Vísir - 01.09.1972, Blaðsíða 2
2
Vísir — Föstudagur 1. september 1972
TÍSlRSm:
Langar yður í „Víkinga-
blóð?" (veizla aldarinnar).
Sigurftur GuAmundsson, nem-
andi: Nei. Ég hef ekki mikinn á-
huga á þvi. Það veröur lika of
mikið af ,,finu fólki” i þessari
veizlu aldarinnar til þess að al-
menningurinn geti látið sjá sig
þar.
Kstcr Asbjörnsdóttir, sendill:
Nei. Ég hef hvorki efni á þvi né
tima til þess.
Siguröur Þorláksson.póStur: Nei.
Eg hel bara alls engan áhuga á
þvi, auk þess sem miðinn er allt of
dýr i veiziuna.
Gcstur Kmilsson.sjómaður: Vik-
ingablóð? Já það er drykkurinn i
veizlu aldarinnar. Jú ég hefði
ekki á móti þvi að smakka það.
Það má búast við þvi, að maður
skelli sér i Höllina þegar þetta
verður.
Guðmundur Lúðviksson, kaup-
maður: Nei. Jú, ég hef heyrt
drykkinn nefndan en ég er ekkert
spenntur fyrir að fara i veizluna
til að smakka hann. Og ég held að
það væri sama þó miðaverðið
væri lægra.
Þorsteinn Skúlason, lögfræðing-
ur: Nei. Er þetta ekki bjór eða
eitthvað svoleiðis. Annars er ég
að hugsa um að fara i veizluna, þó
ég hafiekki lyst á Vikingablóðinu.
460.000 plöntur gróðursettar
— ó vegum skógrœktarfélaga ríkisins og Rvíkur
„Við áætluðum, að á þessu ári
yrði plantað JOO.OOO plöntum, en
það cr með minna móti, þvi að við
vorum frckar fálækir af piöntum i
vor. I.angmest er plantað á Ila 11-
ormsstað, cða um 100.000 plönt-
um. Yfirleitt stenzt þcssi áætlun
okkar”, sagði Kaldur Þorsteins-
son hjá Skógrækt rikissins i við-
tali við blaðið, og sagði hann cinn-
ig. að mjög misjafnt væri, hvc
mikið væri plantað á hvcrjum
stað. Það fer cftir árfcrði livcrju
sinni, þvi ýmsar plöntur cru mjög
viðkvæmar fyrir vcðurfari. Yfir-
leitt er rá'ktað af fræi, scm cr inn-
flutl, en svo islenzku birki, scm er
töluverður hluli þess sem ræktað
er.
Þeir hafa margir hverjir hleg-
ið, útlendingarnir, að runnunum,
sem við viljum kalla tré. 1 þeirra
augum er þetta smáræði eitt, þó
að íslendingar séu ákaflega stolt-
iraf þessu. Ameriskur skiptinemi
hér á landi var spurður að þvi,
hvort ekki væri upplagt fyrir
hann að koma hingað til lands,
þegar hann hefði lokið námi sinu i
skógrækt, og efla og stuðla aö
aukinni skógrækt. Hann taldi litla
framtið i þvi hér uppi á íslandi og
sagði engin tré fyrirfinnast hér.
Iín það er ekki vist, að allir séu
tilbúnir að viðurkenna það. Við
eigum jú tré á Hallormsstað,sem
uppfylla það takmark, sem þarf
til þess, að hægt sé að saga þau
niður i byggingarvið, en til þess
þurla þau að vera 35 ára gömul,
og þykir það góður viður. Girð-
ingarstaurar eru einnig gerðir úr
birki, en til þess að það megi
höggva niður, þarf það að vera 20
ára gamalt. Svo eru jólatrén
smátt og smátt að aukast á mark-
aðnum, og um siðustu jól voru á
markaðnum 3.400 islenzk jólatré,
en árið '70 1.800 tré. Búizt er við,
að þau verði miklu fleiri i ár. Þau
verða að vera 70 cm há og helzt 10
ára gömul.
A siðasta ári voru gróðursettar
300.000 plöntur á vegum Skóg-
ræktar rikisins, en yfirleitt er
plantað mest af greni og furu, og
fer furan vaxandi. Mest áherzlan
er lögð á birki á Fljótsdalshöraði,
en sunnan og vestan til á landinu
er lögö meiri áherzla á greni og
furu, og fer þetta mikið eftir
LESENDUR
M HAFA
ÍW ORÐIÐ
SS á rúntinum
Kilstjóri skrifar:
„Það hefur vakið furðu
mina og margra annarra að
sendibilar Sláturfélags Suður-
lands eru notaðir til hinna ein-
kennilegustu hluta. Oft má sjá
þessa bila fyrir utan danshús
borgarinnar og inn i þá hoppa
unglingar, þegar dansleik er
lokið og siðan er farið á rúnt-
inn. Þeir strákar sem keyra
þessa bila gorta af þvi, að
mega nota bilana eftir vild ut-
an vinnutima, rúnta með
stelpur, fara i berjamó og þar
fram eftir götunum.
Slik misnotkun á eigum
almenningshlutafélags held
ég að sé frekar sjaldgæf, sem
betur fer, og þvi er tekið ennþá
meira eftir þessu fyrirkomu-
lagi hjá SS.”
Kvikmyndum
þorskastríðið
Kona frá Selfossi simar:
Hvernig er þáð, eru ekki ein-
hver kvikmyndafyrirtæki hérna á
landi sem gætu tekið góðar kvik-
myndir þegar við færum út land-
helgina og nýtt þorskastrið
landshlutum, en veljá veröur teg-
undir eftir veðri og jörðu. Baldur
Þorsteinsson kvaö plöntun ganga
allbærilega, og sagði hann, að
yfirleitt yxi þessi gróður ágæt-
lega.
Töluverður fjöldi skólafólks
hefur unnið aö skógræktinni i
sumar, en aldurstakmark þeirra
er 16 ára.
„Þetta hefur verið reglulega
gott sumar fyrir skógræktina, og
gróðursettar verða allt i allt
160.000 plöntur”, sagði Vilhjálm-
ur Sigtryggsson hjá Skógræktar-
félagi Reykjavikur. „Ársfram-
leiðsla er reyndar 200-300.000
plöntur, en mismunurinn fer til
byrjar? Ég minnist þess ekki að
hafa séð þess getið að kvikmyndir
verði gerðar af þessum merkis-
atburði. Það væri ekki amalegt að
fá góðar og „skemmtilegar”
myndiraf tugum eða hundruðum
brezkra togara streyma á ts-
landsmið. Þetta gæti lika gefið
okkur drjúgan pening i aðra hönd
ef vel tekst til með góðar kvik-
myndir sem við flyttum siðan út
og seldum útlendingum.
Það er ekki nóg þó að sjón-
varpið okkar taki myndir af
þorskastriðinu það verða fleiri
aðilar að notfæra sér þetta ein-
staka tækifæri.
AAó bjóða
yður
loðna pylsu?
„Ég get nú ekki stillt mig um að
segja ykkur smá sögu” sagði ung
stúlka, sem hafði samband við
dálkinn.
„Ég fór hér út i sjoppu um dag-
inn til að kaupa pylsu. Þær voru
búnar að liggja i pottinum allan
daginn og þvi heldur óhrjálegar,
en það var ekki það versta. Mér
þótti það verra, að afgreiðslu-
stúlkan lét sitt fagra hár flagsa
ofan i pottinn meðan hún veiddi
upp pylsuna. Og ekki tók betra við
þegar hún lét tómatsósuna á, þvi
þá hékk hárið lika ofan i hana.
Þegar ég spurði hvort ekki væri
vont að fá sósuna i hárið taldi hún
það allt i lagi, það væri svo auð-
velt að þvo hana úr! Þá stakk ég
upp á að hún notaði hárband.
Nei, það var ekki nógu gott, þvi
hún fengi sósuna á hendurnar og
einstaklinga og skógræktar-
fólks.”
Á vegum Skógræktarfélags
Reykjavikur er mest gróðursett i
Heiðmörk, 100.000 plöntur, og
hafa starfað þar 200 stúlkur i
sumar. 1 öskjuhlið voru gróður
settar 40.000 plöntur, og unnu þar
40stúlkur, i Breiðholti á útivistar-
svæðinu fyrirhugaða, 4.000 plönt-
ur, og svo hefur verið plantað
meðfram Elliðavatni. 1 fyrra
voru gróðursettar 170.000 plöntur.
Mest er plantað af islenzku
birki, staðarfuru, sitkagreni og
bergfuru.
Mjög margt fólk hefur unnið á
vegum skógræktarinnar i sumar,
þá kæmi hún á hárbandið þegar
hún þyrfti að laga það. Sem sagt,
bezt að hafa þetta svona!”
Um skattamál
°9
fóstureyðingar
S.Kr. skrifar:
„Það má ef til vill segja að
það sé að bera i bakkafullan
lækinn að skrifa um nýju
skattana, eins mikið og um þá
hefir verið rætt og ritað að
undanförnu og sannarlega
ekki að ástæðulausu. Ekki er
að undra þó að fólk sé óánægt
með sinn hlut, þegar það sér
svart á hvitu að þeir sem búa i
einbýlishúsum er hljóta að
hafa kostað milljónir, borga
mikið lægri skatta en aðrir
sem búa i gömlum sambygg-
ingum, eins og eitt dagblað-
anna sýndi fram á fyrir
nokkru siðan.
En það sem ég sérstaklega
vildi minnast á i þessu sam-
bandi voru ummæli hr.
prófessors Bjarna Guðnason-
ar i sjónvarpsþætti um skatta-
málin sem fram fór fyrir
stuttu siðan. Hann var þeirrar
skoðunar að allt of létt væri
tekið á svo sviksamlegu atferli
sem skattsvikin eru, aðeins
lágar sektir og það munar þá
sem hér eiga hlut að máli,
ekkert um að borga. Þetta
voru orð i tima töluð og marg-
ir eru þeir sem óska þess að
róttæk breyting veröi hér á.
Prófessor Bjarni bar fram á
Alþingi i vetur frumvarp, er
var hið merkasta og það var
en aldurstakmark þar er einnig 16
ár.
„Jú, veðurfar kemur til með að
breytast, ef upp ris mikill skógur
hér á lslandi”, sagði Vilhjálmur
ennfremur. „Uppgufun úr jarð-
vegi verður minni. meira skjól
hlýtur að skapast, og hitinn mun
ekki rokka eins mikið til.”
Vilhjálmur kvað mikinn áhuga
rikja á skógrækt og landgræðslu,
og þess skal getið, að enn hefur
ekki verið hafizt handa við að
koma jólatrjám eða öðrum viði á
markaðinn.
—EA
um rýmkun á lögunum um
fóstureyðingar. Sumum styrk-
þegum Reykjavikurborgar
nægir ekki barnalifeyrinn og
verða þess vegna að fá styrk
vegna barnafjölda. Breyting á
þessum lögum gæti kannske
orðið til þess að hnekkja þvi
meti i fjölda lausaleiksbarna.
sem íslendingar eiga nú, sér
til litils sóma. Þetta hvort
tveggja kostar borgina og
rikið geysimikið fé, sem svo
kemur fram i háum sköttum,
æins og gefur að skilja. Von-
andi nær þetta frumvarp fram
að ganga áður en langt um
liðurog hafi prófessorinn þökk
fyrir það.”
Kókið syngj
andi bannað
Kókunnandi skrifar:
„Ég get nú bara ekki orða
bundizt og settist þvi niður og
skrifaði þættinum. Ástæðan er
þessi auglýsing frá Coca Cola,
auglýsing sem sýnd hafði ver-
ið i sjónvarpinu og allir haft
ánægju af. Hvaða máli skiptir
hvort auglýsingin er á „góðri
islenzku” eða ekki? Þetta lag
sem krakkarnir syngja i aug-
lýsingunni er mjög fallegt og
horfir málið ailt öðru visi, ef
eitthvað hefði verið talað
langa lengi á einhverju er-
lendu tungumáli. Mér finnst
þessi saklausi söngur ekkert
tilefni til rifrildis. En það er
bláköld staðreynd að hérlend-
is er alltaf verið að finna að
einhverju og gera úlfanda úr
mýflugu.”