Vísir - 28.08.1972, Blaðsíða 9

Vísir - 28.08.1972, Blaðsíða 9
Það fór um Framara á áhorfendapöllum og leikvelli, þegar Þórhallur Jónasson stökk hærra en aðrir i lok leiksins og skallaði að Fram-markinu. En þeir sluppu með skrekkinn — þó litlu munaði, að Þórhallur skoraði. Ljósmynd Bjarnleifur ENNÞÁER 1. DEILDIN OPIN í BÁÐA ENDA! — eftir hörkuskemmtilegan jafnteflisleik Fram og Víkings í gœrkvöldi 3-3 og þar sem Víkingar voru nœr sigri Víkingar börðust hetju- legri baráttu við efsta líð 1. deildar, Fram, á Laugar-, dalsvellinum i gærkvöldi — unnu upp tveggja marka forskot Fram i einum skemmtilegasta og bezt leikna leik sumarsins og leiknum lauk með jafntefli 3-3, þannig, að enn er deiidin opin í báða enda. Og raunverulega voru Víkingar nær sigri í leiknum — sóttu miklu meira i síðari hálfleik eftir að þeir höfðu jafnað strax á fyrstu mínútu hans í 3-3. En fleiri urðu mörkin ekki. Leikurinn byrjaði með miklum tilþrifum og eftir rúmar tvær minútur lá knötturinn i marki Fram. Og hvilikt mark. Gunnar Gunnarsson, fyrirliði Vikings, lék upp miðjuna og nokkru utan vitateigs spyrnti hann þrumu- Innanhússkór Stærðir 3 til 5 verö kr. 6 til 11 verð kr. 780,- 615.- SPORTVORU- VERZLUN Ingólfs Óskarssonar Klappastig 44, Simi 11783. skoti á markið, Þorbergur i markinu vissi ekkert hvaðan á hann stóð veðrið —■ knötturinn lenti innan á stöng, þaut yfir þvert markið og i hina stöngina og inn. Mark sumarsins! En leikmenn Fram voru ekki á að gefast upp þó á móti blési. Þeir léku undan góðum sunnan- hliðarvindi og Elmari Geirssyni tókst vel að nýta góð útspörk Þor- bergs. Fyrst á 15 min., þegar miðverði Vikings Jóhannesi Bárðarsyni, mistókst að hreinsa frá — Elmar komst inn fyrir og gaf siðan mjög vel á Erlend Magnússon, sem fylgdi fast á eftir og Erlendur renndi knett- inum i mark 1-1. Strax á næstu min. munaði litlu, að Vikingar næðu aftur forustu, en Marteini tókst að bjarga eftir að Þorbergur hafði misst af knettinum. Og svo lék Elmar aftur i gegn á 24,min með hraða sinum eftir út- spark Þorbergs — lék ein-tvo með Erlendi, fékk knöttinn og skoraði með fallegu óverjandi skoti 2-1 og eftir tvær min. virtist allt búið fyrir Viking — enn lék Elmar i gegn og skoraði, en að visu hefði Diðrik þá getað varizt betur með að vera kyrr i markinu. 3-1. Stefán Halldórsson, miðherjinn ungi, var tvivegis nærri að skora siðasta kafla hálfleiksins — skallknettir frá honum strukust yfir þverslá og á 35. min. komst hann i gegn. 1 skotstöðunni hrinti Jón Pétursson honum illa og Magnús dómari Pétursson dæmdi á augabragði vitaspyrnu, sem Hafliði skoraði örugglega úr. Siðari hálfleikur byrjaði vel fyrir Vikinga. Þeir byrjuðu með knöttinn, Guðgeir Leifsson, lék á nokkra Framara, missti frá sér knöttinn og fékk hann aftur. Renndi siðan til Eiriks Þorsteins- sonar, sem skoraði með fallegu skoti rétt innan vitateigs. Vik- ingar höfðu jafnað og aðeins 30 sek. voru af hálfleiknum. Og nú nutu Vikingar aðstoðar vindsins | og sóttu mun meira — en Fram hafði verið betra liðið fyrri hálf- leikinn. Á 4 min. fór Þórhallur illa að ráði sinu, þegar hann hitti ekki knöttinn frir innan markteigs Fram — siðan fékk Fram mjög gott tækifæri, en Diðrik varði snilldarlega spyrnu Erlends. Leikurinn var afar skemmtilegur og spenna mikil — Vikingar fengu tækifæri, Agúst bjargaði á linu fyrir Fram og Guðgeir átti hörkuskot rétt framhjá stöng. Siðan kom að Fram. Eggert komst i góða skotstöðu, en spyrna hans geigaði svo illa, að knött- urinnn fór útaf við hornstöngina. Lokaminúturnar voru Vikingar ágengari — og Þórhallur var þá nærri að skora, þegar hann skallaði á mark, en Þorbergi tókst með naumindum að verja. Sjá mynd. Þetta var bráðskemmtilegur leikur skemmtilegra liða og stutt er nú .i meistaratitilinn fyrir Fram — aðeins Vestmanna- eyingar geta gefið þeim keppni. Og staða Vikings er ekki vonlaus — þetta var dýrmætt stig gegn efsta liðinu, þó með smá heDDni hefðu þau getað orðið tvö. Elmar var driffjöður Fram- liðsins i þessum leik, en Erlendur átti einnig sinn bezta leik i langan__ tima I vörninni bar Mar teinn af að venju — en átti þó i erfiðleikum með hina lipru framherja Vikings, Stefán og Eirik, af og til. 'Asgeir naut sin ekki eins og venjulega — var alltof upptekinn við að gæta Guð- geirs og var þvi ekki eins virkur i spilinu. Þetta var bezti leikur Vikings i mótinu — og liðið er i greinilegri framför Guðgeir bar af á vell inum og leikni hans er hreint frá- bær, en hann ætlar sér stundum einum of. Gunnar og Páll voru einnig góðir, svo og Eirikur og Stefán, sem var óheppinn að skora ekki. Dómari var Magnús Pétursson, og hafði gott vald á leiknum að venju. —hsim. Fyrst leikið erlendis við Luxemborgara Leikdagar i Evrópukeppni unglinga, þar sem Island og Luxemborg leika saman i riðli.hafa nú verið ákveðnir. Fyrri ieikurinn verður i Luxemborg 22. okt en síðari leikurinn hér heima 25. april næsta ár. Það landið, sem gengur með sigur af hólmi i þessum ieikjum, kemst i úrslit keppninnar, sem verður á ttalíu næsta vor. Þess má geta, að allir piitarnir — nema einn — úr Faxaliðinu fræga geta tekið þátt i þessum leikjum gegn Luxemborg. STAÐAN í 1. DEILD Orslit I leikjum i dcildinni i gær: Keflavik—Akranes Fram—Vikingur 2-0 3-3 Staðan i þessi: deildinni er nú Fram 11 6 5 0 26-16 17 Akranes 12 6 1 5 22-18 13 Keflavik 12 4 5 3 20-20 13 Vestm.e. 10 5 2 3 27-18 12 Breiðablik 11 4 3 4 10-15 11 Valur 9 2 4 3 15-15 8 KR 11 3 2 4 14-19 8 Vikingur 12 2 2 8 8-21 6 Markhæstu leikmenn eru nú þessir: Tómas Pálsson, ÍBV 11 Eyleifur Hafsteinsson, 1A 10 Atli Þór Iléðinsson 8 Stcinar Jóhannsson, ÍBK 8 Ingi Björn Albertsson, Val, 7 Teitur Þórðarson, 1A 7 Erlendur Magnússon, Fram 6 Kristinn Jörundsson, Fram 6 Alexander Jóhannesson, Val Hörður Hagnarsson, IBK Asgeir Sigurvinsson, ÍBV Marteinn Geirsson, Fram Eirikur Þorsteinsson, Vik Elmar Geirsson, Fram Hafliði Pétursson, Vik. Ilinrik Þórhallsson, Bblik óskar Valtýsson, IBV Örn óskarsson, ÍBV STAÐAN í 2. DEILD Tveir leikir voru háðir i 2. deild og urðu úrslit þessi: Akureyri—Völsungar 8-2 Haukar—Selfoss 3-2 Staðan er nú þannig: Akureyri 12 10 2 0 46-12 22 FH 10 7 3 0 25-8 17 Völsungar 12 5 3 4 24-26 12 Þróttur 9 3 4 2 17-15 10 Selfoss 11 4 0 7 19-21 8 Armann 10 3 1 6 12-23 7 Haukar 12 3 0 9 15-26 6 isafjörður 8 0 1 7 6-33 1 I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.