Vísir - 01.09.1972, Blaðsíða 5
Vísir — Föstudagur 1. september 1972
5
í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND I MORGUN UTLÖND
UMSJON:
HAUKUR HELGASON
Dularfull innbrot á að
alstöðvum demókrata
Saksóknari í Flórída
Richard Gerstein segist
hafa fundið leynifilmu,
sem gefi til kynna, að
oftar en einu sinni hafi
verið brotirt ínn á aðal-
stöðvum demókrata í
Watergate hóteli í
Washington.
Gerstein segir i viðtali við
blaðið Miami Herald, að ljós-
myndari i Miami hafi borið, að
hann hafi undir höndum mynda-
röð, sem virðistsýna flokksskjöl
demókrataflokksins, og voru
myndirnar teknar viku áður en
logregla toK timm menn, sem
höfðu brotizt inn i aðalstöðvarn-
ar.
Ljósmyndarinn Michael
Richardáon sagði rannsóknar-
lögreglunni, að einn þeirra
fimm, sem voru handteknir,
Bernard L. Barker, hafi greitt
sér fyrir að gera i flýti 38
stækkanir á ljósmyndum.
Richardson sagði, að filman
virtist sýna einkabréf
Lawrence O’Brien, sem þá var
framkvæmdastjóri flokksins.
Gerstein segir, að Richardson
hafi staðizt lygamælispróf i gær.
Richardson segir, að tvær
rúllur af 35 millimetra filmu
sýndi, að þvi er virðist ,,af-
myndaðar hendur”, sem haldi á
bunka af afritum skjala. Sér
hafi siðar orðið ljóst, að
hendurnar voru klæddar
skurðlæknishönzkum, sem
pössuðu illa.
Ljósmyndarinn segist hafa
fengið illan grun, er hann gerði
myndirnar, en hann hefði ekki
hugsað mikið um málið, fyrr en
Barker og fjórir aðrir hafi verið
handteknir i aðalstöðvum
demókrataflokksins 17. jUni.
Ekki er vitað, hvort mál þetta
er á einhvern hátt tengt hlerun-
um, sem komið hefur i ljós, að
stjórnvöld gerðu i skrifstofum
demókrata siðar, og dómsmála-
ráðherra segir, að hafi verið
mistök.
BHUTTO BÝÐUR RAHMAN
FORSÆTISRÁÐHERRATIGN!
Bhutto Pakistanforseti
bauð Mujibur Rahman
þjóöarleiðtoga Bangladess
að verða forsætisráðherra í
Pakistan. Bangladess og
Vestur-Pakistan yrðu þá
sameinuð að nýju. Bhutto
krefst þessþó, að Rahmann
dragi úr aðalkröfum þeim,
sem hann gerði á sínum
tíma og leiddu til
skiptingar ríkisins.
Rahman var helzti stjórnmála-
leiðtogi Austur-Pakistan og
krafðist meira sjálfræðis fyrir sitt
fólk. Jaja Kan. sem þá stýrði
Pakistan, svaraöi kröfunum með
harðstjórn i A-Pakistan, sem
siðar leiddi til styrjaldar.
Bhutto segist vera reiðubUinn
að vera i stjórnarandstöðu og
Rahman verði forsætisráðherra
ef Rahman mildi kröfur sinar og
samþykki sameiningu. Hann
skoraði á Rahman að koma til
fundar við sig og láta ekki
..misskilinn metnað” spilla
sáttum.
Dróparinn
Petta er dráparinn. Skrautlitaður brúsi með barnapúðrinu Bebe, sem
hefur grandað fjölda barna i Frakklandi.
Framtíðarbillinn?
Gvang gufubfllinn var frumsýnd-
ur i Sydney, Astrallu á 19. alþjóð-
legu bifreiðasýningunni nú I vik-
unni. Arkitekt í Sydney, Gene Van
Grecken, hefur hannað bflinn,
sem tekið hefur fimm ár og kost-
að yfir 30 milljónir króna að
smíða.
Nálœgð við flugvöll olli
miklum heyrnarskemmd
um og taugabilun
Börn i skólum nærri
flugvellinum i Los
Angeles eiga á hættu að
hljóta varanleg
heyrnarmein vegna
hávaðans frá þotum,
samkvæmt rannsókn,
sem Kaliforniuháskóli
hefur gert.
Einnig er mikil hætta á, að
þau taugabilist.
i einum skólanum mátti heita,
að öll börn hefðu heyrnargalla.
Slagsmál eru tiðari i
skólunum cn viðast gerist.
Skólarnir hristast af þotuhvin
á tveggja minúta fresti að
mcðaltali.
Kennarar verða stundum að
nota kalllúðra, svo að til þeirra
hcyrist. llljóðmælingar leiddu i
Ijós, að hávaöinn var frá 95 til
115 decibel i fimmtán skóla-
görðum nálægt flugvellinum, og
frá 80 til 96 I kennslustofunum.
Petta er meiri hávaði en talinn
er viðunandi i ibúðum, skrif-
stofum, skóluni/á vinnustað eða
skemmtistaö i þeim tilvikum,
sem lög taka til.
Sœnskur myrti
fimm íBelfast
Vísindamenn mótmœla
„sparki" í Moskvu
Yfirmenn i brezka
hernum á Norður-
írlandi segjast vita
nafn sænsks leigu-
morðingja, sem
„starfi” þar á vegum
IRA- hreyfingarinnar.
Sviinn á að hafa drepið fimm
brezka hermenn siðustu vikur-
nar.
Hann er sagður fá mjög riku-
leg laun fyrir. Bretarnir segja,
að hann sé efstur á lista glæpa-
manna, sem leitað er.
Svii þessi á enn fremur að
hafa verið málaliði i Kongó árið
1960, þegar Tshombe fékk er-
lent málalið til að berja niður
uppreisn i héraðinu Katanga,
Bretarnir telja að fimm leigu-
morðingjar séu á kreiki i Bel-
fast og beri þeir ábyrgð á
flestum morðanna á brezkum
hermönnum.
Bretar segjast einnig vita
með vissu að tveir leigumorð-
ingjar hafi særzt i viðureign við
brezka hermenn og einn er-
lendur leigumorðingi hafi
fallið.
4,5 milljarð-
ar I eitri
i mesta eiturlyfjafundi í
sögu Argentinu komst lög-
reglan þar yfir 101 pund af
hreinu heróíni, sem mundi
á markaði hafa kostað um
fjóra og hálfan milljarð
íslenzkra króna.
Lögregla,n tilkynnti i gær, sam-
kvæmt AP-frétt, að ,,margir
mikilvægir menn”, sem fengust
við eiturlyfjasölu, hefðu verið
teknir höndum.
Heróinið kom frá Marseilles i
h’rakklandi i 92 pökkum, sem áttu
siðan að fara til Miami eða New
York. Heróinið komst gegnum
tollinn á flugvellinum i Buenos
Aires, en slóð þess var rakin til
hUss eins i borginni.
Rúmlega sex hundruð
þekktir visindamenn i
ýmsum löndum hafa undir-
ritað yfirlýsingu um
stuðning við sovézkan
visindamann, sem var
sviptur embætti sinu i
Moskvu, eftirað hann sótti
um leyfi til að flytjast til
israel.
Visindamennirnir skora á
Sovétstjórnina að veita Benjamin
Levich prófessor aftur fullt frelsi.
Levich er 55 ára. Hann var
sviptur embætti sinu sem forseti
fræðilegu deildarinnar i rafefna-
fræðistofnuninni i Moskvu.
Brian Spalding prófessor i
Imperial College i London segir,
að áskorunin verði birt i
vestrænum visindaritum, sem
dreift er i Sovétrikjunum. L.E.
Scriven, bandariskur prófessor,
segisthafa hitt Levich i fyrri viku.
,,Hann óttast, að hann verði
dæmdur i fangelsi,” segir
Scriven.
• Ellsworth Bunker, bandariski
scndiherrann i Saigon, er sagður
vilja hætta.
Ilann fór flugleiðis til Hawaii i
fyrradag til viðræðna við Nixon,
sem er þar. á fundum með for-
sætisráðherra Japans.
Siðar komst sá kvittur á kreik,
að 78 ára diplómatinn væri orðinn
þreyttur S þessu crfiða starfi.