Vísir - 01.09.1972, Blaðsíða 17

Vísir - 01.09.1972, Blaðsíða 17
Visir — Föstudagur 1. september 1972 17 í DAG | í KVÖLD | í DAG | í KV ÖLD | í DAG | Útvarp kl. 20,55: Frœgur Beethoven- túlkandi Pianóleikarinn Arthur Schnabel er Austurrikis- maður, fæddur árið 1882. Hann stundaði tónlistar- nám i Vin en fluttist til Bandarikjanna um 1920 og hefur búið þar siðan. Snemma hugði hann á mikla landvinninga i riki tónlistarinnar. Um aldamótin fór hann i fyrstu hljómleikaförina til Evrópu og vakti mikla athygli fyrir snjallan leik sinn. Schnabel er einkum þekktur fyrir góðar túlk- anir sinar á verkum Beethovens, Brahms og Mozarts. Hann hefur samið nokkuð af tón- verkum, m.a. sinfóniur, rapsodiur, kammer- músik og söngva. GF Beethoven er einn af uppáhalds tónskáldum Arhurs Schnabel. „Of gamall til að spila popp" — segir Guðjón Matthíasson, harmonikkuleikari Guðjón Matthiasson har- monikuleikari og lagasmiður hefur nú gefið út á plötu 40 frum- samin lög og nú fyrir nokkrum dögum var nýjasta platan að koma út „Nikkan hljómar” heitir hún og innhcldur 6 harmonikku- lög eftir Guðjón: „Ég byrjaði ekki að spila fyrr en um þritugt,” segir Guðjón, þegar blm. Visis kom að máli við hann einn rigningardaginn i vik- unni. ,,Ég var i 2 vetur að læra, fyrst hjá Gretti Björnssyni og svo hjá Karli Jónatanssyni. Seinna Guðjón Matthiasson er búinn að spila inn á nýja plötu „Nikkan hljómar” þegar ég fór að semja lög komst ég að þeirri niðurstöðu, að ég kunni ekki að skrifa nótur. Þá tók ég tónfræðitima i tvo vetur og lærði mikið á þvi. Eftir að ég var búinn að læra á nikkuna i einn vetur fór ég að spila á böllum. Maður spilaði hér og þar, fyrst einn.en seinna varð svo úr þessu hljómsveit með minu nafni sem starfar ennþá.” Mörg laga Guð- jóns hafa náð miklum vinsældum, einkum meðal eldra fólks i óska- lagaþáttum útvarpsins undan- farin ár. 1956 fékk Guðjón 1. verð- laun i danslagakeppni SGT fyrir lagið sitt „Sonarkveðja” sem Sverrir sonur hans söng 6 árum siðar inn á plötu. 1966 var lagið hans „Dönsum og syngjum sam- an” i 3. sæti i danslagakeppni út- varpsins og það var sungið inn á plötu af Sigurði Ólafssyni. Þá má nefna vinsæl lög eftir Guðjón eins og „Til æskustöðvanna” sem hef- ur nú gengið i nokkur ár i útvarp- inu — alltaf jafn vinsælt, „Ólgandi haf” ofl. ofl. „Það eru nú komin 40 lög eftir mig inn á plötur segir Guðjón „og ég held að enginn danslagahöf- undur hafi slegið það út.” „Ég er alltaf að semja, nú lang- ar mig sérstaklega til þess að fá á plötu lagið um „Snæfellsjökul og mig” sem ég samdi nýlega. Sjálfur er ég ættaður frá Snæ- fellsnesi undir Jökli þar sem hann er hæstur, á Einarslóni. Guðjón hefur ekki eingöngu gaman af harmonikkumúsikk. „Min uppáhaldstónlist og þá miða ég við dansmúsik eru eftir Strauss, Lehar og Valdteufel. Tangó Gades, Jalousie er mér mjög hugleikinn, nú Strauss- valsana finnst mér mjög gaman að spila o.s.frv. Ég hlusta mikið á Lizt og Chopin og mér finnst gaman að þeirra tónlist.” Og nú hefur Guð- jón spilað i rúm tuttugu ár. „Ég er orðinn svo gamall að ég hlýt að fara að hætta þessu. Jú, jú það hefur verið gaman að þessu, en það getur tekið á taugarnar að spila fyrir sumt fólk á böllum. Margir vilja bara heyra einhverj- ar ómerkilegar dægurflugur. „Þú ert minn súkkulaðiis” o.s.frv. Fólk vill heyra músik, sem það getur raulað og lært á stundinni, músik sem maður getur spilað eiginlega hálfsofandi! ” Hvað segja svo gömludansamenn um poppið? „Ég er of gamall til að spila poppl'segir Guðjón. Það er gaman að vissum hljómsveitum i poppstil eins og Trúbrot. Þeir gera góða hluti — betur en hinir sem reyna að spila en geta það ekki. Annars hef ég mestan áhuga á ekta-Bitlunum, af þessum popp- hljómsveitum og leiðist aldrei að hlusta á lögin þeirra.” Og Guðjón Matthiasson „nikkari” og laga- smiður heldur áfram af fullum krafti að leika gömlu dansana og semja lög og láta ,nikkuna hljóma”eins og i nýjustu plötunni sinni, sem fæst i öllum hljóm- plötubúðum i Reykjavik um þess- armundir. GF ^☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆wsrwírwuw-pt «• «■ S- S- s- s s s s s- s «- s s «- s «■ s- s s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- 't* m w Nt 1K u Hrúturinn, 21.marz-20.april. Þetta er að mörgu leyti góður dagur. Einkum hvað viðkemur ýmsu, sem kemur af sjálfu sér og sumt mjög á óvart. Kvöldið ánægjulegt. Nautið, 21.april-21.mai. Góður dagur, en eitt- hvað er það þó, sem bregzt og þú hafðir reiknað með. Þetta mun þó varla mjög alvarlegt, en ef- laust hvimleitt i bili. Tviburarnir, 22.mai-21.júni. Þú hefur i nóg að horfa, fram eftir deginum að minnsta kosti, vegna óvæntra athurða. Þetta virðist þó munu verða einkar jákvætt. Krabbinn, 22. júni-23. júli. Það er hætt við að eitthvað valdi þér taugaálagi i dag, og verður vissast fyrir þig að hafa taumhald á skapsmun- um til að gera ekki illt verra. Ljónið, 24.júli-23.ágúst. Það er ekki óliklegt að þú verðir að taka á þig rögg i dag, ef þér á að heppnast að koma vitinu fyrir einhver vina þinna eða af fjölskyldunni. Mcyjan, 24.ágúst-23.sept. Það verður sennilega farið fram á að þú takir ákveðna afstöðu i einhverju viðkvæmu máli. Varla samt af heilind um og ættii*ðu að leiða það hjá þer. Vogin, 24.sept.-23.okt. Þú átt sennilega i ein- hverjum átökum i dag, en þó friðsamlegum, svo langt sem það nú nær, og bendir allt til aö þú munir hafa betur. Di-ckinn, 24.okt.-22.nóv. Það má mikið vera ef þú ert ekki þreyttur að einhverju leyti og hefur þörf fyrir að hvila þig. Athugaðu hvort þvi verður ekki við komið. Bogmaðurinn,23.nóv.-21.des. Það verður tiltölu- lega rólegt hjá þér i dag. Þó er enn ýmsu ólokið, að þvi er virðist, af þvi sem þú hefur helzt á prjónunum. Steingeitin, 22.des.-20.jan. Það bendir margt til þessaðskapið muni ekki verða sem bezt i dag — eitthvað sem þú getur ekki breytt og ekki sætt þig við. Vatnsberinn,22.jan.-19.febr. Þetta verður að öll- um likindum rólegur dagur. Ef til vill helzt til viðburðasnauður að þér finnst, miðað við það sem þú reiknaðir með. Kiskarnir,20.febr.-20.marz Skemmtilegur dagur að mörgu leyti, sennilegt að þú komir i nýtt um- hverfi, kynnist nýjum andlitum og getir að minnsta kosti skemmt þér vel. -vt -Ct -ú •ú -h -h -h -d -tt -tt -tt -d -ú «t -Ct -ít -ct -tt <t -tt -tt -tt -tt -tt -tt -tt -tt -ct -Ct -tt •tt -tt -tt -tt -tt -tt -tt -tt -tt -tt ■tt -tt -tt -ít -tt -tt -tt -tt -tt -tt -tt -tt -tt -tt -tt -tt -tt -tt -tt -tt -tt -tt -tt -tt -tt -tt -tt -tt -tt -tt -tt ■tt ■tt -tt -tt -tt -tt -tt -tt -tt -tt -tt -tt -tt -tt -ít -tt -tt -tt -tt -tt ■tt ÚTVARP • LAUGARDAGUR 2. september 13.00 Óskalög sjúklinga Krist- in Sveinbjörnsdóttir kynnir. 14.30 i hágir Jökull Jakobsson sér um þáttinn. 15.00 Fréttir 15.15 „i hljómskala- garði”. Hljómsveit Tón- listarskólans i Paris leikur Sinfóniu nr. 1 i D-dúr op. 25 „Klassisku sinfóniuna” eft- ir Prokofieff, Ernest Anser- met stj. Kingsway Sinfóníu- hljómsveitin og kór flytja verk eftir Rimsky-Korsa- koff, Camerata stj. 15.45 Heimsmeistareinvigið i skák 16.55 islandsmótið i knatt- spyrnu: Útvarp frá Laugardalsvellinum, Lýst siðari hálfleik milli Vikings og Akurnesinga. 17.45 Ferðabókarlestur: Skólaferðeftir séra Asmund Gislason. Guðmundur Arn- finnsson les (2). 18.00 Fréttir á ensku 18.10 Söngvar i léttum dúr Dusty Springfield syngur. 18.30 Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Frá ólympiuleikunum i Miinchen, Jón Ásgeirsson segir frá. 19.40 Sólris-Ljóð eftir Rúnar Hafdal Halldórsson lesin og sungin. Flytjendur: Guðmundur Sæmundsson, Sigriður Harðardóttir, Rún- ar Ármann Arthursson o.fl. 20.00 Hljómplöturabb Þor- steins Hannessonar. 20.40 Smásaga vikunnar: „Þokkagyðjurnar” eftir ll.E.Bates, Anna Maria Þórisdóttir islenzkaði. Ró- bert Arnfinnsson leikari les. 21.05 Sónata fyrir flautu og sembal eftir Frantisek Benda Jean-Pierre Rampal og Alfred Holecek leika. 21.15 Tvimánuður.Þáttur meö blönduðu efni. Jón B. Gunn- laugsson sér um þáttinn. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. SJÚNVARP • LAUGARDAGU R 2. september 1972. 17.00 Frá ólympíuleikunum. Myndir og fréttir frá Ólym- piuleikunum i Miinchen, teknar saman af Ómari Ragnarssyni. (Evrovision) 18.30 Enska knattspyrnan. 19.20 Hlé. 20.00 Fréttir. 20.20 Veður og auglýsingar. 20.25 llvc glöð er vor æska. Brezkur gamanmyndaflokkur. Kynslóðabilið. Þýð Jón Thor Haraldsson. 20.50 Bi, bi og blaka. Fræðslu- mynd frá Time Life um þörf ungbarna fyrir ástúð og um- hyggju. Raktar eru tilraun- ir, sem gerðar hafa verið með mannabörn og apa- unga, og sýnt, hvernig at- ferli móðurinnar hefur áhrif á þroska barnanna. Þýðandi Þórhallur Guttormsson. Þulur Guðbjartur Gunnars- son. 21.20 Birgitta i Björgvin. Norska söngkonan Birgitte Grimstad syngur og leikur á gitar. Upptakan var gerð á Tónlistarhátiðinni i Björg- vin i fyrra. (Nordvision — Norska sjónvarpið) 21.50 Edison. (Edison The Man) Bandarisk biómynd frá árinu 1939, byggö á ævi- sögu frægasta uppfinninga- manns allra tima. Leik- stjóri Clarence Brown. Að- alhlutverk Spencer Tracy, Rita Johnson og Charles Co- burn. Þýðandi Dóra Haf- steinsdóttir. 1 myndinni er rakiö hvernig simritarinn Thomas Alva Edison tekur að fást við tilraunir og upp- finningar og öðlast loks heimsfrægð fyrir störf sin. 23.30 Dagskrárlok. RAKATÆKIN — auka rakann í loftinu, sem þýöir aukinn vellíöan. — eru meö síu, sem hreinsar óhreinindi úr loftinu, — hægt aö hafa mismunandi mikla uppgufun úr tækinu, — taka loftiö inn að ofan en blása því út um hliö- arnar — og má láta þaöstanda, hvarseni er, — stærö 26 x 36 x 25 sm, tekur 10 Htra af vatni, — með tækinu er fáanlegur sjálfvirkur klukku- rofi, sem kveikir og slekkur sjálfkrafa á tækinu. Raftœkjaverzlun H.G. Guðjónsson Suðurveri, Reykjavík, sími 37637.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.