Vísir - 28.08.1972, Síða 12

Vísir - 28.08.1972, Síða 12
12 Vísir Mánudagur 28. ágúst 1972 Daufur leikur og linur bolti er ÍBK vann ÍA! — og íslandsmeistarar Keflavíkur sigruðu með 2:0 l.cikur ÍBK og ÍA i I.-dciidinni i Kcflavik i gærdag bar þess glögg merki, af) ckki cr cftir miklu aö slægjast fyrir liðin, cnda cr staðan þannig i dcildinni, að allar likur cru fyrir þvi að Fram og ÍBV deila mcð scr tvcimur fyrstu sælunum. Þessi vissa hafði greinilega mikil áhrif til hins verra á baráttuanda leikmanna, svo að leikurinn varð nokkuð þóf- kenndur á stundum. Stöku sinnum brá þó fyrir góðum sam- leiksköflum, sem sköpuðu góð marktækifæri hjá báðum aðilum, þó áttu Keflvikingar öllu fleiri og nýttu tvö þeirra, eitt i hvorum hálfleik. Fyrra markið skoraði Steinar Jóhannsson þegar 27 minútur voru liðnar af leik. Ólafur Júliusson átti i návigi við hægri bakvörð 1A úti við hliðarlinu, og tókst Ólafi, með heppni þó, að krækja i knöttinn og senda hann fyrir markið til Steinars, sem notaði höfuðið i beztu merkingu þess orðs og skallaði knöttinn i netið, allsendis óverjandi fyrir Einar Guðleifsson, sem lék nú i marki Skagamanna. Seinna markið skoraði Ólafur Júliusson á 12. min. siðari hálf- leiks. Steinar og hann höfðu I þvi IaÐI tóónusla þœglndl 'VCFtlAC ÍSIANOS llllTVEGSi l>að sésl aðeins I fótinn á ólafi Júliussyni við markstöngina fjær, þegar hann skorar annað mark Kefl- víkinga gegn Akurnesingum —og fyrsta mark sitt i 1. deild i sumar. Ljósmynd Magnús Gislason. tilfelli hlutverkaskipti. Steinar lék sig i gegnum vörn IA, fram að endamörkum, og sendi knöttinn til Ólafs, sem gat spyrnt i netið, þótt að honum væri þrengt af varnarmönnum. Að sögn fróðra manna mun þetta vera fyrsta mark Ólafs i deildinni i sumar, og fannst mörgum timi til kominn. Þótt Keflvikingar fengju nokkur færi til viðbótar i leiknum, áttu Skagamenn einnig sina möguleika. Tvivegis i fyrri hálf- leik máttu Keflvikingar þakka ágætri markvörzlu Þorsteins, að Eyleifi Hafsteinssyni tókst ekki að skora, eftir að hann hafði fengið mjög nákvæmar sendingar inn á markteig. Þrátt fyrir nokkurn sóknar- þunga i seinni hálfleik tókst Skagamönnum ekki að opna kefl- visku vörnina, sem var i þéttara lagi núna. Hættulega færið kom, þegar varnarmaður hugðist sleppa knettinum fram hjá sér, en Eyleifur var þá nærri, og litlu munaði, að hann næði til knattar- ins, en Þorsteinn kom i veg fyrir það með snarræði sinu og varpaði sér á knöttinn. Annars eiga leik- menn ekki alla sök á linum skotum i fyrri hálfleik. Knöttur- inn, sem notaður var, reyndist fulllinur og þvi erfitt að spyrna honum, enda var nýr knöttur fenginn i seinni hálfleik. Nokkurt jafnvægi virðist vera að koma i ÍBK-liðið, og það er vist timabært fyrir Real-Madrid átökin. Þorsteinn átti góðan leik i markinu, einnig stóðu Steinar og Ólafur sig mjög vel svo og Gisli Torfason. Skagamenn voru með daufara móti að þessu sinni. Þröstur Stefánsson átti að vanda góðan leik. Eyleifur barðist ekki eins og áður, en var þó jafnan vel staðsettur og hættulegur að þvi leyti til. Karl Þórðarson, hinn ungi, sýndi, að eplið ætlar ekki að falla langt frá eikinni. — emm Æfingagallar Stœrðir 32 til 48 Sportvöruverxlun Ingólfs Óskarssonar Klappastíg 44. Slmi 11783. Þrumumark Emlyn Hughes af 25 metra færi í síðari hálfleik tryggði sig- ur Liverpool gegn West Ham á laugardag og efsta sætið i 1. deild. Þetta var afar skemmtilegur leikur og yfir 54 þúsund áhorf- endur voru með á nótun- um — tvívegis náði West Ham forustu, sem leik- mönnum Liverpool tókst að jafna — og Hughes tryggði svo sigurinn á 54 min. Pob Robson skoraði fyrsta mark leiksins á 37. min. með skalla fyrir West Ham eftir að leikurinn hafði borizt marka á milli. Aðeins sex min. siðar jafnaöi Liverpool. John Toshack skallaöi i mark fyrirgjöf Kevin Keegan, en á lokaminútu hálf- leiksins var Robson aftur á ferð- inni og náði forustu fyrir Lund- únaliöiö. Liðin sýndu einnig frábæran leik eftir hlé — og tókst þá að tryggja sér sigur, þó allir væru ekki á eitt sáttir með hann. Markvörður West Ham, Bobby Ferguson, setti knöttinn i eigið mark eftir að Keegan hafði stokkið upp með honum og leik- menn West Ham mótmæltu ákaflega — svo ákaft að Bobby Moore var bókaður — og svo skoraði Hughes sigurmarkið. En áður en lengra er haldið skulum við lita á úrslitin á get- raunaseðlinum islenzka. X Birmingham— C. Palace 1-1 1 Chelsea—Manch.City 2-1 X Leicester—Coventry 0-0 1 Liverpool—West Ham 3-2 X Manch.Utd,—Arsenal 0-0 2 Newcastle—Ipswich 1-2 1 Norwich—Derby 1-0 X Southampton—Wolves 1-1 X Stoke—Everton 1-1 X Tottenham—Leeds 0-0 2 WBA—Sheff.Utd. 0-2 1 Burnley—Aston Villa 4-1 Arsenal notaði nú i fyrsta skipti Charlie George, sem er á sölulista, en hann átti ekki góð- an leik gegn Manch.Utd. og var bókaður. Þá missti hann bezta tækifæri Arsenal i leiknum. Þrir aðrir leikmenn voru bókaðir i leiknum — tveir frá Arsenal og O’Neil, bakvörðurinn ungi hjá United. Tvö mörk voru skoruð i leiknum, Best fyrir heimaliðið, en Ball fyrir Arsenal, en bæði voru dæmd af. Hjá United vant- að Law og Kidd. sem eru meidd- ir, en Bobby Charlton leikur i varaliðinu að eigin ósk. Chelsea sigraði 3ja laugar- daginn i röð — nú gegn Manch.City. Peter Osgood skor- aði fyrsta markið fyrir Chelsea á 35 min. Mellor jafnaði fyrir City i byrjun siðari hálfleiks, en átta min. fyrir leikslok skoraði Houseman, sem kom inn á sem varamaður, sigurmark Chelsea. Meistarar Derby eiga i erfiðleikum og tókst ekki að ná stigi gegn Norwich, þrátt fyrir nýja manninn David Nish, dýr- asta leikmann Englands. A 54. min skoraði Archie Gemmill sjálfsmark og Derby náði sér aldrei á strik eftir það. Ipswich hélt áfram hinni góðu byrjun og vann i Newcastle. Liðið skoraði tvö mörk i fyrri hálfleik, Lampert og Viljoen, og hafði leikinn i hendi sér, þrátt fyrir mark McDonald i þeimsið- ari. McGalliog skoraði fyrir Úlf- ana gegn Dýrlingunum á 19. min., en nákvæmlega 19. min. siðar sendi Frank Munro knött- inn i eigið mark og liðin deildu stigunum. White Hart Lane liktist meira orrustu- en knattspyrnuvelli, þegar Spurs mætti Leeds. Nor- man Hunter og Mike England voru bókaðir — Coates fór út af með miklar blóðnasir eftir oln- boga Billy Bremner — og blóðið lak úr höfði Poul Madeley. Mar- teinarnir báðir hjá Spurs, Pet- ers og Chivers voru nærri að skora, og Clarke hefði átt að skora hjá Leeds, þar sem Jackie „karlinn” Charlton lék aðal- hlutverkið einu sinni sem oftar. Liverpool er nú efst með niu stig, Arsenal hefur átta, Ever- ton, Chelsea, Tottenham og Ipswich 7.Neðst eru Manchester liðin og WBA með tvö stig.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.