Vísir - 28.08.1972, Blaðsíða 20

Vísir - 28.08.1972, Blaðsíða 20
vísm Þcir sátu niðri vift Tjörn i mestu makindumi góða veðrinu síðla dags i gær og nutu eins af fáum góðviðrisdögum sumarsins. Það gcrðu lika fleiri. Ilinar venjulegu sunnudagsgöngur hins al- incnna borgara liófust aftur, þvi að inargir liafa veigrað sér við að taka sunnudagsgöngu í allri þeirri úrkomu, scm dunið liefur á mannskapinn aö undanförnu. Kn nú telja lika margir sumrinu lokið og segja ekki fieiri góðviörisdaga verða i sumar. Það er svo scin aldrei að vita, cn i dag cr haustvcður, rigning og strekkingur. Og þvi er spáð áfram. — EA Fjárdróttur í toll- inum á vellinum? Kannsókn stendur yfir vegna fjárvörzlu gjaldkera tollgæzlunn- ar á Keflavíkurl'lugvelli, þess, sem innheini tir tolla af þeim varningi, sem þar cr tollafgreidd- Þegar rikisendurskoðunin endurskoðaði bókhald tollsins i lok júnimánaðar i sumar, gerði hún athugasemdir við fjárvörzlu gjaldkerans þvi að af reikningum 'virtist sém verulegri peningaupp- hæð væri ekki til skila haldið. Eftir þessar athugasemdir rikisendurskoðunarinnar greiddi þó gjaldkerinn það fé, sem van- skil höfðu verið á, en grunur lék á þvi, að hann hefði dregið sér þetta fé úr kassanum. Lögreglustjórinn á Keflavfkurflugvelii sendi málið til saksóknara rikisins til ákvörð- unar um, hvort mál yrði höfðað á hendur manninum eða ekki. Saksóknari rikisins hefur falið sakadómi Reykjavikur að rann- saka máliðfyrir dómi, með þvi að gjaldkerinn er búsettur i Reykja- vik. — GP Brezkur togari fékk afgreiðslu í Fœreyjum: Máluðu einkennisstafi áður en þeir komu inn Brezki togarinn Everton frá Grimsby kom til Miðvogar i Færeyjum i gærmorgun til að taka vatn. Skipverjar klindu nafninu á bóg skipsins, þegar þaö var komið inn undir hafnar- garðinn, og rann lilaut máin- ingin niður bóginn, þegar það lagðist að bryggju. „Það var aðfaranótt sunnu- dags, sem skipstjórinn hafði samband við hafnarstjóra Mið- vogar og bað um leyfi til að koma inn og taka 15 tonn af vatni. Hafnarstjórinn spurði, hvort togarinn væri með nafn og númer málað á, og sagði skipstjóri að svo væri. Kom þeim saman um að skipiðkæmi inn á sunnudagsmorgun” sagði Ölafur Guðmundsson i Þórs- höfn þegar Visir hafði samband við hann i morgun vegna þessa atburðar. Þegar togarinn var kominn inn undir hafnargarðana sá hafnarstjóri i sjónauka hvar skipverjar hömuðust við að mála nafn á bóg skipsins öðrum megin. Þegar það lagðist að bryggju var málningin renn- vot og rann úr stöfunum. Nafnið hafði aðeins verið málað á þá hlið sem sneri að bryggju. Fékk skipið afgreidd 15 tonn af vatni og hélt siðan rakleiðis út aftur. Skipstjóri Evertoh lét þau orð falla að hann þyrfti nauðsynlega að fá þessar vatnsbirgðir þar sem hann gæti ekki leitað til hafnar á Islandi eftir 1. sept- ember. Einkennisstafir Ever- ton eru GY 58. Færeyska landstjórnin hefur gefið út þá tilskipun að þau skip sem brjóti alþjóðareglur um merkingar skuli ekki fá neina afgreiðslu i færeyskum höfnum og þau rekin þaðan i burtu. —SG. Fox leggur ekki löghald á verðlaunafé Fischers: ,Þetta er blackmair — segir Larry Evans „Þessi nýi samningur miili Skáksambandsins og Fox er fyrst og fremst gerður til þess að bjarga heiðri Skáksam- bandsins og islands og forða okkur frá þvi „fiaskó” að af- henta tómt umslag til Bobby Fischers við verðlaunaafhend- inguna.” Þetta sagði Guðmundur G. Þórarinsson á sögulegum blaðamannafundi á Hótel Loft- leiðum á laugardagskvöld. Þar var gerð grein fyrir þeim samn- ingum Skáksambandsins og Fox, sem hljóðar upp á það, að Fox lofar að leggjá ekki löghald á verðlaun Fischers og þar af leiðandi höfði hann ekki mál á hendur honum hérlendis. 1 staðinn afsalar Skáksam- bandið sér öllum rétti til tekna af kvikmyndatökum Fox. Þær tekjur, sem kunna að verða af kvikmyndunum, renna þvi óskiptar i vasa Fox, sem verður siðan að greiða Spasski og Fischer þau 60%, sem Skák- sambandið ætlaði sér að láta þeim i té af sinum hlut. Chester Fox mun, þó hann leggi ekki hald á verölaunfé Fischers hér- lendis, elta uppi allar eigur hans hvar sem er i heiminum og kyrr setja þær. Stein flýgur á næst- unni til London og „frystir” verðlaunafé Slaters hins enska, sem hljóðar upp á 11 milljónir isl. króna. Varðandi það, að Fischer notaði Island sem griðastað fyrir peninga sina, sögðu þeir Fox-menn, að samningurþeirra við Skáksam- bandið yrði þá endurskoðaður og komið i veg fyrir, að Fischer gæti haft brögð i frammi Kváðust þeir hafa lagt mikið fá til kvikmyndatökunnar, en vörðust allra frétta, hve miklu þeir peningar næmu, en nú væri verið að reyna að hafa upp i þann kostnað. A þessum fundi var margt blaðamanna og skákmanna, en hann var reyndar haldinn i and- dyri fundarsalarins, vegna þess að ekki var hægt að kveikja ljós i salnum! Þegar Skáksambandið og Fox höfðu gert grein fyrir sinum málum, heyrðist bandariski skákmeistarinn Larry Evans muldra: „Nú er Fox að fjár- kúga Skáksambandið”. í fundarlok fullyrti svo Guð- mundur G. Þórarinsson, að verðlaunafé Fischers og Spasskis yrði alls ekki skattlagt af islenzkum yfirvöldum. GF SVARA BRETAR TILBOÐINU Á MORGUN? „Þaö er ýmislcgt sem bendir til þess, að svar viö siðusta tilboði okkar til Breta, berist i dag eða á morgun”, sagði Pétur Tliorstcinsson ráðuncytisstjóri i samtali viö Visi í morgun. Nokkuð er nú umliðið siðan islenzka rlkisstjórnin sendi Bret- um nýtt tilboð sem samnings- grundvöll. 1 þvi var meðal annars boðið, að hólfin sem brezkir togarar fengju að veiða i næðu allt upp að 12 milna mörkunum viðast hvar, stærð skipa sem veiddu á þessum svæðum hækk- uðu upp i 850 tonn og að þessi um- þðttunartimi næði fram til 1. júni 1974. Einar Agústsson utanrikisráð- herra kvaðst ekki hafa fengið um það fregnir hvenær von væri á svari, en tilboðið heföi verið sent 11. ágúst. En i dag væri opinber fridagur i Bretlandi og mátti skilja á ráðherranum, að vart væri þvi að búast svari i dag. Lady Tweedsmuir, sem verið hef- ur aöalsamningamaöur Breta i landhelgisviðræðunum, hefur veriö i sumarfrii aö undanförnu og kemur ekki aftur til starfa fyrr en 11. september að sögn. Virðast þvi aðrir hafa tekið við af henni á meðan, en hver eða hverjir það eru hafa engar fregnir borizt um. —SG „Gamall kunningi" tekinn í landhelgi — landhelgisbrjótur dœmdur á Seyðisfirði í gœr Freysteinn, NK 16, var tekinn að togveiðum langt innan 12 milna landhelgislinunnar út af Glettingi i fyrradag. Skipstjórinn, Kristófer Reyk- dal, játaði brot sitt, og var dæmd- ur á Seyðisfirði i gær. Kristófer hefur nokkrum sinn- um áður verið dæmdur fyrir land- helgisbrot, að þvi er Landhelgis- gæzlan tjáði Visi i morgun. Freysteinn NK er litill bátur og mun hafa verið góðan spöl fyrir innan linuna. Þegar varðskip nálgaðist bátinn, var skorið á vira og reynt að komast undan, en brátt gafst skipstjórinn upp., játaði brot sitt. „Það er hjá okkur eins og lög- reglunni”, sögðu þeir hjá Land- helgisgæzlunni i morgun, „við eigum okkur okkar „gömlu kunn- ingja”. — GG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.