Vísir


Vísir - 28.08.1972, Qupperneq 6

Vísir - 28.08.1972, Qupperneq 6
6 vísm Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjórit' Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611 (5 linur) Askriftargjald kr. 225 á mánuöi innanlands i lausasölu kr. 15.00 eintakið. Blaðaprent hf. I minningu kenningar Kommúnisminn átti samkvæmt bókstafnum að afnema stéttaveldi og með þvi binda enda á arð- rán og tryggja frið. Stefnuskrá kommúnista- flokks Sovétrikjanna tiltók fyrir aðeins einum tug ára, að „sósialisminn skákaði heimsvaldastefn- unni með nýrri tegund samskipta milli rikja”, eins og komizt var að orði. í heimi sósialismans skyldi verða friður. Samkvæmt kenningunni voru styrjaldir afleiðing drottnunar og stéttakúgunar. Strið milli tveggja sósialistiskra rikja var óhugs- andi. Það var hrein þversögn við kenninguna. Klofningur kommúnistaheimsins er hins vegar mjög svo augljós staðreynd. I deilunni um aðild Bangladess kom til dæmis berlega i ljós barátta tveggja stórvelda kommúnismans um áhrifa- svæði i anda heimsvaldastefnunnar. Sovétmenn fóru ekki með spott i gömlu sam- þykktunum um friðarheiminn. Kenningin sagði þeim að friður skyldi rikja milli sósialistiskra rikja, þótt strið gæti orðið við auðvaldsriki. Hernámið á Tékkóslóvakiu sannaði, að kenn- ingin var röng. Valdhafar Sovétrikjanna töldu ekki annað unnt en að fara með ófriði inn i annað sósialistiskt riki. Réttlætingartilraunir þeirra voru litils virði. öllum, jafnvel harðgerustu kommúnistum var deginum ljósara, hvað þar gerðist. Italski kommúnistaforinginn Togliatti markaði fráhvarf frá kenningunni, sem flokkur hans byggir nú á, þegar hann gagnrýnir sitthvað i að- alstefnu flokksins i Moskvu. Hann sagði: „Það vekur óróa meðal alþýðunnar og fjölda kommún- ista, að svo hvassar deilur hafa sprottið milli tveggja rikja, sem urðu sósialistisk við sigur i tveimur miklum byltingum. Þetta veldur efa um kenningar sósialismans.” Svo fórust Togliatti orð um deilur Sovétrikjanna og Kina, áður en hann lézt. Sáttaviðleitni hans lika i kommúnistaheiminum var unnin fyrir gýg. Ágreiningurinn varð ekki jafnaður. Eina lausnin yrði, að Kinverska alþýðulýðveldið varpaði sér að nýju undir aga Sovétrikjanna, en það yrði ekki fengið fram nema með hernaðarsigri Sovét- manna eða svikum. Með vopnum heimsvaldastefnunnar börðust stórveldi kommúnismans. í fyrstu trúðu margir, að ágreiningurinn stafaði af valdabrölti og ósátt- fýsi nokkurra foringja i herbúðum beggja. Kinverskir og sovézkir kommúnistar stóðu báðir á grundvelli marx-leninismans. Þvi keppt- ust þeir við að sanna ágæti sitt með sem áköfust- um tilvitnunum i verk Marx, Engels og Lenins, samfara hvössum ásökunum hvor á annan um svik við kenninguna og þjónustusemi við auð- valdið. Kenningin reyndist röng. Kinverjar og Sovét- menn ráðast hvor gegn öðrum með sams konar orðavali og að þvi er ætla mætti sömu réttlæt- ingu. En hinn óstöðvandi þrýstingur kemur af þjóðernislegum hagsmunum þeirra, sem hafa rekizt á og hlutu að rekast á, þegar Kina fékk afl til að standa eitt. Þess vegna hlaut kenningin að hrökkva upp af. Aflið ræður i viðurcigninni við cilifan krcppuorni hcimsins. Hafa Bandaríkin alið „púka ó fjósbitanum"? Hætt er við, að sumum Bandaríkjamönnum finnist þeir hafa „alið púka á fjós- bitanum", þar sem Vestur- Evrópa er. Samtök Vestur-Evrópu- rikja hafa ekki náð fullri stærð, en greinilega verður ungmennið allstórt og lík- lega stærra en foreldrið. t heimi samkeppninnar væri ekki ánægjuefni bandariskum stórveldissinnum, að Evrópa skyti þeim ref fyrir rass. Þeir munu ekki hafa átt á sliku von, þegar þeir með Marshallaðstoð hjálpuðu veikri Vestur-Evrópu til sjálfsbjargar. Með hjálpinni eftir striðið voru tvenns konar hugrenningar Bandarikjamanna efst á baugi. Þeim ofbauð eymd bandamanna sinna i striðslok, og þeim ofbauð eymd óvina sinna. Hins vegar hugðust þeir efla Vestur-Evrópu til að skapa markaði fyrir sinar vörur i framtiðinni. Þar er um að ræða viðurkenndustu hagfræði- kenningar nútimans, að það borgi sig oftast fyrir framleiðandann að koma fólki úr fátækt. þótt hann leggi eitthvað fjármagn til, þvi að þetta fólk mun siðar kaupa af framleiðandanum, þegar það hef- ur elni til þess. Sams konar voru þau sjónar- mið. að sterk Vestur-Evrópa væri góður bandamaður gegn Austur- blökkinni. Veröur meira en ,,óþæg". Kraftaverk gerðust. i Vestur- Þýzkalandi reyndist harðýðgi Ijjóðverjanna yfirsterkari niður- niðslunni. þó auðvitað með mikilli bandariskri hjálp. Vestur-Evrópa blómgaðist og Bandarikin með. Viðskipti urðu gifurleg þeirra á milli. Bandarikin voru forystu- rikið. Vestur-Evrópa var banda- maður þeirra, en mjög minni háttar. Bandarikjamenn fituðu Vestur- Evrópumenn, þar til þeir urðu, stórir. Mikil breyting er að verða. Bandarikjamenn horfa á efl- ingu Vestur-Evrópu, stofnún Efnahagsbandalagsins, veik- burða i fyrstu, en sifellt öflugra og nú jaðrandi við mátt Banda- rikj. Svo ókært sem öllum stór- veldum er að sjá annað vaxa upp að hvirfli sér, verða Sovétmenn svo sem að hafa það, að Kina sem þeir hugsuðu sem fósturbarn sett, skákar þeim. Söguþróun ætti að sanna að til þess kemur, að Vest- ur-Evrópa verður ekki einungis llllllllllll É Umsjón: Haukur Helgason ,,óþæg" viö Bandarikin, eins og hún er nú orðin. heldur stendur uppi i hárinu á þeim, jafnvel tek- ur við hlutverki þeirra, er stundir liða. Vaxandi máttur Vestur-Evrópu i efnahagsmálum leiðir óhjá- kvæmilega til vaxandi sjálfs- trausts og sjálfumgleði i þeim herbúðum. Ef EBE stækkar i byrjun næsta árs og innbyrðir Bretland, Noreg. Danmörku og irland, auk þeirra ..greina", sem hafa vaxið á tréið með viðskiptasamningum við fjölda landa. svo sem ísland, fer þetta nýja stórveldi viða fram úr gömlu föðurmyndinni, Banda- rlkjunum. Mannfjöldi EBE verður 260 milljónir gegn um 200 milljónum i Bandarikjunum. Utanrikisviðskipti EBE nema um 30% af viðskiptum milli landa i veröldinni, en Bandarikjanna 13,5%. Þetta skiptir ekki litlu i heims- pólitikinni. Verzlunarfloti EBE veröur fjórum sinnum stærri en verzlun- arfloti Bandarikjanna. EBE verður litið eitt á undan i framleiðslu t.d. stáls og bifreiða, en Bandarikin halda forystu i framleiðslu t.d. kola, tölva. Þetta mun auðvitað ekki breyta þeirri staðreynd, að lifskjör eru að meðaltali talsvert betri i Bandarikjunum en i Vestur- Evrópu. Framleiðsla Bandarikjanna verður nokkru meiri en fram- leiðsla EBE. Stærsta ,,blökk" heims. EBE verður stærsta viðskipta- blökk heimsins. Þetta þyrfti kannski ekki að verða Bandarikj- unum amalegt, en mun vafalaust verða það. Reynslan sýnir aö oft er beitt afli, að minnsta kosti bak við tjöldin. þótt friðsamlegt sé á sjálfu sviðinu i viðskiptamálum. Yfir heiminn gengur röð fjár- m á la - „k reppa ”, gengis- ..kreppa” og svo framvegis, sem er skorið úr með afli. Iiin mikla viðskiptablökk, Efna- hagsbandalagið, með viðskipta- samninga um vanþróuðu rikin vitt og breitt, er þegar orðið við- skiptalegt, efnahagslegt og þess vegna pólitiskt stórveldi. Af þessu stafaði að Bandarikja- menn sem allan aldur höfðu verið fullir velvilja og stuðnings við efnahagsbandalög Evrópu, fóru að malda i móinn i fyrra og bregða fæti fyrir stækkun EBE hér og þar. Samvinna Bandarikjanna og Vestur-Evrópu hefur ekki varan- legt gildi. fremur en það hafði varanlegt gildi að Sovétrikin komu Kinverskum kommúnistum á legg á sinum tima. 1 mannkynssögunni hafa vald- hafar si og æ stofnað riki og sundrað þeim, gert bandalag i dag og barizt i nótt. Þegar Nixon og Pompidou hittust i vetur, var mjög ióvissu, hvor mætti sin meira.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.