Vísir - 01.09.1972, Blaðsíða 6

Vísir - 01.09.1972, Blaðsíða 6
6 Visir — Föstudagur 1. september 1972 vísm Otgefandi: Heykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Áuglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611 (5 linur) Áskriftargjald kr. 225 á mánuöi innanlands i lausasölu kr. 15.00 eintakið. Blaðaprent hf. Bjartsýni á fyrsta degi I Dagurinn er runninn upp. Fiskveiðilögsaga ts- ( lendinga varð 50 milur á miðnætti i nótt. Við höfum / stigið örlagarikt skref til styrktar efnahagslegu) sjálfstæði okkar og til viðhalds verðmæta hafsins \ yfir landgrunni okkar. Þetta er sannarlega eftir- minnilegur dagur. Nýtt þorskastrið er hafið. Sem betur fer er fátt, sem bendir til þess, að það verði harðvitugra en næsta strið þar á undan. Miklu fremur er ástæða til að ætla, að þráteflið á miðunum verði friðsamlegra i þetta sinn. Andstæðingar okkar senda i þetta sinn ekki vopn- uð herskip á islenzku miðin. Með þvi hafa þeir! lýst áhuga sinum á að forðast valdbeitingu, enda fengu þeir slæma reynslu af henni siðast. Þá hefur utanrikisráðherra íslands lýst þvi yfir, að i upphafi verði tæpast gerðar tilraunir til að færa til hafnar þá erlenda togara, sem verða að veiðum milli 12 og 50 milna. íslenzkir varðskipsmenn hafa samkvæmt alþjóð- legu samkomulagi um eftirlit með veiðum heimild til að fara um borð i togara, hvort sem þeir eru inn- an landhelgi eða utan, til þess að kanna, hvort möskvastærð og annar veiðibúnaður sé i samræmi við alþjóðlegar reglugerðir. Það verður þvi forvitnilegt að vita, hver við- brögðin verða, þegar islenzkir varðskipsmenn reyna að framkvæma slikt eftirlit, sem ekkert kem- ur við deilum um stærð landhelgi. Munu togara- menn reyna að beita valdi til að hindra slikt eftirlit? Munu eftirlitsskipin brezku og vestur-þýzku telja þá ofan af sliku athæfi? Ef togaramenn beita valdi til að hindra eftirlit og skipherrar útlendu eftirlitsskipanna láta það af- skiptalaust, hafa andstæðingar okkar hætt sér út i valdbeitingu, sem mun skaða málstað þeirra veru- lega. Reynslan mun skera úr um, hvort þeir fara út á þá braut. Bretar hafa þegar skaðað málstað sinn verulega með þvi að leyfa togurum sinum að veiða nafnlausir og númerslausir við strendur íslands. Ef þeir þar á ofan rjúfa alþjóðasamninga um eftirlit með fram- kvæmd alþjóðíegs samkomulags um búnað veiðar- færa, eru þeir búnir að eyða þeim velvilja, sem þeir kunna að hafa skapað sér með villandi áróðri sinum á alþjóðavettvangi. Brezkir togaramenn eru vigreifir eins og fyrri daginn. En ósköp er hætt við þvi, að þeir þreytist á þráteflinu, þegar þeir eru búnir að skarka lengi saman i hóp á siglingaleiðum islenzku varðskip- anna. Það er óliklegt, að aflinn verði svo mikill, að hann hvetji brezka togaramenn til að halda þrátefk inu endalaust áfram. Sumir þeirra yrðu sjálfsagt fljótt fegnir að komast utar, þar sem þeir gætu fisk að i friði. Þorskastiðið ætti þvi að geta farið vel af stað frá okkar sjónarmiði. Mikilvægast er, að þeir, sem eru af okkar hálfu i eldlinunni, haldi ró sinni og láti ekki egna sig út i neitt fljótræði. Með seiglunni vinnum við þetta þorskastrið eins og hið fyrra. Við getum þvi verið bjartsýn á þessum merkisdegi i sögu okk- í ar sem sjálfstæðrar þjóðar. / ÓSIGRANDI llinn 28. mai árið 1588 lagði glæstur hcrskipafloti úr höfn úr mynni Tajo-fljútsins á Pyrenea- skaga. Pctta var höfuðfloti mesta þávcrandi stórveldis hcims, Spánar, hins volduga landkönn- unar og nýlenduveldis, sem haföi lagt undirsig mikinn hluta hinnar nýju álfu, Ameriku. Pcir kunnu þvi illa að eitt vesælt smáriki norður i höfum, mcykonungsriki Klisabetar 1. dirfðist að taka upp keppni við þá um landnám vest- anhafs og auk þess ætluðu þeir sér að vcrnda kaþúlsku kirkjuna gegn hinum úguölcgu mútmæl- endatrúarhreyfingum á Bret- landi. Það þótti i frásögur færandi, að floti þessi væri sá glæsilegasti og öflugasti, sem nokkru sinni hefði verið sendur i flotaleiðangur. t honum voru 130 skip með 8 þús- und sjómönnum, nærri 20 þús. manna herliði og ennfremur voru yfir þúsund fallbyssur um borð i skipunum. Vegna nýlenduútþenslunnar höfðu Spánverjar komið sér upp voldugasta herskipaflota heims og gengu þeir þá svo langt i her- skipasmiði, að þeir hjuggu fyrir- hyggjulaust niður eikarskóga sina og voru það náttúruspjöll, sem land þeirra náði sér seint eft- ir. Floti þeirra var gerður i göml- um stil, þar voru hinar stóru þungu galeiður. Þar voru mörg stærstu herskip heimsins, likj- andi við orustuskip siðari tima. Andstæðingarnir, hinir norrænu Englendingar áttu engin slik risa- skip. Þeir höfðu verið taldir smá- þjóð, en um aldir höfðu konungar þeirra eytt kröftunum i ættardeil- ur og erfðatilkall til léna á megin- landinu. En þeir voru viður- kenndir afar harðskeyttir her- menn og höfðu komið á óvart með nýjum baráttuaöferðum og vopn- um. Langbogasveitir þeirra höfðu valdið úrslitum i orustum i Frakklandi, og nú fóru þeir nýjar leiðir i sjóhernaði. Þeir höfðu ekki þung og stór skip eins og spænsku galeiðurnar, heldur hraðsigld léttiskip með leiknum siglurum, sem gátu notað hvern vindblæ til að hringsóla i kringum hin þung- færu skip óvinanna. P’lotinn ósigrandi hélt i einni samfelldri fylkingu norður yfir Biskaya-flóa og var hann kominn upp að suðurströnd Englands i júlilok. Englendingar höfðu þá haft nægar spurnir af honum og safnað þar saman i Plymouth- höfn mestöllum sinum flota. Þeir höfðu fleiri skip, þegar allt var talið, uppundir 200 talsins, en ólikt minni, svo þeir höfðu ekkert bolmagn gegn flotanum ósigrandi i venjulegri sjóorustu. Þeir tóku þvi upp nýjar aðferðir, bjuggu skip sin fremur fáum en mjög kröftugum, langdrægum fallbyss- um og beittu hvarvetna siglinga- hæfni skipa sinna til þess að halda sig i hæfilegri fjarlægð. Þeir gátu t.d. fylgt þeirri reglu að halda sig alltaf vindmegin i átökum, svo að skeyti óvinanna náðu ekki til þeirra, meðan vindurinn bar hin- ar brezku kúlur yfir á spænsku skipin. Þannig þokaðist spænski flotinn austur eftir Ermarsundi fyrir striðum vestanvindi og fóru nú brátt að koma i ljós ókostir hins gamla skipulags þeirra. Enginn enskur floti mætti þeim framan til, svo þar tókst engin sjóorusta. í stað þess voru ensku skipin á si- felldu iði fyrir aftan þá, vind- megin og fylgdu þeim smám saman á eftir. Spánverjarnir gátu ekki snúið flota sinum gegn þeim á móti vindinum og Englending- arnir réðu þvi öllu, hvenær og hvar þeir lögðu til atlögu við ó- vinafiotann. Þannig tókust smá- skærur einum tiu sinnum á þess- ari einkennilegu austursiglingu og var þeim öllum hagað eins, að Englendingar komu skotum á spönsku skipin, en spænsku fall- byssurnar drógu ekki til þeirra, svo að þeir urðu ekki fyrir neinu tjóni sjálfir. Þessum undarlega fyrsta þætti átakanna lauk 6. ágúst, þegar spænski flotinn hafði borizt undan vindi inn i Dover-sund og vörpuðu þeir þá akkerum við Calais á norðurströnd Frakklands. Hafði það verið ætlunin að Frakkar gengju þá til liðs við þá og sendu mikinn innrásarher í skjóli spænska flotans yfir Ermarsund, til þess að bæla niður mótmæl- endatrú á Englandi. En sá franski innrásarher var nú alls ekki tilbú- inn og sýndust þær ráðagerðir þvi ætla að fara út um þúfur. Meðan spænski flotaforinginn Medina var að hugleiða, hvað nú ætti til bragðs að taka, lá floti hans hreyfingarlaus fyrir akkerum og vindmegin við hann eins og venjulega enski flotinn. Nú voru Spánverjarnir komnir i klipu. Þeir gátu nú ekki snúið tíl baka móti stöðugum vestanvindi, þeir höfðu gengið i alvarlega gildru. Aðfaranótt 8. ágúst létu Eng- lendingar loks til skarar skriða gegn hinum kyrrstæða spænska flota. Þeir létu sex logandi eld- skip reka i áttina að spænska flot- anum og við þetta brá Spánverj- unum svo i brún, að þó þeir væru litt búnir til siglingar eða orustu, drógu þeir upp og sumir hjuggu á legufæri og riðlaðist þar fylking þeirra. Enn var á stifur vestan- vindur og vofði það nú yfir hinum þungfæru spænsku skipum að reka á land. Og nú þeystu léttfær skip Englendinganna að og fræg sjóorusta tókst við Gravelines á Frakklandsströnd 8. ágúst. Það varð sjóorusta með algerlega nýju sniði. Fram til þessa hafði það verið aðalreglan að andstæð skip legðu hvort upp að öðru i sjó- orustum og ruðst væri yfir borð,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.