magnús- sonar. Þóranna Gröndal les (18). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 Miðdegistónleikar: Kammertónlist. 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. Saga frá Lapplandi: „Lajla” eftir A. J. Friis. Þýðandi : GIsli Asmundsson. Kristin Svein- björnsdóttir les (3). 18.00 Fréttir á ensku. 18.10 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Daglegt mái. Páll Bjarna- son menntaskólakennari flytur þáttinn. 19.35 Um daginn og veginn. Val- borg Bentsdóttir skrifstofu- stjóri talar. 19.55 Mánudagslögin 20.30 tþróttalif. örn Eiðsson seg- ir frá ólympiuleikum. 20.55 Söngfélagið Gigjan á Akur- eyri syngur. 21.30 Útvarpssagan: „Nótt I Blæng” eftir Jón Dan. Pétur Sumarliöason les (6). 22.00 Fréttir. 22.15 Veöurfregnir. Búnaðarþátt- ur= Um æðarvarp i Dýrafirði. 22.40 Hljómplötusafnið. 22.35 Fréttir I stuttu máli. Dag- skrárlok.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.