Vísir - 28.08.1972, Blaðsíða 7
Vísir Mánudagur 28. ágúst 1972
7
i iiniimi
= SÍÐAN i
Umsjón:
Svanlaug
Baldursdóttir
Þetta eru ekki nýjustu
tízkufötin, sem myndir
eru af á siðunni, þótt þau
gætu verið það útlitsins
vegna. Þetta eru föt fyrir
fatlaða. Þau gerðu þrír
nemendur í danska list-
iðnaðarskólanum.
— Þegar ég afhenti sjúkl-
ingnum kjólinn táraðist hún af
ánægju og sýndi stolt hinum
sjúklingunum kjólinn, segir
einn nemandanna, sem bjó til
fötin.
Nemendurnir fengu það fyrir
verkefni að búa til klæðnað fyrir
konur, sem sumar voru með
skerta dómgreind, margar
fyrir
fatlaða
mikið fatlaðar og nokkrar
bundnar við hjólastólinn.
Efnin i fötunum áttu að vera
auðveld i þvotti, straufri og
gjarnan auðvelt að brjóta þau
saman, einnig áttu nemend-
urnir að taka tillit til þess að
auðvelt væri að fara i fötin og úr
þeim, og svo áttu fötin að vera
eins venjulega útlitandi og
mögulegt væri.
Nemendurnir segja að oft
þurfi ekki nema smábreytingu á
til þess að hægt sé að laga
venjuleg föt til svo að þau passi
fötluðum. Þá dreymir um að
geta komið af stað framleiðslu á
hentugum, litrikum og
skemmtilegum fatnaði fyrir
þennan hóp fólks, sem svo oft
verður út undan i lifinu. *SB-
Uér sést hvernig liægt er að hneppa af einskonar
svuntu, sem er framan á hinum klæðilega sloppi og
þvo hana, ef blettir hafa komist á hana. Kjóllinn er
ætlaöur sjúklingi i hjólastól og er styttri að aftan
svo að fellingarnar séu ekki til óþæginda.
Ilér sýna tveir nemendanna kjól, sem veitir þeim,
sem kla'ðist honum mikla hreyfingarmögulcika og
ermunum er hægt að hneppa af.
Hroðvirki tannlœknirinn
Hvernig á að varðveita munn-
og tannheilsu þjóða? Svarið við
þessu gefur maður, sem kallar
sig Paul Revers D.D.S.
Reyndar er nafnið dulnefni höf-
undar bókarinnar „Tannlækn-
ingar og fórnarlömb þeirra”,
sem kom út i fyrra i Bandarikj-
unum.
Revers styður gagnrýni sina á
tannlækna' m. reynslu sinni sem
tannlæknir i útborg á austur-
strönd Bandarikjanna. Hann
ásakar stéttarfélaga sina fyrir
fégræðgi og hroðvirkni og kenn-
ir tannlæknasambandinu i
Bandarikjunum um, að ekki
hafi tekizt að komast að þvi
hversu slæm tannlæknaþjón-
usta sé útbreidd vegna þess, að
félagið standi fast fyrir, þegar
upplýsinga sé leitað um gæði
tannlækninga og komið sé i veg
fýrir alla sjálfsgagnrýni innan
stéttarinnar með siðareglum
félagsins. Revers lætur sér fátt
um finnast um þúsundir sam-
vizkusamra tannlækna i Banda-
rikjunum, sem hafa löngum
haft gott orð á sér viðar en i
heimalandi sinu.
Hann horfir meira i það, að af
þeim sjúklingum, sem komu til
hans i fyrsta sinn á stofuna var
meirihluti með tannviðgerðir,
sem uppfylltu ekki gæðakröfur
viðkomandi fylkis.
Timaritið Newsweek kallar
bók Revers handbók hins al-
menna lesanda um tannlækn-
ingar, sem eigi að veita sjúkl-
ingunum lið við að forðast
greipar hinna fégráðugu
stéttarfélaga Revers.
Hann leggur áherzlu á, að
flestirættu að komast hjá þvi að
missa mikilvæga tönn nema þá
helzt á elliárum. Hann fullyrðir,
að einu meiriháttar undantekn-
ingarnar séu slys og úrtaka vis-
dómstannanna, sem hafi hvort
eð er enga þýðingu. Þrátt fyrir
þetta hafi opinber könnun, gerð
snemma á siðasta áratug, leitt i
ljós, að 20 milljónir Bandarikja-
manna höfðu misst allar tenn-
urnar.
„Varist tannlækninn, sem
hefur öðlast álit vegna hins
sársaukalausa tanndráttar
sins”. Revers kveður úrdrátt
venjulegrar tannar vera með
þvi auðveldara i tannlækna-
starfinu.
Samkvæmt lýsingu Revers
má þekkja hinn hroövirka tann-
lækni. Sennilega er hann tann-
læknirinn, sem hefur ætið fulla
biðstofu, sem grobbar af þvi, að
hann noti ekki deyfingar og
virðist vera ódýrari en aðrir
tannlæknar. Revers segir
ástæðuna fyrir þvi, að hann
vinni svo fljótt og sársaukalaust
vera þá, að hann vinni ekkki
verkið til fullnustu og með lé-
legum árangri. Og auðvitað
leiði léieg vinnubrögð á fyrsta
stigi tannsjúkdómsins til alvar-
legra vandamála siðar meir,
sem leggja tækifærið upp i
hendurnar á hinum hroðvirka
tannlækni að draga tennurnar
úr og setja i þeirra stað dýrar
gervitennur.
Eitt af aðal tannheilsuvanda-
málum þjóðarinnar kveður
Revers vera tannholdssjúk-
dóma, þegar bandvefur tann-
holdsins breytist og veldur
blæðingum, sársauka og loksins
eyðileggingu á beinstuðningi
tannanna. Enn einu sinni sé
orsakavaldurinn oft á tiðum lé-
legar tannlækningar, með þvi
að tannsteinninn sem valdi ert-
ingu tannholdsins sé ekki
hreinsaður. Hroðvirki tann-
læknirinn reiði sig á tann-
skolunarefni og önnur sýkla-
drepandi efni, þegar hann
standi andspænis sjúklingi með
tannholdssjúkdóm. Hinn góði
tannlæknir hreinsi tannsteininn
vandiega _og gripi jafnvel til
skurðaðgerða til að koma i
veg fyrir frekari eyðingu tann-
holdsins. Hroðvirkni komi
einnig fram i þvi hvernig rótar-
gangsmeðferð er framkvæmd.
Hinn hroðvirki tannlæknir
notar kemisk efni og óvandaða
fyllingu i stað þess að fjarlægja
sýkta hlutann, hreinsa rótar-
göngin og leggja rótarfyllingu.
Endirinn hjá hinum hroðvirka
sé glötuð tönn.
Slæmi tannlæknirinn reiði sig
einnig of mikið á lausa parta i
stað hinna dýrari, fastari brúar.
Lausi parturinn geti losað um
tönnina, sem hann er festur á, ef
ekki er nógu vel frá honum
gengið. En auðvelt sé að gera
hann fyrir góða þóknun með lit-
illi vinnu.
t höndum hins hroðvirka
tannlæknis sé lausi parturinn oft
skrefið i átt að heilsetti. Háðu-
legt sé að iokastig vanrækslu og
lélegra tannlækninga skuii vera
svo ábatasamt.
Aðalorsök tilvistar hinna
lélegu tannlækna meðal þjóöar-
innar kveður Revers vera kerfi
það, sem tannlæknar fara eftir
þegar þeir ákveði verð fyrir
tannlækningar.
Tæplega 2.700 krónur fyrir
timann verði tannlæknirinn i
New York að krefjast til þess að
hafa upp i meðaltekjurnar
rúmar tvær milljónir króna. En
sjúklingi, sem hefði aðeins tæp-
ar fimm hundruð krónur á tim-
ann myndi þykja það erfiður biti
að kyngja að þurfa að borga
slikt timakaup. Þannig taki
tannlæknar kaup fyrir hvert
ákveðið verkefni miðað við
hversu langan tima verkið mun
taka þá. Fylling sem tæki hálf-
tima að gera gæti kostaö um
1400 kr. En til þessaðaukatekjur
sinar vinnur hinn hroðvirki
tannla'knir hratt og gerir fjórar
til fimm slikar fyliingar á
klukkustund og tekur sama verð
fyrir hverja þeirra.
..P'astagjald verðlaunar hraða
og hraðinn drepur góðar tann-
la'kningar” lýsir Revers yfir.
Að lokum eru lausnirnar, sem
Revers stingur upp á til að losna
við ,,hinn hroðvirka tannlækni”
ekki aðeins i tannlækningum
heldur einnig i öllum lækn-
ingum. Ein lausnin væri sú að
launa tannlækninn eftir reynslu
hans, þekkingu og timanum,
sem það tekur hann að vinna vel
að verki sinu. önnur væri
myndun hópsamstarfs tann-
la'kna þar sem vinna sérhvers
manns væri metin af starfsfé-
lögum hans og þar að auki yrði
velþjálfaður aðstoðarstarfs-
kraftur meira notaður til þess
að vinna hin léttari verk, sem
verði til þess, að tannlæknirinn
hefur meiri tima til að sinna
hinum erfiðari.
„Slikar ráðstafanir myndu
loksins veita tannlækningunum
fyrsta tækifærið til að vinna að
tilgangi sinum að viðhalda tann-
og munnheilsu allrar þjóðar-
innar.”
-SB-
Gljófaxi í þjónustu
Landgrœðslunnar
— FÍ gefur DC-3 vél til sóningar og óburðadreifingar ó örfoka landi
Tuttugu og sex ára
gamalt happa,fley"FÍ, Gljá-
faxi, hættir nú aö flytja
farþega landshorna á milli,
og veröur eftirleiðis
notaöur til sáningar og
áburöar dreifingar á ör-
foka landsvæðum.
Á aðalfundi Flugfélags Islands
i vor var samþykkt með öllum
greiddum atkvæðum að gefa
Landgræðslunni þessa vél og
verður hún væntanlega afhent i
haust.
Blaöafulltrúi Flugfélagsins,
Sveinn Sæmundsson, sagði blað-
inu i morgun. að til þessa heföu
lithar vélar verið notaðar til sán-
ingar og áburðar þar sem upp-
græðsla á landi fer fram. Frétzt
hafði. að á Nýja Sjálandi væru
notaðar Dóuglas DC-3 vélar eins
og Gljáfaxi. tii þessara starfa. og
bauðst Flugfélagið til þess að
senda flugvirkja þangað til þess
að kynna sér hvernig þetta væri
gert. Fór Gunnar Valgeirsson
flugvirki utan i fyrravetur og
kynnti sér þær breytingar, sem
þarf að gera á slikum vélum, til
þess að hægt sé að nota þær til
þessa starfs. Skilaði hann
greinargerö og var siðan ákveðið
að F’lugfélagið gæfi Landgræðsl-
un-i Douglas DC-3i vélina
Gljáfaxa. Er gert ráð fyrir að i
vetur verði unnið að þvi að
breyta vélinni og næsta sumar
ætti hún þá að vera tilbúin að
hefja starfið við uppgræðslu ör-
foka lands. _þ>s
Gljáfaxi bíður úti i flugskýli eftir að veröa breytt i sáningarflugvél
Landgræðslu Rikisins.