Vísir - 28.08.1972, Blaðsíða 2
2
Visir Mánudagur 28. ágúst 1972
risntsm:
Hafið þér trú á því að
Bretar sendi allan togara-
flotann (200) á islandsmið
1. september?
Björk Aftalstcinsdóttir, hús-
móhir: Nei ábyggilega ekki. Eg
trui þvi aldrei að þeir geri þaö.
Itagnar Guömundsson, bæjar-
starl'smaöur: ,Já, ég býst viö þvi.
Kannski ekki allan flotann en
mikinn hlula af honum.
Asgcir Sigurösson. bifreiðastjóri:
Nei. l>cir senda hann nú ekki
allan. Kn þó held ég aö mikill
hluti togaranna sigli hingaö.
Kigum viö að segja 50-60.
Ásmundur Sigurösson, bifreiða-
stjóri: Nú veit ég ekki. Þeir senda
sjálfsagt eitthvað af flotanum.
Kkki veitir af þaö verður áreiðan-
lega þorskastrið, hvað sem það
kemur til með að standa lengi
yfir.
Kristjana Friðriksdóttir, banka-
mær: Ég veit það ekki, hef ekki
fylgzt nógu vel með málinu. Það
getur vel verið að þeir sendi
hingað nokkra togara,
Margrét isdal, nemandi: Ég hef
ekki hugmynd um það. Jú ég býst
við þvi. Annars er mér alveg
sama.
Er „SKÁK" útbreidd-
asta rit landsins?
Ctgáfa ci nv igisblaös in s
(Timaritiö SKAK) cr cinstætt i
hlaöa og timaritasögu islcndinga,
fullyrðir Jóhann Þórir Jóns-
son, eigandi hlaösins viö Visi.
Þctta cr i fyrsta sinn sem blað cr
gefið út á þrcm tungumálum i
scnn, á tslandi. Upplagiö cr mjög
stórt, þaö cr cina scm ég get látið
uppi, jafnvcl stærra cn önnur blöö
á íslandi. Þaö cr sclt iit um allan
licim hcld ég mcgi segja — ncma i
Kússlandi. Þcir hafa ckki cnn
sýnt áhuga á aö kaupa þaö, cn
Kússarnir scm hérna cru staddir
cru mjög hrifnir af blaöinu. Þá cr
áhugi hérlcndis mjög mikill cnda
hcfur hlaöiö ótvírætt safngildi.
„Við erum um 12 sem vinnum
við útgáfuna og er mikið annriki
og allir hafa nóg að starfa,” segir
Jóhann. Ingvar Asmundsson er
ritstjóri en honum til aðstoöar er
llelgi Sæmundsson og skrifar
hann lastan pistil i hvert blaö.
Svetosar Gligoric stórmeistari
frá Júgóslaviu hefur tekið að sér
að annast skýringar á skákum
einvigisins: Mikael Magnússon
sér um þýðinguna yfir á ensku,
Árni Bergmann,Helgi Ilaraldsson
og frúr þeirra sjá um rússnesk-
una. Þá eru konur Jóhanns og
Ingvars mikilvægir tengiliðir við
dreifingu blaðsins. Jón Kristins-
son skákmeistari er ,,reddari”
ofl. ofl.
Ýmsir mektarmenn, rit-
höfundar og skáld hafa skrifað i
blaðið m.a. Matthias Jóhannes-
sen Svava Jakobsdóttir, Indriði
G. Þorsteinsson og Guðmundur
Danielsson.
Það er mikill hraði á öllu þegar
koma þarf blaðinu áleiðis i prent-
smiðjuna, Ingólfsprent. Þar sér
Birgir Sigurðsson um að setja
það. en Birgir var áður ritstjóri
Timaritsins Skákar um langt
skeið.
,,K1. 7 fæ ég fyrstu leikina úr
Ilöllinni til setningar, frá Jóni
Kristinssyni segir Birgir. Siðan
berast 3 sendingar fram til kl 10.
Þegar skákinni er lokið koma
Ingvar og Helgi með afganginn.
Setningu blaðsins er svo lokið kl.
10.30 Þá eru lesnar prófarkir og
siðan er það sent i myndamót þar
sem þvi er komið fyrir á plötur.
Kl. 5 er svo byrjað að prenta og
kl. 7 fer blaðið i bókbandið Arnar-
fell og um áttaleytið er það komið
út.” ,.Nei ég set ekki rússneska
letrið, það er vélritað og siðan
myndað,” segir Birgir.
..Undantekningalitið er blaðið
komið i hendur áskrifenda fyrir
hádegið,” segir Jóhann Þórir.
Uóstþjónustan sér um alla dreif-
ingu og hefur sýnt að hún er fylli-
lega starfi sinu vaxin. Blaðið er
sent i flestar bókabúðir á Reykja-
vikursva'ðinu og einnig nokkuð út
á land. Þa er það selt i Höllinni.
Fantanir eru alltaf að berast
bæði innanlands og erlendis frá.
llérna er ég t.d. með bréf frá
Suður-Afriku.” Og Jóhann sýnir
okkur svart á hvitu hvaðan þessi
pöntun barst.
,,Jú. þetta er gifurlega
kostnaðarsamt.” segir Jóhann.
,.að gefa svona blað út.” Þetta
hefur aldrei gerzt áður að sér-
stakt einvigisblað hafi verið gefið
út i tilefni heimsmeistaraeinvigis
i skák.
Það rýrir heldur ekki gildi þess
að Skáksambandið hefur veitt
okkur einkaleyfi á útgáfu sliks
rits. Engin blöð mega sem sé
birta efni þess i sinum blöðum. Til
að vega upp á móti kostnaðinum
eru auðvitaö auglýsingarnar. Það
hefur gengið bæði vel og illa að
safna þeim — menn hafa yfirleitt
verið vinsamlegir i garð okkar
eins og kannski sézt á magninu:
■ 152 auglýsingasiður i 19
blöðum.”
Og nú dregur að lokum þessa
heimsmeistaraeinvigis og ein-
vigisblöðum Timaritsins Skákar
að fækka. Aðstandendur þess
hafa gert ótrúlega hluti með út-
gáfunni — nokkuð sem fáum
hefur tekizt. GF
Svetosar Gligoric, skákskýrandi cinvigisblaösins og Ingvar Asmundsson ritstjóri bera saman bækur
sinar. Fjær sjást Ilelgi Sæmundsson, nienningarpostuli blaösins og Mikacl Magnússon enskuþýðandinn.
Birgir.Sigurðsson: — Nei, ég set ekki rússneska letrið, það er vélritað og siðan Ijósmyndað og sett á filmu.
Jóhann Þórir og Sigurður I Myndamót að skeyta Og loks er SKAK boöið til sölu i Laugardalshöllinni.
saman einvigisblaðið.sem siðan fer beint til prentun-
ar i Ingóifsprenti.