Vísir - 01.09.1972, Blaðsíða 3

Vísir - 01.09.1972, Blaðsíða 3
Vísir — Föstudagur 1. september 1972 3 „Mér virðist allt benda til, að þetta þorskastrið verði mjög i anda þcss fyrra. Bretar hafa ekki látið neitt uppi áform sin um hvort þeir ætli að hafa herskip hér á miðunum, en þeir cru hér alltaf með cinhver herskip. Sennilega verða þau ekki hér tii sýnis fyrr en þeir þurfa á þeim að halda”. Eirikur Kristófersson, fyrrum skipherra og ein frægasta hetjan úr þorskastriðinu fyrra, lét svo mælt um útlitið i striðsmálum Is- lendinga núna, en blaðamaður Visis ræddi við E>rik i gær: ,,Mér skilst að varðskipin muni hafa afar erfiöa aðstöðu. Varð- skipsmönnum muni sækjast erfiðlega að komast umborð i tog- arana. Áður höfðum við trébáta eða plastbáta til að fara i skipin. Nú hafa þeir aðeins báta úr mjög þunnu gúmmiefni— sem þolir þá illa viðkomu. T.d. ef stjakað er við bátunum með fiskisting, þá er hætt við að illa fari”. Ryögaöur hlekkur i varnar- keðjunni Hvernig er Landhelgisgæzlan, að þinum dömi. búin að tækjum og skipum? ,.Hún hefur vissulega aldrei verið betur búin. Hún ræður yfir fullkomnari tækjum en nokkru sinni. Hún á fleiri flugvélar og hæfari enáður hafa verið og varð- skipin eru orðin fimm talsins, þ.e. ef vitaskipið Árvakur er talið með. Hitt er svo annað mál. að þess- ar byssur, sem á skipunum eru, eru aðeins forngripir og til litils gagns. Og ég býst við þvi, að blaðamenn sem aðrir, hafi tekið eftir þvi, að jafnan liggur eitt eða fleiri varðskip i höfn i Reykjavik vegna bilunar. Ég býst ekki viö að nokkur privatútgerði stæði undir slikum kostnaði. Ég held það sé ljóst, að einhvers staðar sé ryðg- aður hlekkur i varnarkeðju ts- lands”. En telurðu að varðskipin is- lenzku muni núna hafa verulega þörf fyrir fallbyssur? ,,i þorskastriðinu siðast, þurfti ég tvisvar eða þrisvar að skjóta aðvörunarskotum og einu sinni varð ég að skjóta á togara, þar eð hann hótaði ásiglingu”. Hvað á að gera við togara sem koma hingað á grunnmið með málað yfir nafn og númer? „Þeirkoma eins og sjóræningj- ar, og þvi vil ég klippa frá þeim vörpuna". Telurðu að Bretar ætli sér að veiða hér innan 50 milna fisk- veiðimarkanna af sömu seiglu og þeir gerðu innan 12 milnanna áð- ur? „Ég reikna meö að Bretar sæki þetta af sömu seiglunni og áður”. Bretar þegar orðnir brot- legir Og það hefur þegar sýnt sig, að Bretar ætla ei að gefast upp fyrr en i fulla hnefana. Þeir eru þegar núna, áður en útfærslan er komin til framkvæmda, orðnir brotlegir við lög. Þeir hafa brotið togaralögin með þvi að vera á siglingaleiðum með málað yfir nöfn og númer”. Hverjar telurðu vera sigurlikur fyrir Islendinga? „Ég heldvið getum talið okkur sigurinn visan. Bretar héldu sið- ast að við myndum gefast upp eft- ir þrjá mánuði eða svo.Ég minn- ist þess, að Anderson skipherra spurði mig þá i einlægni hve lengi við myndum halda út. Ég svaraði honum þvi til, að Islendingar væru að þvi leyti iikir Kinverjum, að timinn skipti ekki öllu. Við myndum halda út i þrjú ár eða fimm ár, eftir þvi sem þyrfti. Þá hristi hann höfuðið. Og ég býst ekki við að brezkir togaramenn verði sérlega þolin- móðir að verða að fiska æfinlega i einum hnapp. Beztu aflaskip- stjórarnir vilja helzt vera einir á ferð”. Hve mörg herskip höfðu Bretar hér við land i siðasta þorska- striði? „Sex voru hér alveg föst —• en þaö sýndi sig að þau gátu orðið fleiri, ef þeir töldu að þyrfti. Ég man eftir þvi, að eitt sinn vorum við á Þór á Selvogsbanka. Þar voru þá átta togarar brezkir að toga. og voru þeir undir vernd eins herskips, sem Anderson var með. Svo var það. að þriðji stýrimað- urinn kailaði i skipstjóra á einum af togurunum og sagði honum að 80linubátar frá Vestmannaeyjum væru að koma á þessi mið — sem voru hefðbundin mið linubátanna — og það væri ráðlegt fyrir togar- ana að koma sér frá, svo þeir flæktu ekki og eyðilegðu linuna fyrir bátunum. Togaraskipstjórinn misskildi þetta nokkuð — en það vissum við ekki fyrr en morguninn eftir. Við sáum bara, að Anderson hafði skipað togurunum aö hætta togveiðum. Þeir tóku allir vörp- una og hlerana á dekk og hnöpp- uðu sig svo saman. Það var gott veður, þannig að þeir gátu verið nokkuð þétt. Anderson sigldi svo herskipinu kringumtogarana og vaktaði þá. Klukkutima siðar sá- um við hvar kom annað herskip utan af hafi. Anderson hafði greinilega kallað eftir liðsauka. Enn leið klukkutimi, og her- skipin tvö sigldu kringum þessa átta togara. Þá kom þriðja her- skipið siglandi sunnan úr hafi. Greinilegt var þvi, að þau voru ekki höfð langt undan, ef á þurfti að halda. Þessi þrjú herskip pössuöu svo togarana átta alla nóttina, lónuðu kringum þá og virtust viðbúin stórfelldri árás Þórs. Um morguninn klukkan sex, renndi Anderson herskipi sinu upp að Þór og kallaði yfir. Bað hann um viðtal við mig. Ég kom upp. og hann spurði þá, byrstur i rómi. hvað stæði eiginlega til. Það stendur ekki nokkur hlutur til, svaraði ég og var raunar m jög undrandi á öllu þessu tilstandi Bretanna. Þetta er rólegasta nóttin sem við höfum átt siðan Þorskastriðið hölst- og bætti svo við: Nú hefur þú tekið af okkur ómakið og bannað ykkar átta tog- urum að veiða i 11 klukkustundir. Gætt þess dyggilega með þremur herskipum. Þá segir hann: Nú, ætluðuð þið ekki að ráöast á þessa átta togara um miðnættið með aðstoð 80 fiski- báta? Nei, svaraði ég, það kæmi aldr- ei til mála að við beittum fiskibát- um fyrir okkur '. — Þú kannski saknar þess, að vera ekki með i þessum nýju átökum við Bretana? „Mér þótti ævinlega gaman til sjós, var enda i tæp 60 ár sjómað- ur — jú, það kom einatt eitthvað spaugilegt fyrir i Þorskastrið inu". — GG Kirikur Kristófcrsson, fyrrvcr- andi skiphcrra á heimili sinu i gær. Kirikur varð viðfrægur fyrir frammistöðu sina i fyrra þorska- striðinu — og kunn cru skipti hans við Anderson, yfirmann brezku hcrskipanna hér við island. Ryðgaður hlekkur í varnarkeðjunni — rœtt við Eirík Kristófersson, fyrrum skipherra um seiglu brezkra togarasjómanna og Þorskastyrjöldina fyrri. Fox borg- aði út! „Ágreiningurinn lá ekki aðeins i lcigu á ýmiss konar tækjum" segir Gisli Gestsson um viöskipti sin við Kox i stuttu viðtali við Visi i morgun. „Hann ncitaöi að borga þrcmur starfsmönnum við kvik- myndatökuna laun fyrir þriggja vikna timabil. Þegar við sem i hlut áttum gcngum á hann, þá ætlaði hann að humma þetta fram af scr. Hann hélt að þar sem hann átti engar eigur hérfendis gætum við ekkert gert. Kn við höfðum sterkt vopn — við gátum krafizt þess að Fox yrði kyrrscttur sjálfur ef hann ekki greiddi okkur launin. Fyrr kæmist hann ekki úr landi. Ilann sá sitt óvænna og borgaöi okkur loks þegjandi og hljóðalaust, i gærdag”. Aður en Fox kom til landsins sá Gisli um flutning á tækjum hans og annaöist allar greiöslur Bandarikjamannsins sem voru um :!()«.000 kr. 150.000 greiddi Fox strax, en dró svo að borga hinn hclminginn þangað til núna i vikunni. Eins og málin standa virðist scm sé deila Gisla og Fox vera útkljáö og engin frekari viðskipti þeirra i milli á næstu grösum! ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■..■■■■...■■.....■..■■..■....■.■■■.....■.■.■.■.■■■........■•■■......■.....■....:..:;;;;;:::::::::::::::;;:;::;;::;;:";;"””“”:;:2:”“:2sszzss! Fangarnir frægu, komnir aftur um borð I sitt skip, varöskipiö Þór. Lengst til hægri er Hrafnkell Guðjónsson, stýrimaður, þá Karl Einarsson. Annar frá vinstri er Eirlkur Kristófersson, skipherra. Fangar Breta í 11 daga PZkki var ástand mjög rólegt á grunnmiðum við ísland fyrst eftir út- færslu landhelginnar 1958 — a.m.k. ekki eins rólegt og það var i nótt og morgun. 2. september urðu harðar svipt- ingar milli varðskipsins Þór, þar sem Eirikur Kristófersson var skipherra, og brezka herskipsins Eastbourne, en um borð i þvi var Anderson, yfirmaður brezku her- skipasveitarinnar sem var hér við land i Þorskastriðinu fyrra. Þór setti átta menn úr áhöfn sinni yfir i togara, sem var að veiðum langtinnanl2 mflna mark- anna nýju. Eastbourne lagði þá að togaranum og sendi menn, vopnaða kylfum, um borð og voru varðskipsmenn hraktir úr tog- aranum og út i vélbát frá herskipinu. Eftir nokkuð þóf voru islenzku varðskipsmennirnir teknir um borð i herskipið, Eastbourne og þar voru þeir látnir dúsa, fangar i ellefu daga. Olafur Valur Sigurösson, stýri- maður, sem enn starfar hjá Landhelgisgæzlunni, var einn mannanna, sem teknir voru i her- skipið. „Við vorum niu talsins, tveir stýrimenn og sjð hásetar” sagði Ólafur Valur, er Visir ræddi við hann, „Við höfðum verið á Þór i Breiðafirðinum. Tókum þar togara tveimur dögum áður, en þessi togari hjó af sér vörpuna. Við fórum með togarann til Reykjavikur og siðan vestur aftur til að slæða upp vörpuna. Þá lentum við i þessu. Mennirnir sem með mér voru og voru fangar Breta i ellefu daga voru Hrafnkell Guðjóns$on, stýrimaður, Guðmundur Karls- son, stýrimaður, Karl Einarsson, háseti (nú þekktur sem grin- leikari og eftirherma), ólafur Gunnarsson, háseti, Jóhann Eliasson háseti, Björn, háseti Hörður Karlsson, háseti, starfar i Alverinu núna”, hélt ólafur Valur, „og Guðmundur háseti og nú trésmiður á Patreksfirði”. Sagði Ólafur Valur að vistin um borð I Eastbourne hafi verið þolanleg. „Það var búið að okkur eins og öðrum skipverjum þar. Við vorum talsvert á feröinni, vorum bæði fyrir vestan land og norðan. Lengst fyrir norðan minnir mig. — svo var okkur skotið i land hér við Keflavik’ GG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.