Vísir - 01.09.1972, Blaðsíða 13
Visir — Föstudagur 1. september 1972
13
■ —■ I
Ulrike Meinhof
Meinhof
neitor
að sjá
börn sín
Hin :1K ára gatnla Uirika Mein-
hof liefur neitaö aö fá börn sin i
heimsókn til sin i fangelsiö i Köln.
Ulrika á tviburadætur, sem nú
eru rctt að veröa tiu ára, en hún
hefur ekki scð dætur sinar i tvö
ár.
Þaö sem aðallega veldur þvi að
hún vill ekki fá þær i heimsókn, er
það að þær eru nú undir umsjá
föður sins.Klaus Röhl, og hefur
hann fylgt þeim til fangelsisins.
Ulrika óskar ekki eftir þvi að sjá
þennan fyrrverandi eiginmann
sinn en hann er ritstjóri pólitisks
timarits.
,,Ef hann ætlar alltaf að koma
með stúlkunum, vil ég ekki fá að
sjá þær. Ég mundi ekki þola þá
heimsókn”, segir hún.
Ulrika Meinhof verður bráð-
lega flutt, með strangan vörð um
sig, til Vestur Berlinar, þar sem
mál hennar og fjögurra annarra
verður tekið fyrir i rétti.
CLIFF of
síðhœrður
Bannað að
koma fram í
S-Kóreu
Brezka söngvurunum og
trúboöunum Cliff Richard hefur
veriö bannuö aö koma fram i Suö
ur-Kórcu, þar sem yfirvöld þar-
lendis segja hann vera allt of síö-
hæröan, aö þvi er talsmaöur
söngvarans segir.
Þetta er i annað sinn á þremur
vikum sem þessi 31 árs gamli
söngvari fær slikt bann. en siðast
var það i Singapore sem hann
mátti ekki halda hljómleika, sök-
um þess hve hann er talinn sið-
hærður af þarlendum yfirvöldum.
Cliff Richard, sem nú er jafn
vel þekktur sem trúboði og pop-
stjarna er nú sem stendur stadd-
ur i ísrael. og verður þar þangað
til um helgina. en þá mun hann
halda i ferðalag og ef til vill
hljómleikahald til Indónesiu.
Hong Kong og Japan.
Margir hafa undrazt á yfirvöld-
um. þar sem Cliff er ekki talinn
beint siðhærður á brezkan mæli-
kvarða.
Hór aldur eina leiðin
til að losna við kvef?
Eftir því sem fólk verður
eldra er minni hætta á því
að það næli sér í hinn mjög
svo algenga kvilla, kvef.
Þetta kom fram í könnun
sem gerð var i London af
Dr. Sylvia Reid, sem at-
hugaði hvaða sýklar yllu
helzt kvefi og fleira i sam-
bandi við það.
Hún segir meðal annars, að
fjöldi þessara sýkla sé mjög mik-
ill en þó er hann takmarkaður og
eftir þvi sem fólk verður eldra. þá
hefur það fengið að kenna á fleiri
og fleiri sýklum. Likurnar á þvi
að fólk fái kvef minnka þvi smám
saman. og það getur farið svo að
lokum að það hafi fengið að kenna
á öllum hinum algengustu sýkl-
um.
Könnunin var gerð á eitt þús-
und manneskjum á öllum aldri,
og var spurt að þvi hvort viðkom-
andi hefði fengið kvef og hve oft
á siðasta vetri.
Táningar voru stærsti hópurinn
sem svaraði játandi, eða 76%.
69% af fólki'á aldrinum tuttugu til
þrjátiu ára svaraði játandi, en
ekki nema 46% af fólki 55 ára og
eldra.
Afengisneyzla
meiri meðal
fólks í
hjónabandi?
Hjónaband virðist geta
haft nokkuð slæmar afleið-
ingar i för með sér.
Að minnsta kosti kemur það
fram i könnun sem gerð var i
Canberra, en það var The
Commonwealth Health Depart-
ment sem sá um þessa könnun.
Það kom i ljós að 33,3% karl-
manna i hjónabandi drekka vin á
hverjum einasta degi. Meðal ein-
hleypra manna eru ekki nema
18,8% sem drekka á hverjum
degi. Könnunin náði til 1.422 karl-
manna og kvenmanna, giftra og
ógiftra, sem er um eitt prósent
fólksfjölda i Canberra.
Það kom einnig i ljós að meira
en 25% giftra kvenna neyta
áfengis á hverjum degi, en aftur á
móti eru ekki nema 9,1% ein-
hleypra kvenna sem neyta áfeng-
is hvern einasta dag.
NESCO
Sjónvarpstilboó
ársins!
Kuba Imperial FT-472Sjónvarpstækið með 5000 krútborgun
eða10%staÖgreiðsluafslætti. 3jaára ábvrgöaövanda.
VERZLUN OG SKRIFSTOFA: LAUGAVEGI 10, REYKJAVÍK, SÍMAR: 19150 & 19192
LEIÐANDI FYRIRTÆKI A SVIÐI SJÓNVARPS- ÚTVARPS- OG HLJÓMFLUTNINGSTÆKJA
NESCO HE