Vísir - 01.09.1972, Blaðsíða 7

Vísir - 01.09.1972, Blaðsíða 7
Yísir — Föstudagur 1. september 1972 7 en ensku skipin leyfðu Spdnverj- unum alls ekki að koma að sér, heldur sveimuðu í kringum þau og létu skotin dynja yfir þá úr fjarlægð. Átökin urðu þannig nær einungis stórskotahrið og undir það höfðu Spánverjar ekki búið sig. Þeir höfðu ógrynni herliðs um borð i skipum sinum, sem var þjálfað i návigi yfir borðstokka og til að ryðja skip, en höfðu litlar skotfærabirgðir. Bráðlega þraut þá skotin og eftir það voru þeir sem bjargarlausir meðan Eng- lendingar gátu nálgazt þá og ollu stórtjóni á mörgum skipa þeirra. Siglutré féllu, leki kom að öðrum og á meðan bar allan spænska flotann óðfluga upp að frönsku ströndinni. Vonleysi og uppgjöf greip um sig meðal Spánverja, þvi að um tima var ekki annað sýnilegt en að allur hinn glæsti, ósigrandi floti myndi gereyðast þar. En þá vildi Spánverjum til það happ að breytti um vindátt og brá til nokkuð suðlægari áttar, svo að hinn bjargarlausi floti þeirra gat þó á flóttanum rétt skroppið framhjá ströndinni og gegnum Ermarsund inn á Norð- ursjóinn. Þar með var þó ekki úti ógæfa hins útlenda árásarflota, þvi nú hófust hörmungar hans fyrir alvöru. Nú voru þessir suðrænu menn likt og dottnir i fallgryfju, komnir inn á Norðursjó, var nú útilokað að þeir gætu sloppið afturtil baka gegnum Ermarsund Þessir suðrænu menn áttu þvi fyrir höndum langa siglingu um kaldan sjá kringum norðlægar og illviðrasamar strendur Skot- lands. h'yrir þessa löngu siglingu með- fram fjandsamlegum ströndum voru Spánverjar ekki búnir. Þá skorti allt sem til þurfti, til við- gerða á lekum skipsskrokkum og siglutrjdm. Þá skorti mat og drykkjarvatn og þar sem skorið hafði verið i svo miklum skyndi á legufæri, vantaði meira að segja akkeri i mörg skipanna. 1 margar vikur var þessi vonlausi dauða- floti að flækjast i Norðursjó og siðan suður eftir Atlantshafi. Þar lentu þeir i stórviðri og mörg hinna áður svo glæstu skipa rak á land á írlandsströnd, en önnur sem voru þegar orðin sködduð af fallbyssuskotum Englendinga klofnuðu sundur og sukku i sjó- gangi. Hvergi var neina hjálp að fá og ensk herskip héldu áfram i heila viku að elta spænska flotann og gera honum ýmsar skráveifur. Hið mikla fjölmenni um borð i spænsku skipunum olli enn meiri vandræðum. Það hefði verið nógu erfitt að fæða 20 þúsund manna herlið á þurru landi þó ekki væri úti á rúmsjó. Við þessar norðlægu strendur fengust heldur engar birgðir. Hungursneyð kom upp um borð i skipunum, þvi fylgdi skyrbjúgur og siðast var það litla drykkjarvatn, sem til var( orðið rammfúlt og taugaveiki kom upp i skipunum. Er þessi hörmunga- sigling flotans ósigrandi norður fyrir Skotland eitt frægasta dæm- ið um það, hvernig mikill skipa- floti getur orðið bjargarlaus i fjarlægum leiðangri viö óvin- veittar strendur. Á siglingu þessari dreifðist svo flotinn ósigrandi og hvert skip varð að reyna að bjargast eins og bezt gat heim á leið. Af 130 skip- um náðu aðeins um 50 aftur heimahöfn á Spáni og nærri 15 þúsund manns af flotanum létu lifið. Það var siðan lengi i frá- sögur fært suður þar, hve skip- verjar sem af komust hefðu verið illa farnir. Þegar þeir skreiddust i land liktust þeir hinum vesælustu skipbrotsmönnum, yfirkomnir af langvarandi hungri og skyrbjúg. Mörgum þeirra varð ekki við bjargað, heldur létust með hinum mestu hörmungum eftir að heim var komið. Hinn mikli ósigur „flotans ósigrandi” olli margvislegum þáttaskilum. Þar með var hlut mótmælendatrúarmanna i noranverðri álfunni bjargað. Hið suðræna spænska veldi hlaut hnekki sem það aldrei náði sér eftir og þungamiðja hinnar evrópsku tæknimenningar færðist norður á bóginn. Þar var lagt glæst af stað, stórveldi sem hugðist kúga til hlýðni minni- máttar veldi, sem var að risa upp, en allt snerist það við og olli stefnumótum i mannkynssög- unni. Þorsteinn Thorarensen. IIMIM Umsfón: Þórunn Sigurðardóttir Það er stór hópur barna, sem i haust hefur sina fyrstu skóla- göngu, eftirvæntingar- fullur og vongóður. Foreldrarnir leggja sig alla fram við að hvetja barnið, svo að það megi koma heim með ánægjulegar einkunna- bækur og fjölskyldan geti glaðst yfir afrek- um barnsins. Margir virðast gleyma þvi, að einkunnir barnsins segja oft meira um loreldrana sjálfa og heimili barnsins, en barnið sjálft. Það hefur lika orðið sú raunin, að þýöing einkunna verð- ur minni og minni og fjöldamargir vilja leggja þær algerlega niður i þeirri mynd sem þær eru nú. En hvernig geta foreldrar hjálpað barninu til þess að ná árangri f skólanum? Og þegar við segjum árangur, þá minnum við á að hann er ekki skráður i einkunnabækur, heldur i sálar- lif barnsins. Hvaða þroska nær barnið, sem sjálfstæður ein- staklingur i hinu islenzka skóla- kerfi? Hvaða áhrif hafa enda- laus eftirrekstur og fortölur for- eldra á barnið? „Gleymið einkunnunum, og þá verðið þið glöð þegar barnið sýnir ykkur einkunnabæk- urnar,” sagði uppeldisfræð- ingur einu sinni. Með þvi að stuðla að auknum þroska barns- ins almennt, aukið þið margfalt möguleika barnsins til að ná árangri i náminu sjálfu. Samkvæmt rannsóknum bæði i Bandarikjunum og Evrópu hefur komið i ljós að náms- árangur barna er mjög tengdur orðaforða þess og yfirleitt möguleikum til þess að tjá sig i tali. Þau börn sem áttu i mikl- um erfiðleikum með að tala, reyndust eiga mjög erfitt með að fylgja náminu, samkv. könn- un sem gerð var i Bandarikj- unum. Og hvers vegna áttu börnin erfitt með að tala? — Jú, i ljós kom að 55 af 60 barnanna vissu ekki hvað það var að hlusta á sögu, og ennþá siður hafði verið við þau rætt af for- eldrum þess. Barnið hafði það hlutskipti á heimilinu að þegja og hlýða. Árangurinn varð nær undantekningarlaust sá, að þroskinn varð mjög hægur, barnið gerðist innhverft og tor- tryggið og illfært til að starfa eða leika sér með öðrum börnum. Vald orðanna er i rauninni eina valdið sem barnið hefur. Börn sem eiga erfitt með að tjá sig i tali, nota likams- kraftana i staðinn og venjast þvi að beita valdi og útkljá sin mál með likamskröftum. Hvernig getum við hjálpoð barninu í skólanum? — með því að tala, hlusta, útskýra, snerta — Með þvi að lesa fyrir börn og tala við þau er hægt að auka orðaforða barnanna og dýpka vitundarheim þeirra mjög. Imyndunaraflið fær byr undir báða vængi, við að hlusta á góða sögu. Siðan á að leyfa börnunum að spyrja og ræða við þau um efni sögunnar. Börn byrja misung i skóla, en þvi má ekki gleyma að börn fara ekki i skóla aðeins til þess að læra að lesa og skrifa. 1 5 og jafnvel 6 ára deildum er lestrar- kennslan litil sem engin. 1 stað þess eru börnin búin undir að geta unnið sjálfstætt i skól- anum, þegar hið raunverulega nám hefst. Skóli ísaks Jónssonar verður i vetur með 5 ára deildir og ætl- um við til gamans að birta glefsur úr námsskránni. Það ætti að geta orðið foreldrum vis- bending, bæði þeim sem eiga börn i skólanum og öðrum. Þeir sem ekki geta komið börnum i slika forskóla, gætu undirbúið barnið heima á svipaðan hátt. Við höfum valið hér nokkra þætti i námsskránni, sem okkur þykja athyglisverðir og foreldr- ar ættu að geta notfært sér, er þau undirbúa börn sin undir skólanámið. Talað mál, undirbúningur undir lestur. 1. Kennt að koma saman og segja hvort öðru frá, hlusta, biða eftir að röðin komi að manni án þess að gripa fram i. Byrja á að lesa sögur, og leyfa börnum að koma með athuga- semdir án þess þó að gripa fram i. Smám saman koma þvi i það horf, að börnin séu lika fús að segja frá eigin reynslu. (Kenn- arinn á ekki að gripa fram i og leiðrétta, heldur koma þvi að siðar.) Ýta undir rétta röðun at- burða i sögu. 2. Reyna að auka orðaforða barnanna með ýmsu móti, m.a. noti kennarinn eins breyti- legt orðalag og honum er unnt, með notkun orða úr átthaga- fræðiverkefnum hverju sinni o.fl. Vekja athygli á nýjum eða óvenjulegum orðum. Ennfremur minnast á no. lo„ og so. Segja sögur og láta börnin finna þessa orðflokka. 3. Skerpa almenna athygli og úthald. Ýmsar tal- og leikæfingar. Leikir: önd-gæs, spurðu nágrannann, 20 spurningar, Simon segir o.fl. Teikna sögur, klippa. F'inna sömu hljóð i orð- um og orö sem rima saman o.s.frv. Rifja upp daglega við heim- ferð, hvað gerðist i dag og færa það eftir fyrirsögn barna inn i dagbók bekkjarins. Leikur. 1. Hópleikir Leggja áherzlu á að deila áhöldum og tækifærum með öðrum. Kenna að hjálpast að og geta kennt öðrum nýja leiki. Mikilvægt að leikreglur séu haldnar. 2. Sjálfstæður leikur. Hjálpa börnunum tii að leika sér og una ein við leik, ef með þarf. Starf. 1. Hópvinna. Kenna nauðsyn þess að vinna saman að ýmsum verkefnum. Allir geta ekki ráðið, nauðsyn- legt að geta hlýtt þeim sem ræð- ur, þó maður sé ekki á sama máli. Kenna að hlusta á sjónar- miðannarraá báða vegu. Rækta ábyrgðartilfinningu (maður ber ábyrgð, þó maður sé ekki einn). 2. Sjálfstæð vinna. Leggja áherzlu á að koma börnum af stað við vinnu, og vera viss um að jákvæður árangur náist, venja þannig börnin á sjálfstæð vinnubrögð. Kenna aðganga frá áhöldum og efni og þrifa til eftir sig. Sögur og Ijóð. 1. Glæða áhuga á bókum og lestri. Lesa sögu daglega eða kvæði, ræða hana, láta börnin gizka á framhald o.s.frv. Kenna að hlusta á sögur án þess að gripa fram i, geyma athugasemdir þar til siðar. Láta börnin spreyta sig á að gera eigin sögur og kvæði. (Ath. myndasögur og moralskar s.) 2. Auka orðaforða. Breyta orðalagi i sögum, sem minnst, en gefa sér tima til að ræða merkingu orða (hvernig væri hægt að segja þetta öðru- visi) o.s.frv. Gefa börnunum tækifæri til að endursegja (eða leika) sögu eða kvæði, ýmist sjálf, eða með handbrúðum. Söngur og tónlist. 1. Kenna lög og ljóð til að syngja. Syngja saman og ein sér. 2. Hreyfingar eftir tónlist. Leyfa börnum að tjá sig frjálst eftir tónlist, fylgja takti, hraða o.s.frv. 3. Hlusta- á tónlist. Reyna að auka skilning á að hlusta eftir hughrifum i tónlist (dapurlegt eða glaðlegt o.s.frv.), mun á sterkri og hljóðri tónlist, hraðri, hægri o.s.frv. Eru öll lög hentug til aö dansa eftir? —ÞS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.